Krefst einnig friðhelgi í skjalamálinu Samúel Karl Ólason skrifar 23. febrúar 2024 12:06 Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna. AP/George Walker IV Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur farið fram á að dómsmál vegna opinberra gagna og leynilegra skjala sem hann tók með sér þegar hann flutti úr Hvíta húsinu og til Flórída, verði fellt niður. Lögmenn hans segja hann hafa svipt skjölin leynd sem forseti og þau hafi verið hans einkaeign, því hafi í raun aldrei átt að ákæra hann á grundvelli friðhelgi forseta. Þetta er annað málið gegn honum þar sem hann krefst þess að njóta friðhelgi frá ákærum vegna einhvers sem hann gerði þegar hann var forseti. Hitt málið sem um ræðir snýr að árásinni á þinghúsið þann 6. janúar 2021 og viðleitni Trumps til að halda völdum eftir forsetakosningarnar 2020, þó hann hafi tapað þeim. Í því máli hafa lögmenn Trumps ítrekað lagt fram kröfur um að málið verði fellt niður. Forsetinn fyrrverandi leggur mikið kapp á að fresta öllum málaferlum þar til eftir forsetakosningarnar í nóvember. Takist honum að tefja réttarhöldin fram yfir kosningar og sigri hann Joe Biden, gæti hann beitt völdum embættisins til að stöðva málaferlin gegn honum eða jafnvel náða sjálfan sig. Sjá einnig: Trump nýtur ekki friðhelgi, í bili Hæstiréttur Bandaríkjanna er með kröfu Trumps um friðhelgi í því máli til skoðunar. Samkvæmt frétt Washington Post mun ákvörðun dómaranna í því máli líklega einnig varða kröfu Trumps í Flórída. Sex dómarar af níu í hæstarétti voru skipaðir af forseta úr Repúblikanaflokknum og þrír dómaranna voru skipaðir af Trump sjálfum. Alríkisdómarar hafa áður komist að því að krafa Trumps styðjist ekki við lög. Sjá einnig: Smith biður hæstarétt um að tefja ekki réttarhöldin Í skjalamálinu er Trump sakaður um að hafa tekið opinber gögn í leyfisleysi og um að hafa reynt að koma í veg fyrir að gögnin yrðu sótt á Mar-a-Lago, sveitaklúbb og heimili Trumps í Flórída. Lögmenn hans segja að meirihluti ákæranna í málinu séu ólögmætar vegna þess að þær snúist um opinber störf hans sem forseta og því njóti hann friðhelgi. Trump og hans fólk hafa ítrekað haldið því fram að hann hafi svipt leynileg skjöl sem hann tók með sér leynd, sem honum var heimilt sem forseta, en þau hafa aldrei getað sannað það með. Donald Trump hefur verið ákærður fjórum sinnum. Jack Smith, sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, hefur ákært Trump í tveimur málum. Annað þeirra snýr að viðleitni hans til að snúa úrslitum forsetakosninganna í Bandaríkjunum árið 2020 á landsvísu. Réttarhöldin áttu að hefjast 4. mars en hefur verið frestað um óákveðinn tíma. Hitt snýr að opinberum gögnum og leynilegum skjölum sem hann tók með sér úr Hvíta húsinu þegar hann flutti til Flórída og neitaði að afhenta. Réttarhöldin eiga að hefjast í maí. Hann hefur einnig verið ákærður í New York fyrir brot á lögum um kosningar vegna þagnargreiðslu til klámmyndaleikkonunnar Stormy Daniels. Réttarhöldin eiga að hefjast 25. mars. Trump hefur þar að auki verið ákærður í Georgíu og fyrir að reyna að snúa úrslitum kosninganna þar. Ekki er búið að ákveða hvenær réttarhöldin í Georgíu eiga að hefjast en búið er að ákveða að sýnt verði frá þeim í beinni útsendingu. Lögum samkvæmt tilheyra gögnin almenningi Eftir að Richard Nixon, fyrrverandi forseti, reyndi að eyða opinberum gögnum sem tengdust Watergate-hneykslinu voru samin lög sem á ensku kallast Presidential Records Act. Þau lög segja öll opinber gögn forseta í eigu almennings og að þeim beri að skila til þjóðskjalasafns Bandaríkjanna þegar forsetar láta af embætti. Lögmenn Trumps halda því fram að sem forseti hafi hann getað skilgreint sérstök gögn sem hans einkaeign, samkvæmt PRA lögunum. Dómsmálaráðuneytið hefur áður harðlega gagnrýnt þann málflutning á þeim grunni að það fari beinlínis gegn tilgangi laganna. Aðrir sérfræðingar hafa sömuleiðis sagt að margvísleg lög verndi opinber gögn og hvort sem Trump líti á einhver gögn sem hans einkaeign eða ekki, skipti ekki máli. Dómarinn gagnrýnd fyrir ákvarðanir Dómarinn Aileen M. Cannon, sem skipuð var í embætti af Trump sjálfum, er með umrætt mál á sínum snærum og mun segja til um hvort kröfur lögmanna Trumps séu réttmætar eða ekki. Hún hefur áður verið gagnrýnd fyrir að taka umdeildar ákvarðanir Trump í vil í þessu máli. Þá hefur Cannon gefið í skyn að hún sé opin fyrir tillögum lögmanna Trumps um að þeir þurfi meiri tíma til að undirbúa málflutning sinn. Sjá einnig: Krafa Trumps samþykkt af dómara sem hann tilnefndi Saksóknarar og lögmenn Trumps munu mætast í dómsal Cannon eftir viku og er mögulegt að hún muni þá taka ákvörðun um að fresta réttarhöldunum, sem eiga að hefjast þann 20. maí. Lögmenn Trumps hafa einnig krafist þess að nöfn vitna í málinu verði gerð opinber. Það hefur Cannon tekið undir en saksóknarar hafa mótmælt því og segja að með því yrði öryggi vitnanna ógnað. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Árás á bandaríska þinghúsið Tengdar fréttir Trump minnist á Navalní, en ekki Pútín Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti hefur tjáð sig um dauða Alexei Navalní, sem lengi var höfuðandstæðingur Vladímír Pútíns Rússlandsforseta, án þess reyndar að minnast á Pútín. 19. febrúar 2024 21:47 Lincoln bestur, Biden í fjórtánda sæti en Trump alverstur Samkvæmt sagnfræðingum í Bandaríkjunum er Joe Biden fjórtándi besti Bandaríkjaforseti sögunnar, á meðan Donald Trump er sá alversti. Mesta afrek Biden var að koma Trump frá völdum, segja prófessorarnir sem stóðu fyrir könnuninni. 19. febrúar 2024 11:09 Skuldar meira en hálfan milljarð dala vegna dómsmála Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, skuldar gífurlegar fjárhæðir vegna tveggja dómsmála sem úrskurðar hefur verið í á undanförnum vikum. Mögulegt er að hann þurfi að selja fasteignir til að eiga fyrir sektunum. 17. febrúar 2024 13:18 Kjörgengi Trumps rætt í Hæstarétti Málflutningur um það hvort ríki Bandaríkjanna hafi rétt til að meina Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, að vera á kjörseðlum þar í forsetakosningunum sem haldnar verða í nóvember, stendur nú yfir fyrir Hæstarétti Bandaríkjanna. 8. febrúar 2024 16:12 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Fleiri fréttir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Sjá meira
Þetta er annað málið gegn honum þar sem hann krefst þess að njóta friðhelgi frá ákærum vegna einhvers sem hann gerði þegar hann var forseti. Hitt málið sem um ræðir snýr að árásinni á þinghúsið þann 6. janúar 2021 og viðleitni Trumps til að halda völdum eftir forsetakosningarnar 2020, þó hann hafi tapað þeim. Í því máli hafa lögmenn Trumps ítrekað lagt fram kröfur um að málið verði fellt niður. Forsetinn fyrrverandi leggur mikið kapp á að fresta öllum málaferlum þar til eftir forsetakosningarnar í nóvember. Takist honum að tefja réttarhöldin fram yfir kosningar og sigri hann Joe Biden, gæti hann beitt völdum embættisins til að stöðva málaferlin gegn honum eða jafnvel náða sjálfan sig. Sjá einnig: Trump nýtur ekki friðhelgi, í bili Hæstiréttur Bandaríkjanna er með kröfu Trumps um friðhelgi í því máli til skoðunar. Samkvæmt frétt Washington Post mun ákvörðun dómaranna í því máli líklega einnig varða kröfu Trumps í Flórída. Sex dómarar af níu í hæstarétti voru skipaðir af forseta úr Repúblikanaflokknum og þrír dómaranna voru skipaðir af Trump sjálfum. Alríkisdómarar hafa áður komist að því að krafa Trumps styðjist ekki við lög. Sjá einnig: Smith biður hæstarétt um að tefja ekki réttarhöldin Í skjalamálinu er Trump sakaður um að hafa tekið opinber gögn í leyfisleysi og um að hafa reynt að koma í veg fyrir að gögnin yrðu sótt á Mar-a-Lago, sveitaklúbb og heimili Trumps í Flórída. Lögmenn hans segja að meirihluti ákæranna í málinu séu ólögmætar vegna þess að þær snúist um opinber störf hans sem forseta og því njóti hann friðhelgi. Trump og hans fólk hafa ítrekað haldið því fram að hann hafi svipt leynileg skjöl sem hann tók með sér leynd, sem honum var heimilt sem forseta, en þau hafa aldrei getað sannað það með. Donald Trump hefur verið ákærður fjórum sinnum. Jack Smith, sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, hefur ákært Trump í tveimur málum. Annað þeirra snýr að viðleitni hans til að snúa úrslitum forsetakosninganna í Bandaríkjunum árið 2020 á landsvísu. Réttarhöldin áttu að hefjast 4. mars en hefur verið frestað um óákveðinn tíma. Hitt snýr að opinberum gögnum og leynilegum skjölum sem hann tók með sér úr Hvíta húsinu þegar hann flutti til Flórída og neitaði að afhenta. Réttarhöldin eiga að hefjast í maí. Hann hefur einnig verið ákærður í New York fyrir brot á lögum um kosningar vegna þagnargreiðslu til klámmyndaleikkonunnar Stormy Daniels. Réttarhöldin eiga að hefjast 25. mars. Trump hefur þar að auki verið ákærður í Georgíu og fyrir að reyna að snúa úrslitum kosninganna þar. Ekki er búið að ákveða hvenær réttarhöldin í Georgíu eiga að hefjast en búið er að ákveða að sýnt verði frá þeim í beinni útsendingu. Lögum samkvæmt tilheyra gögnin almenningi Eftir að Richard Nixon, fyrrverandi forseti, reyndi að eyða opinberum gögnum sem tengdust Watergate-hneykslinu voru samin lög sem á ensku kallast Presidential Records Act. Þau lög segja öll opinber gögn forseta í eigu almennings og að þeim beri að skila til þjóðskjalasafns Bandaríkjanna þegar forsetar láta af embætti. Lögmenn Trumps halda því fram að sem forseti hafi hann getað skilgreint sérstök gögn sem hans einkaeign, samkvæmt PRA lögunum. Dómsmálaráðuneytið hefur áður harðlega gagnrýnt þann málflutning á þeim grunni að það fari beinlínis gegn tilgangi laganna. Aðrir sérfræðingar hafa sömuleiðis sagt að margvísleg lög verndi opinber gögn og hvort sem Trump líti á einhver gögn sem hans einkaeign eða ekki, skipti ekki máli. Dómarinn gagnrýnd fyrir ákvarðanir Dómarinn Aileen M. Cannon, sem skipuð var í embætti af Trump sjálfum, er með umrætt mál á sínum snærum og mun segja til um hvort kröfur lögmanna Trumps séu réttmætar eða ekki. Hún hefur áður verið gagnrýnd fyrir að taka umdeildar ákvarðanir Trump í vil í þessu máli. Þá hefur Cannon gefið í skyn að hún sé opin fyrir tillögum lögmanna Trumps um að þeir þurfi meiri tíma til að undirbúa málflutning sinn. Sjá einnig: Krafa Trumps samþykkt af dómara sem hann tilnefndi Saksóknarar og lögmenn Trumps munu mætast í dómsal Cannon eftir viku og er mögulegt að hún muni þá taka ákvörðun um að fresta réttarhöldunum, sem eiga að hefjast þann 20. maí. Lögmenn Trumps hafa einnig krafist þess að nöfn vitna í málinu verði gerð opinber. Það hefur Cannon tekið undir en saksóknarar hafa mótmælt því og segja að með því yrði öryggi vitnanna ógnað.
Donald Trump hefur verið ákærður fjórum sinnum. Jack Smith, sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, hefur ákært Trump í tveimur málum. Annað þeirra snýr að viðleitni hans til að snúa úrslitum forsetakosninganna í Bandaríkjunum árið 2020 á landsvísu. Réttarhöldin áttu að hefjast 4. mars en hefur verið frestað um óákveðinn tíma. Hitt snýr að opinberum gögnum og leynilegum skjölum sem hann tók með sér úr Hvíta húsinu þegar hann flutti til Flórída og neitaði að afhenta. Réttarhöldin eiga að hefjast í maí. Hann hefur einnig verið ákærður í New York fyrir brot á lögum um kosningar vegna þagnargreiðslu til klámmyndaleikkonunnar Stormy Daniels. Réttarhöldin eiga að hefjast 25. mars. Trump hefur þar að auki verið ákærður í Georgíu og fyrir að reyna að snúa úrslitum kosninganna þar. Ekki er búið að ákveða hvenær réttarhöldin í Georgíu eiga að hefjast en búið er að ákveða að sýnt verði frá þeim í beinni útsendingu.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Árás á bandaríska þinghúsið Tengdar fréttir Trump minnist á Navalní, en ekki Pútín Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti hefur tjáð sig um dauða Alexei Navalní, sem lengi var höfuðandstæðingur Vladímír Pútíns Rússlandsforseta, án þess reyndar að minnast á Pútín. 19. febrúar 2024 21:47 Lincoln bestur, Biden í fjórtánda sæti en Trump alverstur Samkvæmt sagnfræðingum í Bandaríkjunum er Joe Biden fjórtándi besti Bandaríkjaforseti sögunnar, á meðan Donald Trump er sá alversti. Mesta afrek Biden var að koma Trump frá völdum, segja prófessorarnir sem stóðu fyrir könnuninni. 19. febrúar 2024 11:09 Skuldar meira en hálfan milljarð dala vegna dómsmála Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, skuldar gífurlegar fjárhæðir vegna tveggja dómsmála sem úrskurðar hefur verið í á undanförnum vikum. Mögulegt er að hann þurfi að selja fasteignir til að eiga fyrir sektunum. 17. febrúar 2024 13:18 Kjörgengi Trumps rætt í Hæstarétti Málflutningur um það hvort ríki Bandaríkjanna hafi rétt til að meina Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, að vera á kjörseðlum þar í forsetakosningunum sem haldnar verða í nóvember, stendur nú yfir fyrir Hæstarétti Bandaríkjanna. 8. febrúar 2024 16:12 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Fleiri fréttir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Sjá meira
Trump minnist á Navalní, en ekki Pútín Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti hefur tjáð sig um dauða Alexei Navalní, sem lengi var höfuðandstæðingur Vladímír Pútíns Rússlandsforseta, án þess reyndar að minnast á Pútín. 19. febrúar 2024 21:47
Lincoln bestur, Biden í fjórtánda sæti en Trump alverstur Samkvæmt sagnfræðingum í Bandaríkjunum er Joe Biden fjórtándi besti Bandaríkjaforseti sögunnar, á meðan Donald Trump er sá alversti. Mesta afrek Biden var að koma Trump frá völdum, segja prófessorarnir sem stóðu fyrir könnuninni. 19. febrúar 2024 11:09
Skuldar meira en hálfan milljarð dala vegna dómsmála Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, skuldar gífurlegar fjárhæðir vegna tveggja dómsmála sem úrskurðar hefur verið í á undanförnum vikum. Mögulegt er að hann þurfi að selja fasteignir til að eiga fyrir sektunum. 17. febrúar 2024 13:18
Kjörgengi Trumps rætt í Hæstarétti Málflutningur um það hvort ríki Bandaríkjanna hafi rétt til að meina Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, að vera á kjörseðlum þar í forsetakosningunum sem haldnar verða í nóvember, stendur nú yfir fyrir Hæstarétti Bandaríkjanna. 8. febrúar 2024 16:12
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent