Sagði engan öruggan ef Pútín yrði leyft að búta Úkraínu í sundur Samúel Karl Ólason skrifar 19. september 2023 16:52 Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í dag. AP/Susan Walsh Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, segir heiminn verða að standa við bakið á Úkraínumönnum og standa gegn ofstopa Rússa. Engin þjóð yrði örugg ef Rússum yrði leyft að búta Úkraínu í sundur. Þetta sagði Biden í ræðu sinni á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna sem hófst í New York í dag. Forsetinn sagði að stuðningurinn við Úkraínu mætti ekki dvína. Biden sagði ráðamenn í Rússlandi treystu því að bakhjarlar Úkraínu gætu ekki haldið út stuðningi sínum og að Rússum yrði svo leyft að misþyrma Úkraínumönnum án afleiðinga. Biden sagði Rússa eina standa í vegi friðar og verðið fyrir þann frið væri uppgjöf Úkraínumanna, landsvæði þeirra og börn. „Ég spyr ykkur. Ef við köstum frá okkur grunngildum Bandaríkjanna til að sefa árásaraðila, getur nokkuð ríki í þessum félagsskap verið öruggt í þeirri trú að það njóti verndar?“ spurði Biden. „Ef við leyfum uppskiptingu Úkraínu, er sjálfstæði einhverrar þjóðar öruggt?“ Biden sagðist þeirrar skoðunar að svarið væri nei. Þess vegna væri nauðsynlegt að standa gegn innrás Rússa og koma þannig í veg fyrir innrásir annarra í framtíðinni. Ræddi veðurfarsbreytingar Ræða Bidens stóð yfir í um þrjátíu mínútur og fór hann um nokkuð víðan völl. Hann ræddi meðal annars mikilvægi þess að takast á við veðurfarsbreytingar. Hann nefndi að met hefðu verið slegin í hitabylgjum víða um heim, eins og Í Bandaríkjunum og í Kína. Umfangsmiklir gróðureldar hefðu logað í Norður-Ameríku og í Evrópu, þurrkar hefðu geisað í Afríku og víðar og nefndi hann þar að auki flóðin í Líbíu fyrr í mánuðinum. Biden sagði þessar hamfarir gefa okkur innsýn í framtíðina, verði ekkert gert til að draga úr notkun jarðefniseldsneyta og verði ekki gripið til annarra aðgerða. „Frá upphafi hefur ríkisstjórn mín litið á þessa krísu sem þá ógn sem hún er, ekki bara gagnvart okkur, heldur öllu mannkyni.“ Forsetinn ræddi líka mikilvægi stofnana eins og Sameinuðu þjóðanna sem tól til að takast á við hnattræn vandamál eins og fátækt og sjúkdóma. Þá lofaði hann lýðræði og sagði að Bandaríkjamenn myndu standa við það. Lýðræði væri besta tólið sem heimurinn ætti til að takast á við vandamál hans og tryggja þyrfti betur að fólk áttaði sig á kostum lýðræðis. Samkeppni, ekki átök Biden sagði Bandaríkin eiga í jákvæðum samskiptum og bandalögum við ríki um allan heim. Þessi sambönd juku velferð fólks og sagði þeim ekki ætlað að „halda aftur af“ einu ríki eða öðru. Var hann þar að vísa til Kína en ráðamenn þar saka Bandaríkin iðulega um að reyna að halda aftur af Kína. Mikil spenna hefur myndast milli Bandaríkjanna og Kína á undanförnum árum. Hana má að miklu leyti rekja til ólöglegs hernáms Kína á stórum hluta Suður-Kínahafs og stuðnings Bandaríkjamanna við Taívan, sem Kínverjar telja tilheyra þeim. „Þegar kemur að Kína, leyfið mér að vera skýr og mótsagnalaus. Við viljum stjórna samkeppni landanna á ábyrgan hátt, svo samkeppnin verði ekki að átökum,“ sagði Biden. Áhugasamir geta hlustað á ræðu Bidens hér að neðan. Bandaríkin Joe Biden Sameinuðu þjóðirnar Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Kína Loftslagsmál Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Erlent Fleiri fréttir Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sjá meira
Þetta sagði Biden í ræðu sinni á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna sem hófst í New York í dag. Forsetinn sagði að stuðningurinn við Úkraínu mætti ekki dvína. Biden sagði ráðamenn í Rússlandi treystu því að bakhjarlar Úkraínu gætu ekki haldið út stuðningi sínum og að Rússum yrði svo leyft að misþyrma Úkraínumönnum án afleiðinga. Biden sagði Rússa eina standa í vegi friðar og verðið fyrir þann frið væri uppgjöf Úkraínumanna, landsvæði þeirra og börn. „Ég spyr ykkur. Ef við köstum frá okkur grunngildum Bandaríkjanna til að sefa árásaraðila, getur nokkuð ríki í þessum félagsskap verið öruggt í þeirri trú að það njóti verndar?“ spurði Biden. „Ef við leyfum uppskiptingu Úkraínu, er sjálfstæði einhverrar þjóðar öruggt?“ Biden sagðist þeirrar skoðunar að svarið væri nei. Þess vegna væri nauðsynlegt að standa gegn innrás Rússa og koma þannig í veg fyrir innrásir annarra í framtíðinni. Ræddi veðurfarsbreytingar Ræða Bidens stóð yfir í um þrjátíu mínútur og fór hann um nokkuð víðan völl. Hann ræddi meðal annars mikilvægi þess að takast á við veðurfarsbreytingar. Hann nefndi að met hefðu verið slegin í hitabylgjum víða um heim, eins og Í Bandaríkjunum og í Kína. Umfangsmiklir gróðureldar hefðu logað í Norður-Ameríku og í Evrópu, þurrkar hefðu geisað í Afríku og víðar og nefndi hann þar að auki flóðin í Líbíu fyrr í mánuðinum. Biden sagði þessar hamfarir gefa okkur innsýn í framtíðina, verði ekkert gert til að draga úr notkun jarðefniseldsneyta og verði ekki gripið til annarra aðgerða. „Frá upphafi hefur ríkisstjórn mín litið á þessa krísu sem þá ógn sem hún er, ekki bara gagnvart okkur, heldur öllu mannkyni.“ Forsetinn ræddi líka mikilvægi stofnana eins og Sameinuðu þjóðanna sem tól til að takast á við hnattræn vandamál eins og fátækt og sjúkdóma. Þá lofaði hann lýðræði og sagði að Bandaríkjamenn myndu standa við það. Lýðræði væri besta tólið sem heimurinn ætti til að takast á við vandamál hans og tryggja þyrfti betur að fólk áttaði sig á kostum lýðræðis. Samkeppni, ekki átök Biden sagði Bandaríkin eiga í jákvæðum samskiptum og bandalögum við ríki um allan heim. Þessi sambönd juku velferð fólks og sagði þeim ekki ætlað að „halda aftur af“ einu ríki eða öðru. Var hann þar að vísa til Kína en ráðamenn þar saka Bandaríkin iðulega um að reyna að halda aftur af Kína. Mikil spenna hefur myndast milli Bandaríkjanna og Kína á undanförnum árum. Hana má að miklu leyti rekja til ólöglegs hernáms Kína á stórum hluta Suður-Kínahafs og stuðnings Bandaríkjamanna við Taívan, sem Kínverjar telja tilheyra þeim. „Þegar kemur að Kína, leyfið mér að vera skýr og mótsagnalaus. Við viljum stjórna samkeppni landanna á ábyrgan hátt, svo samkeppnin verði ekki að átökum,“ sagði Biden. Áhugasamir geta hlustað á ræðu Bidens hér að neðan.
Bandaríkin Joe Biden Sameinuðu þjóðirnar Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Kína Loftslagsmál Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Erlent Fleiri fréttir Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sjá meira