Um 300 tilvik á tólf mánuðum þar sem árekstri var naumlega forðað Hólmfríður Gísladóttir skrifar 21. ágúst 2023 11:48 Öll stærstu flugfélög Bandaríkjanna koma við sögu í rannsókn New York Times. Getty/Joe Raedle Rannsókn New York Times hefur leitt í ljós að í hverri viku eiga sér stað nokkur tilvik þar sem flugvélar lenda næstum í árekstrum nærri eða á flugvöllum í Bandaríkjunum. Fjörtíu og sex slík atvik áttu sér stað í júlí og um 300 á síðustu tólf mánuðum. Rannsóknin byggir meðal annars á gagnagrunni NASA, opinberum rannsóknarskýrslum og viðtölum við um fimmtíu flugmenn, flugumferðarstjóra og embættismenn. Oftast er um að ræða mannleg mistök en viðmælendur blaðsins sögðu skort á flugumferðastjórum og mikið álag stóran áhættuþátt. Slysin hafa ekki verið bundin við ákveðna flugvelli frekar en aðra og hafa öll stærstu flugfélög Bandaríkjanna komið við sögu. Flugumferðaryfirvöld í Bandaríkjunum segja kerfið þarlendis eitt það öruggasta í heiminum og meira en áratugur er liðinn frá því að fólk lést í flugslysi vestanhafs, þar sem um var að ræða farþegaflugvél. Flugmenn og flugumferðastjórar segja þó gerast svo oft að vélar lenda næstum því saman, til dæmis við flugtak eða í lendingu, að það sé aðeins tímaspursmál þar til stórslys verður. Vandinn er margþættur en þrátt fyrir ítrekaðar ábendingar frá öryggisaðilum hafa fæstir flugvellir tekið í notkun búnað til að varna árekstrum á flugbrautunum. Þá uppfylltu aðeins þrír af 313 stærstu flugvöllum landsins markmið flugmálayfirvalda og stéttarfélags flugumferðarstjóra um mönnun í flugturnum. Samkvæmt umfjöllun New York Times búa þannig margir flugumferðastjórar við það að þurfa að starfa sex daga vikunnar, þrátt fyrir ítrekaðar viðvaranir fjölda opinberra stofnana um að vinnufyrirkomulagið sé til þess fallandi að þeir geti ekki sinnt störfum sínum sem skyldi. Hér má finna ítarlega umfjöllun New York Times. Bandaríkin Fréttir af flugi Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Rannsóknin byggir meðal annars á gagnagrunni NASA, opinberum rannsóknarskýrslum og viðtölum við um fimmtíu flugmenn, flugumferðarstjóra og embættismenn. Oftast er um að ræða mannleg mistök en viðmælendur blaðsins sögðu skort á flugumferðastjórum og mikið álag stóran áhættuþátt. Slysin hafa ekki verið bundin við ákveðna flugvelli frekar en aðra og hafa öll stærstu flugfélög Bandaríkjanna komið við sögu. Flugumferðaryfirvöld í Bandaríkjunum segja kerfið þarlendis eitt það öruggasta í heiminum og meira en áratugur er liðinn frá því að fólk lést í flugslysi vestanhafs, þar sem um var að ræða farþegaflugvél. Flugmenn og flugumferðastjórar segja þó gerast svo oft að vélar lenda næstum því saman, til dæmis við flugtak eða í lendingu, að það sé aðeins tímaspursmál þar til stórslys verður. Vandinn er margþættur en þrátt fyrir ítrekaðar ábendingar frá öryggisaðilum hafa fæstir flugvellir tekið í notkun búnað til að varna árekstrum á flugbrautunum. Þá uppfylltu aðeins þrír af 313 stærstu flugvöllum landsins markmið flugmálayfirvalda og stéttarfélags flugumferðarstjóra um mönnun í flugturnum. Samkvæmt umfjöllun New York Times búa þannig margir flugumferðastjórar við það að þurfa að starfa sex daga vikunnar, þrátt fyrir ítrekaðar viðvaranir fjölda opinberra stofnana um að vinnufyrirkomulagið sé til þess fallandi að þeir geti ekki sinnt störfum sínum sem skyldi. Hér má finna ítarlega umfjöllun New York Times.
Bandaríkin Fréttir af flugi Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira