Auðlindir í almannaeigu – Halla Hrund Logadóttir 7. forseti Íslands Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar 31. maí 2024 12:30 Lúmsk yfirtaka nýfrjálshyggjunnar byrjaði að herja á Bandaríkin og Bretland á níunda áratugnum í forsetatíð Reagans og Thatcher. Skilaboðin voru skýr: minnka þyrfti ríkisrekstur og einkavæða. Einfalda regluverkið. Lækka þyrfi skatta og auka flæði framleiðslu og fjár á heimsmarkaði. Markaðurinn ætti að ráða. En var þetta einhver tilviljun? Nei alls ekki. Skrifuð var aðgerðaáætlun fyrir Viðskiptaráð Bandaríkjanna á áttunda áratugnum sem gengur undir heitinu ,,The Powell Memorandum.“ Þar var lagt upp með að taka yfir háskóladeildir í viðskiptafræði og hagfræði með því að styrkja kennslustöður til handa nýfrjálshyggjusinnum, skrifa kennslubækur fyrir háskóla og jafnvel framhaldsskóla, passa upp á að nýfrjálshyggusérfæðingar flyttu fyrirlestra í háskólum, vakta alla miðla til að ekki birtust fleiri viðtöl við félagshyggjumenn en frjálshyggjumenn. Sama gilti um greinaskrif. Stefnt var að því að taka yfir réttarkerfið og þar með hæstarétt. Sagan sýnir að þessi vegferð var farin, ekki einungis í Bandaríkjunum heldur einnig í Bretlandi og síðan víða um heiminn allan. En skiptir þetta máli fyrir framtíð Íslands? Já, svo sannarlega. Á Íslandi smaug nýfrjálshyggjan inn með Davíð Oddssyni – sem var hugfanginn af hugmyndafræði Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar. Stofnuð var Eimreiðarklíkan – og félagar smugu inn í stöður í Háskóla Íslands, Hæstarétt, borgarstjórn, á Alþingi og í stjórnsýslunni. Einkavæðing fór af stað – útgerða og flutningsfyrirtækja. Um allt þetta má lesa í bók Þorvaldar Logasonar um Eimreiðarelítuna. Nýfrjálshyggjan náði hæstu hæðum á bóluárunum á Íslandi og svo hrundi kerfið 2008. En uppgjör við nýfrjálshyggjuna hefur aldrei farið fram á landinu okkar góða, þrátt fyrir skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis. Nýfrjálshyggjan kraumar enn undir yfirborðinu. Það er engin tilviljun að Bjarni Benediktsson hefur haldið dauðahaldi í fjármálaráðuneytið um árabil. Heyrst hefur frá ýmsum aðilum að einkavæða þurfi meira. Heilbrigðiskerfið, menntakerfið, bankakerfið, orkukerfið. Og nú er Bjarni Ben komin í forsætisráðherrastólinn. Talað er um einkavæðingu Landsbankans og Landsvirkjunar. Fiskikvótinn gengur kaupum og sölum milli fiskikónga í boði nýfrjálshyggjunnar, en er þó í eigu Íslendinga. Gefa á ótakmarkaðan aðgang að fjörðunum okkar til fiskeldis – og þar eru aðaleigendur ekki Íslendingar heldur Norðmenn. Frá orkugeiranum – og jafnvel frá umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu – hefur verið kallað hátt um orkuskort – í landi þar sem einungis 5% af orkunni fara til heimila landsins en yfir 80% til stóriðju. Við framleiðum meira rafmagn á mann en nokkur önnur þjóð. Til eru áform um nær 100 vindorkuver út um allt land – flest í eigu erlendra aðila. Erum við að sturlast? Eina manneskjan sem hefur af festu og af miklum kjarki talað gegn þessari rammavitleysu í forsetakosningabaráttunni er Halla Hrund Logadóttir. Hún vakti máls á hættunni á einkavæðingu auðlinda áður en hún fór í forsetaframboð. Hún skrifaði sem orkumálastjóri um að þegar land er selt fylgi eignarrétturinn á vatninu og heita vatninu með. Forfeður okkar voru skynsamari og varðveittu auðlindirnar í formi hita- og orkuveitna í almannaeigu. Halla Hrund Logadóttir vill varðveita auðlindir okkar fyrir komandi kynslóðir, ekki éta þær allar upp í gróðaskyni einstaklingshyggjunnar í boði nýfrjálshyggjunnar. Halla Hrund vill ekki einkavæða mjólkurkýrnar okkar. Hún verður sem forseti Íslands öryggisventillinn okkar. Þess vegna er Halla Hrund minn forseti. Höfundur er prófessor emerita í sjálfbærnivísindum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Forsetakosningar 2024 Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Lúmsk yfirtaka nýfrjálshyggjunnar byrjaði að herja á Bandaríkin og Bretland á níunda áratugnum í forsetatíð Reagans og Thatcher. Skilaboðin voru skýr: minnka þyrfti ríkisrekstur og einkavæða. Einfalda regluverkið. Lækka þyrfi skatta og auka flæði framleiðslu og fjár á heimsmarkaði. Markaðurinn ætti að ráða. En var þetta einhver tilviljun? Nei alls ekki. Skrifuð var aðgerðaáætlun fyrir Viðskiptaráð Bandaríkjanna á áttunda áratugnum sem gengur undir heitinu ,,The Powell Memorandum.“ Þar var lagt upp með að taka yfir háskóladeildir í viðskiptafræði og hagfræði með því að styrkja kennslustöður til handa nýfrjálshyggjusinnum, skrifa kennslubækur fyrir háskóla og jafnvel framhaldsskóla, passa upp á að nýfrjálshyggusérfæðingar flyttu fyrirlestra í háskólum, vakta alla miðla til að ekki birtust fleiri viðtöl við félagshyggjumenn en frjálshyggjumenn. Sama gilti um greinaskrif. Stefnt var að því að taka yfir réttarkerfið og þar með hæstarétt. Sagan sýnir að þessi vegferð var farin, ekki einungis í Bandaríkjunum heldur einnig í Bretlandi og síðan víða um heiminn allan. En skiptir þetta máli fyrir framtíð Íslands? Já, svo sannarlega. Á Íslandi smaug nýfrjálshyggjan inn með Davíð Oddssyni – sem var hugfanginn af hugmyndafræði Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar. Stofnuð var Eimreiðarklíkan – og félagar smugu inn í stöður í Háskóla Íslands, Hæstarétt, borgarstjórn, á Alþingi og í stjórnsýslunni. Einkavæðing fór af stað – útgerða og flutningsfyrirtækja. Um allt þetta má lesa í bók Þorvaldar Logasonar um Eimreiðarelítuna. Nýfrjálshyggjan náði hæstu hæðum á bóluárunum á Íslandi og svo hrundi kerfið 2008. En uppgjör við nýfrjálshyggjuna hefur aldrei farið fram á landinu okkar góða, þrátt fyrir skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis. Nýfrjálshyggjan kraumar enn undir yfirborðinu. Það er engin tilviljun að Bjarni Benediktsson hefur haldið dauðahaldi í fjármálaráðuneytið um árabil. Heyrst hefur frá ýmsum aðilum að einkavæða þurfi meira. Heilbrigðiskerfið, menntakerfið, bankakerfið, orkukerfið. Og nú er Bjarni Ben komin í forsætisráðherrastólinn. Talað er um einkavæðingu Landsbankans og Landsvirkjunar. Fiskikvótinn gengur kaupum og sölum milli fiskikónga í boði nýfrjálshyggjunnar, en er þó í eigu Íslendinga. Gefa á ótakmarkaðan aðgang að fjörðunum okkar til fiskeldis – og þar eru aðaleigendur ekki Íslendingar heldur Norðmenn. Frá orkugeiranum – og jafnvel frá umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu – hefur verið kallað hátt um orkuskort – í landi þar sem einungis 5% af orkunni fara til heimila landsins en yfir 80% til stóriðju. Við framleiðum meira rafmagn á mann en nokkur önnur þjóð. Til eru áform um nær 100 vindorkuver út um allt land – flest í eigu erlendra aðila. Erum við að sturlast? Eina manneskjan sem hefur af festu og af miklum kjarki talað gegn þessari rammavitleysu í forsetakosningabaráttunni er Halla Hrund Logadóttir. Hún vakti máls á hættunni á einkavæðingu auðlinda áður en hún fór í forsetaframboð. Hún skrifaði sem orkumálastjóri um að þegar land er selt fylgi eignarrétturinn á vatninu og heita vatninu með. Forfeður okkar voru skynsamari og varðveittu auðlindirnar í formi hita- og orkuveitna í almannaeigu. Halla Hrund Logadóttir vill varðveita auðlindir okkar fyrir komandi kynslóðir, ekki éta þær allar upp í gróðaskyni einstaklingshyggjunnar í boði nýfrjálshyggjunnar. Halla Hrund vill ekki einkavæða mjólkurkýrnar okkar. Hún verður sem forseti Íslands öryggisventillinn okkar. Þess vegna er Halla Hrund minn forseti. Höfundur er prófessor emerita í sjálfbærnivísindum.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun