Árásin komi til með að auka stuðning við Trump Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 14. júlí 2024 14:00 Silja Bára Ómarsdóttir alþjóðastjórnmálafræðingur segir líklegt að árásin á Donald Trump muni hjálpa kosningabaráttu hans. AP/Vísir Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands og sérfræðingur í bandarískum stjórnmálum, telur líklegt að morðtilræðið gegn Donald Trump í gærkvöldi komi til með að styrkja kosningabaráttu hans, að minnsta kosti til skemmri tíma. Atburðurinn komi til með að vekja ýmsar samsæriskenningar, en árásin hefur jafnframt vakið umræðu um öryggismál og spurningar um gæslu umhverfis forsetaframbjóðendur í Bandaríkjunum. „Manni bregður náttúrlega alltaf að sjá svona. Það er náttúrlega gríðarlegt ofbeldi í Bandaríkjunum með skotvopnum þannig að það er ástæða fyrir því að frambjóðendur eru með lífverði og öryggisgæslu í kringum sig,“ segir Silja Bára. Árásarmaðurinn sem skotinn var til bana á vettvangi er sagður hafa hleypt af byssunni af þaki byggingar skammt fyrir utan samkomusvæðið þar sem fjölmennur kosningafundur Trumps for fram í Pennsylvaníu í gær. „Mér skilst að þessi maður hafi verið utan öryggissvæðisins, það er að segja að hann hafi verið nógu langt í burtu til þess að hann hafi ekki verið búinn að fara í gegnum öryggisgæslu. Þannig þetta var ekki brestur í öryggiseftirlitinu á svæðinu sem að olli því að þetta gerðist. En þetta vekur alls konar spurningar,” segir Silja Bára. Hún telur ljóst að árásin komi til með að styrkja kosningabaráttu Trumps sem sækist eftir embætti forseta á ný í kosningunum í nóvember. „Ég held að þetta auki stuðning við Trump, að minnsta kosti til skemmri tíma. Að fólk muni horfa á þetta að það staðfesti orðræðu hans um að ríkið ógni honum, það sem hann kallar djúpríkið og allt þetta. Það byrjaði strax í nótt, Repúblikanar voru að kenna Biden og hans orðræðu um þetta atvik, þannig þeir reyna að snúa þessu þannig að þetta sé í raun Demókrötum að kenna,“ segir Silja Bára. Þetta komi til með að ýta undir alls konar samsæriskenningar. „Algjörlega. Og mjög mikilvægt í raun og veru að reyna að sporna við því og reyna að tryggja að þetta verði ekki til þess að auka enn meira á tortryggni almennings gagnvart stjórnvöldum.“ Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Erlent Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Innlent Fleiri fréttir Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Sjá meira
Atburðurinn komi til með að vekja ýmsar samsæriskenningar, en árásin hefur jafnframt vakið umræðu um öryggismál og spurningar um gæslu umhverfis forsetaframbjóðendur í Bandaríkjunum. „Manni bregður náttúrlega alltaf að sjá svona. Það er náttúrlega gríðarlegt ofbeldi í Bandaríkjunum með skotvopnum þannig að það er ástæða fyrir því að frambjóðendur eru með lífverði og öryggisgæslu í kringum sig,“ segir Silja Bára. Árásarmaðurinn sem skotinn var til bana á vettvangi er sagður hafa hleypt af byssunni af þaki byggingar skammt fyrir utan samkomusvæðið þar sem fjölmennur kosningafundur Trumps for fram í Pennsylvaníu í gær. „Mér skilst að þessi maður hafi verið utan öryggissvæðisins, það er að segja að hann hafi verið nógu langt í burtu til þess að hann hafi ekki verið búinn að fara í gegnum öryggisgæslu. Þannig þetta var ekki brestur í öryggiseftirlitinu á svæðinu sem að olli því að þetta gerðist. En þetta vekur alls konar spurningar,” segir Silja Bára. Hún telur ljóst að árásin komi til með að styrkja kosningabaráttu Trumps sem sækist eftir embætti forseta á ný í kosningunum í nóvember. „Ég held að þetta auki stuðning við Trump, að minnsta kosti til skemmri tíma. Að fólk muni horfa á þetta að það staðfesti orðræðu hans um að ríkið ógni honum, það sem hann kallar djúpríkið og allt þetta. Það byrjaði strax í nótt, Repúblikanar voru að kenna Biden og hans orðræðu um þetta atvik, þannig þeir reyna að snúa þessu þannig að þetta sé í raun Demókrötum að kenna,“ segir Silja Bára. Þetta komi til með að ýta undir alls konar samsæriskenningar. „Algjörlega. Og mjög mikilvægt í raun og veru að reyna að sporna við því og reyna að tryggja að þetta verði ekki til þess að auka enn meira á tortryggni almennings gagnvart stjórnvöldum.“
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Erlent Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Innlent Fleiri fréttir Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Sjá meira