Sagði engan öruggan ef Pútín yrði leyft að búta Úkraínu í sundur Samúel Karl Ólason skrifar 19. september 2023 16:52 Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í dag. AP/Susan Walsh Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, segir heiminn verða að standa við bakið á Úkraínumönnum og standa gegn ofstopa Rússa. Engin þjóð yrði örugg ef Rússum yrði leyft að búta Úkraínu í sundur. Þetta sagði Biden í ræðu sinni á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna sem hófst í New York í dag. Forsetinn sagði að stuðningurinn við Úkraínu mætti ekki dvína. Biden sagði ráðamenn í Rússlandi treystu því að bakhjarlar Úkraínu gætu ekki haldið út stuðningi sínum og að Rússum yrði svo leyft að misþyrma Úkraínumönnum án afleiðinga. Biden sagði Rússa eina standa í vegi friðar og verðið fyrir þann frið væri uppgjöf Úkraínumanna, landsvæði þeirra og börn. „Ég spyr ykkur. Ef við köstum frá okkur grunngildum Bandaríkjanna til að sefa árásaraðila, getur nokkuð ríki í þessum félagsskap verið öruggt í þeirri trú að það njóti verndar?“ spurði Biden. „Ef við leyfum uppskiptingu Úkraínu, er sjálfstæði einhverrar þjóðar öruggt?“ Biden sagðist þeirrar skoðunar að svarið væri nei. Þess vegna væri nauðsynlegt að standa gegn innrás Rússa og koma þannig í veg fyrir innrásir annarra í framtíðinni. Ræddi veðurfarsbreytingar Ræða Bidens stóð yfir í um þrjátíu mínútur og fór hann um nokkuð víðan völl. Hann ræddi meðal annars mikilvægi þess að takast á við veðurfarsbreytingar. Hann nefndi að met hefðu verið slegin í hitabylgjum víða um heim, eins og Í Bandaríkjunum og í Kína. Umfangsmiklir gróðureldar hefðu logað í Norður-Ameríku og í Evrópu, þurrkar hefðu geisað í Afríku og víðar og nefndi hann þar að auki flóðin í Líbíu fyrr í mánuðinum. Biden sagði þessar hamfarir gefa okkur innsýn í framtíðina, verði ekkert gert til að draga úr notkun jarðefniseldsneyta og verði ekki gripið til annarra aðgerða. „Frá upphafi hefur ríkisstjórn mín litið á þessa krísu sem þá ógn sem hún er, ekki bara gagnvart okkur, heldur öllu mannkyni.“ Forsetinn ræddi líka mikilvægi stofnana eins og Sameinuðu þjóðanna sem tól til að takast á við hnattræn vandamál eins og fátækt og sjúkdóma. Þá lofaði hann lýðræði og sagði að Bandaríkjamenn myndu standa við það. Lýðræði væri besta tólið sem heimurinn ætti til að takast á við vandamál hans og tryggja þyrfti betur að fólk áttaði sig á kostum lýðræðis. Samkeppni, ekki átök Biden sagði Bandaríkin eiga í jákvæðum samskiptum og bandalögum við ríki um allan heim. Þessi sambönd juku velferð fólks og sagði þeim ekki ætlað að „halda aftur af“ einu ríki eða öðru. Var hann þar að vísa til Kína en ráðamenn þar saka Bandaríkin iðulega um að reyna að halda aftur af Kína. Mikil spenna hefur myndast milli Bandaríkjanna og Kína á undanförnum árum. Hana má að miklu leyti rekja til ólöglegs hernáms Kína á stórum hluta Suður-Kínahafs og stuðnings Bandaríkjamanna við Taívan, sem Kínverjar telja tilheyra þeim. „Þegar kemur að Kína, leyfið mér að vera skýr og mótsagnalaus. Við viljum stjórna samkeppni landanna á ábyrgan hátt, svo samkeppnin verði ekki að átökum,“ sagði Biden. Áhugasamir geta hlustað á ræðu Bidens hér að neðan. Bandaríkin Joe Biden Sameinuðu þjóðirnar Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Kína Loftslagsmál Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Fleiri fréttir Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Sjá meira
Þetta sagði Biden í ræðu sinni á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna sem hófst í New York í dag. Forsetinn sagði að stuðningurinn við Úkraínu mætti ekki dvína. Biden sagði ráðamenn í Rússlandi treystu því að bakhjarlar Úkraínu gætu ekki haldið út stuðningi sínum og að Rússum yrði svo leyft að misþyrma Úkraínumönnum án afleiðinga. Biden sagði Rússa eina standa í vegi friðar og verðið fyrir þann frið væri uppgjöf Úkraínumanna, landsvæði þeirra og börn. „Ég spyr ykkur. Ef við köstum frá okkur grunngildum Bandaríkjanna til að sefa árásaraðila, getur nokkuð ríki í þessum félagsskap verið öruggt í þeirri trú að það njóti verndar?“ spurði Biden. „Ef við leyfum uppskiptingu Úkraínu, er sjálfstæði einhverrar þjóðar öruggt?“ Biden sagðist þeirrar skoðunar að svarið væri nei. Þess vegna væri nauðsynlegt að standa gegn innrás Rússa og koma þannig í veg fyrir innrásir annarra í framtíðinni. Ræddi veðurfarsbreytingar Ræða Bidens stóð yfir í um þrjátíu mínútur og fór hann um nokkuð víðan völl. Hann ræddi meðal annars mikilvægi þess að takast á við veðurfarsbreytingar. Hann nefndi að met hefðu verið slegin í hitabylgjum víða um heim, eins og Í Bandaríkjunum og í Kína. Umfangsmiklir gróðureldar hefðu logað í Norður-Ameríku og í Evrópu, þurrkar hefðu geisað í Afríku og víðar og nefndi hann þar að auki flóðin í Líbíu fyrr í mánuðinum. Biden sagði þessar hamfarir gefa okkur innsýn í framtíðina, verði ekkert gert til að draga úr notkun jarðefniseldsneyta og verði ekki gripið til annarra aðgerða. „Frá upphafi hefur ríkisstjórn mín litið á þessa krísu sem þá ógn sem hún er, ekki bara gagnvart okkur, heldur öllu mannkyni.“ Forsetinn ræddi líka mikilvægi stofnana eins og Sameinuðu þjóðanna sem tól til að takast á við hnattræn vandamál eins og fátækt og sjúkdóma. Þá lofaði hann lýðræði og sagði að Bandaríkjamenn myndu standa við það. Lýðræði væri besta tólið sem heimurinn ætti til að takast á við vandamál hans og tryggja þyrfti betur að fólk áttaði sig á kostum lýðræðis. Samkeppni, ekki átök Biden sagði Bandaríkin eiga í jákvæðum samskiptum og bandalögum við ríki um allan heim. Þessi sambönd juku velferð fólks og sagði þeim ekki ætlað að „halda aftur af“ einu ríki eða öðru. Var hann þar að vísa til Kína en ráðamenn þar saka Bandaríkin iðulega um að reyna að halda aftur af Kína. Mikil spenna hefur myndast milli Bandaríkjanna og Kína á undanförnum árum. Hana má að miklu leyti rekja til ólöglegs hernáms Kína á stórum hluta Suður-Kínahafs og stuðnings Bandaríkjamanna við Taívan, sem Kínverjar telja tilheyra þeim. „Þegar kemur að Kína, leyfið mér að vera skýr og mótsagnalaus. Við viljum stjórna samkeppni landanna á ábyrgan hátt, svo samkeppnin verði ekki að átökum,“ sagði Biden. Áhugasamir geta hlustað á ræðu Bidens hér að neðan.
Bandaríkin Joe Biden Sameinuðu þjóðirnar Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Kína Loftslagsmál Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Fleiri fréttir Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Sjá meira