Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar 11. nóvember 2025 13:00 Bardólarnir eru aftur komnir á kreik. Þeir, harðkjarna aðdáendur Shakespeare, misskilja hlutverk leikstjórans og þar með sambandið milli hefða og hæfileika. Samkvæmt þeim ætti leikstjórinn að beygja sig fyrir þeim dauðu og leyfa textanum að tala sínu máli. Hægt væri að aðhyllast slíkar kenningar ef sá texti sem um ræðir innihéldi einhverjar vísbendingar um hvernig rétt væri að flytja hann. Shakespeare skildi ekki eftir nein viðbótargögn og því erfitt að vita hvenær, ef nokkurn tíma, maður stæði frammi fyrir texta sem talar sínu máli. Hvernig myndu persónurnar hljóma í slíkri uppsetningu? Hvaða hreim myndu þær tileinka sér og hvar væru sérstakar áherslur lagðar? Hvernig eiga leikararnir að bera sig og hverju ættu þeir að klæðast? Hvernig lítur 14. aldar prins út og talar hann einu sinni íslensku? Jafnvel ef höfundurinn væri á lífi til þess að svara þessum spurningum þá er óvíst hvort hann gæti veitt okkur vitrænt svar. Ef hann gæti rétt upp hönd og mótmælt ákveðnum túlkunum á eigin texta er hið gagnstæða jafn líklegt miðað við reynslu okkar af lifandi höfundum. Nýstárlegar túlkanir sem skara frá hans upprunalegu hugmynd gætu komið honum skemmtilega á óvart. Ódrepandi galdur Shakespeare liggur í þeirri staðreynd að ógrynni uppsetninga má inna af hendi upp úr leikritum hans. Fáar þeirra bera mikil líkindi en flestar halda í kjarnann. Fyrst ekki er hægt að vita hvers kyns uppsetning samræmist að mestu leyti upprunalegum ásetningi Shakespeare, er það í höndum leikstjórans að safna saman leikurum sem geta flutt einræðurnar og tjáð með þeim einhverja meiningu, sama hver hún er. Til þess að ná því markmiði gæti leikstjórinn fært verkið yfir á nýja tíma eða leitað marks í nýjum aðstæðum. Málið er að dramatísk túlkun felst í því að ferðast aftur í tíma í leit að merkingarbærum grunni til að byggja á, umbreyta og þýða og að lokum miðla til þeirra lifandi. Árangur er þannig ekki metinn á því að hvaða marki uppsetningin samræmist óþekkjanlegu hugarástandi Shakespeare. Öllu heldur skyldi mæla að hve miklu leyti textinn nú talar með meira og minna skilmerkilegum lífskrafti. Til þess að henda reiður á umræddum lífskrafti gæti vel hentað að setja söguna í samtímabúning eða láta hana gerast á upprunalegu tímaskeiði sögunnar. Við samþykkjum án efasemda hvernig biblíusögur eru þýddar yfir á helgimyndir og sjáum þar ekkert skrýtið. Við upplifum hvorki hégóma né hroka í málaranum sem dregur upp mynd af boðun Krists á miðöldum í flæmskum bæ. Sjálfur Shakespeare dró þannig nýjar myndir upp úr forneskjunni. Honum þótti þær sögur ekki smærri eða verri en hans eigið ímyndunarafl. Shakespeare skildi að eitt af verkefnum listarinnar er að losa sig undan oki tímans og skapa að nýju veröld þar sem hinir dauðu geta talað frjálst við hina lifandi. Með tímanum hafa leikrit Shakespeare hlotið sömu stöðu og goðsögur fyrri tíma. Það eru virðingarverð örlög allra goðsagna að verða fyrir breytingum af hendi þeirra sem þær færa ennþá huggun og næringu. Sagan um Ödipus var til löngu áður en Sófókles breytti henni og þegar Freud flétti söguna inn í kenningar sínar um sálgreiningu þá var hann einfaldlega að bæta við kafla í sögu sem er enn ekki öll. — 13. október 1971 birtist bréf í The Times of London ritað af leikstjóranum Jonathan Miller og var titlað “Til varnar Draumi Peter Brook”. Þá hafði ný uppsetning á Jónsmessunæturdraumi Shakespeare verið sett á fjalirnar í The Royal Shakespeare Company í leikstjórn Peter Brook, eins áhrifamesta leikstjóra tuttugustu aldarinnar. Þar sem bardólarnir eru aftur komnir á kreik sá ég ástæðu til að vekja bréfið úr 50 ára dvala. Margar hliðstæður má finna í uppsetningu Brook á Jónsmessunæturdraumi og viðsnúningi Kolfinnu Nikulásdóttur á Hamlet en líkt og Brook, klæðir Kolfinna klassík eftir Shakespeare í nýjan búning. Eitt og sér telst það ekki til tíðinda enda hefur það verið verkefni leikstjóra sem spreyta sig á Shakespeare allt frá því Draumurinn hans Brook braut blað í leiklistarsögu 20. aldar. Um sama leyti og Brook umbylti Jónsmessunæturdraumi fæddist Hamlet nýrrar kynslóðar. Hamlet í leikstjórn Peter Hall, í líkama David Warner, var túlkaður sem háskólanemi. Sinnulaus og einangraður háskólanemi með sínar heimspekilegu pælingar storkaði þeim áhorfendum sem þekktu hann sem endurreisnarprinsinn frá Danaveldi. Yngri kynslóðin tók hins vegar vel í nemandann Hamlet - þau þekktu hann - hann var þeirra. Hér sýndi uppsetning svart á hvítu kynslóðabil sem hafði myndast í leikhúsinu. Kolfinna Nikulásdóttir klæddi Hamlet í nýjan búning fyrir nýjar kynslóðir en allar kynslóðir eiga skilið að fá sinn Hamlet. Á Litla sviði Borgarleikhússins birtist Hamlet áhorfendum sem leikari, skapari og performer. Hamlet er nefnilega á sama tíma leikari, nemandi og prins en það skondna er að alla þrjá má finna á blaðsíðum Shakespeare. Bardólarnir geta gáð að honum þar. Hamlet í leikstjórn Kolfinnu Nikulásdóttur er á sama tíma lofsöngur og fordæming á leikhúsinu. Líkt og Peter Brook er Kolfinna í einbeittri leit að heilaga leikhúsinu sem hefur það að markmiði að fanga hið ósýnilega og tjá hið ósegjanlega. Kolfinnu tekst ekki að fá textann til að tala sínu máli enda var það aldrei ætlunarverk hennar. Hún setur bardólatríuna í blandara og úr verður höfundaverkið Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur. Höfundur er sviðshöfundur og meistaranemi í leikhús- og performansfræðum og var starfsnemi í Hamlet og því nálægt efninu en nær andanum. Heimildir Berry, Ralph. On Directing Shakespeare. Harper & Row, 1977. Williams, Gary Jay. Our Moonlight Revels: A Midsummer Night’s Dream in the Theatre. University of Iowa Press, 1997. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Leikhús Borgarleikhúsið Menning Mest lesið Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Rangfærslur Viðskiptaráðs Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Opin Þjóðkirkja í sókn Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Ekki stimpla mig! Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Karlar gegn kynbundnu ofbeldi Þorgerður J. Einarsdóttir,Ingólfur Á. Jóhannesson skrifar Skoðun 3.860 börn í Reykjavík nýttu ekki frístundastyrkinn Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aldrei gefast upp Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Að búa til eitthvað úr engu Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Sakborningurinn og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Vinnum hratt og vinnum saman Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Er líf karlmanns 75% af virði lífi konu? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Bardólarnir eru aftur komnir á kreik. Þeir, harðkjarna aðdáendur Shakespeare, misskilja hlutverk leikstjórans og þar með sambandið milli hefða og hæfileika. Samkvæmt þeim ætti leikstjórinn að beygja sig fyrir þeim dauðu og leyfa textanum að tala sínu máli. Hægt væri að aðhyllast slíkar kenningar ef sá texti sem um ræðir innihéldi einhverjar vísbendingar um hvernig rétt væri að flytja hann. Shakespeare skildi ekki eftir nein viðbótargögn og því erfitt að vita hvenær, ef nokkurn tíma, maður stæði frammi fyrir texta sem talar sínu máli. Hvernig myndu persónurnar hljóma í slíkri uppsetningu? Hvaða hreim myndu þær tileinka sér og hvar væru sérstakar áherslur lagðar? Hvernig eiga leikararnir að bera sig og hverju ættu þeir að klæðast? Hvernig lítur 14. aldar prins út og talar hann einu sinni íslensku? Jafnvel ef höfundurinn væri á lífi til þess að svara þessum spurningum þá er óvíst hvort hann gæti veitt okkur vitrænt svar. Ef hann gæti rétt upp hönd og mótmælt ákveðnum túlkunum á eigin texta er hið gagnstæða jafn líklegt miðað við reynslu okkar af lifandi höfundum. Nýstárlegar túlkanir sem skara frá hans upprunalegu hugmynd gætu komið honum skemmtilega á óvart. Ódrepandi galdur Shakespeare liggur í þeirri staðreynd að ógrynni uppsetninga má inna af hendi upp úr leikritum hans. Fáar þeirra bera mikil líkindi en flestar halda í kjarnann. Fyrst ekki er hægt að vita hvers kyns uppsetning samræmist að mestu leyti upprunalegum ásetningi Shakespeare, er það í höndum leikstjórans að safna saman leikurum sem geta flutt einræðurnar og tjáð með þeim einhverja meiningu, sama hver hún er. Til þess að ná því markmiði gæti leikstjórinn fært verkið yfir á nýja tíma eða leitað marks í nýjum aðstæðum. Málið er að dramatísk túlkun felst í því að ferðast aftur í tíma í leit að merkingarbærum grunni til að byggja á, umbreyta og þýða og að lokum miðla til þeirra lifandi. Árangur er þannig ekki metinn á því að hvaða marki uppsetningin samræmist óþekkjanlegu hugarástandi Shakespeare. Öllu heldur skyldi mæla að hve miklu leyti textinn nú talar með meira og minna skilmerkilegum lífskrafti. Til þess að henda reiður á umræddum lífskrafti gæti vel hentað að setja söguna í samtímabúning eða láta hana gerast á upprunalegu tímaskeiði sögunnar. Við samþykkjum án efasemda hvernig biblíusögur eru þýddar yfir á helgimyndir og sjáum þar ekkert skrýtið. Við upplifum hvorki hégóma né hroka í málaranum sem dregur upp mynd af boðun Krists á miðöldum í flæmskum bæ. Sjálfur Shakespeare dró þannig nýjar myndir upp úr forneskjunni. Honum þótti þær sögur ekki smærri eða verri en hans eigið ímyndunarafl. Shakespeare skildi að eitt af verkefnum listarinnar er að losa sig undan oki tímans og skapa að nýju veröld þar sem hinir dauðu geta talað frjálst við hina lifandi. Með tímanum hafa leikrit Shakespeare hlotið sömu stöðu og goðsögur fyrri tíma. Það eru virðingarverð örlög allra goðsagna að verða fyrir breytingum af hendi þeirra sem þær færa ennþá huggun og næringu. Sagan um Ödipus var til löngu áður en Sófókles breytti henni og þegar Freud flétti söguna inn í kenningar sínar um sálgreiningu þá var hann einfaldlega að bæta við kafla í sögu sem er enn ekki öll. — 13. október 1971 birtist bréf í The Times of London ritað af leikstjóranum Jonathan Miller og var titlað “Til varnar Draumi Peter Brook”. Þá hafði ný uppsetning á Jónsmessunæturdraumi Shakespeare verið sett á fjalirnar í The Royal Shakespeare Company í leikstjórn Peter Brook, eins áhrifamesta leikstjóra tuttugustu aldarinnar. Þar sem bardólarnir eru aftur komnir á kreik sá ég ástæðu til að vekja bréfið úr 50 ára dvala. Margar hliðstæður má finna í uppsetningu Brook á Jónsmessunæturdraumi og viðsnúningi Kolfinnu Nikulásdóttur á Hamlet en líkt og Brook, klæðir Kolfinna klassík eftir Shakespeare í nýjan búning. Eitt og sér telst það ekki til tíðinda enda hefur það verið verkefni leikstjóra sem spreyta sig á Shakespeare allt frá því Draumurinn hans Brook braut blað í leiklistarsögu 20. aldar. Um sama leyti og Brook umbylti Jónsmessunæturdraumi fæddist Hamlet nýrrar kynslóðar. Hamlet í leikstjórn Peter Hall, í líkama David Warner, var túlkaður sem háskólanemi. Sinnulaus og einangraður háskólanemi með sínar heimspekilegu pælingar storkaði þeim áhorfendum sem þekktu hann sem endurreisnarprinsinn frá Danaveldi. Yngri kynslóðin tók hins vegar vel í nemandann Hamlet - þau þekktu hann - hann var þeirra. Hér sýndi uppsetning svart á hvítu kynslóðabil sem hafði myndast í leikhúsinu. Kolfinna Nikulásdóttir klæddi Hamlet í nýjan búning fyrir nýjar kynslóðir en allar kynslóðir eiga skilið að fá sinn Hamlet. Á Litla sviði Borgarleikhússins birtist Hamlet áhorfendum sem leikari, skapari og performer. Hamlet er nefnilega á sama tíma leikari, nemandi og prins en það skondna er að alla þrjá má finna á blaðsíðum Shakespeare. Bardólarnir geta gáð að honum þar. Hamlet í leikstjórn Kolfinnu Nikulásdóttur er á sama tíma lofsöngur og fordæming á leikhúsinu. Líkt og Peter Brook er Kolfinna í einbeittri leit að heilaga leikhúsinu sem hefur það að markmiði að fanga hið ósýnilega og tjá hið ósegjanlega. Kolfinnu tekst ekki að fá textann til að tala sínu máli enda var það aldrei ætlunarverk hennar. Hún setur bardólatríuna í blandara og úr verður höfundaverkið Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur. Höfundur er sviðshöfundur og meistaranemi í leikhús- og performansfræðum og var starfsnemi í Hamlet og því nálægt efninu en nær andanum. Heimildir Berry, Ralph. On Directing Shakespeare. Harper & Row, 1977. Williams, Gary Jay. Our Moonlight Revels: A Midsummer Night’s Dream in the Theatre. University of Iowa Press, 1997.
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar
Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar