Laut í lægra haldi fyrir valkostinum „Enginn af þessum frambjóðendum“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 7. febrúar 2024 07:23 Þátttaka var dræm en Haley tókst engu að síður að tapa fyrir „engum“. Getty/Brandon Bell Nikki Haley, fyrrverandi ríkisstjóri Suður-Karólínu og sendiherra Bandaríkjanna við Sameinuðu þjóðirnar, mátti þola mikla niðurlægingu í gær þegar forval fyrir forsetakosningarnar fór fram í Nevada í gær. Haley var eina „stóra“ nafnið á kjörseðlinum þegar gengið var til atkvæðagreiðslunnar en tapaði fyrir valmöguleikanum „Enginn af þessum frambjóðendum“. Til að gæta sanngirni ber að geta þess að Haley hafði sig ekkert í frammi í Nevada í aðdraganda atkvæðagreiðslunnar og sagði niðurstöðuna í ríkinu fyrirfram ákveðna Donald Trump í hag. Nafn hans var þó ekki að finna á kjörseðlinum. En hvernig má það vera? Jú, málum er þannig háttað í Nevada í dag að árið 2021 voru samþykkt lög í ríkinu þar sem ákveðið var að skipta út svokölluðum valfundum (e. caucus) fyrir hefðbundna atkvæðagreiðslu. Þetta fór fyrir brjóstið á Repúblikanaflokknum í ríkinu, sem hefur um langt skeið haldið valfundi. Flokkurinn ákvað þannig að halda sig við valfundi fyrir forsetakosningarnar og haga reglunum þannig að forsetaefni flokksins gætu valið um að taka þátt í atkvæðagreiðslunni á vegum Nevada ríkis eða valfundum flokksins. Sá galli er hins vegar á fyrirkomulaginu að flokkurinn ákvað einnig að aðeins niðurstöður valfundanna réði því hvaða frambjóðandi fengi fulltrúa á landsþingi flokksins, þar sem forsetaefnið er útnefnt. Þrátt fyrir þetta valdi Haley að vera á kjörseðlum í atkvæðagreiðslunni, á meðan Trump verður meðal frambjóðenda á valfundunum. Aðeins hann á þannig möguleika á því að tryggja sér kjörmenn. Fyrirkomulagið hefur verið harðlega gagnrýnt, enda flókið og furðulegt, og jafnvel ríkisstjóri Nevada, sem sjálfur er Repúblikani, sagði í viðtali á síðasta ári að það væri skaðlegt fyrir frambjóðendur flokksins og myndi fæla kjósendur frá þátttöku. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Tengdar fréttir Haley biður um aukna vernd Nikki Haley, sem berst enn við Trump um tilnefningu Repúblikanaflokksins fyrir forsetakosningarnar í nóvember, hefur óskað eftir vernd frá lífvarðasveit forseta Bandaríkjanna (e. Secret service). Ástæðan ku vera sú að henni hefur borist alvarlegar hótanir að undanförnu. 6. febrúar 2024 10:07 Endurtekning á síðustu kosningum í kortunum Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og núverandi forsetaframbjóðandi, vann nokkuð öruggan sigur gegn Nikki Haley í forvali Repúblikanaflokksins í New Hampshire í gær. Kjósendur í ríkinu eru þekktir fyrir að vera óútreiknanlegir en þeir komu ekki á óvart og eru líkurnar á því að Trump mæti Joe Biden, forseta, í kosningunum í nóvember orðnar töluvert meiri. 24. janúar 2024 16:54 Trump með öruggan sigur í New Hampshire Donald Trump sigraði forval Repúblikana í New Hampshhire með rúmum helmingi atkvæða. Það færir hann nær því að verða aftur frambjóðandi flokksins til forsetakosninga sem fara fram í nóvember á þessu ári. 24. janúar 2024 06:24 Skaut fast á Trump, sem ruglaðist á henni og Pelosi Nikki Haley, forsetaframbjóðandi í Repúblikanaflokknum, velti í gær vöngum yfir því hvort Donald Trump gæti setið annað kjörtímabil sem forseti Bandaríkjanna, eftir að hann ruglaðist ítrekað á henni og Nancy Pelosi, fyrrverandi þingforseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, í ræðu sem hann hélt á föstudagskvöldið. 21. janúar 2024 08:00 Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Kannast ekki við að vera látinn Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Innlent Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Innlent Fleiri fréttir Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sjá meira
Haley var eina „stóra“ nafnið á kjörseðlinum þegar gengið var til atkvæðagreiðslunnar en tapaði fyrir valmöguleikanum „Enginn af þessum frambjóðendum“. Til að gæta sanngirni ber að geta þess að Haley hafði sig ekkert í frammi í Nevada í aðdraganda atkvæðagreiðslunnar og sagði niðurstöðuna í ríkinu fyrirfram ákveðna Donald Trump í hag. Nafn hans var þó ekki að finna á kjörseðlinum. En hvernig má það vera? Jú, málum er þannig háttað í Nevada í dag að árið 2021 voru samþykkt lög í ríkinu þar sem ákveðið var að skipta út svokölluðum valfundum (e. caucus) fyrir hefðbundna atkvæðagreiðslu. Þetta fór fyrir brjóstið á Repúblikanaflokknum í ríkinu, sem hefur um langt skeið haldið valfundi. Flokkurinn ákvað þannig að halda sig við valfundi fyrir forsetakosningarnar og haga reglunum þannig að forsetaefni flokksins gætu valið um að taka þátt í atkvæðagreiðslunni á vegum Nevada ríkis eða valfundum flokksins. Sá galli er hins vegar á fyrirkomulaginu að flokkurinn ákvað einnig að aðeins niðurstöður valfundanna réði því hvaða frambjóðandi fengi fulltrúa á landsþingi flokksins, þar sem forsetaefnið er útnefnt. Þrátt fyrir þetta valdi Haley að vera á kjörseðlum í atkvæðagreiðslunni, á meðan Trump verður meðal frambjóðenda á valfundunum. Aðeins hann á þannig möguleika á því að tryggja sér kjörmenn. Fyrirkomulagið hefur verið harðlega gagnrýnt, enda flókið og furðulegt, og jafnvel ríkisstjóri Nevada, sem sjálfur er Repúblikani, sagði í viðtali á síðasta ári að það væri skaðlegt fyrir frambjóðendur flokksins og myndi fæla kjósendur frá þátttöku.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Tengdar fréttir Haley biður um aukna vernd Nikki Haley, sem berst enn við Trump um tilnefningu Repúblikanaflokksins fyrir forsetakosningarnar í nóvember, hefur óskað eftir vernd frá lífvarðasveit forseta Bandaríkjanna (e. Secret service). Ástæðan ku vera sú að henni hefur borist alvarlegar hótanir að undanförnu. 6. febrúar 2024 10:07 Endurtekning á síðustu kosningum í kortunum Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og núverandi forsetaframbjóðandi, vann nokkuð öruggan sigur gegn Nikki Haley í forvali Repúblikanaflokksins í New Hampshire í gær. Kjósendur í ríkinu eru þekktir fyrir að vera óútreiknanlegir en þeir komu ekki á óvart og eru líkurnar á því að Trump mæti Joe Biden, forseta, í kosningunum í nóvember orðnar töluvert meiri. 24. janúar 2024 16:54 Trump með öruggan sigur í New Hampshire Donald Trump sigraði forval Repúblikana í New Hampshhire með rúmum helmingi atkvæða. Það færir hann nær því að verða aftur frambjóðandi flokksins til forsetakosninga sem fara fram í nóvember á þessu ári. 24. janúar 2024 06:24 Skaut fast á Trump, sem ruglaðist á henni og Pelosi Nikki Haley, forsetaframbjóðandi í Repúblikanaflokknum, velti í gær vöngum yfir því hvort Donald Trump gæti setið annað kjörtímabil sem forseti Bandaríkjanna, eftir að hann ruglaðist ítrekað á henni og Nancy Pelosi, fyrrverandi þingforseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, í ræðu sem hann hélt á föstudagskvöldið. 21. janúar 2024 08:00 Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Kannast ekki við að vera látinn Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Innlent Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Innlent Fleiri fréttir Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sjá meira
Haley biður um aukna vernd Nikki Haley, sem berst enn við Trump um tilnefningu Repúblikanaflokksins fyrir forsetakosningarnar í nóvember, hefur óskað eftir vernd frá lífvarðasveit forseta Bandaríkjanna (e. Secret service). Ástæðan ku vera sú að henni hefur borist alvarlegar hótanir að undanförnu. 6. febrúar 2024 10:07
Endurtekning á síðustu kosningum í kortunum Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og núverandi forsetaframbjóðandi, vann nokkuð öruggan sigur gegn Nikki Haley í forvali Repúblikanaflokksins í New Hampshire í gær. Kjósendur í ríkinu eru þekktir fyrir að vera óútreiknanlegir en þeir komu ekki á óvart og eru líkurnar á því að Trump mæti Joe Biden, forseta, í kosningunum í nóvember orðnar töluvert meiri. 24. janúar 2024 16:54
Trump með öruggan sigur í New Hampshire Donald Trump sigraði forval Repúblikana í New Hampshhire með rúmum helmingi atkvæða. Það færir hann nær því að verða aftur frambjóðandi flokksins til forsetakosninga sem fara fram í nóvember á þessu ári. 24. janúar 2024 06:24
Skaut fast á Trump, sem ruglaðist á henni og Pelosi Nikki Haley, forsetaframbjóðandi í Repúblikanaflokknum, velti í gær vöngum yfir því hvort Donald Trump gæti setið annað kjörtímabil sem forseti Bandaríkjanna, eftir að hann ruglaðist ítrekað á henni og Nancy Pelosi, fyrrverandi þingforseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, í ræðu sem hann hélt á föstudagskvöldið. 21. janúar 2024 08:00