OJ Simpson er látinn Samúel Karl Ólason skrifar 11. apríl 2024 14:49 O.J. Simpson hefur verið tíður gestur í dómssal undanfarna áratugi. Getty Images/Julie Jacobson OJ Simpson, eða Orenthal James Simpson, er látinn, eftir nokkurra ára baráttu við krabbamein. Hann var 76 ára gamall en fjölskylda hans segir hann hafa látist í gær umkringdur börnum sínum og barnabörnum. Simpson var á árum áður frægur íþróttamaður og spilaði amerískan fótbolta í NFL-deild Bandaríkjanna. Hann lék einnig í Naked Gun kvikmyndunum frægu en er í dag þekktastur fyrir allt annað. Í yfirlýsingu sem fjölskylda hans birti í gær biðja þau um næði. On April 10th, our father, Orenthal James Simpson, succumbed to his battle with cancer.He was surrounded by his children and grandchildren. During this time of transition, his family asks that you please respect their wishes for privacy and grace.-The Simpson Family— O.J. Simpson (@TheRealOJ32) April 11, 2024 Árið 1994 var hann ákærður fyrir að stinga Nicole Brown Simpson, fyrrverandi eiginkonu sína og Ronald Goldman, vin hennar, til bana á heimili hennar í Los Angeles. Hann var þó sýknaður í dómsal ári síðar. Lík Simpson og Goldman fundust fyrir utan heimili hennar þann 12. júní 1994 og lá Simpson strax undir grun. Fimm dögum síðar var gefin út handtökuskipun á hendur honum en í stað þess að gefa sig fram reyndi hann að flýja undan lögreglunni á hvítum Ford Bronco jeppa. Árið 1997 höfðaði fjölskylda Goldman mál gegn Simpson þar sem hann var dæmdur til að greiða fjölskyldunni 33,5 milljónir dala í skaðabætur. Til að greiða þá upphæð neyddist Simpson til að selja verðlaunagripi sína og minjagripi. Árið 2007 var hann svo dæmdur í 33 ára fangelsi fyrir rán. Þá notaði Simpson skotvopn til að ræna tvo minjagripasala í Las Vegas. Hann hélt því fram að hann hefði verið að reyna að ná aftur minjagripum sem hefði verið stolið af honum. Hann afplánaði tæp níu ár af þeim dómi og var sleppt árið 2017. Andlát Bandaríkin NFL Bíó og sjónvarp Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Fleiri fréttir Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Sjá meira
Simpson var á árum áður frægur íþróttamaður og spilaði amerískan fótbolta í NFL-deild Bandaríkjanna. Hann lék einnig í Naked Gun kvikmyndunum frægu en er í dag þekktastur fyrir allt annað. Í yfirlýsingu sem fjölskylda hans birti í gær biðja þau um næði. On April 10th, our father, Orenthal James Simpson, succumbed to his battle with cancer.He was surrounded by his children and grandchildren. During this time of transition, his family asks that you please respect their wishes for privacy and grace.-The Simpson Family— O.J. Simpson (@TheRealOJ32) April 11, 2024 Árið 1994 var hann ákærður fyrir að stinga Nicole Brown Simpson, fyrrverandi eiginkonu sína og Ronald Goldman, vin hennar, til bana á heimili hennar í Los Angeles. Hann var þó sýknaður í dómsal ári síðar. Lík Simpson og Goldman fundust fyrir utan heimili hennar þann 12. júní 1994 og lá Simpson strax undir grun. Fimm dögum síðar var gefin út handtökuskipun á hendur honum en í stað þess að gefa sig fram reyndi hann að flýja undan lögreglunni á hvítum Ford Bronco jeppa. Árið 1997 höfðaði fjölskylda Goldman mál gegn Simpson þar sem hann var dæmdur til að greiða fjölskyldunni 33,5 milljónir dala í skaðabætur. Til að greiða þá upphæð neyddist Simpson til að selja verðlaunagripi sína og minjagripi. Árið 2007 var hann svo dæmdur í 33 ára fangelsi fyrir rán. Þá notaði Simpson skotvopn til að ræna tvo minjagripasala í Las Vegas. Hann hélt því fram að hann hefði verið að reyna að ná aftur minjagripum sem hefði verið stolið af honum. Hann afplánaði tæp níu ár af þeim dómi og var sleppt árið 2017.
Andlát Bandaríkin NFL Bíó og sjónvarp Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Fleiri fréttir Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Sjá meira