Auðlindir í almannaeigu – Halla Hrund Logadóttir 7. forseti Íslands Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar 31. maí 2024 12:30 Lúmsk yfirtaka nýfrjálshyggjunnar byrjaði að herja á Bandaríkin og Bretland á níunda áratugnum í forsetatíð Reagans og Thatcher. Skilaboðin voru skýr: minnka þyrfti ríkisrekstur og einkavæða. Einfalda regluverkið. Lækka þyrfi skatta og auka flæði framleiðslu og fjár á heimsmarkaði. Markaðurinn ætti að ráða. En var þetta einhver tilviljun? Nei alls ekki. Skrifuð var aðgerðaáætlun fyrir Viðskiptaráð Bandaríkjanna á áttunda áratugnum sem gengur undir heitinu ,,The Powell Memorandum.“ Þar var lagt upp með að taka yfir háskóladeildir í viðskiptafræði og hagfræði með því að styrkja kennslustöður til handa nýfrjálshyggjusinnum, skrifa kennslubækur fyrir háskóla og jafnvel framhaldsskóla, passa upp á að nýfrjálshyggusérfæðingar flyttu fyrirlestra í háskólum, vakta alla miðla til að ekki birtust fleiri viðtöl við félagshyggjumenn en frjálshyggjumenn. Sama gilti um greinaskrif. Stefnt var að því að taka yfir réttarkerfið og þar með hæstarétt. Sagan sýnir að þessi vegferð var farin, ekki einungis í Bandaríkjunum heldur einnig í Bretlandi og síðan víða um heiminn allan. En skiptir þetta máli fyrir framtíð Íslands? Já, svo sannarlega. Á Íslandi smaug nýfrjálshyggjan inn með Davíð Oddssyni – sem var hugfanginn af hugmyndafræði Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar. Stofnuð var Eimreiðarklíkan – og félagar smugu inn í stöður í Háskóla Íslands, Hæstarétt, borgarstjórn, á Alþingi og í stjórnsýslunni. Einkavæðing fór af stað – útgerða og flutningsfyrirtækja. Um allt þetta má lesa í bók Þorvaldar Logasonar um Eimreiðarelítuna. Nýfrjálshyggjan náði hæstu hæðum á bóluárunum á Íslandi og svo hrundi kerfið 2008. En uppgjör við nýfrjálshyggjuna hefur aldrei farið fram á landinu okkar góða, þrátt fyrir skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis. Nýfrjálshyggjan kraumar enn undir yfirborðinu. Það er engin tilviljun að Bjarni Benediktsson hefur haldið dauðahaldi í fjármálaráðuneytið um árabil. Heyrst hefur frá ýmsum aðilum að einkavæða þurfi meira. Heilbrigðiskerfið, menntakerfið, bankakerfið, orkukerfið. Og nú er Bjarni Ben komin í forsætisráðherrastólinn. Talað er um einkavæðingu Landsbankans og Landsvirkjunar. Fiskikvótinn gengur kaupum og sölum milli fiskikónga í boði nýfrjálshyggjunnar, en er þó í eigu Íslendinga. Gefa á ótakmarkaðan aðgang að fjörðunum okkar til fiskeldis – og þar eru aðaleigendur ekki Íslendingar heldur Norðmenn. Frá orkugeiranum – og jafnvel frá umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu – hefur verið kallað hátt um orkuskort – í landi þar sem einungis 5% af orkunni fara til heimila landsins en yfir 80% til stóriðju. Við framleiðum meira rafmagn á mann en nokkur önnur þjóð. Til eru áform um nær 100 vindorkuver út um allt land – flest í eigu erlendra aðila. Erum við að sturlast? Eina manneskjan sem hefur af festu og af miklum kjarki talað gegn þessari rammavitleysu í forsetakosningabaráttunni er Halla Hrund Logadóttir. Hún vakti máls á hættunni á einkavæðingu auðlinda áður en hún fór í forsetaframboð. Hún skrifaði sem orkumálastjóri um að þegar land er selt fylgi eignarrétturinn á vatninu og heita vatninu með. Forfeður okkar voru skynsamari og varðveittu auðlindirnar í formi hita- og orkuveitna í almannaeigu. Halla Hrund Logadóttir vill varðveita auðlindir okkar fyrir komandi kynslóðir, ekki éta þær allar upp í gróðaskyni einstaklingshyggjunnar í boði nýfrjálshyggjunnar. Halla Hrund vill ekki einkavæða mjólkurkýrnar okkar. Hún verður sem forseti Íslands öryggisventillinn okkar. Þess vegna er Halla Hrund minn forseti. Höfundur er prófessor emerita í sjálfbærnivísindum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Forsetakosningar 2024 Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Sjá meira
Lúmsk yfirtaka nýfrjálshyggjunnar byrjaði að herja á Bandaríkin og Bretland á níunda áratugnum í forsetatíð Reagans og Thatcher. Skilaboðin voru skýr: minnka þyrfti ríkisrekstur og einkavæða. Einfalda regluverkið. Lækka þyrfi skatta og auka flæði framleiðslu og fjár á heimsmarkaði. Markaðurinn ætti að ráða. En var þetta einhver tilviljun? Nei alls ekki. Skrifuð var aðgerðaáætlun fyrir Viðskiptaráð Bandaríkjanna á áttunda áratugnum sem gengur undir heitinu ,,The Powell Memorandum.“ Þar var lagt upp með að taka yfir háskóladeildir í viðskiptafræði og hagfræði með því að styrkja kennslustöður til handa nýfrjálshyggjusinnum, skrifa kennslubækur fyrir háskóla og jafnvel framhaldsskóla, passa upp á að nýfrjálshyggusérfæðingar flyttu fyrirlestra í háskólum, vakta alla miðla til að ekki birtust fleiri viðtöl við félagshyggjumenn en frjálshyggjumenn. Sama gilti um greinaskrif. Stefnt var að því að taka yfir réttarkerfið og þar með hæstarétt. Sagan sýnir að þessi vegferð var farin, ekki einungis í Bandaríkjunum heldur einnig í Bretlandi og síðan víða um heiminn allan. En skiptir þetta máli fyrir framtíð Íslands? Já, svo sannarlega. Á Íslandi smaug nýfrjálshyggjan inn með Davíð Oddssyni – sem var hugfanginn af hugmyndafræði Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar. Stofnuð var Eimreiðarklíkan – og félagar smugu inn í stöður í Háskóla Íslands, Hæstarétt, borgarstjórn, á Alþingi og í stjórnsýslunni. Einkavæðing fór af stað – útgerða og flutningsfyrirtækja. Um allt þetta má lesa í bók Þorvaldar Logasonar um Eimreiðarelítuna. Nýfrjálshyggjan náði hæstu hæðum á bóluárunum á Íslandi og svo hrundi kerfið 2008. En uppgjör við nýfrjálshyggjuna hefur aldrei farið fram á landinu okkar góða, þrátt fyrir skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis. Nýfrjálshyggjan kraumar enn undir yfirborðinu. Það er engin tilviljun að Bjarni Benediktsson hefur haldið dauðahaldi í fjármálaráðuneytið um árabil. Heyrst hefur frá ýmsum aðilum að einkavæða þurfi meira. Heilbrigðiskerfið, menntakerfið, bankakerfið, orkukerfið. Og nú er Bjarni Ben komin í forsætisráðherrastólinn. Talað er um einkavæðingu Landsbankans og Landsvirkjunar. Fiskikvótinn gengur kaupum og sölum milli fiskikónga í boði nýfrjálshyggjunnar, en er þó í eigu Íslendinga. Gefa á ótakmarkaðan aðgang að fjörðunum okkar til fiskeldis – og þar eru aðaleigendur ekki Íslendingar heldur Norðmenn. Frá orkugeiranum – og jafnvel frá umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu – hefur verið kallað hátt um orkuskort – í landi þar sem einungis 5% af orkunni fara til heimila landsins en yfir 80% til stóriðju. Við framleiðum meira rafmagn á mann en nokkur önnur þjóð. Til eru áform um nær 100 vindorkuver út um allt land – flest í eigu erlendra aðila. Erum við að sturlast? Eina manneskjan sem hefur af festu og af miklum kjarki talað gegn þessari rammavitleysu í forsetakosningabaráttunni er Halla Hrund Logadóttir. Hún vakti máls á hættunni á einkavæðingu auðlinda áður en hún fór í forsetaframboð. Hún skrifaði sem orkumálastjóri um að þegar land er selt fylgi eignarrétturinn á vatninu og heita vatninu með. Forfeður okkar voru skynsamari og varðveittu auðlindirnar í formi hita- og orkuveitna í almannaeigu. Halla Hrund Logadóttir vill varðveita auðlindir okkar fyrir komandi kynslóðir, ekki éta þær allar upp í gróðaskyni einstaklingshyggjunnar í boði nýfrjálshyggjunnar. Halla Hrund vill ekki einkavæða mjólkurkýrnar okkar. Hún verður sem forseti Íslands öryggisventillinn okkar. Þess vegna er Halla Hrund minn forseti. Höfundur er prófessor emerita í sjálfbærnivísindum.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun