Biðst afsökunar á ummælum um land fyrir aðild Hólmfríður Gísladóttir skrifar 17. ágúst 2023 08:26 Nató hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem stuðningur bandalagsins við Úkraínu er ítrekaður. epa/Toms Kalnins Stian Jenssen, yfirmaður skrifstofu Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins, hefur beðist afsökunar á ummælum sem hann lét falla á dögunum þar sem hann gaf í skyn að Úkraína gæti bundið enda á átökin með því að láta land af hendi. Ummælin lét Jenssen falla í pallborðsumræðum í Noregi á þriðjudag, þar sem hann sagði viðræður standa yfir milli aðildarríkja Nató um það hvernig binda mætti enda á stríðið í Úkraínu. „Ég held að ein lausn gæti verið sú að Úkraína gæfi eftir land í staðinn fyrir aðild að Nató,“ sagði Jenssen en ítrekaði jafnframt að það væri undir Úkraínu komið að ákveða hvað væri ásættanlegt hvað þetta varðaði. Stjórnvöld í Kænugarði brugðust harkalega við ummælunum eftir að greint var frá þeim í miðlinum VG, sem leitaði viðbragða hjá Jenssen seinna sama dag. Sagðist hann þá iðrast þess hvernig hann hefði varpað hugmyndinni fram, það hefðu verið mistök. Hann dró hana hins vegar ekki til baka og sagði að þegar menn myndu setjast niður og eiga alvöru viðræður um frið í Úkraínu myndi hernaðarleg staða mála, þar á meðal hver hefði yfirráð yfir hvaða landsvæði, óneitanlega hafa úrslitaáhrif á umræddar viðræður. Úkraínumenn hafa verið nokkuð afdráttarlausir í þeirri afstöðu sinni að sigur verði aðeins unninn þegar allt það landsvæði sem tilheyrði Úkraínu áður en Rússar innlimuðu Krímskaga árið 2014 verði aftur undir þeirra stjórn. Mykhailo Podolyak, einn ráðgjafa Vólódímírs Selenskís Úkraínuforseta, var meðal þeirra sem tjáðu sig um ummæli Jenssen og sagði það fáránlega hugmynd að verðlauna Rússa með því að láta Úkraínu gefa frá sér land til að komast undir verndarvæng Nató. Aðeins afgerandi sigur gegn Rússum og stjórnarskipti í Moskvu gætu komið í veg fyrir frekari yfirgang Rússa. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína NATO Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Fleiri fréttir Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Sjá meira
Ummælin lét Jenssen falla í pallborðsumræðum í Noregi á þriðjudag, þar sem hann sagði viðræður standa yfir milli aðildarríkja Nató um það hvernig binda mætti enda á stríðið í Úkraínu. „Ég held að ein lausn gæti verið sú að Úkraína gæfi eftir land í staðinn fyrir aðild að Nató,“ sagði Jenssen en ítrekaði jafnframt að það væri undir Úkraínu komið að ákveða hvað væri ásættanlegt hvað þetta varðaði. Stjórnvöld í Kænugarði brugðust harkalega við ummælunum eftir að greint var frá þeim í miðlinum VG, sem leitaði viðbragða hjá Jenssen seinna sama dag. Sagðist hann þá iðrast þess hvernig hann hefði varpað hugmyndinni fram, það hefðu verið mistök. Hann dró hana hins vegar ekki til baka og sagði að þegar menn myndu setjast niður og eiga alvöru viðræður um frið í Úkraínu myndi hernaðarleg staða mála, þar á meðal hver hefði yfirráð yfir hvaða landsvæði, óneitanlega hafa úrslitaáhrif á umræddar viðræður. Úkraínumenn hafa verið nokkuð afdráttarlausir í þeirri afstöðu sinni að sigur verði aðeins unninn þegar allt það landsvæði sem tilheyrði Úkraínu áður en Rússar innlimuðu Krímskaga árið 2014 verði aftur undir þeirra stjórn. Mykhailo Podolyak, einn ráðgjafa Vólódímírs Selenskís Úkraínuforseta, var meðal þeirra sem tjáðu sig um ummæli Jenssen og sagði það fáránlega hugmynd að verðlauna Rússa með því að láta Úkraínu gefa frá sér land til að komast undir verndarvæng Nató. Aðeins afgerandi sigur gegn Rússum og stjórnarskipti í Moskvu gætu komið í veg fyrir frekari yfirgang Rússa.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína NATO Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Fleiri fréttir Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Sjá meira