Banvænt aðgerðarleysi Tómas A. Tómasson skrifar 16. maí 2024 07:00 Ímyndaðu þér að vera með banvænan sjúkdóm. Þú leitar þér hjálpar en kemst svo að því að það eru hundruðir manns á undan þér í biðröð og þú færð ekki hjálp. Þetta er raunveruleikinn fyrir yfir 700 manns sem bíða eftir að komast inn á Vog og fyrir aðra 100 sem bíða eftir að komast í meðferð á Krýsuvík. Á sama tíma að við sjáum lífshættulega langa biðlista, neyðist SÁÁ til að tilkynna að eftirmeðferðarstöðinni Vík verði lokað í sumar, sem hefði auðveldlega verið hægt að komast hjá ef fjárframlög stjórnvalda væru fullnægjandi til að tryggja samfellu í rekstrinum. Heilbrigðisráðherra sagði á dögunum að hann væri tilbúinn í samtalið og að það þyrfti ekki mikið fjármagn til að halda Vík opinni yfir sumartímann. Raunveruleikinn er sá að þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir um aukið fjármagn til að bregðast við vaxandi vanda, hafa ríkisstjórnarflokkarnir sagt nei, nei og aftur nei. Jafnvel þegar Flokkur fólksins lagði til 520 milljóna króna aukaframlag til SÁÁ um síðustu áramót til að bregðast við grafalvarlegum og vaxandi vanda, greiddu allir þingmenn Framsóknar, Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna atkvæði gegn fjárveitingunni. Með því að hunsa fíkniefnavandann ár eftir ár setur ríkisstjórnin líf fólks í hættu. Fíknivandinn er banvænn sjúkdómur og fólk á ekki að þurfa að bíða eftir meðferð, frekar en þeir sem glíma við hjartasjúkdóma eða krabbamein. Ef ekkert er að gert munu hundruðir einstaklinga dvelja áfram fastir í vítahring fíknisjúkdómsins, með engan aðgang að lífsnauðsynlegri meðferð. Flokkur fólksins hefur lagt fram raunhæfar lausnir til að takast á við þennan vanda. Með því að auka varanlega fjárframlög til SÁÁ um 520 milljónir á ársgrundvelli má bæta upp þann halla sem hefur myndast í rekstri samtakanna vegna þess að samningar við Sjúkratryggingar eru löngu orðnir úreltir. Þannig getum við tryggt að fleiri einstaklingar fái tímanlega og viðeigandi meðferð. Þetta fjármagn myndi gera SÁÁ kleift að auka afkastagetu sína, stytta biðlista og veita eftirfylgni til að koma í veg fyrir bakslag. Með þessum fjármunum gætu hundruðir einstaklinga fengið tækifæri til að sigrast á fíkn sinni og byggja upp betra líf. Þeir gætu snúið aftur til fjölskyldna sinna og orðið virkir þátttakendur í samfélaginu á ný. Þetta er sú framtíð sem Flokkur fólksins berst fyrir. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tómas A. Tómasson Flokkur fólksins Fíkn Alþingi Mest lesið Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson Skoðun Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Halldór 23.8.2025 Halldór Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Skoðun Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Ímyndaðu þér að vera með banvænan sjúkdóm. Þú leitar þér hjálpar en kemst svo að því að það eru hundruðir manns á undan þér í biðröð og þú færð ekki hjálp. Þetta er raunveruleikinn fyrir yfir 700 manns sem bíða eftir að komast inn á Vog og fyrir aðra 100 sem bíða eftir að komast í meðferð á Krýsuvík. Á sama tíma að við sjáum lífshættulega langa biðlista, neyðist SÁÁ til að tilkynna að eftirmeðferðarstöðinni Vík verði lokað í sumar, sem hefði auðveldlega verið hægt að komast hjá ef fjárframlög stjórnvalda væru fullnægjandi til að tryggja samfellu í rekstrinum. Heilbrigðisráðherra sagði á dögunum að hann væri tilbúinn í samtalið og að það þyrfti ekki mikið fjármagn til að halda Vík opinni yfir sumartímann. Raunveruleikinn er sá að þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir um aukið fjármagn til að bregðast við vaxandi vanda, hafa ríkisstjórnarflokkarnir sagt nei, nei og aftur nei. Jafnvel þegar Flokkur fólksins lagði til 520 milljóna króna aukaframlag til SÁÁ um síðustu áramót til að bregðast við grafalvarlegum og vaxandi vanda, greiddu allir þingmenn Framsóknar, Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna atkvæði gegn fjárveitingunni. Með því að hunsa fíkniefnavandann ár eftir ár setur ríkisstjórnin líf fólks í hættu. Fíknivandinn er banvænn sjúkdómur og fólk á ekki að þurfa að bíða eftir meðferð, frekar en þeir sem glíma við hjartasjúkdóma eða krabbamein. Ef ekkert er að gert munu hundruðir einstaklinga dvelja áfram fastir í vítahring fíknisjúkdómsins, með engan aðgang að lífsnauðsynlegri meðferð. Flokkur fólksins hefur lagt fram raunhæfar lausnir til að takast á við þennan vanda. Með því að auka varanlega fjárframlög til SÁÁ um 520 milljónir á ársgrundvelli má bæta upp þann halla sem hefur myndast í rekstri samtakanna vegna þess að samningar við Sjúkratryggingar eru löngu orðnir úreltir. Þannig getum við tryggt að fleiri einstaklingar fái tímanlega og viðeigandi meðferð. Þetta fjármagn myndi gera SÁÁ kleift að auka afkastagetu sína, stytta biðlista og veita eftirfylgni til að koma í veg fyrir bakslag. Með þessum fjármunum gætu hundruðir einstaklinga fengið tækifæri til að sigrast á fíkn sinni og byggja upp betra líf. Þeir gætu snúið aftur til fjölskyldna sinna og orðið virkir þátttakendur í samfélaginu á ný. Þetta er sú framtíð sem Flokkur fólksins berst fyrir. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar