Lögðu einnig til að ákæra Lindsay Graham og fleiri Samúel Karl Ólason skrifar 8. september 2023 16:49 Öldungadeildarþingmaðurinn Lindsey Graham var ekki ákærður, þó meðlimir ákærudómstóls í Georgíu hefðu lagt það til. AP/Jacquelyn Martin Meðlimir svokallaðs ákærudómstóls í Georgíu í Bandaríkjunum lögðu til að töluvert fleiri yrðu ákærðir með Donald Trump fyrir að reyna að breyta úrslitum forsetakosninganna 2020 í ríkinu. Trump og átján aðrir hafa verið ákærðir en einnig var lagt til að Lindsey Graham, öldungadeildarþingmaður, Kelly Loeffler og David Perdu, fyrrverandi öldungadeildarþingmenn, og Micheal Flynn, þjóðaröryggisráðgjafi Trumps, yrðu ákærð vegna málsins. Í heildina lagði ákærudómstóllinn til að 39 manns yrðu ákærð. Þetta kemur fram í skýrslu ákærudómstólsins en hluti hennar var birtur í dag. Áhugasamir geta lesið skjalið hér. Joe Biden, forseti, vann í Georgíu með 11.799 atkvæðum. Trump og bandamenn hans hafa þó ítrekað logið því fram að svindl hafi kostað hann sigur, þó endurtalningar hafi sýnt að svo sé ekki og að þeir hafi engar sannanir getað fært fyrir staðhæfingum sínum. Beittu þeir ýmsum leiðum til að reyna að fá úrslitunum snúið. Eins og áður segir voru Trump og átján aðrir ákærðir vegna viðleitni forsetans fyrrverandi og bandamanna hans til að snúa úrslitum kosninganna í Georgíu. Nokkrir þeirra eru sakaðir um að hafa reynt að stela kjörgögnum og eiga við kosningavélar. Ákærurnar byggja á RICO-lögunum svokölluðu. Þau voru upprunalega sett til að auðvelda yfirvöldum að berjast gegn skipulagðri glæpastarfsemi. Allir nítján hafa lýst yfir sakleysi sínu. Ákærudómstóll er fyrirbæri vestanhafs þar sem kviðdómendur eru fengnir til að fara yfir vitnisburði og gögn í ákveðnum málum og kanna hvort þeim þyki tilefni til að leggja fram ákærur vegna meintra brota. Þessi tiltekni dómstóll varði sjö mánuðum í að ræða við 75 vitni, samkvæmt AP fréttaveitunni, og semja áðurnefnda skýrslu. Ákærudómstóllinn lauk störfum í desember en dómari komst að þeirri niðurstöðu að fresta ætti birtingu hluta skýrslunnar þar til búið væri að taka ákvörðun um ákærur. Saksóknarinn Fani Willis ákærði svo Trump og hina átján í ágúst. Sjá einnig: Trump og átján aðrir ákærðir fyrir samsæri Graham er eins og áður hefur komið fram sitjandi öldungadeildarþingmaður, frá Suður-Karólínu, en embættismenn þar hafa sagt að hann hafi, ásamt öðrum, þrýst á þá að hagræða úrslitunum. Fjögur réttarhöld í vændum Þetta mál er eitt af fjórum sem Trump stendur frammi fyrir. Jack Smith, sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, hefur ákært Trump í tveimur málum. Annað þeirra snýr einnig að viðleitni hans til að snúa úrslitum forsetakosninganna í Bandaríkjunum árið 2020, nema á landsvísu. Hitt snýr að opinberum gögnum og leynilegum skjölum sem hann tók með sér úr Hvíta húsinu þegar hann flutti til Flórída og neitaði að afhenta. Þá hefur hann einnig verið ákærður í New York fyrir brot á lögum um kosningar vegna þagnargreiðslu til klámmyndaleikkonunnar Stormy Daniels. Ekki er búið að ákveða hvenær réttarhöldin í Georgíu eiga að hefjast en búið er að ákveða að sýnt verði frá þeim í beinni útsendingu. Réttarhöldin í kosningamáli Smith eiga að hefjast þann 4. mars á næsta ári. Réttarhöldin í málinu sem snýr að greiðslunni til Daniels eiga svo að hefjast þann 25. mars. Réttarhöldin í málinu um skjölin eiga að hefjast í maí. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir Ráðgjafi Trump dæmdur fyrir að óhlýðnast þinginu Fyrrverandi viðskiptaráðgjafi Donalds Trump frá því að hann var Bandaríkjaforseti var fundinn sekur um að óhlýðnast Bandaríkjaþingi fyrir að neita að verða við stefnu í tengslum við rannsókn á árás stuðningsmanna Trump á þinghúsið. Hann bar fyrir sig trúnað við Trump. 8. september 2023 08:38 Freista þess að tryggja að nafn Trump rati ekki á kjörseðla Sex kjósendur í Colorado í Bandaríkjunum hafa höfðað mál til að freista þess að koma í veg fyrir að nafn Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta og núverandi forsetaframbjóðanda, nái inn á atkvæðaseðilinn í ríkinu fyrir forsetakosningarnar á næsta ári. 7. september 2023 09:12 Sýnt frá réttarhöldunum í beinni í sjónvarpi og á YouTube Dómari í Bandaríkjunum hefur ákveðið að sýnt verður beint frá réttarhöldunum yfir Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, og þeim átján til viðbótar sem hafa verið ákærðir fyrir að reyna að hafa áhrif á niðurstöður forsetakosninganna í Georgíu árið 2020. 1. september 2023 06:58 „Þessi yfirlýsing er virðislaus“ Letitia James, ríkissaksóknari New York-ríkis, hefur beðið dómara um að kanna hvort Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hafi ofmetið háhýsi sín, golfvelli og aðra eignir í ríkinu um meira en tvo milljarða dala. James hefur sakað Trump og börn hans um umfangsmikil fjársvik. 31. ágúst 2023 15:13 Giuliani ábyrgur fyrir meiðyrðum í garð kosningastarfsmanna Alríkisdómstóll í Bandaríkjunum úrskurðaði að Rudy Giuliani, fyrrverandi persónulegur lögmaður Donalds Trump, hefði gefið meiðyrðamál tveggja kosningastarfsmanna í Georgíu á hendur honum. Starfsmennirnir sættu líflátshótunum eftir að Giuliani og fleiri sökuðu þær ranglega um svik. 30. ágúst 2023 15:49 „Almenningur á rétt á að þetta mál sé tekið fyrir hratt og örugglega“ Réttarhöldin í máli sérstaks saksóknara dómsmálaráðuneytisins gegn Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, munu hefjast þann 4. mars á næsta ári. Þetta er eitt af fjórum dómsmálum gegn Trump og tveimur sem Jack Smith, áðurnefndur saksóknari, hefur höfðað gegn honum. 28. ágúst 2023 16:06 Mest lesið Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Fleiri fréttir Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Sjá meira
Í heildina lagði ákærudómstóllinn til að 39 manns yrðu ákærð. Þetta kemur fram í skýrslu ákærudómstólsins en hluti hennar var birtur í dag. Áhugasamir geta lesið skjalið hér. Joe Biden, forseti, vann í Georgíu með 11.799 atkvæðum. Trump og bandamenn hans hafa þó ítrekað logið því fram að svindl hafi kostað hann sigur, þó endurtalningar hafi sýnt að svo sé ekki og að þeir hafi engar sannanir getað fært fyrir staðhæfingum sínum. Beittu þeir ýmsum leiðum til að reyna að fá úrslitunum snúið. Eins og áður segir voru Trump og átján aðrir ákærðir vegna viðleitni forsetans fyrrverandi og bandamanna hans til að snúa úrslitum kosninganna í Georgíu. Nokkrir þeirra eru sakaðir um að hafa reynt að stela kjörgögnum og eiga við kosningavélar. Ákærurnar byggja á RICO-lögunum svokölluðu. Þau voru upprunalega sett til að auðvelda yfirvöldum að berjast gegn skipulagðri glæpastarfsemi. Allir nítján hafa lýst yfir sakleysi sínu. Ákærudómstóll er fyrirbæri vestanhafs þar sem kviðdómendur eru fengnir til að fara yfir vitnisburði og gögn í ákveðnum málum og kanna hvort þeim þyki tilefni til að leggja fram ákærur vegna meintra brota. Þessi tiltekni dómstóll varði sjö mánuðum í að ræða við 75 vitni, samkvæmt AP fréttaveitunni, og semja áðurnefnda skýrslu. Ákærudómstóllinn lauk störfum í desember en dómari komst að þeirri niðurstöðu að fresta ætti birtingu hluta skýrslunnar þar til búið væri að taka ákvörðun um ákærur. Saksóknarinn Fani Willis ákærði svo Trump og hina átján í ágúst. Sjá einnig: Trump og átján aðrir ákærðir fyrir samsæri Graham er eins og áður hefur komið fram sitjandi öldungadeildarþingmaður, frá Suður-Karólínu, en embættismenn þar hafa sagt að hann hafi, ásamt öðrum, þrýst á þá að hagræða úrslitunum. Fjögur réttarhöld í vændum Þetta mál er eitt af fjórum sem Trump stendur frammi fyrir. Jack Smith, sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, hefur ákært Trump í tveimur málum. Annað þeirra snýr einnig að viðleitni hans til að snúa úrslitum forsetakosninganna í Bandaríkjunum árið 2020, nema á landsvísu. Hitt snýr að opinberum gögnum og leynilegum skjölum sem hann tók með sér úr Hvíta húsinu þegar hann flutti til Flórída og neitaði að afhenta. Þá hefur hann einnig verið ákærður í New York fyrir brot á lögum um kosningar vegna þagnargreiðslu til klámmyndaleikkonunnar Stormy Daniels. Ekki er búið að ákveða hvenær réttarhöldin í Georgíu eiga að hefjast en búið er að ákveða að sýnt verði frá þeim í beinni útsendingu. Réttarhöldin í kosningamáli Smith eiga að hefjast þann 4. mars á næsta ári. Réttarhöldin í málinu sem snýr að greiðslunni til Daniels eiga svo að hefjast þann 25. mars. Réttarhöldin í málinu um skjölin eiga að hefjast í maí.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir Ráðgjafi Trump dæmdur fyrir að óhlýðnast þinginu Fyrrverandi viðskiptaráðgjafi Donalds Trump frá því að hann var Bandaríkjaforseti var fundinn sekur um að óhlýðnast Bandaríkjaþingi fyrir að neita að verða við stefnu í tengslum við rannsókn á árás stuðningsmanna Trump á þinghúsið. Hann bar fyrir sig trúnað við Trump. 8. september 2023 08:38 Freista þess að tryggja að nafn Trump rati ekki á kjörseðla Sex kjósendur í Colorado í Bandaríkjunum hafa höfðað mál til að freista þess að koma í veg fyrir að nafn Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta og núverandi forsetaframbjóðanda, nái inn á atkvæðaseðilinn í ríkinu fyrir forsetakosningarnar á næsta ári. 7. september 2023 09:12 Sýnt frá réttarhöldunum í beinni í sjónvarpi og á YouTube Dómari í Bandaríkjunum hefur ákveðið að sýnt verður beint frá réttarhöldunum yfir Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, og þeim átján til viðbótar sem hafa verið ákærðir fyrir að reyna að hafa áhrif á niðurstöður forsetakosninganna í Georgíu árið 2020. 1. september 2023 06:58 „Þessi yfirlýsing er virðislaus“ Letitia James, ríkissaksóknari New York-ríkis, hefur beðið dómara um að kanna hvort Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hafi ofmetið háhýsi sín, golfvelli og aðra eignir í ríkinu um meira en tvo milljarða dala. James hefur sakað Trump og börn hans um umfangsmikil fjársvik. 31. ágúst 2023 15:13 Giuliani ábyrgur fyrir meiðyrðum í garð kosningastarfsmanna Alríkisdómstóll í Bandaríkjunum úrskurðaði að Rudy Giuliani, fyrrverandi persónulegur lögmaður Donalds Trump, hefði gefið meiðyrðamál tveggja kosningastarfsmanna í Georgíu á hendur honum. Starfsmennirnir sættu líflátshótunum eftir að Giuliani og fleiri sökuðu þær ranglega um svik. 30. ágúst 2023 15:49 „Almenningur á rétt á að þetta mál sé tekið fyrir hratt og örugglega“ Réttarhöldin í máli sérstaks saksóknara dómsmálaráðuneytisins gegn Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, munu hefjast þann 4. mars á næsta ári. Þetta er eitt af fjórum dómsmálum gegn Trump og tveimur sem Jack Smith, áðurnefndur saksóknari, hefur höfðað gegn honum. 28. ágúst 2023 16:06 Mest lesið Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Fleiri fréttir Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Sjá meira
Ráðgjafi Trump dæmdur fyrir að óhlýðnast þinginu Fyrrverandi viðskiptaráðgjafi Donalds Trump frá því að hann var Bandaríkjaforseti var fundinn sekur um að óhlýðnast Bandaríkjaþingi fyrir að neita að verða við stefnu í tengslum við rannsókn á árás stuðningsmanna Trump á þinghúsið. Hann bar fyrir sig trúnað við Trump. 8. september 2023 08:38
Freista þess að tryggja að nafn Trump rati ekki á kjörseðla Sex kjósendur í Colorado í Bandaríkjunum hafa höfðað mál til að freista þess að koma í veg fyrir að nafn Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta og núverandi forsetaframbjóðanda, nái inn á atkvæðaseðilinn í ríkinu fyrir forsetakosningarnar á næsta ári. 7. september 2023 09:12
Sýnt frá réttarhöldunum í beinni í sjónvarpi og á YouTube Dómari í Bandaríkjunum hefur ákveðið að sýnt verður beint frá réttarhöldunum yfir Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, og þeim átján til viðbótar sem hafa verið ákærðir fyrir að reyna að hafa áhrif á niðurstöður forsetakosninganna í Georgíu árið 2020. 1. september 2023 06:58
„Þessi yfirlýsing er virðislaus“ Letitia James, ríkissaksóknari New York-ríkis, hefur beðið dómara um að kanna hvort Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hafi ofmetið háhýsi sín, golfvelli og aðra eignir í ríkinu um meira en tvo milljarða dala. James hefur sakað Trump og börn hans um umfangsmikil fjársvik. 31. ágúst 2023 15:13
Giuliani ábyrgur fyrir meiðyrðum í garð kosningastarfsmanna Alríkisdómstóll í Bandaríkjunum úrskurðaði að Rudy Giuliani, fyrrverandi persónulegur lögmaður Donalds Trump, hefði gefið meiðyrðamál tveggja kosningastarfsmanna í Georgíu á hendur honum. Starfsmennirnir sættu líflátshótunum eftir að Giuliani og fleiri sökuðu þær ranglega um svik. 30. ágúst 2023 15:49
„Almenningur á rétt á að þetta mál sé tekið fyrir hratt og örugglega“ Réttarhöldin í máli sérstaks saksóknara dómsmálaráðuneytisins gegn Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, munu hefjast þann 4. mars á næsta ári. Þetta er eitt af fjórum dómsmálum gegn Trump og tveimur sem Jack Smith, áðurnefndur saksóknari, hefur höfðað gegn honum. 28. ágúst 2023 16:06