Biðst afsökunar á ummælum um land fyrir aðild Hólmfríður Gísladóttir skrifar 17. ágúst 2023 08:26 Nató hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem stuðningur bandalagsins við Úkraínu er ítrekaður. epa/Toms Kalnins Stian Jenssen, yfirmaður skrifstofu Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins, hefur beðist afsökunar á ummælum sem hann lét falla á dögunum þar sem hann gaf í skyn að Úkraína gæti bundið enda á átökin með því að láta land af hendi. Ummælin lét Jenssen falla í pallborðsumræðum í Noregi á þriðjudag, þar sem hann sagði viðræður standa yfir milli aðildarríkja Nató um það hvernig binda mætti enda á stríðið í Úkraínu. „Ég held að ein lausn gæti verið sú að Úkraína gæfi eftir land í staðinn fyrir aðild að Nató,“ sagði Jenssen en ítrekaði jafnframt að það væri undir Úkraínu komið að ákveða hvað væri ásættanlegt hvað þetta varðaði. Stjórnvöld í Kænugarði brugðust harkalega við ummælunum eftir að greint var frá þeim í miðlinum VG, sem leitaði viðbragða hjá Jenssen seinna sama dag. Sagðist hann þá iðrast þess hvernig hann hefði varpað hugmyndinni fram, það hefðu verið mistök. Hann dró hana hins vegar ekki til baka og sagði að þegar menn myndu setjast niður og eiga alvöru viðræður um frið í Úkraínu myndi hernaðarleg staða mála, þar á meðal hver hefði yfirráð yfir hvaða landsvæði, óneitanlega hafa úrslitaáhrif á umræddar viðræður. Úkraínumenn hafa verið nokkuð afdráttarlausir í þeirri afstöðu sinni að sigur verði aðeins unninn þegar allt það landsvæði sem tilheyrði Úkraínu áður en Rússar innlimuðu Krímskaga árið 2014 verði aftur undir þeirra stjórn. Mykhailo Podolyak, einn ráðgjafa Vólódímírs Selenskís Úkraínuforseta, var meðal þeirra sem tjáðu sig um ummæli Jenssen og sagði það fáránlega hugmynd að verðlauna Rússa með því að láta Úkraínu gefa frá sér land til að komast undir verndarvæng Nató. Aðeins afgerandi sigur gegn Rússum og stjórnarskipti í Moskvu gætu komið í veg fyrir frekari yfirgang Rússa. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína NATO Mest lesið „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Erlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Innlent Fleiri fréttir Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Sjá meira
Ummælin lét Jenssen falla í pallborðsumræðum í Noregi á þriðjudag, þar sem hann sagði viðræður standa yfir milli aðildarríkja Nató um það hvernig binda mætti enda á stríðið í Úkraínu. „Ég held að ein lausn gæti verið sú að Úkraína gæfi eftir land í staðinn fyrir aðild að Nató,“ sagði Jenssen en ítrekaði jafnframt að það væri undir Úkraínu komið að ákveða hvað væri ásættanlegt hvað þetta varðaði. Stjórnvöld í Kænugarði brugðust harkalega við ummælunum eftir að greint var frá þeim í miðlinum VG, sem leitaði viðbragða hjá Jenssen seinna sama dag. Sagðist hann þá iðrast þess hvernig hann hefði varpað hugmyndinni fram, það hefðu verið mistök. Hann dró hana hins vegar ekki til baka og sagði að þegar menn myndu setjast niður og eiga alvöru viðræður um frið í Úkraínu myndi hernaðarleg staða mála, þar á meðal hver hefði yfirráð yfir hvaða landsvæði, óneitanlega hafa úrslitaáhrif á umræddar viðræður. Úkraínumenn hafa verið nokkuð afdráttarlausir í þeirri afstöðu sinni að sigur verði aðeins unninn þegar allt það landsvæði sem tilheyrði Úkraínu áður en Rússar innlimuðu Krímskaga árið 2014 verði aftur undir þeirra stjórn. Mykhailo Podolyak, einn ráðgjafa Vólódímírs Selenskís Úkraínuforseta, var meðal þeirra sem tjáðu sig um ummæli Jenssen og sagði það fáránlega hugmynd að verðlauna Rússa með því að láta Úkraínu gefa frá sér land til að komast undir verndarvæng Nató. Aðeins afgerandi sigur gegn Rússum og stjórnarskipti í Moskvu gætu komið í veg fyrir frekari yfirgang Rússa.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína NATO Mest lesið „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Erlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Innlent Fleiri fréttir Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Sjá meira