Tónlistarskólar fyrir alla! Magnús Lyngdal Magnússon skrifar 6. febrúar 2024 15:01 Hildur Guðnadóttir (2020 og 2021), Dísella Lárusdóttir (2022) og Laufey Lín Jónsdóttir (2024) eiga það sameiginlegt að hafa unnið nýlega til Grammy-verðlauna (og það eru fleiri dæmi um íslenska verðlaunahafa). Þær eiga það líka sameiginlegt að hafa gengið í tónlistarskóla hér á landi. Ég var svo lánsamur að ganga í tónlistarskóla og börnin mín hafa sem betur fer átt þess kost að læra tónlist. Því miður eru bara alls ekki öll börn jafn heppin. Tónlistarnám á Íslandi er dýrt og tekjuminni foreldrar eiga þess ekki kost að senda börnin sín í tónlistarskóla. Nú er sú staða uppi að í flestum tilvikum eru það aðeins félagslega sterk börn og ungmenni sem geta gengið tónlistarlegan menntaveg, enda þarf að kosta miklu til (þar á meðal skólagjöld og hljóðfærakaup svo dæmi séu tekin) og mér finnst það afleit þróun. Auðvitað verða ekki öll börn sem hefja tónlistarnám á endanum atvinnutónlistarfólk en bara það að fá að alast upp í tónlist kennir svo margt. Það felst til að mynda miklu meira í tónlistarkennslu en að kenna skala og æfingar sem nemandinn á svo að æfa endalaust heima – það er bara tækni. Tökum aftur á móti dæmi um að spila í skólahljómsveit. Hver og einn partur í tilteknu tónverki er hluti af heild og nemendur læra að hlusta eftir því sem aðrir eru að gera. Saman mynda ólík hljóðfæri hljóm sem allir nemendurnir eiga þannig þátt í að skapa. Ef nemendur leggja sig fram í spilamennskunni og hlusta vel myndast samhljómur. Kannski má einmitt segja að það sama gildi um samfélagið; það er samsett út ólíkum pörtum og hefur hver og einn sitt hlutverk. Lykillinn að farsæld er einmitt ekki hvað síst að hlusta á hvað aðrir eru að gera og það er eflaust mikilvægasta lexían sem nám í tónlist felur í sér. Við þurfum því að standa vörð um tónlistarskólana og leita allra leiða til þess að gefa öllum sem vilja leggja stund á tónlistarnám að eiga þess kost, burtséð frá félags- og fjárhagslegri stöðu foreldra. Höfundur er sagnfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Grammy-verðlaunin Skóla - og menntamál Tónlistarnám Mest lesið Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna Bjarni Jónsson Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir Skoðun Það er vá fyrir dyrum - Börnin okkar Svava Þ. Hjaltalín Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Göngum í takt Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun Ísland á að verja með íslenskum lögum Arnar Þór Jónsson Skoðun Frá frammistöðuvæðingu til farsældar Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Það er kominn tími til... Birgir Rúnar Davíðsson skrifar Skoðun Er EES samningurinn gagnlaus fyrir Ísland? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Er píptest rót alls ills? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vertu bandamaður kæri bróðir! Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Frá frammistöðuvæðingu til farsældar Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ísland á að verja með íslenskum lögum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði Logi Einarsson skrifar Skoðun Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Göngum í takt skrifar Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Það er vá fyrir dyrum - Börnin okkar Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Allt að vinna, engu að tapa! Helga Rakel Rafnsdóttir,Margrét M. Norðdahl skrifar Skoðun Fiskurinn í blokkunum Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar vald óttast þekkingu Halla Sigríður Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Sjá meira
Hildur Guðnadóttir (2020 og 2021), Dísella Lárusdóttir (2022) og Laufey Lín Jónsdóttir (2024) eiga það sameiginlegt að hafa unnið nýlega til Grammy-verðlauna (og það eru fleiri dæmi um íslenska verðlaunahafa). Þær eiga það líka sameiginlegt að hafa gengið í tónlistarskóla hér á landi. Ég var svo lánsamur að ganga í tónlistarskóla og börnin mín hafa sem betur fer átt þess kost að læra tónlist. Því miður eru bara alls ekki öll börn jafn heppin. Tónlistarnám á Íslandi er dýrt og tekjuminni foreldrar eiga þess ekki kost að senda börnin sín í tónlistarskóla. Nú er sú staða uppi að í flestum tilvikum eru það aðeins félagslega sterk börn og ungmenni sem geta gengið tónlistarlegan menntaveg, enda þarf að kosta miklu til (þar á meðal skólagjöld og hljóðfærakaup svo dæmi séu tekin) og mér finnst það afleit þróun. Auðvitað verða ekki öll börn sem hefja tónlistarnám á endanum atvinnutónlistarfólk en bara það að fá að alast upp í tónlist kennir svo margt. Það felst til að mynda miklu meira í tónlistarkennslu en að kenna skala og æfingar sem nemandinn á svo að æfa endalaust heima – það er bara tækni. Tökum aftur á móti dæmi um að spila í skólahljómsveit. Hver og einn partur í tilteknu tónverki er hluti af heild og nemendur læra að hlusta eftir því sem aðrir eru að gera. Saman mynda ólík hljóðfæri hljóm sem allir nemendurnir eiga þannig þátt í að skapa. Ef nemendur leggja sig fram í spilamennskunni og hlusta vel myndast samhljómur. Kannski má einmitt segja að það sama gildi um samfélagið; það er samsett út ólíkum pörtum og hefur hver og einn sitt hlutverk. Lykillinn að farsæld er einmitt ekki hvað síst að hlusta á hvað aðrir eru að gera og það er eflaust mikilvægasta lexían sem nám í tónlist felur í sér. Við þurfum því að standa vörð um tónlistarskólana og leita allra leiða til þess að gefa öllum sem vilja leggja stund á tónlistarnám að eiga þess kost, burtséð frá félags- og fjárhagslegri stöðu foreldra. Höfundur er sagnfræðingur.
Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun
Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun
Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt Skoðun