Verja klasasprengjusendingar til Úkraínu Samúel Karl Ólason skrifar 8. júlí 2023 14:13 Joe Biden sagðist hafa rætt við marga af bandamönnum Bandaríkjanna, áður en hann tók þá ákvörðun að senda Úkraínumönnum klasasprengjur. AP/Patrick Semansky Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, varði í gær þá ákvörðun sína að senda klasasprengjur til Úkraínu. Hann sagði ákvörðunina erfiða en vopnin eru ólögleg í mörgum löndum heims. Forsetinn sagði að Úkraínumenn þyrftu á skotfærum að halda og að um tímabundna ráðstöfun væri að ræða, þar til framleiðsla sprengikúla fyrir stórskotalið hefði verið aukin. Klasasprengjunum sem um ræðir er skotið með stórskotaliðsvopnum en þær opnast í loftinu og dreifa minni sprengjum, á stærð við hefðbundnar handsprengjur, yfir stórt svæði. Þær voru hannaðar á tímum Kalda stríðsins til að granda fylkingum skrið- og bryndreka og fylkingum fótgönguliða. Hér að neðan má sjá gamalt myndband sem sýnir glögglega hvernig klasasprengjur virka. Hafa ítrekað varpað sprengjum á borgara Sprengjurnar eru mjög umdeildar vegna þess að hluti hinna smærri sprengja springur iðulega ekki. Börn og aðrir hafa orðið fyrir miklum meiðslum eða dauða vegna þessara sprengja mörgum mánuðum eða árum eftir að þeim er varpað. Bandaríkin, Úkraína og Rússland hafa ekki gert slíkar sprengjur ólöglegar en þeim hefur ítrekað verið beitt við innrás Rússa í Úkraínu, af báðum fylkingum. Rússar eru þó taldir hafa notað mun meira af slíkum skotfærum í Úkraínu og hafa ítrekað skotið þeim á byggð ból. Mannréttindasamtökin Human Rights Watch sögðu í skýrslu sem birt var í maí að hundruð óbreyttra borgara hefðu fallið í klasasprengjuárásum Rússa. Í einni slíkri árás dóu minnst 58 og rúmlega hundrað særðust þegar Rússar vörpuðu klasasprengjum úr stýriflaug á lestarstöð í Kramatorsk. Samtökin segja einnig að Úkraínumenn hafi varpað klasasprengjum á byggðir eins og Izium og að óbreyttir borgarar hefðu fallið í þeim árásum. Klasasprengjur eru bannaðar víða um heim vegna þess langavarandi skaða sem sprengjur sem springa ekki geta valdið.AP/Mohammed Zaatari Reyna að takmarka áhrifin Jake Sullivan, þjóðaröryggisráðgjafi Bidens, ítrekaði í gær að Úkraínumenn hefðu beðið um klasasprengjur. Þeir ætluðu að beita þeim í eigin landi við varnir þerra gegn Rússum. Þá ætluðu Úkraínumenn að reyna að takmarka þau áhrif sem sprengjurnar gætu haft á óbreytta borgara. Sullivan sagði Bandaríkjamenn meðvitaða um að óbreyttum borgurum gæti stafað ógn af klasasprengjum. Þess vegna hefðu þeir ekki orðið við beiðnum Úkraínumanna fyrr en nú. Hann sagði borgurum þó einnig stafa ógn af Rússum, ef þeir myndu ná að leggja undir sig meira landsvæði í Úkraínu. Bandaríkjamenn segjast ætla að senda Úkraínumönnum klasasprengjur sem eru mjög skilvirkar, þar sem áætlað er að minna en 2,35 prósent af smærri sprengjunum springi ekki. Allt að fjörutíu prósent klasasprengja Rússa springa ekki við lendingu, samkvæmt yfirvöldum í Bandaríkjunum. Ekki liggur fyrir hve mikið af skotfærum Bandaríkjamenn ætla að senda til Úkraínu en hundruð þúsunda þeirra eru í vopnabúrum herafla Bandaríkjanna. Auk þess að þurfa að eiga við ósprungnar klasasprengjur í framtíðinni, þá þurfa Úkraínumenn einnig að eiga við gífurlegan fjölda jarðsprengja sem lagðar hafa verið á þeim fimm hundruð dögum sem innrás Rússa hefur staðið yfir. Sérstaklega mörgum jarðsprengjum hefur verið dreift um suðurhluta landsins, þar sem Úkraínumenn reyna nú að sækja fram gegn Rússum. Bandaríkin Úkraína Hernaður Innrás Rússa í Úkraínu Joe Biden Tengdar fréttir Heimsótti Snákaeyju eftir fimm hundruð daga stríð Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, fór nýverið til Snákaeyju á Svartahafi þar sem hann minntist þeirra hermanna sem féllu þar í átökum við Rússa. Þá markaði hann að fimm hundruð dagar eru liðnir frá því innrás Rússa í Úkraínu hófst og hét því að frelsa öll þau svæði sem Rússar hafa hernumið. 8. júlí 2023 09:45 Biden sendir Úkraínumönnum klasasprengjur Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur samþykkt að sjá Úkraínumönnum fyrir klasasprengjum, sem eru bannaðar í flestum ríkjum heims. Aðstoðin verður veitt á grundvelli undanþáguákvæðis vegna þjóðaröryggis. 7. júlí 2023 12:19 Rússar þræta eins og venjulega fyrir árás á íbúðabyggð Fimm óbreyttir borgarar féllu og 34 særðust í eldflaugaárás Rússa á íbúðabyggð í Lviv í vesturhluta Úkraínu síðast liðna nótt. Rússar fagna því hins vegar að hafa eytt geymslu fyrir brynvarinn faratæki. 6. júlí 2023 19:21 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Forsetinn sagði að Úkraínumenn þyrftu á skotfærum að halda og að um tímabundna ráðstöfun væri að ræða, þar til framleiðsla sprengikúla fyrir stórskotalið hefði verið aukin. Klasasprengjunum sem um ræðir er skotið með stórskotaliðsvopnum en þær opnast í loftinu og dreifa minni sprengjum, á stærð við hefðbundnar handsprengjur, yfir stórt svæði. Þær voru hannaðar á tímum Kalda stríðsins til að granda fylkingum skrið- og bryndreka og fylkingum fótgönguliða. Hér að neðan má sjá gamalt myndband sem sýnir glögglega hvernig klasasprengjur virka. Hafa ítrekað varpað sprengjum á borgara Sprengjurnar eru mjög umdeildar vegna þess að hluti hinna smærri sprengja springur iðulega ekki. Börn og aðrir hafa orðið fyrir miklum meiðslum eða dauða vegna þessara sprengja mörgum mánuðum eða árum eftir að þeim er varpað. Bandaríkin, Úkraína og Rússland hafa ekki gert slíkar sprengjur ólöglegar en þeim hefur ítrekað verið beitt við innrás Rússa í Úkraínu, af báðum fylkingum. Rússar eru þó taldir hafa notað mun meira af slíkum skotfærum í Úkraínu og hafa ítrekað skotið þeim á byggð ból. Mannréttindasamtökin Human Rights Watch sögðu í skýrslu sem birt var í maí að hundruð óbreyttra borgara hefðu fallið í klasasprengjuárásum Rússa. Í einni slíkri árás dóu minnst 58 og rúmlega hundrað særðust þegar Rússar vörpuðu klasasprengjum úr stýriflaug á lestarstöð í Kramatorsk. Samtökin segja einnig að Úkraínumenn hafi varpað klasasprengjum á byggðir eins og Izium og að óbreyttir borgarar hefðu fallið í þeim árásum. Klasasprengjur eru bannaðar víða um heim vegna þess langavarandi skaða sem sprengjur sem springa ekki geta valdið.AP/Mohammed Zaatari Reyna að takmarka áhrifin Jake Sullivan, þjóðaröryggisráðgjafi Bidens, ítrekaði í gær að Úkraínumenn hefðu beðið um klasasprengjur. Þeir ætluðu að beita þeim í eigin landi við varnir þerra gegn Rússum. Þá ætluðu Úkraínumenn að reyna að takmarka þau áhrif sem sprengjurnar gætu haft á óbreytta borgara. Sullivan sagði Bandaríkjamenn meðvitaða um að óbreyttum borgurum gæti stafað ógn af klasasprengjum. Þess vegna hefðu þeir ekki orðið við beiðnum Úkraínumanna fyrr en nú. Hann sagði borgurum þó einnig stafa ógn af Rússum, ef þeir myndu ná að leggja undir sig meira landsvæði í Úkraínu. Bandaríkjamenn segjast ætla að senda Úkraínumönnum klasasprengjur sem eru mjög skilvirkar, þar sem áætlað er að minna en 2,35 prósent af smærri sprengjunum springi ekki. Allt að fjörutíu prósent klasasprengja Rússa springa ekki við lendingu, samkvæmt yfirvöldum í Bandaríkjunum. Ekki liggur fyrir hve mikið af skotfærum Bandaríkjamenn ætla að senda til Úkraínu en hundruð þúsunda þeirra eru í vopnabúrum herafla Bandaríkjanna. Auk þess að þurfa að eiga við ósprungnar klasasprengjur í framtíðinni, þá þurfa Úkraínumenn einnig að eiga við gífurlegan fjölda jarðsprengja sem lagðar hafa verið á þeim fimm hundruð dögum sem innrás Rússa hefur staðið yfir. Sérstaklega mörgum jarðsprengjum hefur verið dreift um suðurhluta landsins, þar sem Úkraínumenn reyna nú að sækja fram gegn Rússum.
Bandaríkin Úkraína Hernaður Innrás Rússa í Úkraínu Joe Biden Tengdar fréttir Heimsótti Snákaeyju eftir fimm hundruð daga stríð Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, fór nýverið til Snákaeyju á Svartahafi þar sem hann minntist þeirra hermanna sem féllu þar í átökum við Rússa. Þá markaði hann að fimm hundruð dagar eru liðnir frá því innrás Rússa í Úkraínu hófst og hét því að frelsa öll þau svæði sem Rússar hafa hernumið. 8. júlí 2023 09:45 Biden sendir Úkraínumönnum klasasprengjur Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur samþykkt að sjá Úkraínumönnum fyrir klasasprengjum, sem eru bannaðar í flestum ríkjum heims. Aðstoðin verður veitt á grundvelli undanþáguákvæðis vegna þjóðaröryggis. 7. júlí 2023 12:19 Rússar þræta eins og venjulega fyrir árás á íbúðabyggð Fimm óbreyttir borgarar féllu og 34 særðust í eldflaugaárás Rússa á íbúðabyggð í Lviv í vesturhluta Úkraínu síðast liðna nótt. Rússar fagna því hins vegar að hafa eytt geymslu fyrir brynvarinn faratæki. 6. júlí 2023 19:21 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Heimsótti Snákaeyju eftir fimm hundruð daga stríð Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, fór nýverið til Snákaeyju á Svartahafi þar sem hann minntist þeirra hermanna sem féllu þar í átökum við Rússa. Þá markaði hann að fimm hundruð dagar eru liðnir frá því innrás Rússa í Úkraínu hófst og hét því að frelsa öll þau svæði sem Rússar hafa hernumið. 8. júlí 2023 09:45
Biden sendir Úkraínumönnum klasasprengjur Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur samþykkt að sjá Úkraínumönnum fyrir klasasprengjum, sem eru bannaðar í flestum ríkjum heims. Aðstoðin verður veitt á grundvelli undanþáguákvæðis vegna þjóðaröryggis. 7. júlí 2023 12:19
Rússar þræta eins og venjulega fyrir árás á íbúðabyggð Fimm óbreyttir borgarar féllu og 34 særðust í eldflaugaárás Rússa á íbúðabyggð í Lviv í vesturhluta Úkraínu síðast liðna nótt. Rússar fagna því hins vegar að hafa eytt geymslu fyrir brynvarinn faratæki. 6. júlí 2023 19:21