Maður sakaður um hótanir gegn Biden skotinn til bana af FBI-lögreglunni Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 9. ágúst 2023 23:24 „Það er tími til kominn fyrir eitt eða tvö forsetamorð. Fyrst Joe, síðan Kamala,“ segir í einni af færslum mannsins. AP Karlmaður frá Utah-ríki í Bandaríkjunum sem sakaður er um hótanir gegn Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, var skotinn til bana af bandarísku Alríkislögreglunni (FBI) á heimili sínu í dag, nokkrum klukkustundum áður en Biden lenti í ríkinu. Craig Deleeuw Robertson var skotinn til bana þegar útsendarar FBI reyndu að birta honum leitarheimild á heimili hans í bænum Provo suður af Saltsvatnsborg í Utah um klukkan 6:15 að staðartíma, að því er segir í yfirlýsingu FBI. Robertson var á áttræðisaldri ef marka má samfélagsmiðlareikninga hans. Frekari upplýsingar hafa ekki verið gefnar um atburðinn en hann er til skoðunar innan FBI. Heimildir AP-fréttastofunnar innan lögreglunnar herma að Robertson hafi verið vopnaður þegar hann var skotinn. Robertson hafði birt ógrynni af færslum á samfélagsmiðlum þar sem hann gaf sterklega í skyn að hann ætlaði sér að myrða Biden. Á mánudaginn birti hann færslu þess efnis að hann hefði heyrt að Biden væri á leið til Utah og að því tilefni ætlaði hann að klæða sig í feluliti og dusta rykið af m24 rifflinum sínum. „Í draumum mínum sé ég fyrir mér lík Joe Bidens í dimmu horni bílastæðahúss í Washington DC, liggjandi í blóðpolli með höfuðið afskorið,“ segir í einni færslu. „Það er tími til kominn fyrir eitt eða tvö forsetamorð. Fyrst Joe, síðan Kamala,“ segir í annarri. Færslur Robertson voru ófáar.AP Á þriðjudag var Robertson ákærður fyrir þrjár sakargiftir, þar á meðal fyrir að hafa hótað forsetanum. Þá segir að hann hafi að auki hótað Alvin Gregg héraðssaksóknara í Manhattan, Merrick Garland dómsmálaráðherra og Letitia James, dómsmálaráðherra New York-ríkis, í færslum sínum. „Merrick Garland, heilabilaði væskill, ég er hundrað prósent á móti þungunarrofi. Hvers vegna banka FBI-hugleysingjarnir þínir ekki upp á hjá mér? Veistu, þeir munu deyja,“ sagði í einni þeirra. Fréttin hefur verið uppfærð. Bandaríkin Joe Biden Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Fleiri fréttir Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Sjá meira
Craig Deleeuw Robertson var skotinn til bana þegar útsendarar FBI reyndu að birta honum leitarheimild á heimili hans í bænum Provo suður af Saltsvatnsborg í Utah um klukkan 6:15 að staðartíma, að því er segir í yfirlýsingu FBI. Robertson var á áttræðisaldri ef marka má samfélagsmiðlareikninga hans. Frekari upplýsingar hafa ekki verið gefnar um atburðinn en hann er til skoðunar innan FBI. Heimildir AP-fréttastofunnar innan lögreglunnar herma að Robertson hafi verið vopnaður þegar hann var skotinn. Robertson hafði birt ógrynni af færslum á samfélagsmiðlum þar sem hann gaf sterklega í skyn að hann ætlaði sér að myrða Biden. Á mánudaginn birti hann færslu þess efnis að hann hefði heyrt að Biden væri á leið til Utah og að því tilefni ætlaði hann að klæða sig í feluliti og dusta rykið af m24 rifflinum sínum. „Í draumum mínum sé ég fyrir mér lík Joe Bidens í dimmu horni bílastæðahúss í Washington DC, liggjandi í blóðpolli með höfuðið afskorið,“ segir í einni færslu. „Það er tími til kominn fyrir eitt eða tvö forsetamorð. Fyrst Joe, síðan Kamala,“ segir í annarri. Færslur Robertson voru ófáar.AP Á þriðjudag var Robertson ákærður fyrir þrjár sakargiftir, þar á meðal fyrir að hafa hótað forsetanum. Þá segir að hann hafi að auki hótað Alvin Gregg héraðssaksóknara í Manhattan, Merrick Garland dómsmálaráðherra og Letitia James, dómsmálaráðherra New York-ríkis, í færslum sínum. „Merrick Garland, heilabilaði væskill, ég er hundrað prósent á móti þungunarrofi. Hvers vegna banka FBI-hugleysingjarnir þínir ekki upp á hjá mér? Veistu, þeir munu deyja,“ sagði í einni þeirra. Fréttin hefur verið uppfærð.
Bandaríkin Joe Biden Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Fleiri fréttir Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Sjá meira