Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar 21. október 2025 07:03 Þörfum um 95% barna er hægt að mæta vel í almennum grunnskólum eins og staðan er í dag. Stór hluti þessara nemenda eru með ýmsar greiningar og áskoranir en við skólana starfa frábærir kennarar og stuðningsstarfsfólk sem mætir þessum hópi mjög vel. Staðan er hins vegar allt önnur fyrir þau 5% barna sem þurfa sérhæfðari stuðning. Þau fá hvorki viðeigandi umhverfi né stuðning við hæfi í sínum heimaskóla. Til þess að skólarnir virki þurfa stjórnvöld að fjárfesta verulega í innleiðingu úrræða sem hvert og eitt tekur mið af hverju barni fyrir sig, fyrir foreldra barnanna og starfsfólk skólanna. Það þarf ígrundun fagfólks þegar kemur að því að stilla upp úrræðum fyrir nemendur með sértækan vanda. Tvær leiðir eru færar til þess að skóli fyrir alla virki eins og hann á að gera. Þessar leiðir þurfa báðar að vera til staðar því sama leiðin hentar alls ekki öllum. Annars vegar þarf að opna fleiri lítil sérúrræði eða sérskóla þar sem umhverfið er einfalt og sniðið að þörfum barnsins. Þar þarf fagfólk til að starfa daglega með nemendum og útbúa náms – og stuðningsáætlanir sem henta þeirra þörfum. Hins vegar þarf að bjóða upp á fjölbreyttari sérúrræði innan grunnskólanna með sérsniðnu umhverfi fyrir nemendur með flóknar stuðningsþarfir. Húsakostur þarf að gera það mögulegt að stofur séu sérsniðnar, úrræðin fjölbreytt og starfsfólk með sérþekkingu, t.a.m. sérkennarar, þroskaþjálfar, iðjuþjálfar og atferlisráðgjafar. Sérfræðingar útbúa dagskipulag sem hentar hverju barni, svo það geti lært og liðið vel í skólanum. Markmiðið er alltaf að barninu líði vel, hvort sem það er í sérúrræði eða með bekkjarfélögum sínum. Báðar þessar leiðir þurfa að vera til taks því umhverfi skólanna þarf að vera nægjanlega fjölbreytt til að mæta þörfum allra nemenda. Vilji kennara og stjórnenda er svo sannarlega til staðar en fjármagn og fagfólk ekki. Því er kerfið ekki að virka. Það er ágætt að nefna dæmi beint úr raunveruleikanum en nemandi með hámarksstuðning í mínum skóla og mjög flóknar stuðningsþarfir er úthlutað 18 kennslustundum í stuðningi. Barn sem er í 1.- 4. bekk er í 30 stundir í skólanum. Það gefur auga leið að þetta barn fær ekki þann stuðning og úrræði sem það þarf. Ófaglært starfsfólk er fengið til að brúa bilið. Þetta er kraftaverkafólk sem getur stutt vel við börn en ekki á nokkurn hátt tekið ábyrgð á því að útbúa stuðningsáætlanir fyrir nemendur með miklar og flóknar áskoranir. Áskoranir eins og alvarlega lestrarörðugleika, hamlandi ADHD, einhverfa og tilfinningavanda sem oft brýst út í ofbeldishegðun. Oft eru þessir starfsmenn ungt fólk að stíga sín fyrstu skref á vinnumarkaði. Það er verið er að setja plástur á risastórt sár og plásturinn nær hvorki utan um sárið né helst á því. Upplifun þessara starfsmanna á umhverfi skólanna getur því miður orðið slík að þau munu ekki kjósa sér skólana sem framtíðar starfsvettvang. Þegar hugmyndafræðin um skóla fyrir alla eða skóla án aðgreiningar kom fyrst fram var sérskólum lokað og þeir sameinaðir þannig að plássum fækkaði umtalsvert. Einnig var sérdeildum lokað og nemendur áttu að sækja skóla í sínu nærumhverfi. Það er falleg og góð hugsun sem getur alveg virkað ef hún er útfærð af festu, fagmennsku og fólki sem þekkir hvað það er að starfa á gólfinu í grunnskólum landsins. Við þurfum að bakka og innleiða þessa hugmyndarfræði algjörlega upp á nýtt og setja í það fjármagn þannig að kerfið fari að virka fyrir öll börn. Skóli fyrir alla þýðir nefnilega ekki að við bjóðum öllum að borðinu og inn í skólana, heldur að við mætum öllum börnum með því að hanna umhverfið að þeirra þörfum. Við getum ekki lengur gripið í tómt og sagt: SKÓLI FYRIR ALLA án þess að gera ráð fyrir því í viðeigandi umhverfi og mönnun skólanna. Það þarf að vera til í raunveruleikanum. Það er hægt að framkvæma þetta, nágrannalöndin geta það í fjölmennari skólum en við höfum. Við þurfum sterka leiðtoga í ráðuneyti og sveitastjórnum sem endurskipuleggja og endurskilgreina hvað skóli fyrir alla þýðir og innleiða það af festu og á markvissan hátt. Það mun kosta í upphafi, en þegar hjólin eru farin að snúast hef ég trú á að kostnaðurinn verði svipaður og skólakerfið kostar í dag og spari samfélaginu stórar fjárhæðir og bæti lífsgæði allra barna til framtíðar. Er til eitthvað mikilvægara en að fjárfesta í börnum? Setjum frumáhersluna á að heimaskólar og sérskólar búi yfir umhverfi og fagfólki sem mætir öllum nemendum í staðinn fyrir að setja áhersluna á hvort einkunnir séu í tölum eða bókstöfum, hvort Laxness eða verk annarra skálda sé lesið eða hvort símabann skuli ríkja í skólum. Við getum farið í slík mál þegar við höfum virkjað lausnina um skóla fyrir alla. Börn nefnilega læra ekki nema þeim líði vel og ef 5% þeirra líður illa þá hefur það áhrif á alla í skólanum. Höfundur er aðstoðarskólastjóri Hörðuvallaskóla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Börn og uppeldi Grunnskólar Mest lesið Snorri og Donni Andri Þorvarðarson Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla. Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus Skoðun Ekki ný hugsun heldur ábyrgðarleysi Anna Björg Jónsdóttir,Berglind Magnúsdóttir Skoðun Er tæknin til að skipta yfir í hreina orku til staðar? Gunnar Einarsson Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Hvað er ég að vilja upp á dekk Signý Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus skrifar Skoðun Snorri og Donni Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Ekki ný hugsun heldur ábyrgðarleysi Anna Björg Jónsdóttir,Berglind Magnúsdóttir skrifar Skoðun Er tæknin til að skipta yfir í hreina orku til staðar? Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Hvað er ég að vilja upp á dekk Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvers virði er líf? Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Þörfum um 95% barna er hægt að mæta vel í almennum grunnskólum eins og staðan er í dag. Stór hluti þessara nemenda eru með ýmsar greiningar og áskoranir en við skólana starfa frábærir kennarar og stuðningsstarfsfólk sem mætir þessum hópi mjög vel. Staðan er hins vegar allt önnur fyrir þau 5% barna sem þurfa sérhæfðari stuðning. Þau fá hvorki viðeigandi umhverfi né stuðning við hæfi í sínum heimaskóla. Til þess að skólarnir virki þurfa stjórnvöld að fjárfesta verulega í innleiðingu úrræða sem hvert og eitt tekur mið af hverju barni fyrir sig, fyrir foreldra barnanna og starfsfólk skólanna. Það þarf ígrundun fagfólks þegar kemur að því að stilla upp úrræðum fyrir nemendur með sértækan vanda. Tvær leiðir eru færar til þess að skóli fyrir alla virki eins og hann á að gera. Þessar leiðir þurfa báðar að vera til staðar því sama leiðin hentar alls ekki öllum. Annars vegar þarf að opna fleiri lítil sérúrræði eða sérskóla þar sem umhverfið er einfalt og sniðið að þörfum barnsins. Þar þarf fagfólk til að starfa daglega með nemendum og útbúa náms – og stuðningsáætlanir sem henta þeirra þörfum. Hins vegar þarf að bjóða upp á fjölbreyttari sérúrræði innan grunnskólanna með sérsniðnu umhverfi fyrir nemendur með flóknar stuðningsþarfir. Húsakostur þarf að gera það mögulegt að stofur séu sérsniðnar, úrræðin fjölbreytt og starfsfólk með sérþekkingu, t.a.m. sérkennarar, þroskaþjálfar, iðjuþjálfar og atferlisráðgjafar. Sérfræðingar útbúa dagskipulag sem hentar hverju barni, svo það geti lært og liðið vel í skólanum. Markmiðið er alltaf að barninu líði vel, hvort sem það er í sérúrræði eða með bekkjarfélögum sínum. Báðar þessar leiðir þurfa að vera til taks því umhverfi skólanna þarf að vera nægjanlega fjölbreytt til að mæta þörfum allra nemenda. Vilji kennara og stjórnenda er svo sannarlega til staðar en fjármagn og fagfólk ekki. Því er kerfið ekki að virka. Það er ágætt að nefna dæmi beint úr raunveruleikanum en nemandi með hámarksstuðning í mínum skóla og mjög flóknar stuðningsþarfir er úthlutað 18 kennslustundum í stuðningi. Barn sem er í 1.- 4. bekk er í 30 stundir í skólanum. Það gefur auga leið að þetta barn fær ekki þann stuðning og úrræði sem það þarf. Ófaglært starfsfólk er fengið til að brúa bilið. Þetta er kraftaverkafólk sem getur stutt vel við börn en ekki á nokkurn hátt tekið ábyrgð á því að útbúa stuðningsáætlanir fyrir nemendur með miklar og flóknar áskoranir. Áskoranir eins og alvarlega lestrarörðugleika, hamlandi ADHD, einhverfa og tilfinningavanda sem oft brýst út í ofbeldishegðun. Oft eru þessir starfsmenn ungt fólk að stíga sín fyrstu skref á vinnumarkaði. Það er verið er að setja plástur á risastórt sár og plásturinn nær hvorki utan um sárið né helst á því. Upplifun þessara starfsmanna á umhverfi skólanna getur því miður orðið slík að þau munu ekki kjósa sér skólana sem framtíðar starfsvettvang. Þegar hugmyndafræðin um skóla fyrir alla eða skóla án aðgreiningar kom fyrst fram var sérskólum lokað og þeir sameinaðir þannig að plássum fækkaði umtalsvert. Einnig var sérdeildum lokað og nemendur áttu að sækja skóla í sínu nærumhverfi. Það er falleg og góð hugsun sem getur alveg virkað ef hún er útfærð af festu, fagmennsku og fólki sem þekkir hvað það er að starfa á gólfinu í grunnskólum landsins. Við þurfum að bakka og innleiða þessa hugmyndarfræði algjörlega upp á nýtt og setja í það fjármagn þannig að kerfið fari að virka fyrir öll börn. Skóli fyrir alla þýðir nefnilega ekki að við bjóðum öllum að borðinu og inn í skólana, heldur að við mætum öllum börnum með því að hanna umhverfið að þeirra þörfum. Við getum ekki lengur gripið í tómt og sagt: SKÓLI FYRIR ALLA án þess að gera ráð fyrir því í viðeigandi umhverfi og mönnun skólanna. Það þarf að vera til í raunveruleikanum. Það er hægt að framkvæma þetta, nágrannalöndin geta það í fjölmennari skólum en við höfum. Við þurfum sterka leiðtoga í ráðuneyti og sveitastjórnum sem endurskipuleggja og endurskilgreina hvað skóli fyrir alla þýðir og innleiða það af festu og á markvissan hátt. Það mun kosta í upphafi, en þegar hjólin eru farin að snúast hef ég trú á að kostnaðurinn verði svipaður og skólakerfið kostar í dag og spari samfélaginu stórar fjárhæðir og bæti lífsgæði allra barna til framtíðar. Er til eitthvað mikilvægara en að fjárfesta í börnum? Setjum frumáhersluna á að heimaskólar og sérskólar búi yfir umhverfi og fagfólki sem mætir öllum nemendum í staðinn fyrir að setja áhersluna á hvort einkunnir séu í tölum eða bókstöfum, hvort Laxness eða verk annarra skálda sé lesið eða hvort símabann skuli ríkja í skólum. Við getum farið í slík mál þegar við höfum virkjað lausnina um skóla fyrir alla. Börn nefnilega læra ekki nema þeim líði vel og ef 5% þeirra líður illa þá hefur það áhrif á alla í skólanum. Höfundur er aðstoðarskólastjóri Hörðuvallaskóla.
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar
Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar
Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun