Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar 21. október 2025 06:33 Örorkubyrði einstakra lífeyrissjóða og jöfnunarframlag ríkissjóðs til sjóða með mikla örorkubyrði hafa verið nokkuð í umræðunni á síðustu mánuðum. Í nýframlögðu fjárlagafrumvarpi er gert ráð fyrir að þetta jöfnunarframlag verði aflagt. Í sinni allra einföldustu mynd snýst málið um þetta: -Framlög lífeyrissjóða til örorkulífeyris eru að jafnaði tæp 11% af reiknuðum framtíðarskuldbindingum þeirra. -Þungi örorkugreiðslna er mjög mismikill á milli sjóða. Í sjóðum með hátt hlutfall verkafólks er örorkubyrðin að jafnaði hærri en hjá öðrum sjóðum (á bilinu 14-17%). -Mismikilli örorkubyrði milli sjóða hefur verið mætt með framlögum úr ríkissjóði. Að öðrum kosti væru ekki önnur ráð en að skerða ellilífeyri sjóðsfélaga til að standa undir örorkugreiðslum. -Sjóðsfélagar sjóða með háa örorkubyrði hafa ekki val um að færa framlög sín til sjóða með lægri örorkubyrði. Því er jöfnun örorkubyrða samfélagslegt réttlætismál. Eins og áður sagði er í frumvarpi til fjárlaga ekki gert ráð fyrir jöfnunarframlagi til að rétta hag sjóðsfélaga þeirra lífeyrissjóða sem búa við hæstu örorkubyrði. Sjóðsfélögum er ætlað að standa undir þeirri byrði sjálfir. Það er sérstaklega áhugavert í ljósi þess að sjóðsfélagar þessara sjóða eru að jafnaði með lægri laun og þar með talið lægri væntar lífeyrisgreiðslur en sjóðsfélagar í flestum öðrum lífeyrissjóðum. Á mannamáli þýðir ofangreint að launalægstu starfsmönnum á vinnumarkaði er ætlað að standa undir örorkubyrði vegna meðbræðra sinna í viðkomandi sjóðum. Þannig er þeim sem munu hafa lægstu lífeyrisgreiðslurnar við starfslok ætlað að bera áhættu vegna erfiðra vinnuskilyrða, sem kalla á hærri tíðni örorku. Með þessu verður til meiri ójöfnuður á milli ellilífeyrisþega en var á meðan viðkomandi aðilar voru enn á vinnumarkaði. Rétt er að hafa í huga að lífeyrissjóðir eru ekki fyrirtæki með eigið fé sem hægt er að nota í verkefni eins og að jafna örorkubyrði. Lífeyrissjóðir eru samlög sjóðsfélaga, sem eiga alla fjármuni í sjóðnum. Að óbreyttu munu þeir fjármunir sem þarf til að bera þetta tjón ekki koma úr vösum annarra en almennra sjóðsfélaga. Það eru engin önnur ráð til að bregðast við þessu en að skerða réttindi sjóðsfélaga, annaðhvort til ellilífeyris eða annarra greiðslna. Þessi umræða er miklum mun alvarlegri og mikilvægari fyrir samfélagsgerð okkar en að það eigi að taka hana sem eitthvað aukaatriði við gerð fjárlaga hvers árs. Það er löngu kominn tími til að þetta umhverfi sé rætt og grundvallarreglur séu mótaðar. Þessi málaflokkur er stærri og mikilvægari en svo að réttlætanlegt sé að vinnubrögð séu með þessum hætti. Þessi togstreita er þeim mun undarlegri í ljósi þess að nú situr við völd ríkisstjórn sem hefur talað með mjög skýrum hætti um að réttindi öryrkja skuli bætt. Það má ekki gerast á þann hátt að lægst launuðustu launþegar landsins greiði þá bót með lækkuðum ellilífeyrisgreiðslum. Slíkt er eingöngu til þess fallið að auka ójöfnuð í samfélagi okkar. Höfundur er formaður stjórnar Gildis lífeyrissjóðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lífeyrissjóðir Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Skoðun Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Sjá meira
Örorkubyrði einstakra lífeyrissjóða og jöfnunarframlag ríkissjóðs til sjóða með mikla örorkubyrði hafa verið nokkuð í umræðunni á síðustu mánuðum. Í nýframlögðu fjárlagafrumvarpi er gert ráð fyrir að þetta jöfnunarframlag verði aflagt. Í sinni allra einföldustu mynd snýst málið um þetta: -Framlög lífeyrissjóða til örorkulífeyris eru að jafnaði tæp 11% af reiknuðum framtíðarskuldbindingum þeirra. -Þungi örorkugreiðslna er mjög mismikill á milli sjóða. Í sjóðum með hátt hlutfall verkafólks er örorkubyrðin að jafnaði hærri en hjá öðrum sjóðum (á bilinu 14-17%). -Mismikilli örorkubyrði milli sjóða hefur verið mætt með framlögum úr ríkissjóði. Að öðrum kosti væru ekki önnur ráð en að skerða ellilífeyri sjóðsfélaga til að standa undir örorkugreiðslum. -Sjóðsfélagar sjóða með háa örorkubyrði hafa ekki val um að færa framlög sín til sjóða með lægri örorkubyrði. Því er jöfnun örorkubyrða samfélagslegt réttlætismál. Eins og áður sagði er í frumvarpi til fjárlaga ekki gert ráð fyrir jöfnunarframlagi til að rétta hag sjóðsfélaga þeirra lífeyrissjóða sem búa við hæstu örorkubyrði. Sjóðsfélögum er ætlað að standa undir þeirri byrði sjálfir. Það er sérstaklega áhugavert í ljósi þess að sjóðsfélagar þessara sjóða eru að jafnaði með lægri laun og þar með talið lægri væntar lífeyrisgreiðslur en sjóðsfélagar í flestum öðrum lífeyrissjóðum. Á mannamáli þýðir ofangreint að launalægstu starfsmönnum á vinnumarkaði er ætlað að standa undir örorkubyrði vegna meðbræðra sinna í viðkomandi sjóðum. Þannig er þeim sem munu hafa lægstu lífeyrisgreiðslurnar við starfslok ætlað að bera áhættu vegna erfiðra vinnuskilyrða, sem kalla á hærri tíðni örorku. Með þessu verður til meiri ójöfnuður á milli ellilífeyrisþega en var á meðan viðkomandi aðilar voru enn á vinnumarkaði. Rétt er að hafa í huga að lífeyrissjóðir eru ekki fyrirtæki með eigið fé sem hægt er að nota í verkefni eins og að jafna örorkubyrði. Lífeyrissjóðir eru samlög sjóðsfélaga, sem eiga alla fjármuni í sjóðnum. Að óbreyttu munu þeir fjármunir sem þarf til að bera þetta tjón ekki koma úr vösum annarra en almennra sjóðsfélaga. Það eru engin önnur ráð til að bregðast við þessu en að skerða réttindi sjóðsfélaga, annaðhvort til ellilífeyris eða annarra greiðslna. Þessi umræða er miklum mun alvarlegri og mikilvægari fyrir samfélagsgerð okkar en að það eigi að taka hana sem eitthvað aukaatriði við gerð fjárlaga hvers árs. Það er löngu kominn tími til að þetta umhverfi sé rætt og grundvallarreglur séu mótaðar. Þessi málaflokkur er stærri og mikilvægari en svo að réttlætanlegt sé að vinnubrögð séu með þessum hætti. Þessi togstreita er þeim mun undarlegri í ljósi þess að nú situr við völd ríkisstjórn sem hefur talað með mjög skýrum hætti um að réttindi öryrkja skuli bætt. Það má ekki gerast á þann hátt að lægst launuðustu launþegar landsins greiði þá bót með lækkuðum ellilífeyrisgreiðslum. Slíkt er eingöngu til þess fallið að auka ójöfnuð í samfélagi okkar. Höfundur er formaður stjórnar Gildis lífeyrissjóðs.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar