Umdeildur fyrrverandi forsætisráðherra í góðri stöðu Samúel Karl Ólason skrifar 1. október 2023 10:44 Robert Fico, fyrrverandi forsætisráðherra Slóvakíu, er í kjörstöðu eftir kosningarnar. AP/Darko Bandic Flokkur umdeilds fyrrverandi forsætisráðherra Slóvakíu bar sigur úr býtum í þingkosningum gærdagsins og fékk nærri því fjórðung atkvæða. Smer-flokkurinn er leiddur af Robert Fico, sem þykir vinveittur yfirvöldum í Rússlandi og hefur heitið því að hætta öllum stuðningi við Úkraínu. Samkvæmt Reuters er búið að telja 98 prósent atkvæða, þegar þetta er skrifað og fékk Smer-flokkurinn 23,37 prósent. Hinn frjálslyndi flokkur PS, sem hefur leitt núverandi ríkisstjórn landsins, fékk 16,86 prósent og HLAS fékk 15,03 prósent. Eina kjördæmið þar sem tölur liggja ekki fyrir er úr þéttbýli og þykir líklegt að PS-flokkurinn muni fá flest atkvæði en ekki nóg til að brú bilið milli flokka. HLAS-flokkurinn er í lykilstöðu fyrir stjórnarmyndunarviðræður í Slóvakíu en flokkurinn er leiddur af Peter Pellegrini, sem starfaði á árum áður með Fico og myndaði Hlas-flokkinn eftir að hann gekk úr Smer-flokknum. Hlas-flokkurinn er þó jákvæður í garð Evrópusambandsins, sem Fico og Smer-flokkurinn eru ekki. Michal Simecka, sem leiðir SP-flokkinn, segist ekki búinn að gefa það að mynda ríkisstjórn upp á bátinn.AP/Petr David Josek BBC hefur eftir Pellegrini að ómögulegt sé að mynda ríkisstjórn án aðkomu Hlas en segir að hann haldi öllum dyrum opnum varðandi það með hverjum hann geti unnið með. Atkvæði dreifðust mjög milli stjórnmálaflokka og er útlit fyrir að allt að tíu þeirra nái mönnum inn á þing. Það gæti gert stjórnarmyndunarviðræður flóknar. Útgönguspár frá því í gærkvöldi höfðu gefið til kynna að PS-flokkurinn myndi fá flest atkvæði en staðan breyttist verulega í nótt. Michal Simecka, leiðtogi PS-flokksins hefur ekki gefið upp á bátinn að koma að næstu ríkisstjórn Slóvakíu. Slík ríkisstjórn myndi þó þurfa að innihalda hægri sinnaða flokka, sem myndi fela í sér málamiðlanir hjá Simecka. Þykir vinveittur Rússlandi Fico sagði af sér sem forsætisráðherra árið 2017, eftir að rannsóknarblaðamaður og unnusta hans voru myrt. Hann hefur lýst yfir aðdáun sinni á Viktor Orbán, forsætisráðherra Ungverjalands, sem þykir hafa grafið undan lýðræðinu þar. Hann þykir einnig hliðhollur Rússlandi og hefur gagnrýnt refsiaðgerðir gegn Rússum. Fico hefur einnig barist gegn réttindum hinsegin fólks. Slóvakía hefur hingað til staðið þétt við bakið á Úkraínumönnum og útvegað þeim ýmis vopnakerfi. Slóvakar gáfu Úkraínumönnum til að mynda allar MiG-29 orrustuþotur ríkisins. Fico segist ætla að binda enda á það. Slóvakía Evrópusambandið NATO Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Sjá meira
Samkvæmt Reuters er búið að telja 98 prósent atkvæða, þegar þetta er skrifað og fékk Smer-flokkurinn 23,37 prósent. Hinn frjálslyndi flokkur PS, sem hefur leitt núverandi ríkisstjórn landsins, fékk 16,86 prósent og HLAS fékk 15,03 prósent. Eina kjördæmið þar sem tölur liggja ekki fyrir er úr þéttbýli og þykir líklegt að PS-flokkurinn muni fá flest atkvæði en ekki nóg til að brú bilið milli flokka. HLAS-flokkurinn er í lykilstöðu fyrir stjórnarmyndunarviðræður í Slóvakíu en flokkurinn er leiddur af Peter Pellegrini, sem starfaði á árum áður með Fico og myndaði Hlas-flokkinn eftir að hann gekk úr Smer-flokknum. Hlas-flokkurinn er þó jákvæður í garð Evrópusambandsins, sem Fico og Smer-flokkurinn eru ekki. Michal Simecka, sem leiðir SP-flokkinn, segist ekki búinn að gefa það að mynda ríkisstjórn upp á bátinn.AP/Petr David Josek BBC hefur eftir Pellegrini að ómögulegt sé að mynda ríkisstjórn án aðkomu Hlas en segir að hann haldi öllum dyrum opnum varðandi það með hverjum hann geti unnið með. Atkvæði dreifðust mjög milli stjórnmálaflokka og er útlit fyrir að allt að tíu þeirra nái mönnum inn á þing. Það gæti gert stjórnarmyndunarviðræður flóknar. Útgönguspár frá því í gærkvöldi höfðu gefið til kynna að PS-flokkurinn myndi fá flest atkvæði en staðan breyttist verulega í nótt. Michal Simecka, leiðtogi PS-flokksins hefur ekki gefið upp á bátinn að koma að næstu ríkisstjórn Slóvakíu. Slík ríkisstjórn myndi þó þurfa að innihalda hægri sinnaða flokka, sem myndi fela í sér málamiðlanir hjá Simecka. Þykir vinveittur Rússlandi Fico sagði af sér sem forsætisráðherra árið 2017, eftir að rannsóknarblaðamaður og unnusta hans voru myrt. Hann hefur lýst yfir aðdáun sinni á Viktor Orbán, forsætisráðherra Ungverjalands, sem þykir hafa grafið undan lýðræðinu þar. Hann þykir einnig hliðhollur Rússlandi og hefur gagnrýnt refsiaðgerðir gegn Rússum. Fico hefur einnig barist gegn réttindum hinsegin fólks. Slóvakía hefur hingað til staðið þétt við bakið á Úkraínumönnum og útvegað þeim ýmis vopnakerfi. Slóvakar gáfu Úkraínumönnum til að mynda allar MiG-29 orrustuþotur ríkisins. Fico segist ætla að binda enda á það.
Slóvakía Evrópusambandið NATO Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Sjá meira