Fer ekki í formanninn Jón Ísak Ragnarsson skrifar 18. nóvember 2025 17:09 Einar Þorsteinsson beinir sjónum að borgarstjórnarkosningunum í vor. Vísir/Lýður Valberg Einar Þorsteinsson hefur ákveðið að bjóða sig ekki fram til formanns Framsóknarflokksins. Hann sækist eftir oddvitasæti flokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor, og segir gríðarlega mikilvægt að koma núverandi meirihluta frá völdum. „Ég hef tekið ákvörðun um það að bjóða mig ekki fram til formanns. Nú skiptir mestu máli að leggja allan kraft í það að ná borginni aftur. Það er gríðarlega mikilvægt að koma þessum meirihluta frá völdum, og mynda miðjubandalag eftir næstu kosningar þar sem Framsókn stendur sterk,“ segir Einar. „Ég tel að mínum kröftum sé betur varið í að berjast fyrir skynsamlegum lausnum og betri borg í næstu sveitarstjórnarkosningum en að sækjast eftir þessu formannsembætti.“ Komu margir að máli við þig varðandi formannsframboð? „Já það bara kom mér á óvart hvað það hvöttu mig margir til þess. en ég tel að það sé mikilvægara verkefni á mínu borði í dag að koma flokknum aftur til valda í Reykjavík, í gott samstarf við flokka sem eru tilbúnir að hlaupa hraðar, taka djarfar ákvarðanir og bæta rekstur borgarinnar.“ Framsókn muni ná vopnum sínum á ný Einar hefur fulla trú á því að Framsóknarflokkurinn muni ná vopnum sínum á ný fyrir kosningarnar í vor. Framsóknarflokkurinn hlaut ríflega 18 prósent atkvæða í síðustu borgarstjórnarkosningum og fékk fjóra borgarfulltrúa, en hefur ekki riðið feitum hesti í skoðanakönnunum að undanförnu. Flokkurinn mældist með 3,3 prósent fylgi í skoðanakönnun Maskínu í ágúst. Framsókn hafi haft jákvæð áhrif Einar segir að Framsóknarflokkurinn hafi haft mikil jákvæð áhrif í borginni meðan hann var í meirihluta. „Ég kom óvænt inn í flokkinn fyrir síðustu kosningar. Þá náðum við besta árangri sem Framsókn hefur náð í Reykjavík frá því flokkurinn bauð sig fram fyrst.“ „Við höfðum mikil jákvæð áhrif á stjórn borgarinnar, við náðum að vinda ofan af ákvörðunum, snúa við rekstri borgarinnar, standa með atvinnulífinu í borginni, og greiða úr samgöngumálum með uppfærslu á samgöngusáttmálanum.“ Samfylkingin þurfi frí í borginni Næsta kjörtímabil verði gríðarlega mikilvægt í sögu borgarinnar. „Það þarf að taka stórar ákvarðanir til að ná fram stöðugleika á húsnæðismarkaði.“ Eru einhverjir flokkar sem Framókn vill eða vill ekki starfa með á næsta kjörtímabili? „Ég hef alveg verið opinskár með það að það þarf að gefa Samfylkingunni frí. Það er engum flokki hollt að stjórna svona lengi.“ Framsóknarflokkurinn Borgarstjórn Sveitarstjórnarkosningar 2026 Reykjavík Tengdar fréttir Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Sigurður Ingi Jóhannsson mun ekki bjóða sig fram til áframhaldandi formennsku í Framsóknarflokknum á næsta flokksþingi. Þetta tilkynnti Sigurður á ræðu á miðstjórnarfundi flokksins í dag. 18. október 2025 13:19 Willum íhugar formannsframboð Willum Þór Þórsson, fyrrverandi ráðherra og þingmaður Framsóknarflokksins, íhugar formannsframboð í Framsóknarflokknum. 11. nóvember 2025 20:38 „Það er óákveðið“ „Það er óákveðið,“ segir Lilja Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins, aðspurð hvort hún hyggist bjóða sig fram til formanns. Hún hafi þó verið ítrekað hvött til þess að sækjast eftir embættinu. 18. október 2025 14:44 Mest lesið Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Erlent Stormur gengur yfir sunnan- og vestanvert landið Veður Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Erlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Fleiri fréttir Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Sjá meira
„Ég hef tekið ákvörðun um það að bjóða mig ekki fram til formanns. Nú skiptir mestu máli að leggja allan kraft í það að ná borginni aftur. Það er gríðarlega mikilvægt að koma þessum meirihluta frá völdum, og mynda miðjubandalag eftir næstu kosningar þar sem Framsókn stendur sterk,“ segir Einar. „Ég tel að mínum kröftum sé betur varið í að berjast fyrir skynsamlegum lausnum og betri borg í næstu sveitarstjórnarkosningum en að sækjast eftir þessu formannsembætti.“ Komu margir að máli við þig varðandi formannsframboð? „Já það bara kom mér á óvart hvað það hvöttu mig margir til þess. en ég tel að það sé mikilvægara verkefni á mínu borði í dag að koma flokknum aftur til valda í Reykjavík, í gott samstarf við flokka sem eru tilbúnir að hlaupa hraðar, taka djarfar ákvarðanir og bæta rekstur borgarinnar.“ Framsókn muni ná vopnum sínum á ný Einar hefur fulla trú á því að Framsóknarflokkurinn muni ná vopnum sínum á ný fyrir kosningarnar í vor. Framsóknarflokkurinn hlaut ríflega 18 prósent atkvæða í síðustu borgarstjórnarkosningum og fékk fjóra borgarfulltrúa, en hefur ekki riðið feitum hesti í skoðanakönnunum að undanförnu. Flokkurinn mældist með 3,3 prósent fylgi í skoðanakönnun Maskínu í ágúst. Framsókn hafi haft jákvæð áhrif Einar segir að Framsóknarflokkurinn hafi haft mikil jákvæð áhrif í borginni meðan hann var í meirihluta. „Ég kom óvænt inn í flokkinn fyrir síðustu kosningar. Þá náðum við besta árangri sem Framsókn hefur náð í Reykjavík frá því flokkurinn bauð sig fram fyrst.“ „Við höfðum mikil jákvæð áhrif á stjórn borgarinnar, við náðum að vinda ofan af ákvörðunum, snúa við rekstri borgarinnar, standa með atvinnulífinu í borginni, og greiða úr samgöngumálum með uppfærslu á samgöngusáttmálanum.“ Samfylkingin þurfi frí í borginni Næsta kjörtímabil verði gríðarlega mikilvægt í sögu borgarinnar. „Það þarf að taka stórar ákvarðanir til að ná fram stöðugleika á húsnæðismarkaði.“ Eru einhverjir flokkar sem Framókn vill eða vill ekki starfa með á næsta kjörtímabili? „Ég hef alveg verið opinskár með það að það þarf að gefa Samfylkingunni frí. Það er engum flokki hollt að stjórna svona lengi.“
Framsóknarflokkurinn Borgarstjórn Sveitarstjórnarkosningar 2026 Reykjavík Tengdar fréttir Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Sigurður Ingi Jóhannsson mun ekki bjóða sig fram til áframhaldandi formennsku í Framsóknarflokknum á næsta flokksþingi. Þetta tilkynnti Sigurður á ræðu á miðstjórnarfundi flokksins í dag. 18. október 2025 13:19 Willum íhugar formannsframboð Willum Þór Þórsson, fyrrverandi ráðherra og þingmaður Framsóknarflokksins, íhugar formannsframboð í Framsóknarflokknum. 11. nóvember 2025 20:38 „Það er óákveðið“ „Það er óákveðið,“ segir Lilja Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins, aðspurð hvort hún hyggist bjóða sig fram til formanns. Hún hafi þó verið ítrekað hvött til þess að sækjast eftir embættinu. 18. október 2025 14:44 Mest lesið Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Erlent Stormur gengur yfir sunnan- og vestanvert landið Veður Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Erlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Fleiri fréttir Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Sjá meira
Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Sigurður Ingi Jóhannsson mun ekki bjóða sig fram til áframhaldandi formennsku í Framsóknarflokknum á næsta flokksþingi. Þetta tilkynnti Sigurður á ræðu á miðstjórnarfundi flokksins í dag. 18. október 2025 13:19
Willum íhugar formannsframboð Willum Þór Þórsson, fyrrverandi ráðherra og þingmaður Framsóknarflokksins, íhugar formannsframboð í Framsóknarflokknum. 11. nóvember 2025 20:38
„Það er óákveðið“ „Það er óákveðið,“ segir Lilja Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins, aðspurð hvort hún hyggist bjóða sig fram til formanns. Hún hafi þó verið ítrekað hvött til þess að sækjast eftir embættinu. 18. október 2025 14:44