Lækka trygginguna meðan Trump áfrýjar Samúel Karl Ólason skrifar 25. mars 2024 18:06 Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna. AP/Frank Franklin II Tryggingin sem Trump þarf að greiða vegna 454 milljóna dala sektar sem honum hefur verið gert að greiða í New York í 175 milljónir. Trump þarf þó að leggja fram trygginguna innan tíu daga og hún gildir eingöngu meðan hann áfrýjar sektarúrskurðinum. Þá hefur annar dómari í New York neitað að tefja réttarhöld gegn Trump vegna þagnargreiðslu til klámmyndaleikkonunnar fyrrverandi Stormy Daniels og munu réttarhöldin hefjast þann 15. apríl. Trupm var nýverið dæmdur fyrir fjársvik í New York með því að hafa gert of lítið eða of mikið úr eignum sínum um árabil, eftir því hvað hentaði hverju sinni. Hann gerði til að mynda of mikið úr eigum sínum til að fá hagstæðari lán og of lítið til að borga lægri skatta og gjöld. Í heildina var honum gert að greiða 454 milljónir dala, eða um 63 milljarða króna, vegna svikanna en hann áfrýjaði úrskurðinum. Þá hefur honum gengið erfiðlega að leggja fram tryggingu fyrir upphæðinni á meðan áfrýjunarferlið klárast. Sjá einnig: Getur ekki lagt fram trygginguna og biðlar til dómstóla um miskunn Því leitaði hann aftur til dómstóla og fór fram á að upphæðin yrði lækkuð og hefur áfrýjunardómstóll orðið við þeirri kröfu. Núna þarf hann að leggja fram 175 milljónir, eða um 24 milljarða króna, með áðurnefndum skilyrðum. Mikill sigur fyrir Trump Samkvæmt frétt New York Times er um mikinn sigur að ræða fyrir Trump. Ef hann getur ekki lagt fram trygginguna mun New York ríki mögulega getað tekið yfir bankareikninga hans og jafnvel gert eignir hans upptækar. Heimildarmenn blaðamanna NYT úr röðum Trumps segja líklegt að hann muni geta reitt fram trygginguna innan tíu daga. Það sagði Trump sjálfur einnig í New York í dag. Áfrýjunardómstóllinn sneri einnig fyrri úrskurði sem fól í sér að Trump og synir hans, þeir Eric og Donald Trump yngri mættu ekki stýra fyrirtækinu Trump Organization í nokkur ár. Fyrirtækið verður þó áfram undir eftirliti aðila sem skipaðir eru af embættismönnum og geta feðgarnir því ekki tekið stórar ákvarðanir um reksturinn án samþykkis þeirra. Neitaði að frestar réttarhöldum frekar Annar dómari í New York lýsti því yfir í dag að réttarhöldin í máli ríkisins gegn Trump vegna greiðslu til Stormy Daniels, skömmu fyrir forsetakosningarnar 2016, færu fram í næsta mánuði. Hann hafnaði kröfu lögmanna Trumps um að tefja þau frekar. Michael Cohen, fyrrverandi einkalögmaður Trumps, greiddi Daniels 130 þúsund dali skömmu fyrir kosningarnar. Málið snýst um að greiðslan, sem ku hafa verið fyrir þögn hennar um meint framhjáhald Trumps með henni á árum áður, skömmu eftir að Melania Trump eignaðist Baron, yngsta son forsetans fyrrverandi, sé í raun skilgreind sem framlag til kosningabaráttu Trumps. Saksóknarar segja Trump hafa brotið lögin þegar hann greiddi Cohen til baka með því að skilgreina endurgreiðslurnar í bókum sínum sem greiðslur fyrir lögfræðiaðstoð. Trump og lögmenn hans hafa lagt mikið á sig til að tefja öll réttarhöldin gegn honum og hefur þeim vegna vel í flestum málunum. Takist honum að tefja réttarhöldin fram yfir kosningar og sigri hann Joe Biden, gæti hann beitt völdum embættisins til að stöðva málaferlin gegn honum eða jafnvel náða sjálfan sig. Dómarinn í málinu sem hér um ræðir lýsti því yfir í dag að hann myndi ekki tefja réttarhöldin frekar en samkvæmt AP fréttaveitunni brást hann reiður við nýjustu kröfu lögmanna Trumps. Juan M. Merchan, dómarinn, gagnrýndi lögmennina fyrir að saka saksóknara um embættisbrot og gefa í skyn að hann hefði sjálfur tekið þátt í þeim brotum. Merchan sagði þá ekki geta bent á neitt til að styðja ásakanir þeirra. Donald Trump hefur verið ákærður fjórum sinnum. Jack Smith, sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, hefur ákært Trump í tveimur málum. Annað þeirra snýr að viðleitni hans til að snúa úrslitum forsetakosninganna í Bandaríkjunum árið 2020 á landsvísu. Réttarhöldin áttu að hefjast 4. mars en hefur verið frestað um óákveðinn tíma á meðan hæstiréttur tekur kröfu Trumps um algera friðhelgi til skoðunar. Hitt snýr að opinberum gögnum og leynilegum skjölum sem hann tók með sér úr Hvíta húsinu þegar hann flutti til Flórída og neitaði að afhenta. Réttarhöldin áttu að hefjast 20. maí en óljóst er hvenær þau munu fara fram. Hann hefur einnig verið ákærður í New York fyrir brot á lögum um kosningar vegna þagnargreiðslu til klámmyndaleikkonunnar Stormy Daniels. Réttarhöldin áttu að hefjast 25. mars en hefur verið frestað til 15. apríl. Trump hefur þar að auki verið ákærður í Georgíu og fyrir að reyna að snúa úrslitum kosninganna þar. Ekki er búið að ákveða hvenær réttarhöldin í Georgíu eiga að hefjast en búið er að ákveða að sýnt verði frá þeim í beinni útsendingu. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir Dómarinn í skjalamálinu harðlega gagnrýndur Lögmenn og fyrrverandi dómarar hafa lýst yfir mikilli furðu á skipun sem dómarinn í skjalamáli Trumps svokölluðu gaf út í vikunni. Telja þeir aðgerðir dómarans gefa til kynna að réttarhöldin gegn Trump fyrir að taka með sér opinber og leynileg skjöl þegar hann flutti úr Hvíta húsinu og neita að afhenda þau, muni ekki fara fram í bráð. 21. mars 2024 10:44 Líkti innflytjendum við dýr í langri ræðu Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og forsetaframbjóðandi, hélt í gær kosningaræðu þar sem hann talaði með niðrandi hætti um farand- og flóttafólk og hét efnahagslegu „blóðbaði“ ef hann skyldi tapa forsetakosningunum í nóvember. 17. mars 2024 15:44 Saksóknari í máli Trumps segir af sér vegna framhjáhalds Nathan Wade, sem stýrt hefur málaferlunum gegn Donald Trump í Georgíuríki, hefur stigið til hliðar. Það þurfti hann að gera vegna ástarsambands hans og Fani T. Willis, héraðssaksóknara Fultonsýslu í Georgíu og yfirmanns hans. 16. mars 2024 12:25 Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Fleiri fréttir Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sjá meira
Þá hefur annar dómari í New York neitað að tefja réttarhöld gegn Trump vegna þagnargreiðslu til klámmyndaleikkonunnar fyrrverandi Stormy Daniels og munu réttarhöldin hefjast þann 15. apríl. Trupm var nýverið dæmdur fyrir fjársvik í New York með því að hafa gert of lítið eða of mikið úr eignum sínum um árabil, eftir því hvað hentaði hverju sinni. Hann gerði til að mynda of mikið úr eigum sínum til að fá hagstæðari lán og of lítið til að borga lægri skatta og gjöld. Í heildina var honum gert að greiða 454 milljónir dala, eða um 63 milljarða króna, vegna svikanna en hann áfrýjaði úrskurðinum. Þá hefur honum gengið erfiðlega að leggja fram tryggingu fyrir upphæðinni á meðan áfrýjunarferlið klárast. Sjá einnig: Getur ekki lagt fram trygginguna og biðlar til dómstóla um miskunn Því leitaði hann aftur til dómstóla og fór fram á að upphæðin yrði lækkuð og hefur áfrýjunardómstóll orðið við þeirri kröfu. Núna þarf hann að leggja fram 175 milljónir, eða um 24 milljarða króna, með áðurnefndum skilyrðum. Mikill sigur fyrir Trump Samkvæmt frétt New York Times er um mikinn sigur að ræða fyrir Trump. Ef hann getur ekki lagt fram trygginguna mun New York ríki mögulega getað tekið yfir bankareikninga hans og jafnvel gert eignir hans upptækar. Heimildarmenn blaðamanna NYT úr röðum Trumps segja líklegt að hann muni geta reitt fram trygginguna innan tíu daga. Það sagði Trump sjálfur einnig í New York í dag. Áfrýjunardómstóllinn sneri einnig fyrri úrskurði sem fól í sér að Trump og synir hans, þeir Eric og Donald Trump yngri mættu ekki stýra fyrirtækinu Trump Organization í nokkur ár. Fyrirtækið verður þó áfram undir eftirliti aðila sem skipaðir eru af embættismönnum og geta feðgarnir því ekki tekið stórar ákvarðanir um reksturinn án samþykkis þeirra. Neitaði að frestar réttarhöldum frekar Annar dómari í New York lýsti því yfir í dag að réttarhöldin í máli ríkisins gegn Trump vegna greiðslu til Stormy Daniels, skömmu fyrir forsetakosningarnar 2016, færu fram í næsta mánuði. Hann hafnaði kröfu lögmanna Trumps um að tefja þau frekar. Michael Cohen, fyrrverandi einkalögmaður Trumps, greiddi Daniels 130 þúsund dali skömmu fyrir kosningarnar. Málið snýst um að greiðslan, sem ku hafa verið fyrir þögn hennar um meint framhjáhald Trumps með henni á árum áður, skömmu eftir að Melania Trump eignaðist Baron, yngsta son forsetans fyrrverandi, sé í raun skilgreind sem framlag til kosningabaráttu Trumps. Saksóknarar segja Trump hafa brotið lögin þegar hann greiddi Cohen til baka með því að skilgreina endurgreiðslurnar í bókum sínum sem greiðslur fyrir lögfræðiaðstoð. Trump og lögmenn hans hafa lagt mikið á sig til að tefja öll réttarhöldin gegn honum og hefur þeim vegna vel í flestum málunum. Takist honum að tefja réttarhöldin fram yfir kosningar og sigri hann Joe Biden, gæti hann beitt völdum embættisins til að stöðva málaferlin gegn honum eða jafnvel náða sjálfan sig. Dómarinn í málinu sem hér um ræðir lýsti því yfir í dag að hann myndi ekki tefja réttarhöldin frekar en samkvæmt AP fréttaveitunni brást hann reiður við nýjustu kröfu lögmanna Trumps. Juan M. Merchan, dómarinn, gagnrýndi lögmennina fyrir að saka saksóknara um embættisbrot og gefa í skyn að hann hefði sjálfur tekið þátt í þeim brotum. Merchan sagði þá ekki geta bent á neitt til að styðja ásakanir þeirra. Donald Trump hefur verið ákærður fjórum sinnum. Jack Smith, sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, hefur ákært Trump í tveimur málum. Annað þeirra snýr að viðleitni hans til að snúa úrslitum forsetakosninganna í Bandaríkjunum árið 2020 á landsvísu. Réttarhöldin áttu að hefjast 4. mars en hefur verið frestað um óákveðinn tíma á meðan hæstiréttur tekur kröfu Trumps um algera friðhelgi til skoðunar. Hitt snýr að opinberum gögnum og leynilegum skjölum sem hann tók með sér úr Hvíta húsinu þegar hann flutti til Flórída og neitaði að afhenta. Réttarhöldin áttu að hefjast 20. maí en óljóst er hvenær þau munu fara fram. Hann hefur einnig verið ákærður í New York fyrir brot á lögum um kosningar vegna þagnargreiðslu til klámmyndaleikkonunnar Stormy Daniels. Réttarhöldin áttu að hefjast 25. mars en hefur verið frestað til 15. apríl. Trump hefur þar að auki verið ákærður í Georgíu og fyrir að reyna að snúa úrslitum kosninganna þar. Ekki er búið að ákveða hvenær réttarhöldin í Georgíu eiga að hefjast en búið er að ákveða að sýnt verði frá þeim í beinni útsendingu.
Donald Trump hefur verið ákærður fjórum sinnum. Jack Smith, sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, hefur ákært Trump í tveimur málum. Annað þeirra snýr að viðleitni hans til að snúa úrslitum forsetakosninganna í Bandaríkjunum árið 2020 á landsvísu. Réttarhöldin áttu að hefjast 4. mars en hefur verið frestað um óákveðinn tíma á meðan hæstiréttur tekur kröfu Trumps um algera friðhelgi til skoðunar. Hitt snýr að opinberum gögnum og leynilegum skjölum sem hann tók með sér úr Hvíta húsinu þegar hann flutti til Flórída og neitaði að afhenta. Réttarhöldin áttu að hefjast 20. maí en óljóst er hvenær þau munu fara fram. Hann hefur einnig verið ákærður í New York fyrir brot á lögum um kosningar vegna þagnargreiðslu til klámmyndaleikkonunnar Stormy Daniels. Réttarhöldin áttu að hefjast 25. mars en hefur verið frestað til 15. apríl. Trump hefur þar að auki verið ákærður í Georgíu og fyrir að reyna að snúa úrslitum kosninganna þar. Ekki er búið að ákveða hvenær réttarhöldin í Georgíu eiga að hefjast en búið er að ákveða að sýnt verði frá þeim í beinni útsendingu.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir Dómarinn í skjalamálinu harðlega gagnrýndur Lögmenn og fyrrverandi dómarar hafa lýst yfir mikilli furðu á skipun sem dómarinn í skjalamáli Trumps svokölluðu gaf út í vikunni. Telja þeir aðgerðir dómarans gefa til kynna að réttarhöldin gegn Trump fyrir að taka með sér opinber og leynileg skjöl þegar hann flutti úr Hvíta húsinu og neita að afhenda þau, muni ekki fara fram í bráð. 21. mars 2024 10:44 Líkti innflytjendum við dýr í langri ræðu Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og forsetaframbjóðandi, hélt í gær kosningaræðu þar sem hann talaði með niðrandi hætti um farand- og flóttafólk og hét efnahagslegu „blóðbaði“ ef hann skyldi tapa forsetakosningunum í nóvember. 17. mars 2024 15:44 Saksóknari í máli Trumps segir af sér vegna framhjáhalds Nathan Wade, sem stýrt hefur málaferlunum gegn Donald Trump í Georgíuríki, hefur stigið til hliðar. Það þurfti hann að gera vegna ástarsambands hans og Fani T. Willis, héraðssaksóknara Fultonsýslu í Georgíu og yfirmanns hans. 16. mars 2024 12:25 Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Fleiri fréttir Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sjá meira
Dómarinn í skjalamálinu harðlega gagnrýndur Lögmenn og fyrrverandi dómarar hafa lýst yfir mikilli furðu á skipun sem dómarinn í skjalamáli Trumps svokölluðu gaf út í vikunni. Telja þeir aðgerðir dómarans gefa til kynna að réttarhöldin gegn Trump fyrir að taka með sér opinber og leynileg skjöl þegar hann flutti úr Hvíta húsinu og neita að afhenda þau, muni ekki fara fram í bráð. 21. mars 2024 10:44
Líkti innflytjendum við dýr í langri ræðu Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og forsetaframbjóðandi, hélt í gær kosningaræðu þar sem hann talaði með niðrandi hætti um farand- og flóttafólk og hét efnahagslegu „blóðbaði“ ef hann skyldi tapa forsetakosningunum í nóvember. 17. mars 2024 15:44
Saksóknari í máli Trumps segir af sér vegna framhjáhalds Nathan Wade, sem stýrt hefur málaferlunum gegn Donald Trump í Georgíuríki, hefur stigið til hliðar. Það þurfti hann að gera vegna ástarsambands hans og Fani T. Willis, héraðssaksóknara Fultonsýslu í Georgíu og yfirmanns hans. 16. mars 2024 12:25