Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar 11. nóvember 2025 09:03 Nýleg rannsókn Stefáns Hrafns Jónssonar, prófessors við HÍ leiðir í ljós að varla sé byggt það fjölbýlishús á Íslandi sem eigendur upplifi án galla. Í mörgum tilvikum bregðast verktakar vel við og laga það sem að er en í um 40% tilvika bera eigendur kostnaðinn sjálfir. Hann getur hlaupið á milljónum. Umhverfi mannvirkjagerðar hefur verið mótað með pólitískum ákvörðunum sem m.a. fela í sér veikingu eftirlits sem leiðir til þess að lögbundnum lágmarkskröfum við mannvirkjagerð er ekki fullnægt. Þetta er kerfi sem grípur ekki neytendur heldur skilja þá eftir í súpunni þegar fúskið fær að viðgangast. Það þarf ekki að vera þannig og nú hefur Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) unnið mikilvæga vinnu við að ráðast í breytingar sem byggja á þörf. Þörf fyrir breytingar HMS stóð fyrir fróðlegum fundi í gær með þátttöku húsnæðismálaráðherra og nýsköpunar- og háskólaráðherra. Fundurinn snerist fyrst og fremst um niðurstöður kortlagningar á þörf fyrir rannsóknir í mannvirkjagerð og stofnun nýs rannsóknarvettvangs í samvinnu fjölda hagaðila, sem ber heitið BURÐUR. Allir frummælendur töluðu að auki um bráðnauðsynlegt samstarf hagaðila, nauðsyn fyrir miðlun þekkingar og nauðsyn á séríslenskum viðmiðum vegna þess að búum við óblíð náttúruöfl. Annar ráðherranna bætti svo við að þegar hann vann sem arkitekt hefði verið verulega næs að hafa góðan aðgang að gögnum. Staðlar eru hluti löggjafar og leiðbeinandi viðmið um hönnun og gerð mannvirkja Útfærsla á hönnun og byggingu mannvirkja er mikið reglusett með stöðlum. Þar má nefna tugi þolhönnunarstaðla á 9.000 bls sem innleiddir eru frá Evrópu og gerðir lögbundnir með einni setningu í Byggingarreglugerð. Hönnuðum mannvirkja ber því að nota þá. Við þessa staðla eru svo skrifuð 1200-1300 séríslensk ákvæði, af bestu sérfræðingum hér á landi. Það tók að vísu fimm ár að fá þáverandi fagráðherra mannvirkjamála til að gangast við 5-6% af þeim kostnaði sem hlýst af íslenska hluta vinnunnar. Einkaaðilar hikuðu hins vegar ekki við að skuldbinda sig til átta ára til að vinna á sinn kostnað, megnið af því sem út af stóð og leggja þar með bæði til sérfræðiþekkingu og vinnu við að koma í staðlað form, þekkingu um jarðskjálftaheldni, grundun, steypu, stálvirki, timburvirki, orkusparnað, einangrun, raf- og fjarskiptalagnir og loftræsingu svo eitthvað sé nefnt. Staðlar veita þannig aðgang að bestu þekkingu hvers tíma. Talsvert er svo vísað til annarra staðla í Byggingarreglugerðinni sem ýmist eru skyldubundnir eða leiðbeinandi en segja hönnuðum og verktökum til um útfærslu á kröfum við byggingu mannvirkja. Er þar um að ræða staðla sem segja til um birtu, hljóðvist, kröfur til byggingarvara og svo mætti lengi telja. HMS hefur farið með eftirlit með ýmsu af því sem Byggingarreglugerðin gerir kröfur um. Staðlaráð gerði fyrir örfáum árum samning við HMS og fleiri opinberar stofnanir sem sinna markaðsgæslu, um verulega aukið aðgengi að staðlasafninu á mjög hagstæðu verði til að tryggja að stofnunin hefði aðgang að stöðlum sem eftirlit og opinber markaðsgæsla byggði á en HMS taldi sig ekki hafa fjármagn til að kaupa staðla sem verkefni stofnunarinnar eru byggð á. Við það margfaldaðist notkun þessarra stofnana. Stjórnvöld hafa hins vegar ekki svarað spurningunni um það af hverju þeir sem hlíta þurfa löggjöfinni sem vörðuð er stöðlum, hafa ekki aðgang að þeim hluta hennar. Er þá átt við verktaka, hönnuði, eftirlitsaðila, seljendur byggingarvara og alla þá sem koma að mannvirkjagerð. Þar er þó ekki við Staðlaráð að sakast eins og komið verður inn á örlítið síðar. Sögur úr bransanum Undirrituð hefur reynslu af þekkingarleysi erlendra verkamanna sem fengu ekki fræðslu og þjálfun af hálfu vinnuveitanda síns, verktakans, áður en hafist var handa við viðhald og endurgerð. Þar var reyndar um minniháttar kostnað að ræða í samanburði við tólf íbúða blokk í litlu plássi úti á landi þar sem gallar pr. íbúð eru metnir á annan tug milljóna að sögn kunnugra. Það tjón dekka engar tryggingar hér á landi eins og þær myndu gera t.d. í Danmörku. Það er pólitísk ákvörðun í sjálfu sér að búa þannig um hnútana að gefinn sé afsláttur frá lögbundnum kröfum eins og dæmi eru um, að eftirliti sé verulega ábótavant, m.a. vegna sveltistefnu og ganga frá neytendavernd á íbúðamarkaði þannig að venjulegt fólk situr uppi með Svarta Pétur með tilheyrandi álagi, andlegu og fjárhagslegu. Nýtt eftirlit á brauðfótum? Þó í heildina litið sé stofnun BURÐAR risastórt framfaraskref staldra ýmsir hagaðilar við tillögur um að eftirlit í mannvirkjagerð verði framkvæmt af „óháðum skoðunarstofum“. Þetta kann að hljóma vel í eyru fyrsta kastið en þegar við höfum í huga að smæð íslenska markaðarins gerir óhæði mjög fljótt að áhyggjuefni (þeir sem koma að hönnun eða framkvæmd geta ekki haft eftirlit með sjálfum sér eða félögum sínum) þá þarf að staldra við og reisa viðeigandi girðingar til að forðast að hagsmunaárekstrar og skortur á faglegum vinnubrögðum valdi venjulegu fólki tjóni. Þær girðingar bera heitið faggilding og hún byggir á stöðlum. Til samanburðar. Í áratugi hefur verið við lýði faggilt bifreiðaskoðun. Í því felst að úttektaraðferðir skoðunaraðila eru samræmdar og gæði þeirra tryggð. Skoðunarstofur eru þannig í reynd framlenging á eftirliti stjórnvalda með því að bifreiðar séu í ökufæru ástandi. Fantafínt fyrirkomulag sem virkar. Og ef það virkar vegna bifreiða sem kosta nokkrar milljónir, hlýtur það að virka þegar aleiga fólks er undir. Mikilvægið fyrir faggildingu eftirlits í byggingariðnaði liggur í að tryggja jafnræði, meðalhófi, gagnsæi, samræma verkferla og tryggja gæði eftirlitsins, lágmarka svigrúm fyrir túlkanir, tryggja þekkingu skoðunarfólks, og koma í veg fyrir að hið opinbera afhendi eftirlitið aðilum sem mögulega ráða ekki við það og hið opinbera verði af tækifærum til að hafa nokkra stjórn á því. Reynsla af eftirliti sem byggir á túlkunum hlutaðeigandi er ekki góð og eingöngu undir merkjum faggildingar verður t.d. til öruggt rými fyrir nýsköpun í byggingariðnaði. Hvernig er best að gera þetta? Áskorun til húsnæðismálaráðherra Vegna mikils áhuga sem fram kom á fundi HMS, á samstarfi aðila, miðlun gagna og að aðgengi að ýmis konar gögnum sé gott, skora ég á Ingu Sæland, húsnæðismálaráðherra að skoða af alvöru möguleika á að fjármagna aðgengi hagaðila að stöðlum, sem geta tryggt gæði í mannvirkjaiðnaði. Fordæmi eru fyrir því að stjórnvöld í Evrópu geri staðla aðgengilega fyrir innlenda hagaðila, ekki síst skyldubundna staðla. Í því felst risastór yfirlýsing um að stefnt sé að auknum gæðum og öryggi. Verktakar, hönnuðir, seljendur byggingarvara og eftirlitsaðilar myndu fagna slíku framtaki og Staðlaráð er tilbúið að leggja sín lóð á þær vogarskálar. Stöðlun er svo að auki frábær leið til þess að fá hagaðila til að vinna saman að og sammælast um lausnir sem byggja á bestu fáanlegu þekkingu og rannsóknum hverju sinni og eru alltaf svarið við spurningunni „Hvernig er best að gera þetta?“ Með slíku aðgengi væri tryggt að hlutaðeigandi aðilar sem geta bætt gæði í mannvirkjagerð hafi í það minnsta aðgang að viðmiðum og leiðbeiningum um hvernig best er að gera hlutina. Það einfaldar bæði skoðunarstofunum sína vinnu og eftirlit með þeim sjálfum. Það er ástæða fyrir því að þessu kerfi var komið á í Evrópu á sínum tíma. Ekki tilviljun. Ekki bara eitthvað hringl. Það einfaldar, tryggir gagnsæi, jafnræði og meðalhóf og gerir allt öruggara. Í lokin minni ég á að Staðlaráð Íslands eru óháð hagsmunasamtök sem gert er að fjármagna lögbundin verkefni að hluta til með sölu staðla, svo svigrúmið umfram núverandi framlag ráðsins til gæðainnviða á Íslandi, sem einkum felst í að gefa háskólanemendum og opinberum stofnunum staðla fyrir milljónatugi á hverju ári, fer þverrandi. Það væri ánægjulegt ef hljóð og mynd færi saman hjá hinu opinbera. Það er ómöguleiki falinn í því að vilja bæði eiga kökuna og éta hana. En það er svo efni í annan og meiri pistil. Helga Sigrún Harðardóttir, framkvæmdastjóri Staðlaráðs sem jafnframt á sæti í faggildingarráði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helga Sigrún Harðardóttir Byggingariðnaður Mest lesið Jöfn tækifæri og sterkari skólar Birna Gunnlaugsdóttir Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir Skoðun Lífið er soðin ýsa Björg Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Hættum að tala niður til barna og ungmenna Ómar Bragi Stefánsson skrifar Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir skrifar Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Æska mótar lífið – lærdómar af einstæðri langtímarannsókn Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Miðstýring sýslumanns Íslands Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal skrifar Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri og sterkari skólar Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ævintýri á slóðum Vesturfara Karítas Hrundar Pálsdóttir skrifar Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson skrifar Skoðun Lífið er soðin ýsa Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Hagur okkar allra Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Persónuvernd – hvert stefnum við? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Eru mannréttindi martröð? Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Deilan sem afhjúpar tómarúm í vísindum Hafró Svanur Guðmundsson,Altair Agmata skrifar Skoðun Læsisátök Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Eru opinberir starfsmenn ekki íbúar? Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Lesskilningur, lesblinda og lýðræðið Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu skrifar Skoðun Lausnin er bland í poka Hlédís M. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar: Umhyggja og framfarir Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að mæla? Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Nýleg rannsókn Stefáns Hrafns Jónssonar, prófessors við HÍ leiðir í ljós að varla sé byggt það fjölbýlishús á Íslandi sem eigendur upplifi án galla. Í mörgum tilvikum bregðast verktakar vel við og laga það sem að er en í um 40% tilvika bera eigendur kostnaðinn sjálfir. Hann getur hlaupið á milljónum. Umhverfi mannvirkjagerðar hefur verið mótað með pólitískum ákvörðunum sem m.a. fela í sér veikingu eftirlits sem leiðir til þess að lögbundnum lágmarkskröfum við mannvirkjagerð er ekki fullnægt. Þetta er kerfi sem grípur ekki neytendur heldur skilja þá eftir í súpunni þegar fúskið fær að viðgangast. Það þarf ekki að vera þannig og nú hefur Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) unnið mikilvæga vinnu við að ráðast í breytingar sem byggja á þörf. Þörf fyrir breytingar HMS stóð fyrir fróðlegum fundi í gær með þátttöku húsnæðismálaráðherra og nýsköpunar- og háskólaráðherra. Fundurinn snerist fyrst og fremst um niðurstöður kortlagningar á þörf fyrir rannsóknir í mannvirkjagerð og stofnun nýs rannsóknarvettvangs í samvinnu fjölda hagaðila, sem ber heitið BURÐUR. Allir frummælendur töluðu að auki um bráðnauðsynlegt samstarf hagaðila, nauðsyn fyrir miðlun þekkingar og nauðsyn á séríslenskum viðmiðum vegna þess að búum við óblíð náttúruöfl. Annar ráðherranna bætti svo við að þegar hann vann sem arkitekt hefði verið verulega næs að hafa góðan aðgang að gögnum. Staðlar eru hluti löggjafar og leiðbeinandi viðmið um hönnun og gerð mannvirkja Útfærsla á hönnun og byggingu mannvirkja er mikið reglusett með stöðlum. Þar má nefna tugi þolhönnunarstaðla á 9.000 bls sem innleiddir eru frá Evrópu og gerðir lögbundnir með einni setningu í Byggingarreglugerð. Hönnuðum mannvirkja ber því að nota þá. Við þessa staðla eru svo skrifuð 1200-1300 séríslensk ákvæði, af bestu sérfræðingum hér á landi. Það tók að vísu fimm ár að fá þáverandi fagráðherra mannvirkjamála til að gangast við 5-6% af þeim kostnaði sem hlýst af íslenska hluta vinnunnar. Einkaaðilar hikuðu hins vegar ekki við að skuldbinda sig til átta ára til að vinna á sinn kostnað, megnið af því sem út af stóð og leggja þar með bæði til sérfræðiþekkingu og vinnu við að koma í staðlað form, þekkingu um jarðskjálftaheldni, grundun, steypu, stálvirki, timburvirki, orkusparnað, einangrun, raf- og fjarskiptalagnir og loftræsingu svo eitthvað sé nefnt. Staðlar veita þannig aðgang að bestu þekkingu hvers tíma. Talsvert er svo vísað til annarra staðla í Byggingarreglugerðinni sem ýmist eru skyldubundnir eða leiðbeinandi en segja hönnuðum og verktökum til um útfærslu á kröfum við byggingu mannvirkja. Er þar um að ræða staðla sem segja til um birtu, hljóðvist, kröfur til byggingarvara og svo mætti lengi telja. HMS hefur farið með eftirlit með ýmsu af því sem Byggingarreglugerðin gerir kröfur um. Staðlaráð gerði fyrir örfáum árum samning við HMS og fleiri opinberar stofnanir sem sinna markaðsgæslu, um verulega aukið aðgengi að staðlasafninu á mjög hagstæðu verði til að tryggja að stofnunin hefði aðgang að stöðlum sem eftirlit og opinber markaðsgæsla byggði á en HMS taldi sig ekki hafa fjármagn til að kaupa staðla sem verkefni stofnunarinnar eru byggð á. Við það margfaldaðist notkun þessarra stofnana. Stjórnvöld hafa hins vegar ekki svarað spurningunni um það af hverju þeir sem hlíta þurfa löggjöfinni sem vörðuð er stöðlum, hafa ekki aðgang að þeim hluta hennar. Er þá átt við verktaka, hönnuði, eftirlitsaðila, seljendur byggingarvara og alla þá sem koma að mannvirkjagerð. Þar er þó ekki við Staðlaráð að sakast eins og komið verður inn á örlítið síðar. Sögur úr bransanum Undirrituð hefur reynslu af þekkingarleysi erlendra verkamanna sem fengu ekki fræðslu og þjálfun af hálfu vinnuveitanda síns, verktakans, áður en hafist var handa við viðhald og endurgerð. Þar var reyndar um minniháttar kostnað að ræða í samanburði við tólf íbúða blokk í litlu plássi úti á landi þar sem gallar pr. íbúð eru metnir á annan tug milljóna að sögn kunnugra. Það tjón dekka engar tryggingar hér á landi eins og þær myndu gera t.d. í Danmörku. Það er pólitísk ákvörðun í sjálfu sér að búa þannig um hnútana að gefinn sé afsláttur frá lögbundnum kröfum eins og dæmi eru um, að eftirliti sé verulega ábótavant, m.a. vegna sveltistefnu og ganga frá neytendavernd á íbúðamarkaði þannig að venjulegt fólk situr uppi með Svarta Pétur með tilheyrandi álagi, andlegu og fjárhagslegu. Nýtt eftirlit á brauðfótum? Þó í heildina litið sé stofnun BURÐAR risastórt framfaraskref staldra ýmsir hagaðilar við tillögur um að eftirlit í mannvirkjagerð verði framkvæmt af „óháðum skoðunarstofum“. Þetta kann að hljóma vel í eyru fyrsta kastið en þegar við höfum í huga að smæð íslenska markaðarins gerir óhæði mjög fljótt að áhyggjuefni (þeir sem koma að hönnun eða framkvæmd geta ekki haft eftirlit með sjálfum sér eða félögum sínum) þá þarf að staldra við og reisa viðeigandi girðingar til að forðast að hagsmunaárekstrar og skortur á faglegum vinnubrögðum valdi venjulegu fólki tjóni. Þær girðingar bera heitið faggilding og hún byggir á stöðlum. Til samanburðar. Í áratugi hefur verið við lýði faggilt bifreiðaskoðun. Í því felst að úttektaraðferðir skoðunaraðila eru samræmdar og gæði þeirra tryggð. Skoðunarstofur eru þannig í reynd framlenging á eftirliti stjórnvalda með því að bifreiðar séu í ökufæru ástandi. Fantafínt fyrirkomulag sem virkar. Og ef það virkar vegna bifreiða sem kosta nokkrar milljónir, hlýtur það að virka þegar aleiga fólks er undir. Mikilvægið fyrir faggildingu eftirlits í byggingariðnaði liggur í að tryggja jafnræði, meðalhófi, gagnsæi, samræma verkferla og tryggja gæði eftirlitsins, lágmarka svigrúm fyrir túlkanir, tryggja þekkingu skoðunarfólks, og koma í veg fyrir að hið opinbera afhendi eftirlitið aðilum sem mögulega ráða ekki við það og hið opinbera verði af tækifærum til að hafa nokkra stjórn á því. Reynsla af eftirliti sem byggir á túlkunum hlutaðeigandi er ekki góð og eingöngu undir merkjum faggildingar verður t.d. til öruggt rými fyrir nýsköpun í byggingariðnaði. Hvernig er best að gera þetta? Áskorun til húsnæðismálaráðherra Vegna mikils áhuga sem fram kom á fundi HMS, á samstarfi aðila, miðlun gagna og að aðgengi að ýmis konar gögnum sé gott, skora ég á Ingu Sæland, húsnæðismálaráðherra að skoða af alvöru möguleika á að fjármagna aðgengi hagaðila að stöðlum, sem geta tryggt gæði í mannvirkjaiðnaði. Fordæmi eru fyrir því að stjórnvöld í Evrópu geri staðla aðgengilega fyrir innlenda hagaðila, ekki síst skyldubundna staðla. Í því felst risastór yfirlýsing um að stefnt sé að auknum gæðum og öryggi. Verktakar, hönnuðir, seljendur byggingarvara og eftirlitsaðilar myndu fagna slíku framtaki og Staðlaráð er tilbúið að leggja sín lóð á þær vogarskálar. Stöðlun er svo að auki frábær leið til þess að fá hagaðila til að vinna saman að og sammælast um lausnir sem byggja á bestu fáanlegu þekkingu og rannsóknum hverju sinni og eru alltaf svarið við spurningunni „Hvernig er best að gera þetta?“ Með slíku aðgengi væri tryggt að hlutaðeigandi aðilar sem geta bætt gæði í mannvirkjagerð hafi í það minnsta aðgang að viðmiðum og leiðbeiningum um hvernig best er að gera hlutina. Það einfaldar bæði skoðunarstofunum sína vinnu og eftirlit með þeim sjálfum. Það er ástæða fyrir því að þessu kerfi var komið á í Evrópu á sínum tíma. Ekki tilviljun. Ekki bara eitthvað hringl. Það einfaldar, tryggir gagnsæi, jafnræði og meðalhóf og gerir allt öruggara. Í lokin minni ég á að Staðlaráð Íslands eru óháð hagsmunasamtök sem gert er að fjármagna lögbundin verkefni að hluta til með sölu staðla, svo svigrúmið umfram núverandi framlag ráðsins til gæðainnviða á Íslandi, sem einkum felst í að gefa háskólanemendum og opinberum stofnunum staðla fyrir milljónatugi á hverju ári, fer þverrandi. Það væri ánægjulegt ef hljóð og mynd færi saman hjá hinu opinbera. Það er ómöguleiki falinn í því að vilja bæði eiga kökuna og éta hana. En það er svo efni í annan og meiri pistil. Helga Sigrún Harðardóttir, framkvæmdastjóri Staðlaráðs sem jafnframt á sæti í faggildingarráði.
Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun
Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar
Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar
Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu skrifar
Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun
Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun