Fékk tíu ára dóm fyrir að skjóta Megan Thee Stallion Atli Ísleifsson skrifar 9. ágúst 2023 07:35 Hin 28 ára Megan Thee Stallion (til hægri) lýsti því fyrir dómi í desember á síðasta ári hvernig Tory Lanez (til vinstri) hafi skotið hana í fæturna að loknu sundlaugarpartýi Kylie Jenner í Hollywood Hills þann 12. júlí 2020. AP Kanadíski rapparinn Tory Lanez hefur verið dæmdur í tíu ára fangelsi fyrir að hafa skotið rapparann Megan Thee Stallion í fæturna í Los Angeles árið 2020. AP segir frá því að dómari í Los Angeles hafi kveðið upp dóm í málinu í gær en Tory Lanez hafi áður verið sakfelldur af þremur ákæruliðum sem allir sneru að brotum á vopnalöggjöf. Hinn 31 árs Lanez hefur verið í varðhaldi frá því að hann fundinn sekur af þeim ákæruliðum í desember síðastliðinn. Saksóknari í málinu hafði farið fram á þrettán ára fangelsisdóm yfir Lanez. Hann sagði eftir að niðurstaðan lá fyrir að frægð Megan Thee Stallion hafi gert það að verkum að hægt hafi verið að beina kastljósinu að ofbeldi gegn konum í samfélaginu. Að loknu sundlaugarpartýi Kylie Jenner Hin 28 ára Megan Thee Stallion lýsti því fyrir dómi í desember á síðasta ári hvernig Tory Lanez hafi skotið hana í fæturna að loknu sundlaugarpartýi Kylie Jenner í Hollywood Hills þann 12. júlí 2020. Í frétt BBC segir að fram hafi komið að hin 27 ára Megan Thee Stallion, sem heitir Megan Pete réttu nafni, hafi móðgað Tory Lanez, gert lítið úr tónlistarhæfileikum hans, áður en hún krafðist þess að verða hleypt út úr glæsikerru. Hin þrítugi Lanez, sem heitir Daystar Peterson réttu nafni og hefur átt sjö plötur sem hafa náð einu af tíu efstu sætunum á bandaríska vinsældalistanum á síðustu sjö árum, á svo að hafa skipað henni „dansa“ og skotið fimm skotum að henni. Megan Thee Stallion þurfti að gangast undir aðgerð þar sem brot úr byssukúlum voru fjarlægð. Þau höfðu áður átt í ástarsambandi. Klofningur innan tónlistarsenunnar Megan Thee Stallion sagði einnig fyrir dómi að Lanez hafi boðið henni milljón dala greiðslu gegn því að tilkynna ekki um árásina, þar sem hann hafði þá verið á skilorði vegna vopnalagabrots. Megan Thee Stallion greindi lögreglu upphaflega frá því að hún hafi skorið sig á glerbroti og að það hafi skýrt sárin á fætinum. Fyrir dómi sagðist hún þó hafa logið til að byrja með þar sem hún hafi haft áhyggjur af viðbrögðum lögreglu, sér í lagi vegna umræðunnar um kynþáttahatur innan lögreglunnar sumarið 2020. Málið hefur valdið nokkrum klofningi innan tónlistarsenunnar vestanhafs en á annað hundrað tónlistarmanna, meðal annars rapparinn Iggy Azalea, höfðu ritað dómaranum bréf til stuðnings Lanez, þar biðlað var til dómaranus af láta dóminn verða „ummyndandi“, en ekki „eyðileggja líf“. Bandaríkin Hollywood Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Tory Lanez sakfelldur fyrir að hafa skotið Megan Thee Stallion Kanadíski rapparinn Tory Lanez hefur verið sakfelldur fyrir að hafa skotið rapparann Megan Thee Stallion í fótinn árið 2020. Refsingin gæti numið yfir 22 ára fangelsi. Líklegt er að Lanez verði sendur úr landi. 23. desember 2022 23:52 Lýsti fyrir dómi hvernig hún varð fyrir skotárás af hendi Tory Lanez Bandaríski rapparinn Megan Thee Stallion lýsti fyrir kviðdómi í gær áfallinu sem hún varð fyrir þegar rapparinn Tory Lanez skaut hana í fótinn í júlí 2020. 14. desember 2022 09:10 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Sjá meira
AP segir frá því að dómari í Los Angeles hafi kveðið upp dóm í málinu í gær en Tory Lanez hafi áður verið sakfelldur af þremur ákæruliðum sem allir sneru að brotum á vopnalöggjöf. Hinn 31 árs Lanez hefur verið í varðhaldi frá því að hann fundinn sekur af þeim ákæruliðum í desember síðastliðinn. Saksóknari í málinu hafði farið fram á þrettán ára fangelsisdóm yfir Lanez. Hann sagði eftir að niðurstaðan lá fyrir að frægð Megan Thee Stallion hafi gert það að verkum að hægt hafi verið að beina kastljósinu að ofbeldi gegn konum í samfélaginu. Að loknu sundlaugarpartýi Kylie Jenner Hin 28 ára Megan Thee Stallion lýsti því fyrir dómi í desember á síðasta ári hvernig Tory Lanez hafi skotið hana í fæturna að loknu sundlaugarpartýi Kylie Jenner í Hollywood Hills þann 12. júlí 2020. Í frétt BBC segir að fram hafi komið að hin 27 ára Megan Thee Stallion, sem heitir Megan Pete réttu nafni, hafi móðgað Tory Lanez, gert lítið úr tónlistarhæfileikum hans, áður en hún krafðist þess að verða hleypt út úr glæsikerru. Hin þrítugi Lanez, sem heitir Daystar Peterson réttu nafni og hefur átt sjö plötur sem hafa náð einu af tíu efstu sætunum á bandaríska vinsældalistanum á síðustu sjö árum, á svo að hafa skipað henni „dansa“ og skotið fimm skotum að henni. Megan Thee Stallion þurfti að gangast undir aðgerð þar sem brot úr byssukúlum voru fjarlægð. Þau höfðu áður átt í ástarsambandi. Klofningur innan tónlistarsenunnar Megan Thee Stallion sagði einnig fyrir dómi að Lanez hafi boðið henni milljón dala greiðslu gegn því að tilkynna ekki um árásina, þar sem hann hafði þá verið á skilorði vegna vopnalagabrots. Megan Thee Stallion greindi lögreglu upphaflega frá því að hún hafi skorið sig á glerbroti og að það hafi skýrt sárin á fætinum. Fyrir dómi sagðist hún þó hafa logið til að byrja með þar sem hún hafi haft áhyggjur af viðbrögðum lögreglu, sér í lagi vegna umræðunnar um kynþáttahatur innan lögreglunnar sumarið 2020. Málið hefur valdið nokkrum klofningi innan tónlistarsenunnar vestanhafs en á annað hundrað tónlistarmanna, meðal annars rapparinn Iggy Azalea, höfðu ritað dómaranum bréf til stuðnings Lanez, þar biðlað var til dómaranus af láta dóminn verða „ummyndandi“, en ekki „eyðileggja líf“.
Bandaríkin Hollywood Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Tory Lanez sakfelldur fyrir að hafa skotið Megan Thee Stallion Kanadíski rapparinn Tory Lanez hefur verið sakfelldur fyrir að hafa skotið rapparann Megan Thee Stallion í fótinn árið 2020. Refsingin gæti numið yfir 22 ára fangelsi. Líklegt er að Lanez verði sendur úr landi. 23. desember 2022 23:52 Lýsti fyrir dómi hvernig hún varð fyrir skotárás af hendi Tory Lanez Bandaríski rapparinn Megan Thee Stallion lýsti fyrir kviðdómi í gær áfallinu sem hún varð fyrir þegar rapparinn Tory Lanez skaut hana í fótinn í júlí 2020. 14. desember 2022 09:10 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Sjá meira
Tory Lanez sakfelldur fyrir að hafa skotið Megan Thee Stallion Kanadíski rapparinn Tory Lanez hefur verið sakfelldur fyrir að hafa skotið rapparann Megan Thee Stallion í fótinn árið 2020. Refsingin gæti numið yfir 22 ára fangelsi. Líklegt er að Lanez verði sendur úr landi. 23. desember 2022 23:52
Lýsti fyrir dómi hvernig hún varð fyrir skotárás af hendi Tory Lanez Bandaríski rapparinn Megan Thee Stallion lýsti fyrir kviðdómi í gær áfallinu sem hún varð fyrir þegar rapparinn Tory Lanez skaut hana í fótinn í júlí 2020. 14. desember 2022 09:10