Hvalrekaskattur á bankana kemur til greina Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Ólafur Björn Sverrisson skrifa 8. ágúst 2023 20:06 Lilja Alfreðsdóttir viðskiptaráðherra. vísir/arnar Lilja Alfreðsdóttir viðskiptaráðherra segir koma til greina að leggja svokallaðan hvalrekaskatt á bankana vegna ofurhagnaðar sem má rekja til hærri vaxta. Það liggi þó ekkert fyrir um það innan ríkisstjórnar. Ítölsk stjórnvöld ákváðu í dag að leggja svokallaðan hvalrekaskatt á hagnað banka á þessu ári en skattheimtan mun eingöngu ná til þess hluta hagnaðarins sem er tilkominn vegna vaxtatekna. Verða skatttekjurnar nýttar til að koma til móts við fjölskyldur í landinu sem hafa farið illa út úr ítrekuðum vaxtahækkunum. Hlutabréf í bönkum landsins lækkuðu í dag. Slíkur hvalrekaskattur hefur einnig komið til umræðu hér á landi vegna mikils hagnaðar íslensku bankana. Á fyrri helmingi ársins hagnaðist Íslandsbanki um 12,4 milljarða króna, Arion banki um 13,4 milljarða og Landsbankinn 14,5 milljarða. Háar tekjur bankanna skýrast einkum af hærri vöxtum. Lilja Dögg Alfreðsdóttir viðskiptaráðherra segir það mögulegt að umræddur skattur verði lagður á bankana, þó að engin niðurstaða liggi fyrir um það í ríkisstjórn að svo stöddu. Hún var til viðtals í kvöldfréttum Stöðvar 2: Óvenjulegar aðstæður kalla á óvenjulegar aðgerðir „Ég hef nefnt þetta sem einn af þeim möguleikum sem eru í stöðunni. Við erum að fást við mikla verðbólgu og vextir hafa hækkað gríðarlega og vaxtakostnaður samhliða því. Það sem Ítalir eru að gera núna er að koma til móts við þessa stöðu, hagnaður bankanna hefur aukist um 64 prósent milli ára,“ segir Lilja. „Ég tel að þetta sé eitt af því sem við veðrum að huga að, verði þessi verðbólga áfram og ef við sjáum fram á þennan mikla vaxtamun sem hefur aukist hér á landi. Það er svo mikilvægt að við séum með mörg tæki til að kljást við þessa verðbólgu. Þetta er eitt verkfæri sem við höfum til að koma til móts við heimilin og fyrirtæki í landinu.“ Lilja segir brýnasta verkefnið í hagstjórn landsins að ná verðbólgunni niður á sanngjarnan og eðlilegan hátt. „Nú sjáum við ákveðin lönd í Evrópu grípa til þessa ráðs. Ég minni á að það var breski íhaldsflokkurinn sem setti hvalrekaskatt fyrst á í Evrópu árið 1981.“ Lilja segir þó enga niðurstöðu um hvalrekaskattinn innan ríkisstjórnar enn. „Þegar við erum í óvenjulegum aðstæðum þarf stundum að fara í óvenjulegar aðgerðir.“ Skattar og tollar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Framsóknarflokkurinn Alþingi Efnahagsmál Verðlag Seðlabankinn Íslandsbanki Íslenskir bankar Landsbankinn Arion banki Ítalía Fjármál heimilisins Kjaramál Íslenska krónan Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Fleiri fréttir Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið Sjá meira
Ítölsk stjórnvöld ákváðu í dag að leggja svokallaðan hvalrekaskatt á hagnað banka á þessu ári en skattheimtan mun eingöngu ná til þess hluta hagnaðarins sem er tilkominn vegna vaxtatekna. Verða skatttekjurnar nýttar til að koma til móts við fjölskyldur í landinu sem hafa farið illa út úr ítrekuðum vaxtahækkunum. Hlutabréf í bönkum landsins lækkuðu í dag. Slíkur hvalrekaskattur hefur einnig komið til umræðu hér á landi vegna mikils hagnaðar íslensku bankana. Á fyrri helmingi ársins hagnaðist Íslandsbanki um 12,4 milljarða króna, Arion banki um 13,4 milljarða og Landsbankinn 14,5 milljarða. Háar tekjur bankanna skýrast einkum af hærri vöxtum. Lilja Dögg Alfreðsdóttir viðskiptaráðherra segir það mögulegt að umræddur skattur verði lagður á bankana, þó að engin niðurstaða liggi fyrir um það í ríkisstjórn að svo stöddu. Hún var til viðtals í kvöldfréttum Stöðvar 2: Óvenjulegar aðstæður kalla á óvenjulegar aðgerðir „Ég hef nefnt þetta sem einn af þeim möguleikum sem eru í stöðunni. Við erum að fást við mikla verðbólgu og vextir hafa hækkað gríðarlega og vaxtakostnaður samhliða því. Það sem Ítalir eru að gera núna er að koma til móts við þessa stöðu, hagnaður bankanna hefur aukist um 64 prósent milli ára,“ segir Lilja. „Ég tel að þetta sé eitt af því sem við veðrum að huga að, verði þessi verðbólga áfram og ef við sjáum fram á þennan mikla vaxtamun sem hefur aukist hér á landi. Það er svo mikilvægt að við séum með mörg tæki til að kljást við þessa verðbólgu. Þetta er eitt verkfæri sem við höfum til að koma til móts við heimilin og fyrirtæki í landinu.“ Lilja segir brýnasta verkefnið í hagstjórn landsins að ná verðbólgunni niður á sanngjarnan og eðlilegan hátt. „Nú sjáum við ákveðin lönd í Evrópu grípa til þessa ráðs. Ég minni á að það var breski íhaldsflokkurinn sem setti hvalrekaskatt fyrst á í Evrópu árið 1981.“ Lilja segir þó enga niðurstöðu um hvalrekaskattinn innan ríkisstjórnar enn. „Þegar við erum í óvenjulegum aðstæðum þarf stundum að fara í óvenjulegar aðgerðir.“
Skattar og tollar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Framsóknarflokkurinn Alþingi Efnahagsmál Verðlag Seðlabankinn Íslandsbanki Íslenskir bankar Landsbankinn Arion banki Ítalía Fjármál heimilisins Kjaramál Íslenska krónan Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Fleiri fréttir Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið Sjá meira