1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar 21. október 2025 10:33 Um 1500 ungmenni á aldrinum 18–29 ára í Reykjavík eru ekki í námi, vinnu eða virkni. Bakvið þessa tölu eru raunverulegir einstaklingar. Ungt fólk sem á allt lífið framundan. Það skiptir því máli að við grípum ungt fólk í vanvirkni og veitum því þann stuðning sem það þarf til að komast aftur í virkni. Hugtakið sem notað er yfir hópinn er NEET (e. Not in Education, Employment or Training) og er þetta hópur sem ráðamenn um alla Evrópu hafa haft vaxandi áhyggjur af. Árið 2023 var hlutfall einstaklinga á aldrinum 15-29 ára í hópnum yfir 11% í Evrópusambandinu. Á Íslandi var hlutfallið 6,3% hjá einstaklingum á aldrinum 16–24 ára árið 2022, samkvæmt Hagstofunni. Ástæður þess að einstaklingarnir eru í vanvirkni eru ólíkar. Sum ungmenni hafa flosnað úr skóla eða glímt við námserfiðleika, önnur glíma við andlega vanheilsu, veikindi eða félagslega erfiðleika sem gera þeim erfitt fyrir að hefja eða halda vinnu. Afleiðingarnar vanvirkni eru miklar bæði fyrir einstaklingana sjálfa og samfélagið. Ungt fólk í vanvirkni byggir ekki upp reynslu, færni eða tengslanet í gegnum nám eða vinnu. Sjálfstraust og félagsfærni einstaklinga í vanvirkni minnkar og hættan á félagslegri einangrun, fátækt og vanlíðan eykst. Fyrir samfélagið getur vanvirkni ungs fólks falið í sér mannauðstap, leitt til lækkunar á framleiðni þjóðarinnar og aukið kostnað við velferðarkerfið. Það er því ljóst að mikilvægt er að auka stuðning við ungmenni sem detta úr virkni. Við þurfum að stíga stærri skref Við í Framsókn teljum að Reykjavíkurborg þurfi að stíga stærri skref til að mæta þessum hópi ungs fólks. Á fundi borgarstjórnar í dag leggjum við til að velferðarsviði verði falið, í samstarfi við menningar- og íþróttasvið og skóla- og frístundasvið, að útfæra aðgerðir til að að auka virkni og stuðning við einstaklinga á aldrinum 16-29 ára sem eru ekki í námi, vinnu eða virkni. Við leggjum einnig til að borgin útfæri farsældarsamninga við foreldra eða forsjáraðila barna sem ljúka grunnskóla, með það að markmiði að auka samstarf borgarinnar við framhaldsskóla og bregðast við brottfalli úr framhaldsskólum. Það gerir það að verkum að framhaldsskólinn og sveitarfélagið geta átt í nánari samstarfi og hægt er að bregðast strax við merkjum um að einstaklingur sé að flosna upp úr námi. Slíkir samningar hafa gefist vel í öðrum sveitarfélögum eins og Árborg. Reynslan sýnir okkur að með réttri nálgun og samstilltum aðgerðum má ná árangri með hópum sem falla á milli skips og bryggju í hefðbundinni velferðarþjónustu. Með því að grípa inn í með snemmtækri íhlutun, samþættingu á þjónustu og einstaklingsmiðuðum stuðningi getum við hjálpað ungu fólki að finna sína leið og komast í nám, vinnu eða aðra virkni. Höfundur er borgarfulltrúi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnea Gná Jóhannsdóttir Reykjavík Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Að hamstra húsnæði Sæþór Randalsson Skoðun Reynsla og léttleiki – Aðalsteinn fyrir Reykjavík Dóra Sif Tynes Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson Skoðun Lausnin er bland í poka Hlédís M. Guðmundsdóttir Skoðun Deilan sem afhjúpar tómarúm í vísindum Hafró Svanur Guðmundsson,Altair Agmata Skoðun Hvað er húsfélag? Jónína Þórdís Karlsdóttir Skoðun Hvað er verið að mæla? Elliði Vignisson Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman Skoðun Það er hægt að snúa við verri stöðu en er í Reykjavík í dag Róbert Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Eru mannréttindi martröð? Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Deilan sem afhjúpar tómarúm í vísindum Hafró Svanur Guðmundsson,Altair Agmata skrifar Skoðun Læsisátök Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Eru opinberir starfsmenn ekki íbúar? Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Lesskilningur, lesblinda og lýðræðið Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu skrifar Skoðun Lausnin er bland í poka Hlédís M. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar: Umhyggja og framfarir Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að mæla? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynsla og léttleiki – Aðalsteinn fyrir Reykjavík Dóra Sif Tynes skrifar Skoðun Skálum fyrir íslensku þversögninni Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvað er húsfélag? Jónína Þórdís Karlsdóttir skrifar Skoðun Það er hægt að snúa við verri stöðu en er í Reykjavík í dag Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson skrifar Skoðun Að hamstra húsnæði Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Heilnæmt umhverfi – má brjóta verkefnið upp? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Fyrir heimabæinn minn Hilmar Gunnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Þegar kristin trú er sögð án krossins — Hvar sagan byrjar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hver er sinnar gæfu smiður, hver er næstur sjálfum sér Jón Þór Júlíusson skrifar Skoðun Samráðsleysi um atvinnuleysistryggingar er feigðarflan Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Gefum íslensku séns Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ný nálgun á foreldrasamstarf Valgeir Þór Jakobsson skrifar Skoðun Hvenær er það besta nógu gott? Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð íslenskrar líftækni Jens Bjarnason skrifar Skoðun Sjókvíaeldi og framtíð villta laxins Brynjar Arnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: martraðarkenndur draumur Gunnar Salvarsson skrifar Sjá meira
Um 1500 ungmenni á aldrinum 18–29 ára í Reykjavík eru ekki í námi, vinnu eða virkni. Bakvið þessa tölu eru raunverulegir einstaklingar. Ungt fólk sem á allt lífið framundan. Það skiptir því máli að við grípum ungt fólk í vanvirkni og veitum því þann stuðning sem það þarf til að komast aftur í virkni. Hugtakið sem notað er yfir hópinn er NEET (e. Not in Education, Employment or Training) og er þetta hópur sem ráðamenn um alla Evrópu hafa haft vaxandi áhyggjur af. Árið 2023 var hlutfall einstaklinga á aldrinum 15-29 ára í hópnum yfir 11% í Evrópusambandinu. Á Íslandi var hlutfallið 6,3% hjá einstaklingum á aldrinum 16–24 ára árið 2022, samkvæmt Hagstofunni. Ástæður þess að einstaklingarnir eru í vanvirkni eru ólíkar. Sum ungmenni hafa flosnað úr skóla eða glímt við námserfiðleika, önnur glíma við andlega vanheilsu, veikindi eða félagslega erfiðleika sem gera þeim erfitt fyrir að hefja eða halda vinnu. Afleiðingarnar vanvirkni eru miklar bæði fyrir einstaklingana sjálfa og samfélagið. Ungt fólk í vanvirkni byggir ekki upp reynslu, færni eða tengslanet í gegnum nám eða vinnu. Sjálfstraust og félagsfærni einstaklinga í vanvirkni minnkar og hættan á félagslegri einangrun, fátækt og vanlíðan eykst. Fyrir samfélagið getur vanvirkni ungs fólks falið í sér mannauðstap, leitt til lækkunar á framleiðni þjóðarinnar og aukið kostnað við velferðarkerfið. Það er því ljóst að mikilvægt er að auka stuðning við ungmenni sem detta úr virkni. Við þurfum að stíga stærri skref Við í Framsókn teljum að Reykjavíkurborg þurfi að stíga stærri skref til að mæta þessum hópi ungs fólks. Á fundi borgarstjórnar í dag leggjum við til að velferðarsviði verði falið, í samstarfi við menningar- og íþróttasvið og skóla- og frístundasvið, að útfæra aðgerðir til að að auka virkni og stuðning við einstaklinga á aldrinum 16-29 ára sem eru ekki í námi, vinnu eða virkni. Við leggjum einnig til að borgin útfæri farsældarsamninga við foreldra eða forsjáraðila barna sem ljúka grunnskóla, með það að markmiði að auka samstarf borgarinnar við framhaldsskóla og bregðast við brottfalli úr framhaldsskólum. Það gerir það að verkum að framhaldsskólinn og sveitarfélagið geta átt í nánari samstarfi og hægt er að bregðast strax við merkjum um að einstaklingur sé að flosna upp úr námi. Slíkir samningar hafa gefist vel í öðrum sveitarfélögum eins og Árborg. Reynslan sýnir okkur að með réttri nálgun og samstilltum aðgerðum má ná árangri með hópum sem falla á milli skips og bryggju í hefðbundinni velferðarþjónustu. Með því að grípa inn í með snemmtækri íhlutun, samþættingu á þjónustu og einstaklingsmiðuðum stuðningi getum við hjálpað ungu fólki að finna sína leið og komast í nám, vinnu eða aðra virkni. Höfundur er borgarfulltrúi.
Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman Skoðun
Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar
Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu skrifar
Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar
Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar
Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman Skoðun