Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Árni Sæberg skrifar 18. nóvember 2025 11:18 Hjúkrunarheimilið var rýmt vegna eldsins. María Kristjánsdóttir Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins sendi allt tiltækt lið að Hrafnistu við Sléttuveg í Reykjavík á ellefta tímanum eftir að eldur kviknaði í rafmagnstöflu í tæknirými. Slökkvistarf gekk vel sem og rýming hússins. Þetta segir vakthafandi varðstjóri í samtali við Vísi en Ríkisútvarpið greindi fyrst frá. Hann segir að allt tiltækt lið hafi verið sent á vettvang vegna eðlis starfseminnar í húsinu. Mikið viðbragð var á vettvangi.Vísir/Lýður Vel hafi gengið að rýma húsið og aðeins ein tilkynning hafi borist um að einstaklingur hafi andað að sér reyk. Verið sé að hlúa að honum og ekki sé ljóst hvort flytja þurfi hann á sjúkrahús. Íbúar hjúkrunarheimilisins hafi fljótt fengið inni í nærliggjandi húsum. Hér að neðan má sjá myndskeið sem tekin voru á vettvangi og sýna slökkvistarf og rýmingu hjúkrunarheimilisins. Að neðan má sjá tilkynningu frá Hrafnistu vegna málsins: Eldur kom upp í rafmagnstöflu á 1. hæð hjúkrunarheimilisins Hrafnistu við Sléttuveg í Reykjavík upp úr kl. 10:30 í morgun. Töluverður reykur myndaðist sem varð þess valdandi að flytja þurfti 22 íbúa af 1. hæð og 11 íbúa af jarðhæð hússins þar sem reykur og vatn hafði borist þangað niður. Slökkvilið, lögregla og starfsfólk Hrafnistu brást skjótt við, mjög vel gekk að ráða niðurlögum eldsins og rýmingin gekk hratt fyrir sig. Engan sakaði, en verið er að vinna að því að finna tímabundin pláss fyrir 22 íbúa á meðan verið er að reykræsta húsnæðið. Óvíst er hvenær því lýkur og til að byrja með verður dagdvölin við Sléttuveg lokuð af þeim sökum. Fulltrúar Hrafnistu hafa þegar haft samband við aðstandendur íbúa og munu halda áfram að upplýsa þá um gang mála. Sjómannadagsráð og fulltrúar Hrafnistu vilja nota tækifærið og þakka slökkviliði, lögreglu og starfsfólki Hrafnistu fyrir snör og markviss vinnubrögð við þessar krefjandi aðstæður. Slökkvilið Reykjavík Hjúkrunarheimili Mest lesið Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira
Þetta segir vakthafandi varðstjóri í samtali við Vísi en Ríkisútvarpið greindi fyrst frá. Hann segir að allt tiltækt lið hafi verið sent á vettvang vegna eðlis starfseminnar í húsinu. Mikið viðbragð var á vettvangi.Vísir/Lýður Vel hafi gengið að rýma húsið og aðeins ein tilkynning hafi borist um að einstaklingur hafi andað að sér reyk. Verið sé að hlúa að honum og ekki sé ljóst hvort flytja þurfi hann á sjúkrahús. Íbúar hjúkrunarheimilisins hafi fljótt fengið inni í nærliggjandi húsum. Hér að neðan má sjá myndskeið sem tekin voru á vettvangi og sýna slökkvistarf og rýmingu hjúkrunarheimilisins. Að neðan má sjá tilkynningu frá Hrafnistu vegna málsins: Eldur kom upp í rafmagnstöflu á 1. hæð hjúkrunarheimilisins Hrafnistu við Sléttuveg í Reykjavík upp úr kl. 10:30 í morgun. Töluverður reykur myndaðist sem varð þess valdandi að flytja þurfti 22 íbúa af 1. hæð og 11 íbúa af jarðhæð hússins þar sem reykur og vatn hafði borist þangað niður. Slökkvilið, lögregla og starfsfólk Hrafnistu brást skjótt við, mjög vel gekk að ráða niðurlögum eldsins og rýmingin gekk hratt fyrir sig. Engan sakaði, en verið er að vinna að því að finna tímabundin pláss fyrir 22 íbúa á meðan verið er að reykræsta húsnæðið. Óvíst er hvenær því lýkur og til að byrja með verður dagdvölin við Sléttuveg lokuð af þeim sökum. Fulltrúar Hrafnistu hafa þegar haft samband við aðstandendur íbúa og munu halda áfram að upplýsa þá um gang mála. Sjómannadagsráð og fulltrúar Hrafnistu vilja nota tækifærið og þakka slökkviliði, lögreglu og starfsfólki Hrafnistu fyrir snör og markviss vinnubrögð við þessar krefjandi aðstæður.
Slökkvilið Reykjavík Hjúkrunarheimili Mest lesið Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira