„Ég styð Trump forseta heilshugar og vona að hann ná skjótum bata,“ segir í færslu Musk á X.
„Síðasti frambjóðandi sem var svona harður af sér var Theodore Roosevelt,“ segir í öðru innleggi hans.
Jafnframt gagnrýnir Musk fyrirkomulag öryggismála á kosningafundinum þar sem skotárásin átti sér stað. Hann hefur sagt að yfirmaður bandarísku leyniþjónustunnar ætti að segja af sér, sem og sá sem var yfir öryggismálum á vettvangi.
„Annað hvort var þetta algjört vanhæfi eða gert með ráðum.“
Bloomberg greindi frá því í fyrradag að Musk hefði lagt fram mjög álítlega upphæð til stuðningsmannahóps Trumps