Uppbygging orkuinnviða er grunnforsenda orkuskipta Gnýr Guðmundsson skrifar 25. ágúst 2023 08:01 Á dögunum kom út í fyrsta skipti Raforkuspá Landsnets. Spáin ásamt tveimur sviðsmyndum gerir grein fyrir því hvernig talið er að raforkumarkaðir geti þróast á Íslandi næstu áratugina miðað við mismunandi innleiðingartíma fullra orkuskipta. Samkvæmt spánni munu orkuskiptin kalla á aukna eftirspurn eftir raforku í takt við það sem þau munu raungerast ásamt því að raforkunotkun heimila, þjónustuaðila og atvinnulífsins mun halda áfram að aukast í svipuðum takti og verið hefur. Allt þetta kallar á talsvert meiri eftirspurn eftir raforku en hægt er að mæta með núverandi vatnsafls- og jarðvarmavirkjunum, þó svo að hægt sé að auka nýtingu þeirra með bættu flutningskerfi. Það er því til mikils að vinna að uppbygging orkuvinnslu gangi í takt við innleiðingu orkuskipta og annarrar þróunar svo að hægt sé að standa við skuldbindingar landsins um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda og langtíma markmið um kolefnishlutleysi samhliða annarri þróun. Er þar bæði átt við uppbyggingu virkjana sem þykja hefðbundnar hér á landi og eins í breytilegum orkugjöfum sem við þekkjum ekki eins vel s.s. vindorku og jafnvel sólarorku seinna meir. Til að þetta gangi eftir er mikilvægt að undirbúnings- og leyfisferli séu þannig uppsett að þau styðji við þessa uppbyggingu og hægi ekki á orkuskiptunum úr hófi fram. Gildir það m.a. um Rammaáætlun, en virkjanir í núverandi nýtingarflokki rammaætlunar hrökkva skammt þegar kemur að orkuþörf til næstu áratuga. Eins er mikilvægt að til staðar séu raunhæf viðmið og regluverk um nýtingu vindorku og jafnvel sólarorku og að leyfisveitingaferli innviðauppbyggingar séu þannig skilgreind að hægt sé að komast áfram með mikilvægar framkvæmdir í raforkukerfinu. Flutningskerfi raforku er lykilþáttur í innleiðingu orkuskipta Til að bregðast við aukinni notkun og framleiðslu á raforku og þá sérstaklega nýjum breytilegum orkugjöfum er mikilvægt að flutningskerfi raforku sé í stakk búið að takast á við það hlutverk sem því er ætlað. Flutningskerfið er að hluta til barns síns tíma og því víða þörf á uppfærslum. Sá hluti þess sem í daglegu tali kallast byggðalínan tengir saman landshluta og hefur síðustu árin ekki náð að þjóna hlutverki sínu sem skyldi vegna takmarkaðrar flutningsgetu. Við þessu hefur verið brugðist og er bygging nýrrar afkastameiri byggðalínu á 220 kV spennu þegar hafinn. Var verkefninu skipt upp í tvo hluta, sá fyrri norður fyrir frá Hvalfirði og austur á land, en sá síðari að ljúka hringtengingu annað hvort með línulögnum suður fyrir Vatnajökul eða þá norður fyrir jökul. Ákvörðun um hvora leiðina skal fara hefur ekki verið tekin ennþá. Fyrstu tvær línurnar norður fyrir hafa þegar verið spennusettar og sjá þær fyrir öruggum og afkastamiklum tengingum á milli Fljótsdalsstöðvar á Héraði og Akureyrar með viðkomu í Kröflu og á Hólasandi. Í undirbúningi, mislangt komnar, eru svo þrjár nýjar 220 kV línur sem munu tengja saman Akureyri og Hvalfjörð með tengipunktum í Blöndu og á Holtavörðuheiði. Í nýrri kerfisáætlun Landsnets sem komin er í samþykktarferli hjá Orkustofnun eru allar þessar þrjár línur á þriggja ára framkvæmdaáætlun fyrirtækisins sem þýðir að framkvæmdir við þær ættu að hefjast fyrir árið 2027 ef allt gengur að óskum við undirbúninginn. Afléttingar flutningstakmarkana auka orkunýtingu Með afkastamiklum línum, sem tengja saman landshluta, skapast tækifæri til betri nýtingar núverandi virkjana en sýnt hefur verið fram á með greiningum að beint þjóðhagslegt tap af flutningstakmörkunum á byggðalínuhringnum hefur numið yfir 5 milljörðum króna í nýlegu slæmu vatnsári. Ný kynslóð byggðalínu mun einnig bæta aðgengi að flutningskerfinu til muna og gildir það bæði um nýja notendur sem og nýjar orkuvinnslueiningar. Til að bregðast við þeirri flutningsþörf sem orkuskiptin og önnur þróun kallar á og kemur fram í nýrri raforkuspá Landsnets hafa uppbyggingaráætlanir verið uppfærðar. Helstu breytingar sem gerðar hafa verið á áætlunum er að nú er gert ráð fyrir að nýjar línur á vesturhluta landsins verið útbúnar með flutningsmeiri leiðurum þannig að þær geti flutt meiri raforku án þess að sjónræn áhrif af þeirra völdum breytist. Uppbygging á landsvísu En það er ekki nægilegt að uppfæra einungis byggðalínuna. Til að markmið um orkuskipti náist er mikilvægt að svæðisbundin uppbygging verði á þann hátt að flutningskerfið standi ekki í vegi fyrir orkuskiptum auk þess sem kerfið þarf að styðja við áform sveitarfélaga um atvinnuuppbyggingu. Á þetta bæði við um bætt aðgengi að orku sem og aukið afhendingaröryggi en í rafvæddu samfélagi framtíðar mun öryggið verða æ mikilvægari þáttur. Í nýrri kerfisáætlun Landsnets má finna drög að áætlun til 20 ára um uppbyggingu kerfisins fyrir alla landshluta. Með þeirri uppbyggingu sem þar er lýst er ljóst að raforkukerfið verður í stakk búið að taka við fullum orkuskiptum auk þess að styðja við byggðaþróun í landinu með auknu aðgengi að innlendri endurnýjanlegri orku fyrir uppbyggingu á atvinnustarfsemi. Nýja raforkuspá, Kerfisáætlun og greiningu á samfélagslegum kostnaði við flutningstakmarkanir má finna á heimasíðu Landsnets. Höfundur er forstöðumaður Kerfisþróunar hjá Landsneti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Orkuskipti Vatnsaflsvirkjanir Jarðhiti Vindorka Mest lesið Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun Skoðun Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Sjá meira
Á dögunum kom út í fyrsta skipti Raforkuspá Landsnets. Spáin ásamt tveimur sviðsmyndum gerir grein fyrir því hvernig talið er að raforkumarkaðir geti þróast á Íslandi næstu áratugina miðað við mismunandi innleiðingartíma fullra orkuskipta. Samkvæmt spánni munu orkuskiptin kalla á aukna eftirspurn eftir raforku í takt við það sem þau munu raungerast ásamt því að raforkunotkun heimila, þjónustuaðila og atvinnulífsins mun halda áfram að aukast í svipuðum takti og verið hefur. Allt þetta kallar á talsvert meiri eftirspurn eftir raforku en hægt er að mæta með núverandi vatnsafls- og jarðvarmavirkjunum, þó svo að hægt sé að auka nýtingu þeirra með bættu flutningskerfi. Það er því til mikils að vinna að uppbygging orkuvinnslu gangi í takt við innleiðingu orkuskipta og annarrar þróunar svo að hægt sé að standa við skuldbindingar landsins um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda og langtíma markmið um kolefnishlutleysi samhliða annarri þróun. Er þar bæði átt við uppbyggingu virkjana sem þykja hefðbundnar hér á landi og eins í breytilegum orkugjöfum sem við þekkjum ekki eins vel s.s. vindorku og jafnvel sólarorku seinna meir. Til að þetta gangi eftir er mikilvægt að undirbúnings- og leyfisferli séu þannig uppsett að þau styðji við þessa uppbyggingu og hægi ekki á orkuskiptunum úr hófi fram. Gildir það m.a. um Rammaáætlun, en virkjanir í núverandi nýtingarflokki rammaætlunar hrökkva skammt þegar kemur að orkuþörf til næstu áratuga. Eins er mikilvægt að til staðar séu raunhæf viðmið og regluverk um nýtingu vindorku og jafnvel sólarorku og að leyfisveitingaferli innviðauppbyggingar séu þannig skilgreind að hægt sé að komast áfram með mikilvægar framkvæmdir í raforkukerfinu. Flutningskerfi raforku er lykilþáttur í innleiðingu orkuskipta Til að bregðast við aukinni notkun og framleiðslu á raforku og þá sérstaklega nýjum breytilegum orkugjöfum er mikilvægt að flutningskerfi raforku sé í stakk búið að takast á við það hlutverk sem því er ætlað. Flutningskerfið er að hluta til barns síns tíma og því víða þörf á uppfærslum. Sá hluti þess sem í daglegu tali kallast byggðalínan tengir saman landshluta og hefur síðustu árin ekki náð að þjóna hlutverki sínu sem skyldi vegna takmarkaðrar flutningsgetu. Við þessu hefur verið brugðist og er bygging nýrrar afkastameiri byggðalínu á 220 kV spennu þegar hafinn. Var verkefninu skipt upp í tvo hluta, sá fyrri norður fyrir frá Hvalfirði og austur á land, en sá síðari að ljúka hringtengingu annað hvort með línulögnum suður fyrir Vatnajökul eða þá norður fyrir jökul. Ákvörðun um hvora leiðina skal fara hefur ekki verið tekin ennþá. Fyrstu tvær línurnar norður fyrir hafa þegar verið spennusettar og sjá þær fyrir öruggum og afkastamiklum tengingum á milli Fljótsdalsstöðvar á Héraði og Akureyrar með viðkomu í Kröflu og á Hólasandi. Í undirbúningi, mislangt komnar, eru svo þrjár nýjar 220 kV línur sem munu tengja saman Akureyri og Hvalfjörð með tengipunktum í Blöndu og á Holtavörðuheiði. Í nýrri kerfisáætlun Landsnets sem komin er í samþykktarferli hjá Orkustofnun eru allar þessar þrjár línur á þriggja ára framkvæmdaáætlun fyrirtækisins sem þýðir að framkvæmdir við þær ættu að hefjast fyrir árið 2027 ef allt gengur að óskum við undirbúninginn. Afléttingar flutningstakmarkana auka orkunýtingu Með afkastamiklum línum, sem tengja saman landshluta, skapast tækifæri til betri nýtingar núverandi virkjana en sýnt hefur verið fram á með greiningum að beint þjóðhagslegt tap af flutningstakmörkunum á byggðalínuhringnum hefur numið yfir 5 milljörðum króna í nýlegu slæmu vatnsári. Ný kynslóð byggðalínu mun einnig bæta aðgengi að flutningskerfinu til muna og gildir það bæði um nýja notendur sem og nýjar orkuvinnslueiningar. Til að bregðast við þeirri flutningsþörf sem orkuskiptin og önnur þróun kallar á og kemur fram í nýrri raforkuspá Landsnets hafa uppbyggingaráætlanir verið uppfærðar. Helstu breytingar sem gerðar hafa verið á áætlunum er að nú er gert ráð fyrir að nýjar línur á vesturhluta landsins verið útbúnar með flutningsmeiri leiðurum þannig að þær geti flutt meiri raforku án þess að sjónræn áhrif af þeirra völdum breytist. Uppbygging á landsvísu En það er ekki nægilegt að uppfæra einungis byggðalínuna. Til að markmið um orkuskipti náist er mikilvægt að svæðisbundin uppbygging verði á þann hátt að flutningskerfið standi ekki í vegi fyrir orkuskiptum auk þess sem kerfið þarf að styðja við áform sveitarfélaga um atvinnuuppbyggingu. Á þetta bæði við um bætt aðgengi að orku sem og aukið afhendingaröryggi en í rafvæddu samfélagi framtíðar mun öryggið verða æ mikilvægari þáttur. Í nýrri kerfisáætlun Landsnets má finna drög að áætlun til 20 ára um uppbyggingu kerfisins fyrir alla landshluta. Með þeirri uppbyggingu sem þar er lýst er ljóst að raforkukerfið verður í stakk búið að taka við fullum orkuskiptum auk þess að styðja við byggðaþróun í landinu með auknu aðgengi að innlendri endurnýjanlegri orku fyrir uppbyggingu á atvinnustarfsemi. Nýja raforkuspá, Kerfisáætlun og greiningu á samfélagslegum kostnaði við flutningstakmarkanir má finna á heimasíðu Landsnets. Höfundur er forstöðumaður Kerfisþróunar hjá Landsneti.
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun