„Rússland getur ekki verið skotmark íslamista“ Samúel Karl Ólason skrifar 4. apríl 2024 17:11 Vladimír Pútín, forseti Rússlands. AP/Pavel Bednyakov Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hélt því fram í dag að íslamskir öfgamenn hefðu ekki tilefni til að fremja hryðjuverkaárás í Rússlandi. Eining rússnesku þjóðarinnar á sviðum trúarbragða og þjóðernis og samheldni þjóðarinnar væri svo mikil að ómögulegt væri að öfgamenn fremdu hryðjuverkaárás í landinu. Því væri eina mögulega markmið „skipuleggjenda“ þess að vígamenn Íslamska ríkisins í Khorasan (ISKP) frá Tadsíkistan hefðu myrt að minnsta kosti 144 í tónleikahöllinni í Crocus nærri Moskvu í síðasta mánuði, að valda sundrung meðal rússnesku þjóðarinnar. Þetta sagði Pútín í ávarpi sem sjónvarpað var í Rússlandi í dag. Ráðamenn í Rússlandi og málpípur þeirra í rússneskum fjölmiðlum hafa ítrekað haldið því fram að Úkraínumenn hafi greitt mönnunum og hafa jafnvel bendlað Bandaríkjamenn, Breta og nú síðast Frakka við árásina. Leiðtogar þessara ríkja segja það þvælu. Forsvarsmenn ISKP hafa lýst yfir ábyrgð á árásinni og hafa sömuleiðis birt myndefni sem árásarmennirnir fjórir tóku upp á meðan á árásinni stóð. ISKP er angi Íslamska ríkisins sem er virkur í Mið-Asíu og þá helst í Afganistan. Eins og upprunalegu ISIS-samtökin er markmið ISKP að stofna kalífadæmi sem stýrt er með sjaríalögum. Nafn samtakanna, Khorasan, vísar til nafns svæðis sem inniheldur meðal annars hluta landsvæðis Íran, Afganistan, Túrkmenistan, Tadsíkistan og Úsbekistan. Þúsundir Rússa og annarra manna frá ríkjum Mið-Asíu sem mörg hver tilheyrðu Sovétríkjunum, gengu til liðs við Íslamska ríkið þegar kalífadæmið var stofnað í Írak og Sýrlandi árið 2014. Hafa gert fjölda árása gegn Rússum Einn talsmanna ISIS ítrekaði á dögunum að samtökin bæru ábyrgð á árásinni og vísaði hann meðal annars til þess að vígamenn Íslamska ríkisins hefðu barist við rússneska hermenn bæði í Afríku og í Sýrlandi og hrósaði hann ISKP vegna árásarinnar í Moskvu. Þá hafa vígamenn Íslamska ríkisins ítrekað gert árásir í Rússlandi og gegn rússnesku fólki. Árið 2015 sprengdu vígamenn ISIS farþegaþotu frá Rússlandi yfir Sinaískaga í Egyptalandi en 224 dóu í þeirri árás. Menn sem aðhyllast ISIS hafa einnig stungið fólk í Rússlandi og skotið fólk til bana, eins og farið er yfir í frétt Meduza. Rússar hafa áður fengið sambærilegar viðvarnir frá Bandaríkjunum og notað þær til að koma í veg fyrir árásir. Pútín þakkaði til að mynda Donald Trump, þáverandi forseta, fyrir upplýsingar sem eiga að hafa hjálpað Rússum að stöðva tvær hryðjuverkaárásir í Pétursborg, árið 2017 og árið 2019. Þann 7. mars, degi eftir að bandarískir embættismenn vöruðu kollega sína í Rússlandi við því að vígamenn ISKP ætluðu sér að gera hryðjuverkaárás í Rússlandi, og nefndu meðal annars tónleikahöllina í Crocus sem mögulegt skotmark, lýstu forsvarsmenn FSB (áður KGB) því yfir að árás vígamanna ISKP á bænahús gyðinga í Moskvu hefði verið stöðvað. Þeir sögðu vígamennina hafa verið fellda í skotbardaga við öryggissveitir. Sambærileg viðvörun hafði einnig borist frá klerkastjórninni í Íran. Rússland Vladimír Pútín Hryðjuverkaárás í Moskvu Hryðjuverkastarfsemi Tengdar fréttir Segir árásarmennina hafa ætlað til Belarús Alexander Lúkasjenka, einræðisherra Belarús, segir mennina sem gerðu árásina í tónleikahúsinu í Crocus, úthverfi Moskvu um helgina, hafa fyrst reynt að flýja til Belarús. Öryggisgæsla þar hafi verið svo mikil að þeir beygðu í átt að landamærum Úkraínu. 27. mars 2024 20:11 Sakar Bandaríkjamenn og Breta um aðkomu að árásinni Alexander Bortnikov Yfirmaður Leyniþjónustu Rússlands, FSB, lýsti því yfir í dag að Úkraínumenn hefðu þjálfað íslamska öfgamenn í Mið-Austurlöndum og bæru ábyrgð á árásinni á tónleikahöllina í Crocus um helgina. Þá bendlaði hann Bandaríkjamenn og Breta við árásina. 26. mars 2024 22:31 Mest lesið Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Innlent Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Erlent Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Erlent Fleiri fréttir Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Sjá meira
Því væri eina mögulega markmið „skipuleggjenda“ þess að vígamenn Íslamska ríkisins í Khorasan (ISKP) frá Tadsíkistan hefðu myrt að minnsta kosti 144 í tónleikahöllinni í Crocus nærri Moskvu í síðasta mánuði, að valda sundrung meðal rússnesku þjóðarinnar. Þetta sagði Pútín í ávarpi sem sjónvarpað var í Rússlandi í dag. Ráðamenn í Rússlandi og málpípur þeirra í rússneskum fjölmiðlum hafa ítrekað haldið því fram að Úkraínumenn hafi greitt mönnunum og hafa jafnvel bendlað Bandaríkjamenn, Breta og nú síðast Frakka við árásina. Leiðtogar þessara ríkja segja það þvælu. Forsvarsmenn ISKP hafa lýst yfir ábyrgð á árásinni og hafa sömuleiðis birt myndefni sem árásarmennirnir fjórir tóku upp á meðan á árásinni stóð. ISKP er angi Íslamska ríkisins sem er virkur í Mið-Asíu og þá helst í Afganistan. Eins og upprunalegu ISIS-samtökin er markmið ISKP að stofna kalífadæmi sem stýrt er með sjaríalögum. Nafn samtakanna, Khorasan, vísar til nafns svæðis sem inniheldur meðal annars hluta landsvæðis Íran, Afganistan, Túrkmenistan, Tadsíkistan og Úsbekistan. Þúsundir Rússa og annarra manna frá ríkjum Mið-Asíu sem mörg hver tilheyrðu Sovétríkjunum, gengu til liðs við Íslamska ríkið þegar kalífadæmið var stofnað í Írak og Sýrlandi árið 2014. Hafa gert fjölda árása gegn Rússum Einn talsmanna ISIS ítrekaði á dögunum að samtökin bæru ábyrgð á árásinni og vísaði hann meðal annars til þess að vígamenn Íslamska ríkisins hefðu barist við rússneska hermenn bæði í Afríku og í Sýrlandi og hrósaði hann ISKP vegna árásarinnar í Moskvu. Þá hafa vígamenn Íslamska ríkisins ítrekað gert árásir í Rússlandi og gegn rússnesku fólki. Árið 2015 sprengdu vígamenn ISIS farþegaþotu frá Rússlandi yfir Sinaískaga í Egyptalandi en 224 dóu í þeirri árás. Menn sem aðhyllast ISIS hafa einnig stungið fólk í Rússlandi og skotið fólk til bana, eins og farið er yfir í frétt Meduza. Rússar hafa áður fengið sambærilegar viðvarnir frá Bandaríkjunum og notað þær til að koma í veg fyrir árásir. Pútín þakkaði til að mynda Donald Trump, þáverandi forseta, fyrir upplýsingar sem eiga að hafa hjálpað Rússum að stöðva tvær hryðjuverkaárásir í Pétursborg, árið 2017 og árið 2019. Þann 7. mars, degi eftir að bandarískir embættismenn vöruðu kollega sína í Rússlandi við því að vígamenn ISKP ætluðu sér að gera hryðjuverkaárás í Rússlandi, og nefndu meðal annars tónleikahöllina í Crocus sem mögulegt skotmark, lýstu forsvarsmenn FSB (áður KGB) því yfir að árás vígamanna ISKP á bænahús gyðinga í Moskvu hefði verið stöðvað. Þeir sögðu vígamennina hafa verið fellda í skotbardaga við öryggissveitir. Sambærileg viðvörun hafði einnig borist frá klerkastjórninni í Íran.
Rússland Vladimír Pútín Hryðjuverkaárás í Moskvu Hryðjuverkastarfsemi Tengdar fréttir Segir árásarmennina hafa ætlað til Belarús Alexander Lúkasjenka, einræðisherra Belarús, segir mennina sem gerðu árásina í tónleikahúsinu í Crocus, úthverfi Moskvu um helgina, hafa fyrst reynt að flýja til Belarús. Öryggisgæsla þar hafi verið svo mikil að þeir beygðu í átt að landamærum Úkraínu. 27. mars 2024 20:11 Sakar Bandaríkjamenn og Breta um aðkomu að árásinni Alexander Bortnikov Yfirmaður Leyniþjónustu Rússlands, FSB, lýsti því yfir í dag að Úkraínumenn hefðu þjálfað íslamska öfgamenn í Mið-Austurlöndum og bæru ábyrgð á árásinni á tónleikahöllina í Crocus um helgina. Þá bendlaði hann Bandaríkjamenn og Breta við árásina. 26. mars 2024 22:31 Mest lesið Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Innlent Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Erlent Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Erlent Fleiri fréttir Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Sjá meira
Segir árásarmennina hafa ætlað til Belarús Alexander Lúkasjenka, einræðisherra Belarús, segir mennina sem gerðu árásina í tónleikahúsinu í Crocus, úthverfi Moskvu um helgina, hafa fyrst reynt að flýja til Belarús. Öryggisgæsla þar hafi verið svo mikil að þeir beygðu í átt að landamærum Úkraínu. 27. mars 2024 20:11
Sakar Bandaríkjamenn og Breta um aðkomu að árásinni Alexander Bortnikov Yfirmaður Leyniþjónustu Rússlands, FSB, lýsti því yfir í dag að Úkraínumenn hefðu þjálfað íslamska öfgamenn í Mið-Austurlöndum og bæru ábyrgð á árásinni á tónleikahöllina í Crocus um helgina. Þá bendlaði hann Bandaríkjamenn og Breta við árásina. 26. mars 2024 22:31