Haley hættir við Samúel Karl Ólason skrifar 6. mars 2024 11:42 Nikkie Haley, hefur ekki vegnað vel í forvali Repúblikanaflokksins. AP/Tony Gutierrez Nikki Haley, fyrrverandi ríkisstjóri Suður-Karólínu og fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, ætlar að hætta við forsetaframboð sitt. Henni hefur ekki gengið vel í forvali Repúblikanaflokksins gegn Donald Trump, fyrrverandi forseta. Haley er síðasti mótframbjóðandi Trumps í Repúblikanaflokknum en hún hefur í raun aldrei átt mögulega á því að velta Trump úr sessi. Fjölmiðlar vestanhafs segja að Haley muni tilkynna ákvörðun sína í dag en hún virðist tekin í kjölfar slæms gengis hennar á „ofurþriðjudeginum“ svokallaða. Forval fór fram í mörgum ríkjum Bandaríkjanna í gær en Trump bar sigur úr býtum í flestum þeirra. Eina ríkið sem Haley sigraði í var Vermont en sá sigur kom verulega á óvart. Sjá einnig: Biden og Trump sópuðu að sér kjörmönnum en Haley tók Vermont Haley hafði áður heitið því að hætta ekki í forvalinu fyrr en í fyrsta lagi eftir ofurþriðjudag. Hún hefur varað Repúblikana við því að fylkja sér að baki Trump og segir hann einungis hugsa um hefnd. Hann hafi hag Bandaríkjanna ekki í huga. Í frétt AP fréttaveitunnar segir að Haley hafi verið vinsæl meðal hófsamra og háskólamenntaðra kjósenda Repúblikanaflokksins. Þessir hópar muni líklega spila stóra rullu í forsetakosningunum í nóvember en erfitt sé að segja til um hvort Trump muni ná til þessa fólks og sameina flokk sinn. Hann lýsti því nýverið yfir að allir þeir sem hafi stutt Haley fjárhagslega yrðu bannaðir frá hreyfingu hans. Fjölmiðlar ytra segja að Haley ætli sér ekki að lýsa yfir stuðningi við Trump. Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Ríkjum ekki heimilt að útiloka Trump Hæstiréttur Bandaríkjanna segir einstök ríki ekki geta meinað Donald Trump, fyrrverandi forseta og núverandi forsetaframbjóðanda, að vera á kjörseðlum þar á grundvelli fjórtánda ákvæðis stjórnarskrár ríkisins. Ákvörðunin mun hafa áhrif í Colorado, Maine og Illinois, þar sem Trump hafði verið bannað að bjóða sig fram. 4. mars 2024 15:41 Haley sigraði Trump í Washington D.C. Nikki Haley varð í gær fyrsta konan til að sigra í forkosningum Repúblikanaflokksins í aðdraganda forsetakosninga í Bandaríkjunum þegar hún fór með sigur af hólmi gegn Donald Trump í Washington D.C. 4. mars 2024 06:56 McConnell lætur gott heita Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, ætlar ekki að gefa kost á sér aftur í leiðtogasætið eftir kosningarnar í nóvember. Enginn hefur setið lengur í embættinu en hann og hefur hann haft gífurleg áhrif á líf Bandaríkjamanna á undanförnum áratugum. 28. febrúar 2024 18:08 Biden situr á digrum sjóðum en Trump ver fúlgum í lögmenn Donald Trump og Nikki Haley eyddu bæði miklum fjármunum í kosningabaráttu þeirra í janúar. Trump varði einnig milljónum dala í lögfræðikostnað en hann stendur meðal annars frammi fyrir 91 ákærulið í fjórum mismunandi málum auk annarra lögsókna. Joe Biden á töluvert meira í sjóðum sínum en Trump. 21. febrúar 2024 14:51 Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Innlent Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Innlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent Útlit fyrir þokkalegt veður Veður Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Erlent Fleiri fréttir Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Sjá meira
Haley er síðasti mótframbjóðandi Trumps í Repúblikanaflokknum en hún hefur í raun aldrei átt mögulega á því að velta Trump úr sessi. Fjölmiðlar vestanhafs segja að Haley muni tilkynna ákvörðun sína í dag en hún virðist tekin í kjölfar slæms gengis hennar á „ofurþriðjudeginum“ svokallaða. Forval fór fram í mörgum ríkjum Bandaríkjanna í gær en Trump bar sigur úr býtum í flestum þeirra. Eina ríkið sem Haley sigraði í var Vermont en sá sigur kom verulega á óvart. Sjá einnig: Biden og Trump sópuðu að sér kjörmönnum en Haley tók Vermont Haley hafði áður heitið því að hætta ekki í forvalinu fyrr en í fyrsta lagi eftir ofurþriðjudag. Hún hefur varað Repúblikana við því að fylkja sér að baki Trump og segir hann einungis hugsa um hefnd. Hann hafi hag Bandaríkjanna ekki í huga. Í frétt AP fréttaveitunnar segir að Haley hafi verið vinsæl meðal hófsamra og háskólamenntaðra kjósenda Repúblikanaflokksins. Þessir hópar muni líklega spila stóra rullu í forsetakosningunum í nóvember en erfitt sé að segja til um hvort Trump muni ná til þessa fólks og sameina flokk sinn. Hann lýsti því nýverið yfir að allir þeir sem hafi stutt Haley fjárhagslega yrðu bannaðir frá hreyfingu hans. Fjölmiðlar ytra segja að Haley ætli sér ekki að lýsa yfir stuðningi við Trump.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Ríkjum ekki heimilt að útiloka Trump Hæstiréttur Bandaríkjanna segir einstök ríki ekki geta meinað Donald Trump, fyrrverandi forseta og núverandi forsetaframbjóðanda, að vera á kjörseðlum þar á grundvelli fjórtánda ákvæðis stjórnarskrár ríkisins. Ákvörðunin mun hafa áhrif í Colorado, Maine og Illinois, þar sem Trump hafði verið bannað að bjóða sig fram. 4. mars 2024 15:41 Haley sigraði Trump í Washington D.C. Nikki Haley varð í gær fyrsta konan til að sigra í forkosningum Repúblikanaflokksins í aðdraganda forsetakosninga í Bandaríkjunum þegar hún fór með sigur af hólmi gegn Donald Trump í Washington D.C. 4. mars 2024 06:56 McConnell lætur gott heita Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, ætlar ekki að gefa kost á sér aftur í leiðtogasætið eftir kosningarnar í nóvember. Enginn hefur setið lengur í embættinu en hann og hefur hann haft gífurleg áhrif á líf Bandaríkjamanna á undanförnum áratugum. 28. febrúar 2024 18:08 Biden situr á digrum sjóðum en Trump ver fúlgum í lögmenn Donald Trump og Nikki Haley eyddu bæði miklum fjármunum í kosningabaráttu þeirra í janúar. Trump varði einnig milljónum dala í lögfræðikostnað en hann stendur meðal annars frammi fyrir 91 ákærulið í fjórum mismunandi málum auk annarra lögsókna. Joe Biden á töluvert meira í sjóðum sínum en Trump. 21. febrúar 2024 14:51 Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Innlent Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Innlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent Útlit fyrir þokkalegt veður Veður Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Erlent Fleiri fréttir Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Sjá meira
Ríkjum ekki heimilt að útiloka Trump Hæstiréttur Bandaríkjanna segir einstök ríki ekki geta meinað Donald Trump, fyrrverandi forseta og núverandi forsetaframbjóðanda, að vera á kjörseðlum þar á grundvelli fjórtánda ákvæðis stjórnarskrár ríkisins. Ákvörðunin mun hafa áhrif í Colorado, Maine og Illinois, þar sem Trump hafði verið bannað að bjóða sig fram. 4. mars 2024 15:41
Haley sigraði Trump í Washington D.C. Nikki Haley varð í gær fyrsta konan til að sigra í forkosningum Repúblikanaflokksins í aðdraganda forsetakosninga í Bandaríkjunum þegar hún fór með sigur af hólmi gegn Donald Trump í Washington D.C. 4. mars 2024 06:56
McConnell lætur gott heita Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, ætlar ekki að gefa kost á sér aftur í leiðtogasætið eftir kosningarnar í nóvember. Enginn hefur setið lengur í embættinu en hann og hefur hann haft gífurleg áhrif á líf Bandaríkjamanna á undanförnum áratugum. 28. febrúar 2024 18:08
Biden situr á digrum sjóðum en Trump ver fúlgum í lögmenn Donald Trump og Nikki Haley eyddu bæði miklum fjármunum í kosningabaráttu þeirra í janúar. Trump varði einnig milljónum dala í lögfræðikostnað en hann stendur meðal annars frammi fyrir 91 ákærulið í fjórum mismunandi málum auk annarra lögsókna. Joe Biden á töluvert meira í sjóðum sínum en Trump. 21. febrúar 2024 14:51