Málskilningur er forsenda lesskilnings Sæunn Kjartansdóttir og Stefanía B. Arnardóttir skrifa 9. desember 2023 11:30 Sjokkerandi niðurstöður Pisakönnunar hafa fengið marga til að leggja höfuðið í bleyti, sem betur fer, því að í svo flóknu máli er hvorki ein skýring né einföld lausn. Frá okkar sjónarhóli blasir við veikur hlekkur sem við teljum þurfa að styrkja áður en kemur til kasta skólakerfisins: Máltaka barna. Börn sem hafa ekki gott vald á talmáli eru ekki vel undir það búin að skilja ritmál. Og hvernig ná börn tökum á tungumáli? Með því að æfa sig í að nota það. Æfingin virkar bara ef fullorðin manneskja hlustar á barnið. Þetta tekur tíma en þarf engu að síður að gerast alla daga, heima jafnt sem í leikskólum og annars staðar þar sem börn dvelja. Eigi börn að geta tjáð sig, skilið aðra, lesið sér til gagns og gamans, tekið við upplýsingum og tamið sér gagnrýna hugsun þarf fullorðið fólk að gefa sér tíma til að hlusta á þau, tala við þau og lesa fyrir þau. Hljóðbækur geta verið góð viðbót við lestur en þær koma aldrei í staðinn fyrir nánd og samtal við börn um hughrifin sem bækur vekja. Við viljum einnig vara við tilhneigingu sem gætir víða á aðþrengdum leikskólum: Að fela starfsfólki sem ekki er mælandi á íslensku að annast yngstu börnin. Þetta fyrirkomulag er afleitt því að fyrstu 1000 dagana, þegar grunnur er lagður að máltöku barna, þarf að baða þau í orðum. Gagnvirk samskipti við fullorðna, á forsendum barna, kennir þeim að það er leikur að læra og nautn að lesa. Höfundar starfa báðar hjá Geðheilsumiðstöð barna Stefanía B. Arnardóttir hjúkrunarfræðingur Sæunn Kjartansdóttir sálgreinir Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein PISA-könnun Leikskólar Grunnskólar Skóla - og menntamál Réttindi barna Börn og uppeldi Íslensk tunga Mest lesið Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Halldór 01.11.25 Halldór Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Sjokkerandi niðurstöður Pisakönnunar hafa fengið marga til að leggja höfuðið í bleyti, sem betur fer, því að í svo flóknu máli er hvorki ein skýring né einföld lausn. Frá okkar sjónarhóli blasir við veikur hlekkur sem við teljum þurfa að styrkja áður en kemur til kasta skólakerfisins: Máltaka barna. Börn sem hafa ekki gott vald á talmáli eru ekki vel undir það búin að skilja ritmál. Og hvernig ná börn tökum á tungumáli? Með því að æfa sig í að nota það. Æfingin virkar bara ef fullorðin manneskja hlustar á barnið. Þetta tekur tíma en þarf engu að síður að gerast alla daga, heima jafnt sem í leikskólum og annars staðar þar sem börn dvelja. Eigi börn að geta tjáð sig, skilið aðra, lesið sér til gagns og gamans, tekið við upplýsingum og tamið sér gagnrýna hugsun þarf fullorðið fólk að gefa sér tíma til að hlusta á þau, tala við þau og lesa fyrir þau. Hljóðbækur geta verið góð viðbót við lestur en þær koma aldrei í staðinn fyrir nánd og samtal við börn um hughrifin sem bækur vekja. Við viljum einnig vara við tilhneigingu sem gætir víða á aðþrengdum leikskólum: Að fela starfsfólki sem ekki er mælandi á íslensku að annast yngstu börnin. Þetta fyrirkomulag er afleitt því að fyrstu 1000 dagana, þegar grunnur er lagður að máltöku barna, þarf að baða þau í orðum. Gagnvirk samskipti við fullorðna, á forsendum barna, kennir þeim að það er leikur að læra og nautn að lesa. Höfundar starfa báðar hjá Geðheilsumiðstöð barna Stefanía B. Arnardóttir hjúkrunarfræðingur Sæunn Kjartansdóttir sálgreinir
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun