Málskilningur er forsenda lesskilnings Sæunn Kjartansdóttir og Stefanía B. Arnardóttir skrifa 9. desember 2023 11:30 Sjokkerandi niðurstöður Pisakönnunar hafa fengið marga til að leggja höfuðið í bleyti, sem betur fer, því að í svo flóknu máli er hvorki ein skýring né einföld lausn. Frá okkar sjónarhóli blasir við veikur hlekkur sem við teljum þurfa að styrkja áður en kemur til kasta skólakerfisins: Máltaka barna. Börn sem hafa ekki gott vald á talmáli eru ekki vel undir það búin að skilja ritmál. Og hvernig ná börn tökum á tungumáli? Með því að æfa sig í að nota það. Æfingin virkar bara ef fullorðin manneskja hlustar á barnið. Þetta tekur tíma en þarf engu að síður að gerast alla daga, heima jafnt sem í leikskólum og annars staðar þar sem börn dvelja. Eigi börn að geta tjáð sig, skilið aðra, lesið sér til gagns og gamans, tekið við upplýsingum og tamið sér gagnrýna hugsun þarf fullorðið fólk að gefa sér tíma til að hlusta á þau, tala við þau og lesa fyrir þau. Hljóðbækur geta verið góð viðbót við lestur en þær koma aldrei í staðinn fyrir nánd og samtal við börn um hughrifin sem bækur vekja. Við viljum einnig vara við tilhneigingu sem gætir víða á aðþrengdum leikskólum: Að fela starfsfólki sem ekki er mælandi á íslensku að annast yngstu börnin. Þetta fyrirkomulag er afleitt því að fyrstu 1000 dagana, þegar grunnur er lagður að máltöku barna, þarf að baða þau í orðum. Gagnvirk samskipti við fullorðna, á forsendum barna, kennir þeim að það er leikur að læra og nautn að lesa. Höfundar starfa báðar hjá Geðheilsumiðstöð barna Stefanía B. Arnardóttir hjúkrunarfræðingur Sæunn Kjartansdóttir sálgreinir Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein PISA-könnun Leikskólar Grunnskólar Skóla - og menntamál Réttindi barna Börn og uppeldi Íslensk tunga Mest lesið Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek Skoðun Skoðun Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Sjá meira
Sjokkerandi niðurstöður Pisakönnunar hafa fengið marga til að leggja höfuðið í bleyti, sem betur fer, því að í svo flóknu máli er hvorki ein skýring né einföld lausn. Frá okkar sjónarhóli blasir við veikur hlekkur sem við teljum þurfa að styrkja áður en kemur til kasta skólakerfisins: Máltaka barna. Börn sem hafa ekki gott vald á talmáli eru ekki vel undir það búin að skilja ritmál. Og hvernig ná börn tökum á tungumáli? Með því að æfa sig í að nota það. Æfingin virkar bara ef fullorðin manneskja hlustar á barnið. Þetta tekur tíma en þarf engu að síður að gerast alla daga, heima jafnt sem í leikskólum og annars staðar þar sem börn dvelja. Eigi börn að geta tjáð sig, skilið aðra, lesið sér til gagns og gamans, tekið við upplýsingum og tamið sér gagnrýna hugsun þarf fullorðið fólk að gefa sér tíma til að hlusta á þau, tala við þau og lesa fyrir þau. Hljóðbækur geta verið góð viðbót við lestur en þær koma aldrei í staðinn fyrir nánd og samtal við börn um hughrifin sem bækur vekja. Við viljum einnig vara við tilhneigingu sem gætir víða á aðþrengdum leikskólum: Að fela starfsfólki sem ekki er mælandi á íslensku að annast yngstu börnin. Þetta fyrirkomulag er afleitt því að fyrstu 1000 dagana, þegar grunnur er lagður að máltöku barna, þarf að baða þau í orðum. Gagnvirk samskipti við fullorðna, á forsendum barna, kennir þeim að það er leikur að læra og nautn að lesa. Höfundar starfa báðar hjá Geðheilsumiðstöð barna Stefanía B. Arnardóttir hjúkrunarfræðingur Sæunn Kjartansdóttir sálgreinir
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun