Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson og Sveinbjörn Claessen skrifa 11. nóvember 2025 11:01 Undirritaðir eru lögmenn sem hafa m.a. annast hagsmunagæslu fyrir slasaða einstaklinga síðastliðin 15 ár. Athygli okkar vakti að í þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar fyrir komandi þing var hvergi vikið að skaðabótalögum nr. 50/1993 sem beitt er við uppgjör bótamála fyrir slasaða einstaklinga, s.s. vegna afleiðinga umferðarslysa. Eitt markmið laganna var að gera reglur þannig úr garði að tjónþoli fái fullar bætur fyrir raunverulegt fjártjón sem hlýst af völdum líkamsmeiðsla. Var frumvarpi til laganna ætlað að leiða til réttlátari niðurstöðu í bótamálum þeirra sem bíða tjón á líkama. Fljótlega eftir gildistöku laganna 1. júlí 1993 fóru að heyrast gagnrýnisraddir um efni þeirra. Barátta einkum fimm lögmanna varð til þess að nauðsynlegar breytingar voru gerðar á lögunum; fyrst árið 1996 þegar aldursstuðli 6. gr. laganna var breytt og árið 1999 þegar stuðlinum var aftur breytt í núverandi stuðul ásamt því að öllum voru tryggð lágmarkslaun vegna uppgjörs bóta fyrir varanlega örorku. Með lögfestingu aldursstuðulsins árið 1999 var stefnt að því að fram næðist sanngjarnari niðurstaða um bætur fyrir fjárhagslegt tjón. Til einfaldra útskýringa er stuðullinn reiknaður út frá sjö ólíkum forsendum á borð við dánar-, örorku- og starfslíkur, 4,5% ársafvöxtunarforsendu, áhrifa tekjuskattsfrelsis o.fl. Áðurnefnd lágmarkslaun laganna voru ákveðin 1.200.000 krónur, eða 85,7% af meðallaunum landverkafólks innan ASÍ árið 1994. Þau laun breytast í samræmi við breytingu lánskjaravísitölu. Þegar grein þessi er rituð í nóvember 2025 jafngildir lágmarkslaunaviðmiðið 4.752.500 krónum. Til samanburðar námu lægstu heildarlaun á íslenskum vinnumarkaði árið 2024 skv. Hagstofunni 6.876.000 krónum. Síðan eru liðin ríflega 26 ár. Á þeim tíma hefur aldursstuðullinn staðið óbreyttur þrátt fyrir að forsendur að baki honum séu gjörbreyttar frá því sem þær voru árið 1999. Stuðullinn ætti að vera hærri en hann er. Aukinheldur er lágmarkslaunaviðmið laganna enn uppreiknað miðað við lánskjaravísitölu. Það sama á reyndar líka við um hámarkslaunaviðmið laganna. Í samhengi hlutanna er bent á að í tilviki einstaklings, sem fellur undir hvorugt viðmiðið, eru bætur reiknaðar eftir meðalheildarlaunum hans þriggja síðustu ára sem uppreiknuð eru m.v. vísitölu launa. Breyting á vísitölu launa er margföld í samanburði við lánskjaravísitöluna. Hækkun lánskjaravísitölu frá 1. júlí 1993 til september 2025 er 391,6% á meðan hækkun launavísitölu er 827,3%. Með öðrum orðum hafa lágmarks- og hámarkslaunaviðmiðin alls ekki hækkað í samræmi við launaþróun. Spurt er: Hafa markmið skaðabótalaga um „réttlátari niðurstöðu“ náðst? Fær einstaklingur fullar bætur fyrir fjártjón sem hlýst af völdum líkamsmeiðsla? Svar undirritaðra er nei. Svar okkar felur alls ekki í sér neinar nýjar fréttir því höfundar leyfa sér að fullyrða að allir þeir, sem á annað borð hafa þekkingu á skaðabótalögum, eru sammála um að löngu sé tímabært að uppfæra aldursstuðul laganna í samræmi við breyttar forsendur íslensks samfélags ásamt því að leiðrétta þau mistök sem gerð voru þegar hámarks- og lágmarkslaun voru tengd við lánskjaravísitölu en ekki vísitölu launa. Svar höfunda er reyndar svo augljóst að árið 2017 fékk dómsmálaráðuneytið Eirík Jónsson, þá prófessor en nú landsréttardómari, til að taka að sér að semja frumvarp um breytingu á skaðabótalögum, einkum – en þó ekki eingöngu – aldursstuðlinum og vísitölutengingar fjárhæða. Frumvarp hans var lagt fram á 148. löggjafarþingi 2017-2018. Með frumvarpinu var aldursstuðullinn uppfærður í samræmi við breyttar þjóðfélagsaðstæður og kveðið á um að hámarks- og lágmarkslaun skyldu breytast í samræmi við breytingar á launavísitölu. Að mati höfunda var um að ræða sjálfsagða og löngu tímabæra breytingu á skaðabótalögum sem höfðu staðið „skökk“ of lengi. Einhverra hluta vegna varð frumvarpið ekki að lögum. Það virðist hreinlega hafa dagað uppi í nefnd. Afleiðingar þessa eru miklar fyrir tjónþola. Útkoman birtist í þeirri staðreynd að slasaðir fá ekki greiddar fullar bætur vegna tjóns síns. Raunveruleikinn er reyndar sá að skaðabætur fyrir varanlega örorku einstaklings á lágmarks- eða hámarkslaunum samkvæmt núgildandi lögum nema ekki einu sinni 50% af þeim bótum sem viðkomandi fengi ef launaviðmiðin væru uppreiknaðar m.v. vísitölu launa. Til viðbótar kemur hinn úrelti aldursstuðull líkt og eftirfarandi dæmi lýsir: Uppgjör bóta 30 ára gamals tjónþola með 12m í árslaun með 10% varanlega örorku: Núgildandi lög: 10% x 12.000.000 x 12,813 = 15.375.600 krónur. Skv. frumvarpi: 10% x 12.000.000 x 15,226 = 18.271.200 krónur. Nú getur hver svarað fyrir sig. Fela núgildandi skaðabótalög í sér „réttar“ bætur til handa tjónþolum. Svar okkar er nei og að okkar mati þarf að breyta lögunum strax. Það vald er í höndum Alþingis og frumvarpið er tilbúið. Á meðan alþingismenn láta þetta ógert hrannast upp skaðabótamál sem gerð eru upp á röngum forsendum. Þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar þarf að endurskoða. Höfundar eru lögmenn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lögmennska Mest lesið Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Opin Þjóðkirkja í sókn Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Ekki stimpla mig! Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Karlar gegn kynbundnu ofbeldi Þorgerður J. Einarsdóttir,Ingólfur Á. Jóhannesson skrifar Skoðun 3.860 börn í Reykjavík nýttu ekki frístundastyrkinn Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aldrei gefast upp Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Að búa til eitthvað úr engu Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Sakborningurinn og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Vinnum hratt og vinnum saman Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Er líf karlmanns 75% af virði lífi konu? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Stafrænt kynferðisofbeldi – jafn alvarlegt og í raunheimum en viðbrögðin minni Drífa Snædal skrifar Skoðun Hröð húsnæðisuppbygging er forgangsatriði nýs meirihluta í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Undirritaðir eru lögmenn sem hafa m.a. annast hagsmunagæslu fyrir slasaða einstaklinga síðastliðin 15 ár. Athygli okkar vakti að í þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar fyrir komandi þing var hvergi vikið að skaðabótalögum nr. 50/1993 sem beitt er við uppgjör bótamála fyrir slasaða einstaklinga, s.s. vegna afleiðinga umferðarslysa. Eitt markmið laganna var að gera reglur þannig úr garði að tjónþoli fái fullar bætur fyrir raunverulegt fjártjón sem hlýst af völdum líkamsmeiðsla. Var frumvarpi til laganna ætlað að leiða til réttlátari niðurstöðu í bótamálum þeirra sem bíða tjón á líkama. Fljótlega eftir gildistöku laganna 1. júlí 1993 fóru að heyrast gagnrýnisraddir um efni þeirra. Barátta einkum fimm lögmanna varð til þess að nauðsynlegar breytingar voru gerðar á lögunum; fyrst árið 1996 þegar aldursstuðli 6. gr. laganna var breytt og árið 1999 þegar stuðlinum var aftur breytt í núverandi stuðul ásamt því að öllum voru tryggð lágmarkslaun vegna uppgjörs bóta fyrir varanlega örorku. Með lögfestingu aldursstuðulsins árið 1999 var stefnt að því að fram næðist sanngjarnari niðurstaða um bætur fyrir fjárhagslegt tjón. Til einfaldra útskýringa er stuðullinn reiknaður út frá sjö ólíkum forsendum á borð við dánar-, örorku- og starfslíkur, 4,5% ársafvöxtunarforsendu, áhrifa tekjuskattsfrelsis o.fl. Áðurnefnd lágmarkslaun laganna voru ákveðin 1.200.000 krónur, eða 85,7% af meðallaunum landverkafólks innan ASÍ árið 1994. Þau laun breytast í samræmi við breytingu lánskjaravísitölu. Þegar grein þessi er rituð í nóvember 2025 jafngildir lágmarkslaunaviðmiðið 4.752.500 krónum. Til samanburðar námu lægstu heildarlaun á íslenskum vinnumarkaði árið 2024 skv. Hagstofunni 6.876.000 krónum. Síðan eru liðin ríflega 26 ár. Á þeim tíma hefur aldursstuðullinn staðið óbreyttur þrátt fyrir að forsendur að baki honum séu gjörbreyttar frá því sem þær voru árið 1999. Stuðullinn ætti að vera hærri en hann er. Aukinheldur er lágmarkslaunaviðmið laganna enn uppreiknað miðað við lánskjaravísitölu. Það sama á reyndar líka við um hámarkslaunaviðmið laganna. Í samhengi hlutanna er bent á að í tilviki einstaklings, sem fellur undir hvorugt viðmiðið, eru bætur reiknaðar eftir meðalheildarlaunum hans þriggja síðustu ára sem uppreiknuð eru m.v. vísitölu launa. Breyting á vísitölu launa er margföld í samanburði við lánskjaravísitöluna. Hækkun lánskjaravísitölu frá 1. júlí 1993 til september 2025 er 391,6% á meðan hækkun launavísitölu er 827,3%. Með öðrum orðum hafa lágmarks- og hámarkslaunaviðmiðin alls ekki hækkað í samræmi við launaþróun. Spurt er: Hafa markmið skaðabótalaga um „réttlátari niðurstöðu“ náðst? Fær einstaklingur fullar bætur fyrir fjártjón sem hlýst af völdum líkamsmeiðsla? Svar undirritaðra er nei. Svar okkar felur alls ekki í sér neinar nýjar fréttir því höfundar leyfa sér að fullyrða að allir þeir, sem á annað borð hafa þekkingu á skaðabótalögum, eru sammála um að löngu sé tímabært að uppfæra aldursstuðul laganna í samræmi við breyttar forsendur íslensks samfélags ásamt því að leiðrétta þau mistök sem gerð voru þegar hámarks- og lágmarkslaun voru tengd við lánskjaravísitölu en ekki vísitölu launa. Svar höfunda er reyndar svo augljóst að árið 2017 fékk dómsmálaráðuneytið Eirík Jónsson, þá prófessor en nú landsréttardómari, til að taka að sér að semja frumvarp um breytingu á skaðabótalögum, einkum – en þó ekki eingöngu – aldursstuðlinum og vísitölutengingar fjárhæða. Frumvarp hans var lagt fram á 148. löggjafarþingi 2017-2018. Með frumvarpinu var aldursstuðullinn uppfærður í samræmi við breyttar þjóðfélagsaðstæður og kveðið á um að hámarks- og lágmarkslaun skyldu breytast í samræmi við breytingar á launavísitölu. Að mati höfunda var um að ræða sjálfsagða og löngu tímabæra breytingu á skaðabótalögum sem höfðu staðið „skökk“ of lengi. Einhverra hluta vegna varð frumvarpið ekki að lögum. Það virðist hreinlega hafa dagað uppi í nefnd. Afleiðingar þessa eru miklar fyrir tjónþola. Útkoman birtist í þeirri staðreynd að slasaðir fá ekki greiddar fullar bætur vegna tjóns síns. Raunveruleikinn er reyndar sá að skaðabætur fyrir varanlega örorku einstaklings á lágmarks- eða hámarkslaunum samkvæmt núgildandi lögum nema ekki einu sinni 50% af þeim bótum sem viðkomandi fengi ef launaviðmiðin væru uppreiknaðar m.v. vísitölu launa. Til viðbótar kemur hinn úrelti aldursstuðull líkt og eftirfarandi dæmi lýsir: Uppgjör bóta 30 ára gamals tjónþola með 12m í árslaun með 10% varanlega örorku: Núgildandi lög: 10% x 12.000.000 x 12,813 = 15.375.600 krónur. Skv. frumvarpi: 10% x 12.000.000 x 15,226 = 18.271.200 krónur. Nú getur hver svarað fyrir sig. Fela núgildandi skaðabótalög í sér „réttar“ bætur til handa tjónþolum. Svar okkar er nei og að okkar mati þarf að breyta lögunum strax. Það vald er í höndum Alþingis og frumvarpið er tilbúið. Á meðan alþingismenn láta þetta ógert hrannast upp skaðabótamál sem gerð eru upp á röngum forsendum. Þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar þarf að endurskoða. Höfundar eru lögmenn.
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar
Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Stafrænt kynferðisofbeldi – jafn alvarlegt og í raunheimum en viðbrögðin minni Drífa Snædal skrifar
Skoðun Hröð húsnæðisuppbygging er forgangsatriði nýs meirihluta í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar