Ísland stefnulaust í vímuefnavörnum frá 2020 Jakob Bjarnar skrifar 24. október 2023 15:19 Sigmar Guðmundsson Viðreisn vakti athygli á því að Ísland hefur í raun verið stefnulaust í vímuefnamálum síðan 2020. vísir/vilhelm Sigmar Guðmundsson Viðreisn spurði heilbrigðisráðherra hvort þess væri að vænta að stjórnvöld settu fram stefnu varðandi vímuefnavandann en fátt varð um svör. Í fyrirspurnartíma á Alþingi óskaði Sigmar konum til hamingju með daginn en engar þingkonur voru staddar á Alþingi. Aðeins karlráðherrar voru til svara, þeir Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra, Guðmundur Ingi Guðbrandsson félagsmálaráðherra og Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra. Og það var einmitt við Willum Þór sem Sigmar vildi tala. Er ráðuneytið að gera eitthvað? Sigmar vildi hafa sem baksvið fyrirspurn sinni það að vímuefnavandinn – fíknisjúkdómurinn – legðist sérlega þungt á konur. Félagsleg staða þeirra væri verri og þær útsettari fyrir ofbeldi, hótunum og hvers kyns óhæfuverkum. Og þær þyrftu því oft önnur úrræði sem tækju lengri tíma. Heldur tómlegt var um að litast í þingsal í dag en fyrirspurnartímann bar upp á sama tíma og fjöldi kvenna hélt samstöðufund á Arnarhóli.vísir/vilhelm Hann vildi vekja athygli á grein sem Alma Möller landlæknir skrifaði á dögunum þar sem hún sagði meðal annars að stefna í áfengis- og vímuefnavörnum til ársins 2020, frá desember 2013 væri löngu útrunnin. „Embætti landlæknis hefur margítrekað nauðsyn þess, bæði við heilbrigðisráðuneyti og Velferðarnefnd Alþingis að setja þurfi nýja og heildstæða stefnu um þennan flókna málaflokk,“ skrifar Alma. Sigmar nefndi þau meðferðarúrræði sem væru til staðar, Vogur og SÁÁ, Krísuvík og Hlaðgerðarkot en þar væri mikil bið, að komast inn í meðferð. Og Sigmar spurði hvort það væri einhver í ráðuneytinu að vinna að þessum málum, í því sem snýr að því sem landlæknir lagði til við heilbrigðisráðherra í maí síðastliðnum að komið yrði á fót slíkum hópi sem til dæmis mætti kalla Fíknivaktina? Ráðherra vill setja aukinn kraft í stöðumat Willum Þór viðurkenndi hreinskilnislega að það þyrfti að standa betur að þessu. „Ég hef kannski ekki kynnt mér þetta sérstaklega eða ekki fyrr en ég tók að mér þá ábyrgð að verða heilbrigðisráðherra,“ sagði Willum Þór og fór yfir að þarna að baki væru flóknar félagslegar forsendur sem þyrfti að sníða þjónustuna að. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra viðurkenndi hreinskilnislega að hann hefði ekkert sett sig inn í vímuefnamál, ekki bara fyrr en hann tók við sem heilbrigðisráðherra.vísir/vilhelm Willum Þór viðurkenndi einnig að stefnan hafi raunverulega runnið út 2020. „Þá var sett í gang stöðumat sem ekki er lokið og ég hef verið að bíða eftir,“ sagði Willum og vildi meina að hann hefði nú sett aukinn kraft í það og „þá heildrænu stefnu á sama tíma og höfum við sett af stað hóp á fót og viðbrögð stjórnvalda, þetta er komið í gang.“ Willum Þór sagðist hafa átt samtöl við landlækni um þessi efni og það stæði til að setja aukinn kraft í Fíknivaktina. Sigmar sagði það rétt að menn tækju oft meira inn á sig málefni sem stæðu þeim nærri en þannig væri að þessi málaflokkur teygði sig inn í allar fjölskyldur og alla hópa samfélagsins. Og þetta væri flókinn vandi. Alþingi Fíkn Viðreisn Heilbrigðismál Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Sjá meira
Í fyrirspurnartíma á Alþingi óskaði Sigmar konum til hamingju með daginn en engar þingkonur voru staddar á Alþingi. Aðeins karlráðherrar voru til svara, þeir Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra, Guðmundur Ingi Guðbrandsson félagsmálaráðherra og Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra. Og það var einmitt við Willum Þór sem Sigmar vildi tala. Er ráðuneytið að gera eitthvað? Sigmar vildi hafa sem baksvið fyrirspurn sinni það að vímuefnavandinn – fíknisjúkdómurinn – legðist sérlega þungt á konur. Félagsleg staða þeirra væri verri og þær útsettari fyrir ofbeldi, hótunum og hvers kyns óhæfuverkum. Og þær þyrftu því oft önnur úrræði sem tækju lengri tíma. Heldur tómlegt var um að litast í þingsal í dag en fyrirspurnartímann bar upp á sama tíma og fjöldi kvenna hélt samstöðufund á Arnarhóli.vísir/vilhelm Hann vildi vekja athygli á grein sem Alma Möller landlæknir skrifaði á dögunum þar sem hún sagði meðal annars að stefna í áfengis- og vímuefnavörnum til ársins 2020, frá desember 2013 væri löngu útrunnin. „Embætti landlæknis hefur margítrekað nauðsyn þess, bæði við heilbrigðisráðuneyti og Velferðarnefnd Alþingis að setja þurfi nýja og heildstæða stefnu um þennan flókna málaflokk,“ skrifar Alma. Sigmar nefndi þau meðferðarúrræði sem væru til staðar, Vogur og SÁÁ, Krísuvík og Hlaðgerðarkot en þar væri mikil bið, að komast inn í meðferð. Og Sigmar spurði hvort það væri einhver í ráðuneytinu að vinna að þessum málum, í því sem snýr að því sem landlæknir lagði til við heilbrigðisráðherra í maí síðastliðnum að komið yrði á fót slíkum hópi sem til dæmis mætti kalla Fíknivaktina? Ráðherra vill setja aukinn kraft í stöðumat Willum Þór viðurkenndi hreinskilnislega að það þyrfti að standa betur að þessu. „Ég hef kannski ekki kynnt mér þetta sérstaklega eða ekki fyrr en ég tók að mér þá ábyrgð að verða heilbrigðisráðherra,“ sagði Willum Þór og fór yfir að þarna að baki væru flóknar félagslegar forsendur sem þyrfti að sníða þjónustuna að. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra viðurkenndi hreinskilnislega að hann hefði ekkert sett sig inn í vímuefnamál, ekki bara fyrr en hann tók við sem heilbrigðisráðherra.vísir/vilhelm Willum Þór viðurkenndi einnig að stefnan hafi raunverulega runnið út 2020. „Þá var sett í gang stöðumat sem ekki er lokið og ég hef verið að bíða eftir,“ sagði Willum og vildi meina að hann hefði nú sett aukinn kraft í það og „þá heildrænu stefnu á sama tíma og höfum við sett af stað hóp á fót og viðbrögð stjórnvalda, þetta er komið í gang.“ Willum Þór sagðist hafa átt samtöl við landlækni um þessi efni og það stæði til að setja aukinn kraft í Fíknivaktina. Sigmar sagði það rétt að menn tækju oft meira inn á sig málefni sem stæðu þeim nærri en þannig væri að þessi málaflokkur teygði sig inn í allar fjölskyldur og alla hópa samfélagsins. Og þetta væri flókinn vandi.
Alþingi Fíkn Viðreisn Heilbrigðismál Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Sjá meira