Neita að hafa klippt tré til að gera mótmælendum erfiðara um vik Eiður Þór Árnason skrifar 20. júlí 2023 06:00 Mikill hiti hefur haft áhrif á verkfallsaðgerðir handritshöfunda og leikara í Hollywood. Ap/Steven Senne Forsvarsmenn NBC Universal kvikmyndaversins hafna því að hafa snyrt tré á lóð sinni við Universal Studios í þeim tilgangi að gera mótmælendum erfiðara um vik í steikjandi hita. Borgaryfirvöld í Los Angeles hafa gefið út að trjásnyrtingin sé til rannsóknar og til skoðunar hvort fyrirtækið hafi haft heimild til að klippa af trjánum. Handritshöfundar og leikarar sem standa nú í samningaviðræðum við fyrirtækið og hafa lagt niður störf kvarta undan meðferð á röð fíkustrjáa sem veitti þeim skugga frá sólinni. Gert er ráð fyrir því að hiti nái allt að 33 gráðum í Los Angeles í þessari viku. The Guardian greinir frá þessu. Í yfirlýsingu hafna fulltrúar NBC Universal að aðgerðirnar hafi beinst að verkfallsfólki. Trén hafi verið snyrt árlega á þessum tíma og fyrirtækið styðji rétt fólks til mótmæla. Þá standi til að auka skuggavarp á svæðinu. Our Office is investigating the tree trimming that occurred outside Universal Studios where workers, writers, and actors are exercising their right to picket.The trimmed trees are LA City managed street trees.(Before and after photos below) pic.twitter.com/xczw0bTdh9— LA City Controller Kenneth Mejia (@lacontroller) July 19, 2023 Writers Guild of America, stéttarfélag handritshöfunda í Hollywood, og The Screen Actors Guild – American Federation of Television and Radio Artists, stéttarfélag leikara, hafa kvartað yfir því að NBC Universal hafi hafnað óskum þeirra um að tryggja félagsmönnum örugga gönguleið í kringum byggingasvæði á lóð Universal Studios. Þetta hafi skapað hættulegar aðstæður fyrir verkfallsfólk sem hafi neyðst til að vera á annasamri umferðargötu þar sem tveir hafi þegar orðið fyrir bíl. NBC Universal segir í yfirlýsingu að stjórnendur fyrirtækisins telji sig hafa fullnægt lagalegum skyldum sínum gagnvart bandarískri vinnumarkaðslöggjöf. Bandaríkin Hollywood Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Fleiri fréttir Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Sjá meira
Borgaryfirvöld í Los Angeles hafa gefið út að trjásnyrtingin sé til rannsóknar og til skoðunar hvort fyrirtækið hafi haft heimild til að klippa af trjánum. Handritshöfundar og leikarar sem standa nú í samningaviðræðum við fyrirtækið og hafa lagt niður störf kvarta undan meðferð á röð fíkustrjáa sem veitti þeim skugga frá sólinni. Gert er ráð fyrir því að hiti nái allt að 33 gráðum í Los Angeles í þessari viku. The Guardian greinir frá þessu. Í yfirlýsingu hafna fulltrúar NBC Universal að aðgerðirnar hafi beinst að verkfallsfólki. Trén hafi verið snyrt árlega á þessum tíma og fyrirtækið styðji rétt fólks til mótmæla. Þá standi til að auka skuggavarp á svæðinu. Our Office is investigating the tree trimming that occurred outside Universal Studios where workers, writers, and actors are exercising their right to picket.The trimmed trees are LA City managed street trees.(Before and after photos below) pic.twitter.com/xczw0bTdh9— LA City Controller Kenneth Mejia (@lacontroller) July 19, 2023 Writers Guild of America, stéttarfélag handritshöfunda í Hollywood, og The Screen Actors Guild – American Federation of Television and Radio Artists, stéttarfélag leikara, hafa kvartað yfir því að NBC Universal hafi hafnað óskum þeirra um að tryggja félagsmönnum örugga gönguleið í kringum byggingasvæði á lóð Universal Studios. Þetta hafi skapað hættulegar aðstæður fyrir verkfallsfólk sem hafi neyðst til að vera á annasamri umferðargötu þar sem tveir hafi þegar orðið fyrir bíl. NBC Universal segir í yfirlýsingu að stjórnendur fyrirtækisins telji sig hafa fullnægt lagalegum skyldum sínum gagnvart bandarískri vinnumarkaðslöggjöf.
Bandaríkin Hollywood Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Fleiri fréttir Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Sjá meira
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent