Á morgun segir sá lati Tómas A. Tómasson skrifar 18. janúar 2024 07:30 Ég hef oft velt því fyrir mér hvers vegna ríkisstjórn sem hefur sett Íslandsmet í útgjöldum, á svona erfitt með að tryggja grunnþarfir eldra fólks. Átta hundruð manns eru á biðlista eftir hjúkrunarrýmum og þar af eru fjögur hundruð í Reykjavík. Nú liggja 70 manns á göngum bráðalegudeilda eftir að fá úthlutað hjúkrunarrými. Þetta ástand hefur þær afleiðingar að Landspítalinn nær ekki að sinna sínu hlutverki þar sem þar eru rekin dýrustu hjúkrunarrými á landinu. Í fyrirtækjarekstri er mikilvægt að hafa grunnþekkingu á framboði og eftirspurn. Stjórnendur fyrirtækja leggja áherslu á að vita hversu margar einingar munu seljast svo hægt sé að panta birgðir í samræmi við það. Heilbrigðisráðuneytið gerir reglulega úttekt hversu margir einstaklingar þurfa pláss í dvalar- eða hjúkrunarrýmum næstu árin. Þær úttektir sýna svart á hvítu hversu mörg hjúkrunarrými við þurfum að byggja. Stjórnvöld hafa vitað í mörg ár að með öldrun þjóðarinnar þarf að fjölga hjúkrunarrýmum. Vandamálið mun versna á hverju ári ef ekkert verður að gert. Skynsamlegur stjórnandi myndi beita sér fyrir því að auka framboð á hjúkrunarrýmum, ekki satt? Þess vegna er erfitt að skilja hvernig hver ríkisstjórnin á fætur annarri hefur komið og farið án þess að leysa þetta vandamál. Hvers vegna vilja stjórnvöld hýsa hundruð eldri borgara á Landspítalanum, þar sem hvert rúm er töluvert dýrara en önnur hjúkrunarrými? Hvers vegna byggir ríkisstjórnin ekki fleiri hjúkrunarheimili? Nú hefur heilbrigðisráðherra tilkynnt forstjóra Landspítalans að rúmlega hundrað aldraðir einstaklingar geti átt von á því að verða fluttir á hjúkrunarheimili á landsbyggðinni. Grátandi afar og ömmur í öngum sínum verða flutt hreppaflutningum langt frá eigin fjölskyldum vegna aðgerðaleysis stjórnvalda. Í einkageiranum myndi svoleiðis vanræksla kalla á uppsagnir og endurskipulagningu. Í pólitíkinni eru viðbrögðin engin. Ráðherrar halda sínu striki og kippa sér ekkert upp við það að hátt í þúsund veikir eldri borgarar fái ekki aðgengi af grunnheilbrigðisþjónustu. Við getum gert svo miklu betur. Þessi staða lagast ekki á sjálfum sér. Því fyrr sem við hefjumst handa því betra. Fólkið fyrst, og svo allt hitt! Höfundur er þingmaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tómas A. Tómasson Flokkur fólksins Alþingi Eldri borgarar Hjúkrunarheimili Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Ég hef oft velt því fyrir mér hvers vegna ríkisstjórn sem hefur sett Íslandsmet í útgjöldum, á svona erfitt með að tryggja grunnþarfir eldra fólks. Átta hundruð manns eru á biðlista eftir hjúkrunarrýmum og þar af eru fjögur hundruð í Reykjavík. Nú liggja 70 manns á göngum bráðalegudeilda eftir að fá úthlutað hjúkrunarrými. Þetta ástand hefur þær afleiðingar að Landspítalinn nær ekki að sinna sínu hlutverki þar sem þar eru rekin dýrustu hjúkrunarrými á landinu. Í fyrirtækjarekstri er mikilvægt að hafa grunnþekkingu á framboði og eftirspurn. Stjórnendur fyrirtækja leggja áherslu á að vita hversu margar einingar munu seljast svo hægt sé að panta birgðir í samræmi við það. Heilbrigðisráðuneytið gerir reglulega úttekt hversu margir einstaklingar þurfa pláss í dvalar- eða hjúkrunarrýmum næstu árin. Þær úttektir sýna svart á hvítu hversu mörg hjúkrunarrými við þurfum að byggja. Stjórnvöld hafa vitað í mörg ár að með öldrun þjóðarinnar þarf að fjölga hjúkrunarrýmum. Vandamálið mun versna á hverju ári ef ekkert verður að gert. Skynsamlegur stjórnandi myndi beita sér fyrir því að auka framboð á hjúkrunarrýmum, ekki satt? Þess vegna er erfitt að skilja hvernig hver ríkisstjórnin á fætur annarri hefur komið og farið án þess að leysa þetta vandamál. Hvers vegna vilja stjórnvöld hýsa hundruð eldri borgara á Landspítalanum, þar sem hvert rúm er töluvert dýrara en önnur hjúkrunarrými? Hvers vegna byggir ríkisstjórnin ekki fleiri hjúkrunarheimili? Nú hefur heilbrigðisráðherra tilkynnt forstjóra Landspítalans að rúmlega hundrað aldraðir einstaklingar geti átt von á því að verða fluttir á hjúkrunarheimili á landsbyggðinni. Grátandi afar og ömmur í öngum sínum verða flutt hreppaflutningum langt frá eigin fjölskyldum vegna aðgerðaleysis stjórnvalda. Í einkageiranum myndi svoleiðis vanræksla kalla á uppsagnir og endurskipulagningu. Í pólitíkinni eru viðbrögðin engin. Ráðherrar halda sínu striki og kippa sér ekkert upp við það að hátt í þúsund veikir eldri borgarar fái ekki aðgengi af grunnheilbrigðisþjónustu. Við getum gert svo miklu betur. Þessi staða lagast ekki á sjálfum sér. Því fyrr sem við hefjumst handa því betra. Fólkið fyrst, og svo allt hitt! Höfundur er þingmaður Flokks fólksins.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun