Freista þess að tryggja að nafn Trump rati ekki á kjörseðla Hólmfríður Gísladóttir skrifar 7. september 2023 09:12 Gera má ráð fyrir að fleiri áþekk mál verði höfðuð en flestir telja ólíklegt að þau muni skila jákvæðri niðurstöðu. AP/Evan Vucci Sex kjósendur í Colorado í Bandaríkjunum hafa höfðað mál til að freista þess að koma í veg fyrir að nafn Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta og núverandi forsetaframbjóðanda, nái inn á atkvæðaseðilinn í ríkinu fyrir forsetakosningarnar á næsta ári. Kjósendurnir fara fram á að dómstóllinn í málinu komist að þeirri niðurstöðu að Trump sé ekki kjörgengur sökum framgöngu sinnar í aðdraganda uppþotsins við þinghúsið í Washington 6. janúar 2021 og á meðan það stóð yfir. Biðla þeir til dómstólsins að útrýma óvissu hvað þetta varðar. Umræða hefur aukist um kjörgengi Trump síðustu vikur, ekki síst eftir að tveir íhaldssamir lagaprófessorar færðu fyrir því rök í grein í ágúst síðastliðnum að framganga Trump jafngilti uppreisn eða byltingu (e. insurrection). Trump hvatti bæði stuðningsmenn sína og Mike Pence, þáverandi varaforseta, til að gera það sem í þeirra valdi stæði til að koma í veg fyrir staðfestingu kjörs Joe Biden eftir nýafstaðnar forsetakosningar. Six voters filed a lawsuit seeking to keep Donald Trump off Colorado ballots under the 14th Amendment, which says anyone who engaged in insurrection or rebellion against the Constitution after taking an oath to defend it is ineligible to hold office. https://t.co/eJNRTSadoo— The New York Times (@nytimes) September 6, 2023 Sá er hvetur til uppreisnar eða byltingar eftir að hafa svarið þess eið að standa vörð um stjórnarskrá Bandaríkjanna er ekki kjörgengur í forsetakosningum, samkvæmt 14. viðauka stjórnarskrárinnar. Sérfræðingar benda hins vegar á að ekki hafi reynt á umrætt ákvæði á okkar tímum. Útlit er fyrir að reynt verði á kjörgengi Trump víðar en í Colorado en þeir sem höfðuðu málið þar segjast vilja tryggja að rétt kjósenda til að greiða kjörgengum frambjóðanda atkvæði. Sexmenningarnir eru bæði úr röðum Repúblikana og óháðir. Dómstólar sem munu fjalla um kjörgengi Trump þurfa meðal annars að útkljá það hvað telst vera uppreisn eða bylting, hver sé hæfur til að höfða mál er varðar kjörgengi og hver hafi vald til að framfylgja úrskurðinum ef niðurstaðan er sú að Trump er ekki kjörgengur. Flestir telja langsótt að reyna að fella Trump með þessum hætti, enda myndi hann áfrýja óvilhöllum dómum og málið líklega enda fyrir hæstarétti. Þar sitja þrír dómarar skipaðir af Trump. Einnig er mögulegt að málin séu ótímabær, þar sem frambjóðendur hafa ekki enn sótt um að verða settir á kjörseðla ríkjanna. Bandaríkin Donald Trump Árás á bandaríska þinghúsið Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Sjá meira
Kjósendurnir fara fram á að dómstóllinn í málinu komist að þeirri niðurstöðu að Trump sé ekki kjörgengur sökum framgöngu sinnar í aðdraganda uppþotsins við þinghúsið í Washington 6. janúar 2021 og á meðan það stóð yfir. Biðla þeir til dómstólsins að útrýma óvissu hvað þetta varðar. Umræða hefur aukist um kjörgengi Trump síðustu vikur, ekki síst eftir að tveir íhaldssamir lagaprófessorar færðu fyrir því rök í grein í ágúst síðastliðnum að framganga Trump jafngilti uppreisn eða byltingu (e. insurrection). Trump hvatti bæði stuðningsmenn sína og Mike Pence, þáverandi varaforseta, til að gera það sem í þeirra valdi stæði til að koma í veg fyrir staðfestingu kjörs Joe Biden eftir nýafstaðnar forsetakosningar. Six voters filed a lawsuit seeking to keep Donald Trump off Colorado ballots under the 14th Amendment, which says anyone who engaged in insurrection or rebellion against the Constitution after taking an oath to defend it is ineligible to hold office. https://t.co/eJNRTSadoo— The New York Times (@nytimes) September 6, 2023 Sá er hvetur til uppreisnar eða byltingar eftir að hafa svarið þess eið að standa vörð um stjórnarskrá Bandaríkjanna er ekki kjörgengur í forsetakosningum, samkvæmt 14. viðauka stjórnarskrárinnar. Sérfræðingar benda hins vegar á að ekki hafi reynt á umrætt ákvæði á okkar tímum. Útlit er fyrir að reynt verði á kjörgengi Trump víðar en í Colorado en þeir sem höfðuðu málið þar segjast vilja tryggja að rétt kjósenda til að greiða kjörgengum frambjóðanda atkvæði. Sexmenningarnir eru bæði úr röðum Repúblikana og óháðir. Dómstólar sem munu fjalla um kjörgengi Trump þurfa meðal annars að útkljá það hvað telst vera uppreisn eða bylting, hver sé hæfur til að höfða mál er varðar kjörgengi og hver hafi vald til að framfylgja úrskurðinum ef niðurstaðan er sú að Trump er ekki kjörgengur. Flestir telja langsótt að reyna að fella Trump með þessum hætti, enda myndi hann áfrýja óvilhöllum dómum og málið líklega enda fyrir hæstarétti. Þar sitja þrír dómarar skipaðir af Trump. Einnig er mögulegt að málin séu ótímabær, þar sem frambjóðendur hafa ekki enn sótt um að verða settir á kjörseðla ríkjanna.
Bandaríkin Donald Trump Árás á bandaríska þinghúsið Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Sjá meira