Uppbygging orkuinnviða er grunnforsenda orkuskipta Gnýr Guðmundsson skrifar 25. ágúst 2023 08:01 Á dögunum kom út í fyrsta skipti Raforkuspá Landsnets. Spáin ásamt tveimur sviðsmyndum gerir grein fyrir því hvernig talið er að raforkumarkaðir geti þróast á Íslandi næstu áratugina miðað við mismunandi innleiðingartíma fullra orkuskipta. Samkvæmt spánni munu orkuskiptin kalla á aukna eftirspurn eftir raforku í takt við það sem þau munu raungerast ásamt því að raforkunotkun heimila, þjónustuaðila og atvinnulífsins mun halda áfram að aukast í svipuðum takti og verið hefur. Allt þetta kallar á talsvert meiri eftirspurn eftir raforku en hægt er að mæta með núverandi vatnsafls- og jarðvarmavirkjunum, þó svo að hægt sé að auka nýtingu þeirra með bættu flutningskerfi. Það er því til mikils að vinna að uppbygging orkuvinnslu gangi í takt við innleiðingu orkuskipta og annarrar þróunar svo að hægt sé að standa við skuldbindingar landsins um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda og langtíma markmið um kolefnishlutleysi samhliða annarri þróun. Er þar bæði átt við uppbyggingu virkjana sem þykja hefðbundnar hér á landi og eins í breytilegum orkugjöfum sem við þekkjum ekki eins vel s.s. vindorku og jafnvel sólarorku seinna meir. Til að þetta gangi eftir er mikilvægt að undirbúnings- og leyfisferli séu þannig uppsett að þau styðji við þessa uppbyggingu og hægi ekki á orkuskiptunum úr hófi fram. Gildir það m.a. um Rammaáætlun, en virkjanir í núverandi nýtingarflokki rammaætlunar hrökkva skammt þegar kemur að orkuþörf til næstu áratuga. Eins er mikilvægt að til staðar séu raunhæf viðmið og regluverk um nýtingu vindorku og jafnvel sólarorku og að leyfisveitingaferli innviðauppbyggingar séu þannig skilgreind að hægt sé að komast áfram með mikilvægar framkvæmdir í raforkukerfinu. Flutningskerfi raforku er lykilþáttur í innleiðingu orkuskipta Til að bregðast við aukinni notkun og framleiðslu á raforku og þá sérstaklega nýjum breytilegum orkugjöfum er mikilvægt að flutningskerfi raforku sé í stakk búið að takast á við það hlutverk sem því er ætlað. Flutningskerfið er að hluta til barns síns tíma og því víða þörf á uppfærslum. Sá hluti þess sem í daglegu tali kallast byggðalínan tengir saman landshluta og hefur síðustu árin ekki náð að þjóna hlutverki sínu sem skyldi vegna takmarkaðrar flutningsgetu. Við þessu hefur verið brugðist og er bygging nýrrar afkastameiri byggðalínu á 220 kV spennu þegar hafinn. Var verkefninu skipt upp í tvo hluta, sá fyrri norður fyrir frá Hvalfirði og austur á land, en sá síðari að ljúka hringtengingu annað hvort með línulögnum suður fyrir Vatnajökul eða þá norður fyrir jökul. Ákvörðun um hvora leiðina skal fara hefur ekki verið tekin ennþá. Fyrstu tvær línurnar norður fyrir hafa þegar verið spennusettar og sjá þær fyrir öruggum og afkastamiklum tengingum á milli Fljótsdalsstöðvar á Héraði og Akureyrar með viðkomu í Kröflu og á Hólasandi. Í undirbúningi, mislangt komnar, eru svo þrjár nýjar 220 kV línur sem munu tengja saman Akureyri og Hvalfjörð með tengipunktum í Blöndu og á Holtavörðuheiði. Í nýrri kerfisáætlun Landsnets sem komin er í samþykktarferli hjá Orkustofnun eru allar þessar þrjár línur á þriggja ára framkvæmdaáætlun fyrirtækisins sem þýðir að framkvæmdir við þær ættu að hefjast fyrir árið 2027 ef allt gengur að óskum við undirbúninginn. Afléttingar flutningstakmarkana auka orkunýtingu Með afkastamiklum línum, sem tengja saman landshluta, skapast tækifæri til betri nýtingar núverandi virkjana en sýnt hefur verið fram á með greiningum að beint þjóðhagslegt tap af flutningstakmörkunum á byggðalínuhringnum hefur numið yfir 5 milljörðum króna í nýlegu slæmu vatnsári. Ný kynslóð byggðalínu mun einnig bæta aðgengi að flutningskerfinu til muna og gildir það bæði um nýja notendur sem og nýjar orkuvinnslueiningar. Til að bregðast við þeirri flutningsþörf sem orkuskiptin og önnur þróun kallar á og kemur fram í nýrri raforkuspá Landsnets hafa uppbyggingaráætlanir verið uppfærðar. Helstu breytingar sem gerðar hafa verið á áætlunum er að nú er gert ráð fyrir að nýjar línur á vesturhluta landsins verið útbúnar með flutningsmeiri leiðurum þannig að þær geti flutt meiri raforku án þess að sjónræn áhrif af þeirra völdum breytist. Uppbygging á landsvísu En það er ekki nægilegt að uppfæra einungis byggðalínuna. Til að markmið um orkuskipti náist er mikilvægt að svæðisbundin uppbygging verði á þann hátt að flutningskerfið standi ekki í vegi fyrir orkuskiptum auk þess sem kerfið þarf að styðja við áform sveitarfélaga um atvinnuuppbyggingu. Á þetta bæði við um bætt aðgengi að orku sem og aukið afhendingaröryggi en í rafvæddu samfélagi framtíðar mun öryggið verða æ mikilvægari þáttur. Í nýrri kerfisáætlun Landsnets má finna drög að áætlun til 20 ára um uppbyggingu kerfisins fyrir alla landshluta. Með þeirri uppbyggingu sem þar er lýst er ljóst að raforkukerfið verður í stakk búið að taka við fullum orkuskiptum auk þess að styðja við byggðaþróun í landinu með auknu aðgengi að innlendri endurnýjanlegri orku fyrir uppbyggingu á atvinnustarfsemi. Nýja raforkuspá, Kerfisáætlun og greiningu á samfélagslegum kostnaði við flutningstakmarkanir má finna á heimasíðu Landsnets. Höfundur er forstöðumaður Kerfisþróunar hjá Landsneti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Orkuskipti Vatnsaflsvirkjanir Jarðhiti Vindorka Mest lesið Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal Skoðun Skoðun Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ungmennahús í Hveragerði Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Nýjar leiðbeiningar WHO um geðheilbrigðismál Kristín Einarsdóttir skrifar Skoðun Treystum við ríkisstjórninni fyrir náttúru Íslands? Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Allt hefur sinn tíma Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hernaðaríhlutun og mannréttindi í Venesúela Volker Türk skrifar Skoðun Er verið að svelta millistéttina til hlýðni? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hættum að setja saklaust fólk í fangelsi Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Orð ársins Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mataræðið – mikilvægur hluti af loftslagslausninni Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Allt skal með varúð vinna Hrafnhildur Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Snjór í Ártúnsbrekku Stefán Pálsson skrifar Sjá meira
Á dögunum kom út í fyrsta skipti Raforkuspá Landsnets. Spáin ásamt tveimur sviðsmyndum gerir grein fyrir því hvernig talið er að raforkumarkaðir geti þróast á Íslandi næstu áratugina miðað við mismunandi innleiðingartíma fullra orkuskipta. Samkvæmt spánni munu orkuskiptin kalla á aukna eftirspurn eftir raforku í takt við það sem þau munu raungerast ásamt því að raforkunotkun heimila, þjónustuaðila og atvinnulífsins mun halda áfram að aukast í svipuðum takti og verið hefur. Allt þetta kallar á talsvert meiri eftirspurn eftir raforku en hægt er að mæta með núverandi vatnsafls- og jarðvarmavirkjunum, þó svo að hægt sé að auka nýtingu þeirra með bættu flutningskerfi. Það er því til mikils að vinna að uppbygging orkuvinnslu gangi í takt við innleiðingu orkuskipta og annarrar þróunar svo að hægt sé að standa við skuldbindingar landsins um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda og langtíma markmið um kolefnishlutleysi samhliða annarri þróun. Er þar bæði átt við uppbyggingu virkjana sem þykja hefðbundnar hér á landi og eins í breytilegum orkugjöfum sem við þekkjum ekki eins vel s.s. vindorku og jafnvel sólarorku seinna meir. Til að þetta gangi eftir er mikilvægt að undirbúnings- og leyfisferli séu þannig uppsett að þau styðji við þessa uppbyggingu og hægi ekki á orkuskiptunum úr hófi fram. Gildir það m.a. um Rammaáætlun, en virkjanir í núverandi nýtingarflokki rammaætlunar hrökkva skammt þegar kemur að orkuþörf til næstu áratuga. Eins er mikilvægt að til staðar séu raunhæf viðmið og regluverk um nýtingu vindorku og jafnvel sólarorku og að leyfisveitingaferli innviðauppbyggingar séu þannig skilgreind að hægt sé að komast áfram með mikilvægar framkvæmdir í raforkukerfinu. Flutningskerfi raforku er lykilþáttur í innleiðingu orkuskipta Til að bregðast við aukinni notkun og framleiðslu á raforku og þá sérstaklega nýjum breytilegum orkugjöfum er mikilvægt að flutningskerfi raforku sé í stakk búið að takast á við það hlutverk sem því er ætlað. Flutningskerfið er að hluta til barns síns tíma og því víða þörf á uppfærslum. Sá hluti þess sem í daglegu tali kallast byggðalínan tengir saman landshluta og hefur síðustu árin ekki náð að þjóna hlutverki sínu sem skyldi vegna takmarkaðrar flutningsgetu. Við þessu hefur verið brugðist og er bygging nýrrar afkastameiri byggðalínu á 220 kV spennu þegar hafinn. Var verkefninu skipt upp í tvo hluta, sá fyrri norður fyrir frá Hvalfirði og austur á land, en sá síðari að ljúka hringtengingu annað hvort með línulögnum suður fyrir Vatnajökul eða þá norður fyrir jökul. Ákvörðun um hvora leiðina skal fara hefur ekki verið tekin ennþá. Fyrstu tvær línurnar norður fyrir hafa þegar verið spennusettar og sjá þær fyrir öruggum og afkastamiklum tengingum á milli Fljótsdalsstöðvar á Héraði og Akureyrar með viðkomu í Kröflu og á Hólasandi. Í undirbúningi, mislangt komnar, eru svo þrjár nýjar 220 kV línur sem munu tengja saman Akureyri og Hvalfjörð með tengipunktum í Blöndu og á Holtavörðuheiði. Í nýrri kerfisáætlun Landsnets sem komin er í samþykktarferli hjá Orkustofnun eru allar þessar þrjár línur á þriggja ára framkvæmdaáætlun fyrirtækisins sem þýðir að framkvæmdir við þær ættu að hefjast fyrir árið 2027 ef allt gengur að óskum við undirbúninginn. Afléttingar flutningstakmarkana auka orkunýtingu Með afkastamiklum línum, sem tengja saman landshluta, skapast tækifæri til betri nýtingar núverandi virkjana en sýnt hefur verið fram á með greiningum að beint þjóðhagslegt tap af flutningstakmörkunum á byggðalínuhringnum hefur numið yfir 5 milljörðum króna í nýlegu slæmu vatnsári. Ný kynslóð byggðalínu mun einnig bæta aðgengi að flutningskerfinu til muna og gildir það bæði um nýja notendur sem og nýjar orkuvinnslueiningar. Til að bregðast við þeirri flutningsþörf sem orkuskiptin og önnur þróun kallar á og kemur fram í nýrri raforkuspá Landsnets hafa uppbyggingaráætlanir verið uppfærðar. Helstu breytingar sem gerðar hafa verið á áætlunum er að nú er gert ráð fyrir að nýjar línur á vesturhluta landsins verið útbúnar með flutningsmeiri leiðurum þannig að þær geti flutt meiri raforku án þess að sjónræn áhrif af þeirra völdum breytist. Uppbygging á landsvísu En það er ekki nægilegt að uppfæra einungis byggðalínuna. Til að markmið um orkuskipti náist er mikilvægt að svæðisbundin uppbygging verði á þann hátt að flutningskerfið standi ekki í vegi fyrir orkuskiptum auk þess sem kerfið þarf að styðja við áform sveitarfélaga um atvinnuuppbyggingu. Á þetta bæði við um bætt aðgengi að orku sem og aukið afhendingaröryggi en í rafvæddu samfélagi framtíðar mun öryggið verða æ mikilvægari þáttur. Í nýrri kerfisáætlun Landsnets má finna drög að áætlun til 20 ára um uppbyggingu kerfisins fyrir alla landshluta. Með þeirri uppbyggingu sem þar er lýst er ljóst að raforkukerfið verður í stakk búið að taka við fullum orkuskiptum auk þess að styðja við byggðaþróun í landinu með auknu aðgengi að innlendri endurnýjanlegri orku fyrir uppbyggingu á atvinnustarfsemi. Nýja raforkuspá, Kerfisáætlun og greiningu á samfélagslegum kostnaði við flutningstakmarkanir má finna á heimasíðu Landsnets. Höfundur er forstöðumaður Kerfisþróunar hjá Landsneti.
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun
Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun
Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun