Kafbátaleitaræfing við Ísland umfangsmeiri en áður Samúel Karl Ólason skrifar 12. apríl 2023 16:00 Frá Dynamic Mongoose árið 2015. Æfingin er haldin árlega og snýst um að áhafnir kafbáta, herskipa, flugvéla og þyrla frá mörgum ríkjum NATO vinna saman í því að elta uppi kafbáta. EPA/MARIT HOMMEDAL Árleg kafbátaleitaræfing Atlantshafsbandalagsins mun fara fram í norðanverðu Atlantshafi seinna í þessum mánuði. Æfingin kallast Dynamic Mongoose en þegar hún verður haldin verða fjölmörg herskip og kafbátar við strendur Íslands. Æfingin fer fram á hverju ári. Annað hvert ár er hún haldin við strendur Íslands og hin árin við Noreg. Dynamic Mongoose er meðal annars ætlað að bæta samvinnu innan NATO. Að þessu sinni er æfingin þó umfangsmeiri en áður. Hún mun standa yfir frá 26. apríl til 5. maí og að henni kemur fólk frá ellefu ríkjum. Það eru Bandaríkin, Bretland, Danmörk, Frakkland, Holland, Ísland, Noregur, Portúgal, Pólland, Spánn og Þýskaland. Breski kafbáturinn HMS Triumph er einn þeirra sem leitað verður að við kafbátaleitaræfinguna Dynamic Mongoose 2023.Getty/Barry Batchelor Æfingin felur í sér að áhafnir kafbáta frá Þýskalandi Bandaríkjunum, Bretlandi, Noregi og Þýskalandi munu skiptast á að reyna að fela sig á meðan áhafnir hinna kafbátanna, skipa og flugvéla leita að þeim. Freyja, skip Landhelgisgæslu Íslands, er eitt þeirra sem notað verður við æfinguna. Samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni mun áhöfn Freyju æfa leit og björgun á Dynamic Mongoose. Áhöfn Freyju mun koma að æfingunni í ár.Landhelgisgæslan Hér að neðan má sjá stutt myndband um Dynamic Mongoose í fyrra. Ísland hefur um langt skeið verið mikilvægt NATO varðandi kafbátaleit í norðanverðu Atlantshafi. Mikið er notast við flugvélar til að vakta hafið frá Íslandi en umsvif kafbátaleitar frá Íslandi aukist að undanförnu. Sjá einnig: Kanadamenn taka þátt í kafbátaleit frá Íslandi Bandarískur aðmíráll sagði í samtali við fréttastofu í fyrra að ótvírætt væri að kafbátavirkni hefði farið og færi vaxandi. Ísland gegndi mikilvægu hlutverki vegna landfræðilegrar legu landsins. Annar aðmíráll sem heimsótti Ísland í fyrra sagði Ísland þungamiðju NATO á heimskautinu. Sjá einnig: Ísland gegni enn mikilvægu hlutverki fyrir NATO í Norður-Atlantshafi Spenna hefur aukist á Atlantshafinu á undanförnu ári, eins og víða annarsstaðar, vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Rússneskir sjóliðar standa nú í sambærilegum kafbátaleitaræfingum í Barentshafi. TASS-fréttaveitan sagði frá því í gær að rússneski flotinn sé að æfa samvinnu við kafbátaleit. Í frétt miðilsins segir þó að ekki sé notast við raunverulegan kafbát við æfingarnar. NATO Hernaður Bandaríkin Bretland Danmörk Frakkland Holland Noregur Portúgal Pólland Spánn Þýskaland Rússland Landhelgisgæslan Norðurslóðir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Fleiri fréttir Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Sjá meira
Æfingin fer fram á hverju ári. Annað hvert ár er hún haldin við strendur Íslands og hin árin við Noreg. Dynamic Mongoose er meðal annars ætlað að bæta samvinnu innan NATO. Að þessu sinni er æfingin þó umfangsmeiri en áður. Hún mun standa yfir frá 26. apríl til 5. maí og að henni kemur fólk frá ellefu ríkjum. Það eru Bandaríkin, Bretland, Danmörk, Frakkland, Holland, Ísland, Noregur, Portúgal, Pólland, Spánn og Þýskaland. Breski kafbáturinn HMS Triumph er einn þeirra sem leitað verður að við kafbátaleitaræfinguna Dynamic Mongoose 2023.Getty/Barry Batchelor Æfingin felur í sér að áhafnir kafbáta frá Þýskalandi Bandaríkjunum, Bretlandi, Noregi og Þýskalandi munu skiptast á að reyna að fela sig á meðan áhafnir hinna kafbátanna, skipa og flugvéla leita að þeim. Freyja, skip Landhelgisgæslu Íslands, er eitt þeirra sem notað verður við æfinguna. Samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni mun áhöfn Freyju æfa leit og björgun á Dynamic Mongoose. Áhöfn Freyju mun koma að æfingunni í ár.Landhelgisgæslan Hér að neðan má sjá stutt myndband um Dynamic Mongoose í fyrra. Ísland hefur um langt skeið verið mikilvægt NATO varðandi kafbátaleit í norðanverðu Atlantshafi. Mikið er notast við flugvélar til að vakta hafið frá Íslandi en umsvif kafbátaleitar frá Íslandi aukist að undanförnu. Sjá einnig: Kanadamenn taka þátt í kafbátaleit frá Íslandi Bandarískur aðmíráll sagði í samtali við fréttastofu í fyrra að ótvírætt væri að kafbátavirkni hefði farið og færi vaxandi. Ísland gegndi mikilvægu hlutverki vegna landfræðilegrar legu landsins. Annar aðmíráll sem heimsótti Ísland í fyrra sagði Ísland þungamiðju NATO á heimskautinu. Sjá einnig: Ísland gegni enn mikilvægu hlutverki fyrir NATO í Norður-Atlantshafi Spenna hefur aukist á Atlantshafinu á undanförnu ári, eins og víða annarsstaðar, vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Rússneskir sjóliðar standa nú í sambærilegum kafbátaleitaræfingum í Barentshafi. TASS-fréttaveitan sagði frá því í gær að rússneski flotinn sé að æfa samvinnu við kafbátaleit. Í frétt miðilsins segir þó að ekki sé notast við raunverulegan kafbát við æfingarnar.
NATO Hernaður Bandaríkin Bretland Danmörk Frakkland Holland Noregur Portúgal Pólland Spánn Þýskaland Rússland Landhelgisgæslan Norðurslóðir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Fleiri fréttir Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Sjá meira