Er barnið þitt eða náinn aðstandandi að deyja vegna fálætis? Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar 6. janúar 2024 11:31 Veikindi fara ekki í manngreinarálit, það ættum við ekki heldur að gera. Er manneskja með fíknisjúkdóm minna virði en manneskja með krabbamein? Myndir þú setja manneskju með krabbamein á lista og biðja hana að hringja á hverjum degi til að ítreka að hún vilji/þurfi að komast í meðferð? Meðferð sem gæti bjargað lífi hennar og væri hennar eina von. Fólk með fíknisjúkdóm eru ekkert öðruvísi en aðrir langveikir sjúklingar, með sjúkdóm sem getur tekið sig upp aftur og aftur hvenær sem er. Ef fólk greinist með krabbamein í annað eða þriðja skipti er það ekki sett neðst á listann og gert að bíða lengur eftir meðferð. Sonur minn á alveg sama rétt á umönnun, virðingu og von og aðrir sjúklingar, hann á sínar sorgir og áföll og kerfið hefur brugðist honum allt of oft. Kannski væri hann tölvuforritari, listamaður eða iðnaðarmaður, nyti virðingar og ætti fjölskyldu, ef kerfið hefði gripið hann þegar hann lenti í áfalli á unglingsárum. Í staðinn býr hann á „skýlinu“ óstaðsettur í húsi, hefur lítil sem engin tengsl við dóttur sína, hefur ekki lokið neinu námi flosnaði upp úr skóla eftir að skólastjóri meinaði honum að taka samræmdu prófin í 10 bekk. Fötin hans eru ekki skítug eftir heiðarlega erfiðisvinnu heldur af því hann hefur þurft að sofa í bílakjallara, ruslageymslu eða yfirgefnu húsi, því hann hefur verið í banni á skýlinu, já þau fá stundum á sig bann á skýlinu og þurfa þá að finna sér annan svefnstað í hvernig veðri sem er, þá þýðir ekki að vera vandfýsinn. Hann er núna um 50 kíló og stendur varla í lappirnar, þessi stæðilegi ungi maður ætti að vera um 120 kíló þéttur á velli og kraftalegur. Hann lendir stundum í fangelsi, það köllum við aðstandendur að fara í frí, þau eru í öruggu næturskjóli og fá mat og læknisþjónustu, nema það skortir sálfræði- og félagsráðgjafa þjónustu. Þar kemur hann vel fyrir, tekur að sér að halda ganginum snyrtilegum og sér um matarklúbbinn, þeir leggja í púkk og elda saman það er ódýrara, þar er hann góður elda mat og baka, jafnvel fangaverðirnir koma að smakka, hann tekur alveg að sér þriðju vaktina, sér um innkaup og þrif, og er alltaf edrú þegar hann situr inni. Hann lenti upp á spítala í haust nær dauða en lífi, þar var hann í mánuð, þegar hans meðferð lauk varð hann að fara af spítalanum, honum var keyrt í hjólastól að dyrunum og sagt að fara, fara á skýlið, götuna hann gat varla labbað fóturinn á honum var tvöfaldur og með slæm sár á honum sem gat komið sýking í, og hann var útskrifaður úr skýlinu…… Það er ekkert sem grípur þau. En byrjum á því að breyta því sem við getum breytt. Mætum fólki með fíknisjúkdóm af virðingu. Ímyndað ykkur hvað þau eru búinn að upplifa og sjá, þurft að stela, selja sig, horfa upp á vini sýna deyja, lent í fangelsi eða upp á bráðamóttöku, vita ekki hvar þau sofa næstu nótt eða hvort þau fái að borða, verið hent út í hvaða veðrum sem er sama þó þau séu illa klædd og veik. Þau þurfa ekki meira af lítilsvirðingu og fálæti. Okkur vantar úrræði, langtíma úrræði, stað sem þeim er hjálpað að ná tökum á fíkninni og hjálpa þeim út í lífið aftur, stað sem lætur þeim líður eins og fólki og komið fram við þau af virðingu, meðferð sem veitir þeim reisn og löngun og getu til að takast á við lífið. Eitthvað sem grípur þau þegar þau þurfa/vilja hjálp. Ekki langan biðlista, Dauðalistann, því fólk er að deyja meðan það bíður á þessum lista. Ég vill ekki að sonur minn verði rós á tröppum Alþingishússins í næstu mótmælum. Hans líf skiptir máli... Höfundur er aðstandandi og baráttukona um betra líf fyrir fíknisjúka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fíkn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Mest lesið Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Skoðun Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Veikindi fara ekki í manngreinarálit, það ættum við ekki heldur að gera. Er manneskja með fíknisjúkdóm minna virði en manneskja með krabbamein? Myndir þú setja manneskju með krabbamein á lista og biðja hana að hringja á hverjum degi til að ítreka að hún vilji/þurfi að komast í meðferð? Meðferð sem gæti bjargað lífi hennar og væri hennar eina von. Fólk með fíknisjúkdóm eru ekkert öðruvísi en aðrir langveikir sjúklingar, með sjúkdóm sem getur tekið sig upp aftur og aftur hvenær sem er. Ef fólk greinist með krabbamein í annað eða þriðja skipti er það ekki sett neðst á listann og gert að bíða lengur eftir meðferð. Sonur minn á alveg sama rétt á umönnun, virðingu og von og aðrir sjúklingar, hann á sínar sorgir og áföll og kerfið hefur brugðist honum allt of oft. Kannski væri hann tölvuforritari, listamaður eða iðnaðarmaður, nyti virðingar og ætti fjölskyldu, ef kerfið hefði gripið hann þegar hann lenti í áfalli á unglingsárum. Í staðinn býr hann á „skýlinu“ óstaðsettur í húsi, hefur lítil sem engin tengsl við dóttur sína, hefur ekki lokið neinu námi flosnaði upp úr skóla eftir að skólastjóri meinaði honum að taka samræmdu prófin í 10 bekk. Fötin hans eru ekki skítug eftir heiðarlega erfiðisvinnu heldur af því hann hefur þurft að sofa í bílakjallara, ruslageymslu eða yfirgefnu húsi, því hann hefur verið í banni á skýlinu, já þau fá stundum á sig bann á skýlinu og þurfa þá að finna sér annan svefnstað í hvernig veðri sem er, þá þýðir ekki að vera vandfýsinn. Hann er núna um 50 kíló og stendur varla í lappirnar, þessi stæðilegi ungi maður ætti að vera um 120 kíló þéttur á velli og kraftalegur. Hann lendir stundum í fangelsi, það köllum við aðstandendur að fara í frí, þau eru í öruggu næturskjóli og fá mat og læknisþjónustu, nema það skortir sálfræði- og félagsráðgjafa þjónustu. Þar kemur hann vel fyrir, tekur að sér að halda ganginum snyrtilegum og sér um matarklúbbinn, þeir leggja í púkk og elda saman það er ódýrara, þar er hann góður elda mat og baka, jafnvel fangaverðirnir koma að smakka, hann tekur alveg að sér þriðju vaktina, sér um innkaup og þrif, og er alltaf edrú þegar hann situr inni. Hann lenti upp á spítala í haust nær dauða en lífi, þar var hann í mánuð, þegar hans meðferð lauk varð hann að fara af spítalanum, honum var keyrt í hjólastól að dyrunum og sagt að fara, fara á skýlið, götuna hann gat varla labbað fóturinn á honum var tvöfaldur og með slæm sár á honum sem gat komið sýking í, og hann var útskrifaður úr skýlinu…… Það er ekkert sem grípur þau. En byrjum á því að breyta því sem við getum breytt. Mætum fólki með fíknisjúkdóm af virðingu. Ímyndað ykkur hvað þau eru búinn að upplifa og sjá, þurft að stela, selja sig, horfa upp á vini sýna deyja, lent í fangelsi eða upp á bráðamóttöku, vita ekki hvar þau sofa næstu nótt eða hvort þau fái að borða, verið hent út í hvaða veðrum sem er sama þó þau séu illa klædd og veik. Þau þurfa ekki meira af lítilsvirðingu og fálæti. Okkur vantar úrræði, langtíma úrræði, stað sem þeim er hjálpað að ná tökum á fíkninni og hjálpa þeim út í lífið aftur, stað sem lætur þeim líður eins og fólki og komið fram við þau af virðingu, meðferð sem veitir þeim reisn og löngun og getu til að takast á við lífið. Eitthvað sem grípur þau þegar þau þurfa/vilja hjálp. Ekki langan biðlista, Dauðalistann, því fólk er að deyja meðan það bíður á þessum lista. Ég vill ekki að sonur minn verði rós á tröppum Alþingishússins í næstu mótmælum. Hans líf skiptir máli... Höfundur er aðstandandi og baráttukona um betra líf fyrir fíknisjúka.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun