Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar 21. október 2025 07:30 Ferðaþjónusta er ein öflugasta atvinnugrein heims og hefur víðtæk jákvæð áhrif á efnahag, samfélag og menningu, hún skapar störf og hvetur til nýsköpunar. Fyrir mörg samfélög er ferðaþjónusta aðal tekjulindin sem heldur uppi lífsviðurværi fólks og hvetur til verndar náttúru og menningararfs. En ferðaþjónusta hefur bæði jákvæð og neikvæð áhrif á samfélög og umhverfi og við þurfum að líta í eigin rann og skoða hvaða spor við skiljum eftir er við ferðumst. Á síðustu árum hefur vaxandi áhersla verið lögð á svokallaða samfélagsmiðaða ferðaþjónustu, þar sem markmiðið er að tryggja að ferðalög nýtist ekki aðeins ferðamönnum heldur einnig heimamönnum og vistkerfum áfangastaðanna. Huga þarf að sjálfbærni, ekki bara í tengslum við umhverfi heldur einnig í tengslum við menningu. Hvað felst í samfélagsmiðaðri ferðaþjónustu? Samfélagsmiðað ferðaþjónusta (e. community-based tourism) byggir á því að heimamenn taki virkan þátt í skipulagningu, rekstri og þróun ferðaþjónustunnar á eigin forsendum. Þetta getur verið í formi gistingar á litlum gistiheimilum í eigu heimamanna, leiðsagnar um náttúru og menningu, sala handverks eða matarupplifanir. Markmiðið er að arðurinn af starfseminni renni beint til samfélagsins og styrki þannig efnahag, menningu og náttúruvernd. Með því að huga að því hvar peningurinn endar getum við haft ótrúleg áhrif á þau samfélög sem við heimsækjum og hvernig þeim vegnar. Hver er ávinningurinn fyrir samfélögin? Efnahagslegur stuðningur: Tekjur af ferðaþjónustu nýtast til að bæta lífskjör og skapa störf á staðnum. Menning: Gestir fá tækifæri til að kynnast menningu og hefðum heimamanna á þeirra eigin forsendum, sem getur jafnframt stuðlað að varðveislu hefðbundins handverks og menningararfleifðar. Sjálfbærni og náttúruvernd: Þegar samfélög byggja afkomu sína á sjálfbærri ferðaþjónustu eykst hvatning til að vernda náttúru og vistkerfi öllum til hagsbóta. Hvað getum við gert til að hafa áhrif? Við sem gestir getum haft mikil áhrif með vali okkar: Velja þjónustu sem rekin er af heimamönnum og nærsamfélaginu. Kaupa handverk og vörur sem framleiddar eru á staðnum og eru hluti af menningararfi svæðisins, í stað fjöldaframleiðslu. Sýna virðingu fyrir siðum og menningu samfélagsins sem við heimsækjum. Ganga úr skugga um að ferðaskrifstofur vinni í anda sjálfbærni og að samstarfsaðilar þeirra séu að vinna í takt við þessa sömu hugmyndafræði. Ferðalög sem skilja eftir sig jákvæð spor og upplifun Ferðalög geta verið meira en bara upplifun fyrir ferðamanninn sjálfan, þau geta verið umbreytandi afl, bæði fyrir gesti og heimamenn. Með því að huga að því að velja samfélagsmiðaða ferðaþjónustu má stuðla að jákvæðum breytingum og styrkja efnahag, menningu eða umhverfi áfangastaðarins. Fyrir vikið geta ferðalög orðið leið til að tengjast stöðum og fólki á merkingarbæran og ábyrgari máta, við tengjumst fólki sterkari böndum, upplifum menninguna á annan hátt og snúum heim með aðra og dýpri sýn á áfangastaðinn. Skapaðu jákvæð áhrif með þínum ferðalögum! Höfundur er verkefnastjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðaþjónusta Mest lesið Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher Skoðun Halldór 17.01.2026 Halldór Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Sjá meira
Ferðaþjónusta er ein öflugasta atvinnugrein heims og hefur víðtæk jákvæð áhrif á efnahag, samfélag og menningu, hún skapar störf og hvetur til nýsköpunar. Fyrir mörg samfélög er ferðaþjónusta aðal tekjulindin sem heldur uppi lífsviðurværi fólks og hvetur til verndar náttúru og menningararfs. En ferðaþjónusta hefur bæði jákvæð og neikvæð áhrif á samfélög og umhverfi og við þurfum að líta í eigin rann og skoða hvaða spor við skiljum eftir er við ferðumst. Á síðustu árum hefur vaxandi áhersla verið lögð á svokallaða samfélagsmiðaða ferðaþjónustu, þar sem markmiðið er að tryggja að ferðalög nýtist ekki aðeins ferðamönnum heldur einnig heimamönnum og vistkerfum áfangastaðanna. Huga þarf að sjálfbærni, ekki bara í tengslum við umhverfi heldur einnig í tengslum við menningu. Hvað felst í samfélagsmiðaðri ferðaþjónustu? Samfélagsmiðað ferðaþjónusta (e. community-based tourism) byggir á því að heimamenn taki virkan þátt í skipulagningu, rekstri og þróun ferðaþjónustunnar á eigin forsendum. Þetta getur verið í formi gistingar á litlum gistiheimilum í eigu heimamanna, leiðsagnar um náttúru og menningu, sala handverks eða matarupplifanir. Markmiðið er að arðurinn af starfseminni renni beint til samfélagsins og styrki þannig efnahag, menningu og náttúruvernd. Með því að huga að því hvar peningurinn endar getum við haft ótrúleg áhrif á þau samfélög sem við heimsækjum og hvernig þeim vegnar. Hver er ávinningurinn fyrir samfélögin? Efnahagslegur stuðningur: Tekjur af ferðaþjónustu nýtast til að bæta lífskjör og skapa störf á staðnum. Menning: Gestir fá tækifæri til að kynnast menningu og hefðum heimamanna á þeirra eigin forsendum, sem getur jafnframt stuðlað að varðveislu hefðbundins handverks og menningararfleifðar. Sjálfbærni og náttúruvernd: Þegar samfélög byggja afkomu sína á sjálfbærri ferðaþjónustu eykst hvatning til að vernda náttúru og vistkerfi öllum til hagsbóta. Hvað getum við gert til að hafa áhrif? Við sem gestir getum haft mikil áhrif með vali okkar: Velja þjónustu sem rekin er af heimamönnum og nærsamfélaginu. Kaupa handverk og vörur sem framleiddar eru á staðnum og eru hluti af menningararfi svæðisins, í stað fjöldaframleiðslu. Sýna virðingu fyrir siðum og menningu samfélagsins sem við heimsækjum. Ganga úr skugga um að ferðaskrifstofur vinni í anda sjálfbærni og að samstarfsaðilar þeirra séu að vinna í takt við þessa sömu hugmyndafræði. Ferðalög sem skilja eftir sig jákvæð spor og upplifun Ferðalög geta verið meira en bara upplifun fyrir ferðamanninn sjálfan, þau geta verið umbreytandi afl, bæði fyrir gesti og heimamenn. Með því að huga að því að velja samfélagsmiðaða ferðaþjónustu má stuðla að jákvæðum breytingum og styrkja efnahag, menningu eða umhverfi áfangastaðarins. Fyrir vikið geta ferðalög orðið leið til að tengjast stöðum og fólki á merkingarbæran og ábyrgari máta, við tengjumst fólki sterkari böndum, upplifum menninguna á annan hátt og snúum heim með aðra og dýpri sýn á áfangastaðinn. Skapaðu jákvæð áhrif með þínum ferðalögum! Höfundur er verkefnastjóri.
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun