Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar 12. nóvember 2025 17:33 Enn og aftur kemur upp mál hjá okkar litlu þjóð sem veldur sundrungu og fólk þyrpist í fylkingar með og á móti. Nú er það neyðarkall Landsbjargar sem kveikti ólgubál vegna hörundslitar síns. Í réttlátri reiði rís fólk upp og skipar öðrum að skammast sín! Tilfinninga-rússibaninn fær eldsneyti og hendist af stað . . . í leit að friði. Við stjórnumst öll af tilfinningum og viðbrögðum „innri parta“ sem oft eru óttafull egó. Markmið þeirra er að vernda okkur, sama hvað; jafnvel þó það kosti okkur vitið – og suma lífið! Allir okkar partar eiga þakklæti skilið, því þeir hafa haldið okkur á floti gegnum lífsins ólgusjó, en þar sem þeir mótuðust við áföll í barnæsku þá bregðast þeir við eins og börn. Því kalla ég þá stundum óvita - þótt þeir meini vel. Vegna óttasleginna innri parta fer fullorðið fólk í miður skemmtilega sandkassaleiki með þann tilgang að knésetja óvini. Slíkt getur endað með skelfingu. ÓTTINN við að missa öryggi, frið og viðurkenningu veldur því að fólk ræðst á aðra með kjafti og klóm. Betri lausn er til! Hún kallast innri viska og býr í okkur öllum. Til þess að nálgast hana þarf að byrja á að róa sig pínu. Spyrja; bæði sjálfan sig og aðra með forvitni og virðingu: „Hvað hræðist þú svona mikið?“ „Hvað gæti hjálpað þér til að slaka á?“ Og HLUSTA svo á svörin. Reyna að skilja hvaðan fólk kemur. Allar skoðanir ættu að mega heyrast (þær gera það hvort eð er.) Þöggun er hættuleg og sprengir upp traust. Kurteisi, kjarkur og kærleikur þurfa að vera gildin í viðkvæmri umræðu. Ef fólk upplifir ekki virðingu þá fer það í vörn sem ýtir undir árásargirni (þessu lýsa dæmdir glæpamenn.) Ég giska á að rekja megi andspyrnu út í neyðarkallinn til þess að fólk sem er ósátt við innflytjendamál, hafi ekki vitað að verið væri að heiðra minningu björgunarsveitarmanns sem lést við störf/æfingu. Gæti líka byggst á þeim misskilningi og ótta að verið sé að útmá kosti sem einkennt hafa íslenskt samfélag. Hér hefur vaxið ólga vegna hælisleitendamála þar sem fylkingar takast á. Við erum enn það miklir óvitar að telja aðrar skoðanir en okkar eigin stafa af illgirni og heimsku. Reiðin vex á báðum vígstöðvum vegna ótta við að missa öryggi, frið og jafnvel líf sitt - amk. í þeirri mynd sem það er nú. Óttinn við dauðann sýður hreinlega uppúr og friðelskandi þjóð okkar er farin að taka þátt í stríðsvopnakaupum til að drepa ímyndaða óvini í sandkassanum. Andstæðar skoðanir þurfa umræðu og sú umræða þarf að vera málefnanleg en ekki sandkassaleikur. Þetta heitir að byrgja brunninn áður en barnið dettur oní hann. Það eru til myrk eyðileggingaröfl í þessum heimi sem hafa ekki velferð mannkyns að markmiði. Sundrung, græðgi og þjáning er þeirra ástríða og sjokkerandi að sjá hversu vel þeim hefur tekist til. Við þurfum að vakna til vitundar um máttinn sem býr í kærleika okkar, og trúa því að sá kærleikur hefur innsæi og visku sem getur sigrað allt. „ÓTTIST EIGI“ eru mikilvægustu skilaboð Jesú Krists, því án ótta ríkti friður á jörðu. Höfundur er andlegur heilsumarkþjálfi, skapari SMILER, myndlistarkona, og starfaði lengi sem hjúkrunarfræðingur m.a. á bráðageðsviði og sem ljósmóðir á LSH. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björgunarsveitir Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason Skoðun Skoðun Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson skrifar Sjá meira
Enn og aftur kemur upp mál hjá okkar litlu þjóð sem veldur sundrungu og fólk þyrpist í fylkingar með og á móti. Nú er það neyðarkall Landsbjargar sem kveikti ólgubál vegna hörundslitar síns. Í réttlátri reiði rís fólk upp og skipar öðrum að skammast sín! Tilfinninga-rússibaninn fær eldsneyti og hendist af stað . . . í leit að friði. Við stjórnumst öll af tilfinningum og viðbrögðum „innri parta“ sem oft eru óttafull egó. Markmið þeirra er að vernda okkur, sama hvað; jafnvel þó það kosti okkur vitið – og suma lífið! Allir okkar partar eiga þakklæti skilið, því þeir hafa haldið okkur á floti gegnum lífsins ólgusjó, en þar sem þeir mótuðust við áföll í barnæsku þá bregðast þeir við eins og börn. Því kalla ég þá stundum óvita - þótt þeir meini vel. Vegna óttasleginna innri parta fer fullorðið fólk í miður skemmtilega sandkassaleiki með þann tilgang að knésetja óvini. Slíkt getur endað með skelfingu. ÓTTINN við að missa öryggi, frið og viðurkenningu veldur því að fólk ræðst á aðra með kjafti og klóm. Betri lausn er til! Hún kallast innri viska og býr í okkur öllum. Til þess að nálgast hana þarf að byrja á að róa sig pínu. Spyrja; bæði sjálfan sig og aðra með forvitni og virðingu: „Hvað hræðist þú svona mikið?“ „Hvað gæti hjálpað þér til að slaka á?“ Og HLUSTA svo á svörin. Reyna að skilja hvaðan fólk kemur. Allar skoðanir ættu að mega heyrast (þær gera það hvort eð er.) Þöggun er hættuleg og sprengir upp traust. Kurteisi, kjarkur og kærleikur þurfa að vera gildin í viðkvæmri umræðu. Ef fólk upplifir ekki virðingu þá fer það í vörn sem ýtir undir árásargirni (þessu lýsa dæmdir glæpamenn.) Ég giska á að rekja megi andspyrnu út í neyðarkallinn til þess að fólk sem er ósátt við innflytjendamál, hafi ekki vitað að verið væri að heiðra minningu björgunarsveitarmanns sem lést við störf/æfingu. Gæti líka byggst á þeim misskilningi og ótta að verið sé að útmá kosti sem einkennt hafa íslenskt samfélag. Hér hefur vaxið ólga vegna hælisleitendamála þar sem fylkingar takast á. Við erum enn það miklir óvitar að telja aðrar skoðanir en okkar eigin stafa af illgirni og heimsku. Reiðin vex á báðum vígstöðvum vegna ótta við að missa öryggi, frið og jafnvel líf sitt - amk. í þeirri mynd sem það er nú. Óttinn við dauðann sýður hreinlega uppúr og friðelskandi þjóð okkar er farin að taka þátt í stríðsvopnakaupum til að drepa ímyndaða óvini í sandkassanum. Andstæðar skoðanir þurfa umræðu og sú umræða þarf að vera málefnanleg en ekki sandkassaleikur. Þetta heitir að byrgja brunninn áður en barnið dettur oní hann. Það eru til myrk eyðileggingaröfl í þessum heimi sem hafa ekki velferð mannkyns að markmiði. Sundrung, græðgi og þjáning er þeirra ástríða og sjokkerandi að sjá hversu vel þeim hefur tekist til. Við þurfum að vakna til vitundar um máttinn sem býr í kærleika okkar, og trúa því að sá kærleikur hefur innsæi og visku sem getur sigrað allt. „ÓTTIST EIGI“ eru mikilvægustu skilaboð Jesú Krists, því án ótta ríkti friður á jörðu. Höfundur er andlegur heilsumarkþjálfi, skapari SMILER, myndlistarkona, og starfaði lengi sem hjúkrunarfræðingur m.a. á bráðageðsviði og sem ljósmóðir á LSH.
Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun