Er barnið þitt eða náinn aðstandandi að deyja vegna fálætis? Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar 6. janúar 2024 11:31 Veikindi fara ekki í manngreinarálit, það ættum við ekki heldur að gera. Er manneskja með fíknisjúkdóm minna virði en manneskja með krabbamein? Myndir þú setja manneskju með krabbamein á lista og biðja hana að hringja á hverjum degi til að ítreka að hún vilji/þurfi að komast í meðferð? Meðferð sem gæti bjargað lífi hennar og væri hennar eina von. Fólk með fíknisjúkdóm eru ekkert öðruvísi en aðrir langveikir sjúklingar, með sjúkdóm sem getur tekið sig upp aftur og aftur hvenær sem er. Ef fólk greinist með krabbamein í annað eða þriðja skipti er það ekki sett neðst á listann og gert að bíða lengur eftir meðferð. Sonur minn á alveg sama rétt á umönnun, virðingu og von og aðrir sjúklingar, hann á sínar sorgir og áföll og kerfið hefur brugðist honum allt of oft. Kannski væri hann tölvuforritari, listamaður eða iðnaðarmaður, nyti virðingar og ætti fjölskyldu, ef kerfið hefði gripið hann þegar hann lenti í áfalli á unglingsárum. Í staðinn býr hann á „skýlinu“ óstaðsettur í húsi, hefur lítil sem engin tengsl við dóttur sína, hefur ekki lokið neinu námi flosnaði upp úr skóla eftir að skólastjóri meinaði honum að taka samræmdu prófin í 10 bekk. Fötin hans eru ekki skítug eftir heiðarlega erfiðisvinnu heldur af því hann hefur þurft að sofa í bílakjallara, ruslageymslu eða yfirgefnu húsi, því hann hefur verið í banni á skýlinu, já þau fá stundum á sig bann á skýlinu og þurfa þá að finna sér annan svefnstað í hvernig veðri sem er, þá þýðir ekki að vera vandfýsinn. Hann er núna um 50 kíló og stendur varla í lappirnar, þessi stæðilegi ungi maður ætti að vera um 120 kíló þéttur á velli og kraftalegur. Hann lendir stundum í fangelsi, það köllum við aðstandendur að fara í frí, þau eru í öruggu næturskjóli og fá mat og læknisþjónustu, nema það skortir sálfræði- og félagsráðgjafa þjónustu. Þar kemur hann vel fyrir, tekur að sér að halda ganginum snyrtilegum og sér um matarklúbbinn, þeir leggja í púkk og elda saman það er ódýrara, þar er hann góður elda mat og baka, jafnvel fangaverðirnir koma að smakka, hann tekur alveg að sér þriðju vaktina, sér um innkaup og þrif, og er alltaf edrú þegar hann situr inni. Hann lenti upp á spítala í haust nær dauða en lífi, þar var hann í mánuð, þegar hans meðferð lauk varð hann að fara af spítalanum, honum var keyrt í hjólastól að dyrunum og sagt að fara, fara á skýlið, götuna hann gat varla labbað fóturinn á honum var tvöfaldur og með slæm sár á honum sem gat komið sýking í, og hann var útskrifaður úr skýlinu…… Það er ekkert sem grípur þau. En byrjum á því að breyta því sem við getum breytt. Mætum fólki með fíknisjúkdóm af virðingu. Ímyndað ykkur hvað þau eru búinn að upplifa og sjá, þurft að stela, selja sig, horfa upp á vini sýna deyja, lent í fangelsi eða upp á bráðamóttöku, vita ekki hvar þau sofa næstu nótt eða hvort þau fái að borða, verið hent út í hvaða veðrum sem er sama þó þau séu illa klædd og veik. Þau þurfa ekki meira af lítilsvirðingu og fálæti. Okkur vantar úrræði, langtíma úrræði, stað sem þeim er hjálpað að ná tökum á fíkninni og hjálpa þeim út í lífið aftur, stað sem lætur þeim líður eins og fólki og komið fram við þau af virðingu, meðferð sem veitir þeim reisn og löngun og getu til að takast á við lífið. Eitthvað sem grípur þau þegar þau þurfa/vilja hjálp. Ekki langan biðlista, Dauðalistann, því fólk er að deyja meðan það bíður á þessum lista. Ég vill ekki að sonur minn verði rós á tröppum Alþingishússins í næstu mótmælum. Hans líf skiptir máli... Höfundur er aðstandandi og baráttukona um betra líf fyrir fíknisjúka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fíkn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard Skoðun Skoðun Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Sjá meira
Veikindi fara ekki í manngreinarálit, það ættum við ekki heldur að gera. Er manneskja með fíknisjúkdóm minna virði en manneskja með krabbamein? Myndir þú setja manneskju með krabbamein á lista og biðja hana að hringja á hverjum degi til að ítreka að hún vilji/þurfi að komast í meðferð? Meðferð sem gæti bjargað lífi hennar og væri hennar eina von. Fólk með fíknisjúkdóm eru ekkert öðruvísi en aðrir langveikir sjúklingar, með sjúkdóm sem getur tekið sig upp aftur og aftur hvenær sem er. Ef fólk greinist með krabbamein í annað eða þriðja skipti er það ekki sett neðst á listann og gert að bíða lengur eftir meðferð. Sonur minn á alveg sama rétt á umönnun, virðingu og von og aðrir sjúklingar, hann á sínar sorgir og áföll og kerfið hefur brugðist honum allt of oft. Kannski væri hann tölvuforritari, listamaður eða iðnaðarmaður, nyti virðingar og ætti fjölskyldu, ef kerfið hefði gripið hann þegar hann lenti í áfalli á unglingsárum. Í staðinn býr hann á „skýlinu“ óstaðsettur í húsi, hefur lítil sem engin tengsl við dóttur sína, hefur ekki lokið neinu námi flosnaði upp úr skóla eftir að skólastjóri meinaði honum að taka samræmdu prófin í 10 bekk. Fötin hans eru ekki skítug eftir heiðarlega erfiðisvinnu heldur af því hann hefur þurft að sofa í bílakjallara, ruslageymslu eða yfirgefnu húsi, því hann hefur verið í banni á skýlinu, já þau fá stundum á sig bann á skýlinu og þurfa þá að finna sér annan svefnstað í hvernig veðri sem er, þá þýðir ekki að vera vandfýsinn. Hann er núna um 50 kíló og stendur varla í lappirnar, þessi stæðilegi ungi maður ætti að vera um 120 kíló þéttur á velli og kraftalegur. Hann lendir stundum í fangelsi, það köllum við aðstandendur að fara í frí, þau eru í öruggu næturskjóli og fá mat og læknisþjónustu, nema það skortir sálfræði- og félagsráðgjafa þjónustu. Þar kemur hann vel fyrir, tekur að sér að halda ganginum snyrtilegum og sér um matarklúbbinn, þeir leggja í púkk og elda saman það er ódýrara, þar er hann góður elda mat og baka, jafnvel fangaverðirnir koma að smakka, hann tekur alveg að sér þriðju vaktina, sér um innkaup og þrif, og er alltaf edrú þegar hann situr inni. Hann lenti upp á spítala í haust nær dauða en lífi, þar var hann í mánuð, þegar hans meðferð lauk varð hann að fara af spítalanum, honum var keyrt í hjólastól að dyrunum og sagt að fara, fara á skýlið, götuna hann gat varla labbað fóturinn á honum var tvöfaldur og með slæm sár á honum sem gat komið sýking í, og hann var útskrifaður úr skýlinu…… Það er ekkert sem grípur þau. En byrjum á því að breyta því sem við getum breytt. Mætum fólki með fíknisjúkdóm af virðingu. Ímyndað ykkur hvað þau eru búinn að upplifa og sjá, þurft að stela, selja sig, horfa upp á vini sýna deyja, lent í fangelsi eða upp á bráðamóttöku, vita ekki hvar þau sofa næstu nótt eða hvort þau fái að borða, verið hent út í hvaða veðrum sem er sama þó þau séu illa klædd og veik. Þau þurfa ekki meira af lítilsvirðingu og fálæti. Okkur vantar úrræði, langtíma úrræði, stað sem þeim er hjálpað að ná tökum á fíkninni og hjálpa þeim út í lífið aftur, stað sem lætur þeim líður eins og fólki og komið fram við þau af virðingu, meðferð sem veitir þeim reisn og löngun og getu til að takast á við lífið. Eitthvað sem grípur þau þegar þau þurfa/vilja hjálp. Ekki langan biðlista, Dauðalistann, því fólk er að deyja meðan það bíður á þessum lista. Ég vill ekki að sonur minn verði rós á tröppum Alþingishússins í næstu mótmælum. Hans líf skiptir máli... Höfundur er aðstandandi og baráttukona um betra líf fyrir fíknisjúka.
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar