Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar 21. október 2025 07:30 Ferðaþjónusta er ein öflugasta atvinnugrein heims og hefur víðtæk jákvæð áhrif á efnahag, samfélag og menningu, hún skapar störf og hvetur til nýsköpunar. Fyrir mörg samfélög er ferðaþjónusta aðal tekjulindin sem heldur uppi lífsviðurværi fólks og hvetur til verndar náttúru og menningararfs. En ferðaþjónusta hefur bæði jákvæð og neikvæð áhrif á samfélög og umhverfi og við þurfum að líta í eigin rann og skoða hvaða spor við skiljum eftir er við ferðumst. Á síðustu árum hefur vaxandi áhersla verið lögð á svokallaða samfélagsmiðaða ferðaþjónustu, þar sem markmiðið er að tryggja að ferðalög nýtist ekki aðeins ferðamönnum heldur einnig heimamönnum og vistkerfum áfangastaðanna. Huga þarf að sjálfbærni, ekki bara í tengslum við umhverfi heldur einnig í tengslum við menningu. Hvað felst í samfélagsmiðaðri ferðaþjónustu? Samfélagsmiðað ferðaþjónusta (e. community-based tourism) byggir á því að heimamenn taki virkan þátt í skipulagningu, rekstri og þróun ferðaþjónustunnar á eigin forsendum. Þetta getur verið í formi gistingar á litlum gistiheimilum í eigu heimamanna, leiðsagnar um náttúru og menningu, sala handverks eða matarupplifanir. Markmiðið er að arðurinn af starfseminni renni beint til samfélagsins og styrki þannig efnahag, menningu og náttúruvernd. Með því að huga að því hvar peningurinn endar getum við haft ótrúleg áhrif á þau samfélög sem við heimsækjum og hvernig þeim vegnar. Hver er ávinningurinn fyrir samfélögin? Efnahagslegur stuðningur: Tekjur af ferðaþjónustu nýtast til að bæta lífskjör og skapa störf á staðnum. Menning: Gestir fá tækifæri til að kynnast menningu og hefðum heimamanna á þeirra eigin forsendum, sem getur jafnframt stuðlað að varðveislu hefðbundins handverks og menningararfleifðar. Sjálfbærni og náttúruvernd: Þegar samfélög byggja afkomu sína á sjálfbærri ferðaþjónustu eykst hvatning til að vernda náttúru og vistkerfi öllum til hagsbóta. Hvað getum við gert til að hafa áhrif? Við sem gestir getum haft mikil áhrif með vali okkar: Velja þjónustu sem rekin er af heimamönnum og nærsamfélaginu. Kaupa handverk og vörur sem framleiddar eru á staðnum og eru hluti af menningararfi svæðisins, í stað fjöldaframleiðslu. Sýna virðingu fyrir siðum og menningu samfélagsins sem við heimsækjum. Ganga úr skugga um að ferðaskrifstofur vinni í anda sjálfbærni og að samstarfsaðilar þeirra séu að vinna í takt við þessa sömu hugmyndafræði. Ferðalög sem skilja eftir sig jákvæð spor og upplifun Ferðalög geta verið meira en bara upplifun fyrir ferðamanninn sjálfan, þau geta verið umbreytandi afl, bæði fyrir gesti og heimamenn. Með því að huga að því að velja samfélagsmiðaða ferðaþjónustu má stuðla að jákvæðum breytingum og styrkja efnahag, menningu eða umhverfi áfangastaðarins. Fyrir vikið geta ferðalög orðið leið til að tengjast stöðum og fólki á merkingarbæran og ábyrgari máta, við tengjumst fólki sterkari böndum, upplifum menninguna á annan hátt og snúum heim með aðra og dýpri sýn á áfangastaðinn. Skapaðu jákvæð áhrif með þínum ferðalögum! Höfundur er verkefnastjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðaþjónusta Mest lesið Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Skoðun Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Ferðaþjónusta er ein öflugasta atvinnugrein heims og hefur víðtæk jákvæð áhrif á efnahag, samfélag og menningu, hún skapar störf og hvetur til nýsköpunar. Fyrir mörg samfélög er ferðaþjónusta aðal tekjulindin sem heldur uppi lífsviðurværi fólks og hvetur til verndar náttúru og menningararfs. En ferðaþjónusta hefur bæði jákvæð og neikvæð áhrif á samfélög og umhverfi og við þurfum að líta í eigin rann og skoða hvaða spor við skiljum eftir er við ferðumst. Á síðustu árum hefur vaxandi áhersla verið lögð á svokallaða samfélagsmiðaða ferðaþjónustu, þar sem markmiðið er að tryggja að ferðalög nýtist ekki aðeins ferðamönnum heldur einnig heimamönnum og vistkerfum áfangastaðanna. Huga þarf að sjálfbærni, ekki bara í tengslum við umhverfi heldur einnig í tengslum við menningu. Hvað felst í samfélagsmiðaðri ferðaþjónustu? Samfélagsmiðað ferðaþjónusta (e. community-based tourism) byggir á því að heimamenn taki virkan þátt í skipulagningu, rekstri og þróun ferðaþjónustunnar á eigin forsendum. Þetta getur verið í formi gistingar á litlum gistiheimilum í eigu heimamanna, leiðsagnar um náttúru og menningu, sala handverks eða matarupplifanir. Markmiðið er að arðurinn af starfseminni renni beint til samfélagsins og styrki þannig efnahag, menningu og náttúruvernd. Með því að huga að því hvar peningurinn endar getum við haft ótrúleg áhrif á þau samfélög sem við heimsækjum og hvernig þeim vegnar. Hver er ávinningurinn fyrir samfélögin? Efnahagslegur stuðningur: Tekjur af ferðaþjónustu nýtast til að bæta lífskjör og skapa störf á staðnum. Menning: Gestir fá tækifæri til að kynnast menningu og hefðum heimamanna á þeirra eigin forsendum, sem getur jafnframt stuðlað að varðveislu hefðbundins handverks og menningararfleifðar. Sjálfbærni og náttúruvernd: Þegar samfélög byggja afkomu sína á sjálfbærri ferðaþjónustu eykst hvatning til að vernda náttúru og vistkerfi öllum til hagsbóta. Hvað getum við gert til að hafa áhrif? Við sem gestir getum haft mikil áhrif með vali okkar: Velja þjónustu sem rekin er af heimamönnum og nærsamfélaginu. Kaupa handverk og vörur sem framleiddar eru á staðnum og eru hluti af menningararfi svæðisins, í stað fjöldaframleiðslu. Sýna virðingu fyrir siðum og menningu samfélagsins sem við heimsækjum. Ganga úr skugga um að ferðaskrifstofur vinni í anda sjálfbærni og að samstarfsaðilar þeirra séu að vinna í takt við þessa sömu hugmyndafræði. Ferðalög sem skilja eftir sig jákvæð spor og upplifun Ferðalög geta verið meira en bara upplifun fyrir ferðamanninn sjálfan, þau geta verið umbreytandi afl, bæði fyrir gesti og heimamenn. Með því að huga að því að velja samfélagsmiðaða ferðaþjónustu má stuðla að jákvæðum breytingum og styrkja efnahag, menningu eða umhverfi áfangastaðarins. Fyrir vikið geta ferðalög orðið leið til að tengjast stöðum og fólki á merkingarbæran og ábyrgari máta, við tengjumst fólki sterkari böndum, upplifum menninguna á annan hátt og snúum heim með aðra og dýpri sýn á áfangastaðinn. Skapaðu jákvæð áhrif með þínum ferðalögum! Höfundur er verkefnastjóri.
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun