Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar 12. nóvember 2025 20:31 Í gær sótti ég aukaársfund Lífsverks lífeyrissjóðs þar sem kynnt var tillaga um sameiningu við Almenna lífeyrissjóðinn. Í aðdraganda málsins hafa báðir sjóðir haldið kynningarfundi fyrir sjóðfélaga og farið yfir forsendur og kosti sameiningar. Eins og oft gerist eru skiptar skoðanir, og á fundum Lífsverks hefur borið á efasemdum. Spurningin er því: Er þessi sameining ákjósanleg? Samsetning sjóðfélaga Almenni lífeyrissjóðurinn er faggreinasjóður lækna, tæknifræðinga, arkitekta og leiðsögumanna, auk þess sem öðrum er heimil aðild. Lífsverk er faggreinasjóður verkfræðinga og opinn öllum háskólamenntuðum. Starfsumhverfi þessara hópa er svipað, sem endurspeglast í lágri örorkutíðni í báðum sjóðum. Sjóðfélagar eru almennt lítið útsettir fyrir slysum og óhöppum, sem þýðir að sjaldnar reynir á tryggingaþættina (örorku-, maka- og barnalífeyri). Stærstur hluti iðgjalda og ávöxtunar fer til greiðslu ellilífeyris. Samkvæmt síðustu tryggingafræðilegu athugun eru skuldbindingar Almenna lífeyrissjóðsins 89,0% vegna ellilífeyris, 4,1% vegna örorkulífeyris og 3,6% vegna makalífeyris. Hjá Lífsverk eru hlutföllin 87,3%, 2,5% og 6,2%. Áætlaður rekstrarkostnaður er 2,9% af skuldbindingum hjá Almenna og 3,8% hjá Lífsverk. Lífeyrisbyrði Lífeyrisbyrði er hlutfall greidds lífeyris miðað við innborguð iðgjöld. Í samtryggingadeildum beggja lífeyrissjóða hefur lífeyrisbyrðin hækkað verulega undanfarin ár – það leiðir af því að stórir árgangar eru að hefja töku lífeyris og sjóðfélagar eldast. Árið 2024 var lífeyrisbyrði Almenna 50,0% samanborið við 33,1% árið 2015. Hjá Lífsverk var hún 50,9% árið 2024 en 23,4% árið 2015. Hlutfallsaukningin er minni hjá Almenna, sem skýrist að hluta af meiri fjölgun sjóðfélaga þar. Frá 2015 til 2024 fjölgaði sjóðfélögum um 7,5% að meðaltali á ári hjá Almenna en um 3,5% að meðaltali á ári hjá Lífsverk. Samþykktir Samþykktir sjóðanna eru líkar, en nokkur blæbrigðamunur er til staðar. Í Almenna greiða sjóðfélagar 8,5% af launum til öflunar réttinda frá 70 ára aldri, en í Lífsverki er hlutfallið 10% frá 67 ára aldri. Munur er einnig á vægi atkvæða: hjá Lífsverki er það jafnt, en hjá Almenna ræðst það af innistæðu í séreign og virði réttinda í samtryggingu. Í samþykktum Lífsverks er ákvæði (gr. 6.2) um jafnvægi framtíðariðgjalda og skuldbindinga, sem tryggir að réttindi séu jafn verðmæt og iðgjöld. Þar má staða ekki víkja meira en frá -1% til +3%, en hjá Almenna er bilið -5% til +5% (gr. 24.1). Ef af sameiningu verður mætti þrengja þetta bil. Réttindaávinnsla Í báðum sjóðum geta sjóðfélagar flýtt eða frestað töku lífeyris á bilinu 60–80 ára, sem hefur áhrif á greiðslur. Miðað við töku lífeyris hjá Lífsverki við 70 ára aldur er réttindaávinnsla um 1,5% hærri en hjá Almenna. Á fundi Almenna kom fram að réttindaávinnsla muni hækka við sameiningu og líklega verður hún á pari við núverandi ávinnslu hjá Lífsverki. Niðurstaða Ársfundir sameinaðs sjóðs munu vart rúmast í kjallaranum í Verkfræðingahúsi – og það verður missir fyrir þá sem til þekkja. Þrátt fyrir smávægilegan mun á samþykktum eru líkindi í samsetningu sjóðfélaga og réttindaávinnslu sterk rök fyrir sameiningu. Með aukinni áhættudreifingu og væntingum um ábata vegna stærðarhagkvæmni er þetta sameining sem virðist mjög ákjósanleg. Atkvæðagreiðslu lýkur fimmtudaginn 13. nóvember kl. 16:00. Ef þú ert sjóðfélagi þá getur þú greitt atkvæði hér hjá Lífsverki og hér hjá Almenna. Höfundur er verkfræðingur með viðurkenningu Seðlabanka Íslands til að sinna tryggingafræðilegum athugunum lífeyrissjóða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lífeyrissjóðir Mest lesið Að finna upp hjólið! Sigfús Aðaslsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Skóli án aðgreiningar: martraðarkenndur draumur Gunnar Salvarsson Skoðun Íslands fullorðnu synir Hannes Pétursson Skoðun VG á tímamótum Fastir pennar Handboltaangistin Fastir pennar Vinnufriður Eyþór Arnalds Skoðun Hugmyndafræðin skynseminni yfirsterkari Skoðun Þegar Píratar vöruðu okkur við Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Þú borðar lygi Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Njótum hátíðanna Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sjókvíaeldi og framtíð villta laxins Brynjar Arnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: martraðarkenndur draumur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Trump „verður að fá“ Grænland fyrir Elon Musk, ekki vegna þjóðaröryggis Bandaríkjanna Page Wilson skrifar Skoðun Þegar Píratar vöruðu okkur við Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Farsismi Trumps Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Að finna upp hjólið! Sigfús Aðaslsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Sjókvíaeldið: Höfuðstól náttúrunnar fórnað fyrir skammtímagróða Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Um uppbyggingu og starfsemi Arctic Adventures við Skaftafell Ásgeir Baldurs skrifar Skoðun Orkuskipti í orði – ekki á borði Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Fiskeldi til framtíðar Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Dómarar í vitnastúku Hilmar Garðars Þorsteinsson skrifar Skoðun Uppbygging á Blikastöðum Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Skoðun Traust fjarskipti eru þjóðaröryggismál Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Að vilja ekki borga fyrir félagslega þjónustu Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Stóru málin: Börn í leikskólum, ekki á biðlistum Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Ísland einn jaðar á einum stað? Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Ný rannsókn með stórfrétt? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Eru kórallar á leið í sögubækurnar? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Formannsslagur FF – breytingar, samfella og spurningin um forgangsröðun Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Frjálshyggja með fyrirvara Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Apar í fæðingarorlofi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hvaða eðli? Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Við þurfum Dóru Björt í borgarstjórn Íris Stefanía Skúladóttir skrifar Skoðun Samfylking til framtíðar Bjarnveig Birta Bjarnadóttir,Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Steinunni í borgarstjórn Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Drengirnir á matseðlinum Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ó borg, mín borg Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Villtur lax má ekki vera fórnarkostnaður Dagur Fannar Ólafsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Raunsæi eða tálsýn? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í gær sótti ég aukaársfund Lífsverks lífeyrissjóðs þar sem kynnt var tillaga um sameiningu við Almenna lífeyrissjóðinn. Í aðdraganda málsins hafa báðir sjóðir haldið kynningarfundi fyrir sjóðfélaga og farið yfir forsendur og kosti sameiningar. Eins og oft gerist eru skiptar skoðanir, og á fundum Lífsverks hefur borið á efasemdum. Spurningin er því: Er þessi sameining ákjósanleg? Samsetning sjóðfélaga Almenni lífeyrissjóðurinn er faggreinasjóður lækna, tæknifræðinga, arkitekta og leiðsögumanna, auk þess sem öðrum er heimil aðild. Lífsverk er faggreinasjóður verkfræðinga og opinn öllum háskólamenntuðum. Starfsumhverfi þessara hópa er svipað, sem endurspeglast í lágri örorkutíðni í báðum sjóðum. Sjóðfélagar eru almennt lítið útsettir fyrir slysum og óhöppum, sem þýðir að sjaldnar reynir á tryggingaþættina (örorku-, maka- og barnalífeyri). Stærstur hluti iðgjalda og ávöxtunar fer til greiðslu ellilífeyris. Samkvæmt síðustu tryggingafræðilegu athugun eru skuldbindingar Almenna lífeyrissjóðsins 89,0% vegna ellilífeyris, 4,1% vegna örorkulífeyris og 3,6% vegna makalífeyris. Hjá Lífsverk eru hlutföllin 87,3%, 2,5% og 6,2%. Áætlaður rekstrarkostnaður er 2,9% af skuldbindingum hjá Almenna og 3,8% hjá Lífsverk. Lífeyrisbyrði Lífeyrisbyrði er hlutfall greidds lífeyris miðað við innborguð iðgjöld. Í samtryggingadeildum beggja lífeyrissjóða hefur lífeyrisbyrðin hækkað verulega undanfarin ár – það leiðir af því að stórir árgangar eru að hefja töku lífeyris og sjóðfélagar eldast. Árið 2024 var lífeyrisbyrði Almenna 50,0% samanborið við 33,1% árið 2015. Hjá Lífsverk var hún 50,9% árið 2024 en 23,4% árið 2015. Hlutfallsaukningin er minni hjá Almenna, sem skýrist að hluta af meiri fjölgun sjóðfélaga þar. Frá 2015 til 2024 fjölgaði sjóðfélögum um 7,5% að meðaltali á ári hjá Almenna en um 3,5% að meðaltali á ári hjá Lífsverk. Samþykktir Samþykktir sjóðanna eru líkar, en nokkur blæbrigðamunur er til staðar. Í Almenna greiða sjóðfélagar 8,5% af launum til öflunar réttinda frá 70 ára aldri, en í Lífsverki er hlutfallið 10% frá 67 ára aldri. Munur er einnig á vægi atkvæða: hjá Lífsverki er það jafnt, en hjá Almenna ræðst það af innistæðu í séreign og virði réttinda í samtryggingu. Í samþykktum Lífsverks er ákvæði (gr. 6.2) um jafnvægi framtíðariðgjalda og skuldbindinga, sem tryggir að réttindi séu jafn verðmæt og iðgjöld. Þar má staða ekki víkja meira en frá -1% til +3%, en hjá Almenna er bilið -5% til +5% (gr. 24.1). Ef af sameiningu verður mætti þrengja þetta bil. Réttindaávinnsla Í báðum sjóðum geta sjóðfélagar flýtt eða frestað töku lífeyris á bilinu 60–80 ára, sem hefur áhrif á greiðslur. Miðað við töku lífeyris hjá Lífsverki við 70 ára aldur er réttindaávinnsla um 1,5% hærri en hjá Almenna. Á fundi Almenna kom fram að réttindaávinnsla muni hækka við sameiningu og líklega verður hún á pari við núverandi ávinnslu hjá Lífsverki. Niðurstaða Ársfundir sameinaðs sjóðs munu vart rúmast í kjallaranum í Verkfræðingahúsi – og það verður missir fyrir þá sem til þekkja. Þrátt fyrir smávægilegan mun á samþykktum eru líkindi í samsetningu sjóðfélaga og réttindaávinnslu sterk rök fyrir sameiningu. Með aukinni áhættudreifingu og væntingum um ábata vegna stærðarhagkvæmni er þetta sameining sem virðist mjög ákjósanleg. Atkvæðagreiðslu lýkur fimmtudaginn 13. nóvember kl. 16:00. Ef þú ert sjóðfélagi þá getur þú greitt atkvæði hér hjá Lífsverki og hér hjá Almenna. Höfundur er verkfræðingur með viðurkenningu Seðlabanka Íslands til að sinna tryggingafræðilegum athugunum lífeyrissjóða.
Skoðun Trump „verður að fá“ Grænland fyrir Elon Musk, ekki vegna þjóðaröryggis Bandaríkjanna Page Wilson skrifar
Skoðun Sjókvíaeldið: Höfuðstól náttúrunnar fórnað fyrir skammtímagróða Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Formannsslagur FF – breytingar, samfella og spurningin um forgangsröðun Bogi Ragnarsson skrifar
Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar