Laut í lægra haldi fyrir valkostinum „Enginn af þessum frambjóðendum“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 7. febrúar 2024 07:23 Þátttaka var dræm en Haley tókst engu að síður að tapa fyrir „engum“. Getty/Brandon Bell Nikki Haley, fyrrverandi ríkisstjóri Suður-Karólínu og sendiherra Bandaríkjanna við Sameinuðu þjóðirnar, mátti þola mikla niðurlægingu í gær þegar forval fyrir forsetakosningarnar fór fram í Nevada í gær. Haley var eina „stóra“ nafnið á kjörseðlinum þegar gengið var til atkvæðagreiðslunnar en tapaði fyrir valmöguleikanum „Enginn af þessum frambjóðendum“. Til að gæta sanngirni ber að geta þess að Haley hafði sig ekkert í frammi í Nevada í aðdraganda atkvæðagreiðslunnar og sagði niðurstöðuna í ríkinu fyrirfram ákveðna Donald Trump í hag. Nafn hans var þó ekki að finna á kjörseðlinum. En hvernig má það vera? Jú, málum er þannig háttað í Nevada í dag að árið 2021 voru samþykkt lög í ríkinu þar sem ákveðið var að skipta út svokölluðum valfundum (e. caucus) fyrir hefðbundna atkvæðagreiðslu. Þetta fór fyrir brjóstið á Repúblikanaflokknum í ríkinu, sem hefur um langt skeið haldið valfundi. Flokkurinn ákvað þannig að halda sig við valfundi fyrir forsetakosningarnar og haga reglunum þannig að forsetaefni flokksins gætu valið um að taka þátt í atkvæðagreiðslunni á vegum Nevada ríkis eða valfundum flokksins. Sá galli er hins vegar á fyrirkomulaginu að flokkurinn ákvað einnig að aðeins niðurstöður valfundanna réði því hvaða frambjóðandi fengi fulltrúa á landsþingi flokksins, þar sem forsetaefnið er útnefnt. Þrátt fyrir þetta valdi Haley að vera á kjörseðlum í atkvæðagreiðslunni, á meðan Trump verður meðal frambjóðenda á valfundunum. Aðeins hann á þannig möguleika á því að tryggja sér kjörmenn. Fyrirkomulagið hefur verið harðlega gagnrýnt, enda flókið og furðulegt, og jafnvel ríkisstjóri Nevada, sem sjálfur er Repúblikani, sagði í viðtali á síðasta ári að það væri skaðlegt fyrir frambjóðendur flokksins og myndi fæla kjósendur frá þátttöku. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Tengdar fréttir Haley biður um aukna vernd Nikki Haley, sem berst enn við Trump um tilnefningu Repúblikanaflokksins fyrir forsetakosningarnar í nóvember, hefur óskað eftir vernd frá lífvarðasveit forseta Bandaríkjanna (e. Secret service). Ástæðan ku vera sú að henni hefur borist alvarlegar hótanir að undanförnu. 6. febrúar 2024 10:07 Endurtekning á síðustu kosningum í kortunum Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og núverandi forsetaframbjóðandi, vann nokkuð öruggan sigur gegn Nikki Haley í forvali Repúblikanaflokksins í New Hampshire í gær. Kjósendur í ríkinu eru þekktir fyrir að vera óútreiknanlegir en þeir komu ekki á óvart og eru líkurnar á því að Trump mæti Joe Biden, forseta, í kosningunum í nóvember orðnar töluvert meiri. 24. janúar 2024 16:54 Trump með öruggan sigur í New Hampshire Donald Trump sigraði forval Repúblikana í New Hampshhire með rúmum helmingi atkvæða. Það færir hann nær því að verða aftur frambjóðandi flokksins til forsetakosninga sem fara fram í nóvember á þessu ári. 24. janúar 2024 06:24 Skaut fast á Trump, sem ruglaðist á henni og Pelosi Nikki Haley, forsetaframbjóðandi í Repúblikanaflokknum, velti í gær vöngum yfir því hvort Donald Trump gæti setið annað kjörtímabil sem forseti Bandaríkjanna, eftir að hann ruglaðist ítrekað á henni og Nancy Pelosi, fyrrverandi þingforseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, í ræðu sem hann hélt á föstudagskvöldið. 21. janúar 2024 08:00 Mest lesið Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Fleiri fréttir Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Sjá meira
Haley var eina „stóra“ nafnið á kjörseðlinum þegar gengið var til atkvæðagreiðslunnar en tapaði fyrir valmöguleikanum „Enginn af þessum frambjóðendum“. Til að gæta sanngirni ber að geta þess að Haley hafði sig ekkert í frammi í Nevada í aðdraganda atkvæðagreiðslunnar og sagði niðurstöðuna í ríkinu fyrirfram ákveðna Donald Trump í hag. Nafn hans var þó ekki að finna á kjörseðlinum. En hvernig má það vera? Jú, málum er þannig háttað í Nevada í dag að árið 2021 voru samþykkt lög í ríkinu þar sem ákveðið var að skipta út svokölluðum valfundum (e. caucus) fyrir hefðbundna atkvæðagreiðslu. Þetta fór fyrir brjóstið á Repúblikanaflokknum í ríkinu, sem hefur um langt skeið haldið valfundi. Flokkurinn ákvað þannig að halda sig við valfundi fyrir forsetakosningarnar og haga reglunum þannig að forsetaefni flokksins gætu valið um að taka þátt í atkvæðagreiðslunni á vegum Nevada ríkis eða valfundum flokksins. Sá galli er hins vegar á fyrirkomulaginu að flokkurinn ákvað einnig að aðeins niðurstöður valfundanna réði því hvaða frambjóðandi fengi fulltrúa á landsþingi flokksins, þar sem forsetaefnið er útnefnt. Þrátt fyrir þetta valdi Haley að vera á kjörseðlum í atkvæðagreiðslunni, á meðan Trump verður meðal frambjóðenda á valfundunum. Aðeins hann á þannig möguleika á því að tryggja sér kjörmenn. Fyrirkomulagið hefur verið harðlega gagnrýnt, enda flókið og furðulegt, og jafnvel ríkisstjóri Nevada, sem sjálfur er Repúblikani, sagði í viðtali á síðasta ári að það væri skaðlegt fyrir frambjóðendur flokksins og myndi fæla kjósendur frá þátttöku.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Tengdar fréttir Haley biður um aukna vernd Nikki Haley, sem berst enn við Trump um tilnefningu Repúblikanaflokksins fyrir forsetakosningarnar í nóvember, hefur óskað eftir vernd frá lífvarðasveit forseta Bandaríkjanna (e. Secret service). Ástæðan ku vera sú að henni hefur borist alvarlegar hótanir að undanförnu. 6. febrúar 2024 10:07 Endurtekning á síðustu kosningum í kortunum Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og núverandi forsetaframbjóðandi, vann nokkuð öruggan sigur gegn Nikki Haley í forvali Repúblikanaflokksins í New Hampshire í gær. Kjósendur í ríkinu eru þekktir fyrir að vera óútreiknanlegir en þeir komu ekki á óvart og eru líkurnar á því að Trump mæti Joe Biden, forseta, í kosningunum í nóvember orðnar töluvert meiri. 24. janúar 2024 16:54 Trump með öruggan sigur í New Hampshire Donald Trump sigraði forval Repúblikana í New Hampshhire með rúmum helmingi atkvæða. Það færir hann nær því að verða aftur frambjóðandi flokksins til forsetakosninga sem fara fram í nóvember á þessu ári. 24. janúar 2024 06:24 Skaut fast á Trump, sem ruglaðist á henni og Pelosi Nikki Haley, forsetaframbjóðandi í Repúblikanaflokknum, velti í gær vöngum yfir því hvort Donald Trump gæti setið annað kjörtímabil sem forseti Bandaríkjanna, eftir að hann ruglaðist ítrekað á henni og Nancy Pelosi, fyrrverandi þingforseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, í ræðu sem hann hélt á föstudagskvöldið. 21. janúar 2024 08:00 Mest lesið Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Fleiri fréttir Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Sjá meira
Haley biður um aukna vernd Nikki Haley, sem berst enn við Trump um tilnefningu Repúblikanaflokksins fyrir forsetakosningarnar í nóvember, hefur óskað eftir vernd frá lífvarðasveit forseta Bandaríkjanna (e. Secret service). Ástæðan ku vera sú að henni hefur borist alvarlegar hótanir að undanförnu. 6. febrúar 2024 10:07
Endurtekning á síðustu kosningum í kortunum Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og núverandi forsetaframbjóðandi, vann nokkuð öruggan sigur gegn Nikki Haley í forvali Repúblikanaflokksins í New Hampshire í gær. Kjósendur í ríkinu eru þekktir fyrir að vera óútreiknanlegir en þeir komu ekki á óvart og eru líkurnar á því að Trump mæti Joe Biden, forseta, í kosningunum í nóvember orðnar töluvert meiri. 24. janúar 2024 16:54
Trump með öruggan sigur í New Hampshire Donald Trump sigraði forval Repúblikana í New Hampshhire með rúmum helmingi atkvæða. Það færir hann nær því að verða aftur frambjóðandi flokksins til forsetakosninga sem fara fram í nóvember á þessu ári. 24. janúar 2024 06:24
Skaut fast á Trump, sem ruglaðist á henni og Pelosi Nikki Haley, forsetaframbjóðandi í Repúblikanaflokknum, velti í gær vöngum yfir því hvort Donald Trump gæti setið annað kjörtímabil sem forseti Bandaríkjanna, eftir að hann ruglaðist ítrekað á henni og Nancy Pelosi, fyrrverandi þingforseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, í ræðu sem hann hélt á föstudagskvöldið. 21. janúar 2024 08:00