„Rússland getur ekki verið skotmark íslamista“ Samúel Karl Ólason skrifar 4. apríl 2024 17:11 Vladimír Pútín, forseti Rússlands. AP/Pavel Bednyakov Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hélt því fram í dag að íslamskir öfgamenn hefðu ekki tilefni til að fremja hryðjuverkaárás í Rússlandi. Eining rússnesku þjóðarinnar á sviðum trúarbragða og þjóðernis og samheldni þjóðarinnar væri svo mikil að ómögulegt væri að öfgamenn fremdu hryðjuverkaárás í landinu. Því væri eina mögulega markmið „skipuleggjenda“ þess að vígamenn Íslamska ríkisins í Khorasan (ISKP) frá Tadsíkistan hefðu myrt að minnsta kosti 144 í tónleikahöllinni í Crocus nærri Moskvu í síðasta mánuði, að valda sundrung meðal rússnesku þjóðarinnar. Þetta sagði Pútín í ávarpi sem sjónvarpað var í Rússlandi í dag. Ráðamenn í Rússlandi og málpípur þeirra í rússneskum fjölmiðlum hafa ítrekað haldið því fram að Úkraínumenn hafi greitt mönnunum og hafa jafnvel bendlað Bandaríkjamenn, Breta og nú síðast Frakka við árásina. Leiðtogar þessara ríkja segja það þvælu. Forsvarsmenn ISKP hafa lýst yfir ábyrgð á árásinni og hafa sömuleiðis birt myndefni sem árásarmennirnir fjórir tóku upp á meðan á árásinni stóð. ISKP er angi Íslamska ríkisins sem er virkur í Mið-Asíu og þá helst í Afganistan. Eins og upprunalegu ISIS-samtökin er markmið ISKP að stofna kalífadæmi sem stýrt er með sjaríalögum. Nafn samtakanna, Khorasan, vísar til nafns svæðis sem inniheldur meðal annars hluta landsvæðis Íran, Afganistan, Túrkmenistan, Tadsíkistan og Úsbekistan. Þúsundir Rússa og annarra manna frá ríkjum Mið-Asíu sem mörg hver tilheyrðu Sovétríkjunum, gengu til liðs við Íslamska ríkið þegar kalífadæmið var stofnað í Írak og Sýrlandi árið 2014. Hafa gert fjölda árása gegn Rússum Einn talsmanna ISIS ítrekaði á dögunum að samtökin bæru ábyrgð á árásinni og vísaði hann meðal annars til þess að vígamenn Íslamska ríkisins hefðu barist við rússneska hermenn bæði í Afríku og í Sýrlandi og hrósaði hann ISKP vegna árásarinnar í Moskvu. Þá hafa vígamenn Íslamska ríkisins ítrekað gert árásir í Rússlandi og gegn rússnesku fólki. Árið 2015 sprengdu vígamenn ISIS farþegaþotu frá Rússlandi yfir Sinaískaga í Egyptalandi en 224 dóu í þeirri árás. Menn sem aðhyllast ISIS hafa einnig stungið fólk í Rússlandi og skotið fólk til bana, eins og farið er yfir í frétt Meduza. Rússar hafa áður fengið sambærilegar viðvarnir frá Bandaríkjunum og notað þær til að koma í veg fyrir árásir. Pútín þakkaði til að mynda Donald Trump, þáverandi forseta, fyrir upplýsingar sem eiga að hafa hjálpað Rússum að stöðva tvær hryðjuverkaárásir í Pétursborg, árið 2017 og árið 2019. Þann 7. mars, degi eftir að bandarískir embættismenn vöruðu kollega sína í Rússlandi við því að vígamenn ISKP ætluðu sér að gera hryðjuverkaárás í Rússlandi, og nefndu meðal annars tónleikahöllina í Crocus sem mögulegt skotmark, lýstu forsvarsmenn FSB (áður KGB) því yfir að árás vígamanna ISKP á bænahús gyðinga í Moskvu hefði verið stöðvað. Þeir sögðu vígamennina hafa verið fellda í skotbardaga við öryggissveitir. Sambærileg viðvörun hafði einnig borist frá klerkastjórninni í Íran. Rússland Vladimír Pútín Hryðjuverkaárás í Moskvu Hryðjuverkastarfsemi Tengdar fréttir Segir árásarmennina hafa ætlað til Belarús Alexander Lúkasjenka, einræðisherra Belarús, segir mennina sem gerðu árásina í tónleikahúsinu í Crocus, úthverfi Moskvu um helgina, hafa fyrst reynt að flýja til Belarús. Öryggisgæsla þar hafi verið svo mikil að þeir beygðu í átt að landamærum Úkraínu. 27. mars 2024 20:11 Sakar Bandaríkjamenn og Breta um aðkomu að árásinni Alexander Bortnikov Yfirmaður Leyniþjónustu Rússlands, FSB, lýsti því yfir í dag að Úkraínumenn hefðu þjálfað íslamska öfgamenn í Mið-Austurlöndum og bæru ábyrgð á árásinni á tónleikahöllina í Crocus um helgina. Þá bendlaði hann Bandaríkjamenn og Breta við árásina. 26. mars 2024 22:31 Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Innlent Lágkúra og della að mati ráðherra Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Fleiri fréttir „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Stjúpsonur norska krónprinsins grunaður um nauðganir Dönsk stjórnvöld vilja tryggja fólki höfundarrétt að eigin persónu Sagði Sean Combs ekki virða svarið „Nei“ Sjá meira
Því væri eina mögulega markmið „skipuleggjenda“ þess að vígamenn Íslamska ríkisins í Khorasan (ISKP) frá Tadsíkistan hefðu myrt að minnsta kosti 144 í tónleikahöllinni í Crocus nærri Moskvu í síðasta mánuði, að valda sundrung meðal rússnesku þjóðarinnar. Þetta sagði Pútín í ávarpi sem sjónvarpað var í Rússlandi í dag. Ráðamenn í Rússlandi og málpípur þeirra í rússneskum fjölmiðlum hafa ítrekað haldið því fram að Úkraínumenn hafi greitt mönnunum og hafa jafnvel bendlað Bandaríkjamenn, Breta og nú síðast Frakka við árásina. Leiðtogar þessara ríkja segja það þvælu. Forsvarsmenn ISKP hafa lýst yfir ábyrgð á árásinni og hafa sömuleiðis birt myndefni sem árásarmennirnir fjórir tóku upp á meðan á árásinni stóð. ISKP er angi Íslamska ríkisins sem er virkur í Mið-Asíu og þá helst í Afganistan. Eins og upprunalegu ISIS-samtökin er markmið ISKP að stofna kalífadæmi sem stýrt er með sjaríalögum. Nafn samtakanna, Khorasan, vísar til nafns svæðis sem inniheldur meðal annars hluta landsvæðis Íran, Afganistan, Túrkmenistan, Tadsíkistan og Úsbekistan. Þúsundir Rússa og annarra manna frá ríkjum Mið-Asíu sem mörg hver tilheyrðu Sovétríkjunum, gengu til liðs við Íslamska ríkið þegar kalífadæmið var stofnað í Írak og Sýrlandi árið 2014. Hafa gert fjölda árása gegn Rússum Einn talsmanna ISIS ítrekaði á dögunum að samtökin bæru ábyrgð á árásinni og vísaði hann meðal annars til þess að vígamenn Íslamska ríkisins hefðu barist við rússneska hermenn bæði í Afríku og í Sýrlandi og hrósaði hann ISKP vegna árásarinnar í Moskvu. Þá hafa vígamenn Íslamska ríkisins ítrekað gert árásir í Rússlandi og gegn rússnesku fólki. Árið 2015 sprengdu vígamenn ISIS farþegaþotu frá Rússlandi yfir Sinaískaga í Egyptalandi en 224 dóu í þeirri árás. Menn sem aðhyllast ISIS hafa einnig stungið fólk í Rússlandi og skotið fólk til bana, eins og farið er yfir í frétt Meduza. Rússar hafa áður fengið sambærilegar viðvarnir frá Bandaríkjunum og notað þær til að koma í veg fyrir árásir. Pútín þakkaði til að mynda Donald Trump, þáverandi forseta, fyrir upplýsingar sem eiga að hafa hjálpað Rússum að stöðva tvær hryðjuverkaárásir í Pétursborg, árið 2017 og árið 2019. Þann 7. mars, degi eftir að bandarískir embættismenn vöruðu kollega sína í Rússlandi við því að vígamenn ISKP ætluðu sér að gera hryðjuverkaárás í Rússlandi, og nefndu meðal annars tónleikahöllina í Crocus sem mögulegt skotmark, lýstu forsvarsmenn FSB (áður KGB) því yfir að árás vígamanna ISKP á bænahús gyðinga í Moskvu hefði verið stöðvað. Þeir sögðu vígamennina hafa verið fellda í skotbardaga við öryggissveitir. Sambærileg viðvörun hafði einnig borist frá klerkastjórninni í Íran.
Rússland Vladimír Pútín Hryðjuverkaárás í Moskvu Hryðjuverkastarfsemi Tengdar fréttir Segir árásarmennina hafa ætlað til Belarús Alexander Lúkasjenka, einræðisherra Belarús, segir mennina sem gerðu árásina í tónleikahúsinu í Crocus, úthverfi Moskvu um helgina, hafa fyrst reynt að flýja til Belarús. Öryggisgæsla þar hafi verið svo mikil að þeir beygðu í átt að landamærum Úkraínu. 27. mars 2024 20:11 Sakar Bandaríkjamenn og Breta um aðkomu að árásinni Alexander Bortnikov Yfirmaður Leyniþjónustu Rússlands, FSB, lýsti því yfir í dag að Úkraínumenn hefðu þjálfað íslamska öfgamenn í Mið-Austurlöndum og bæru ábyrgð á árásinni á tónleikahöllina í Crocus um helgina. Þá bendlaði hann Bandaríkjamenn og Breta við árásina. 26. mars 2024 22:31 Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Innlent Lágkúra og della að mati ráðherra Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Fleiri fréttir „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Stjúpsonur norska krónprinsins grunaður um nauðganir Dönsk stjórnvöld vilja tryggja fólki höfundarrétt að eigin persónu Sagði Sean Combs ekki virða svarið „Nei“ Sjá meira
Segir árásarmennina hafa ætlað til Belarús Alexander Lúkasjenka, einræðisherra Belarús, segir mennina sem gerðu árásina í tónleikahúsinu í Crocus, úthverfi Moskvu um helgina, hafa fyrst reynt að flýja til Belarús. Öryggisgæsla þar hafi verið svo mikil að þeir beygðu í átt að landamærum Úkraínu. 27. mars 2024 20:11
Sakar Bandaríkjamenn og Breta um aðkomu að árásinni Alexander Bortnikov Yfirmaður Leyniþjónustu Rússlands, FSB, lýsti því yfir í dag að Úkraínumenn hefðu þjálfað íslamska öfgamenn í Mið-Austurlöndum og bæru ábyrgð á árásinni á tónleikahöllina í Crocus um helgina. Þá bendlaði hann Bandaríkjamenn og Breta við árásina. 26. mars 2024 22:31