Fjármálaáætlun – umbúðir um ekki neitt Guðbrandur Einarsson skrifar 31. mars 2023 09:01 Það voru margir sem biðu óþreyjufullir eftir framlagningu fjármálaáætlunar sem nú hefur litið dagsins ljós. Ástæðurnar fyrir þessum spenningi eru augljósar. Heimilin glíma nú við mestu verðbólgu frá hruni, endurteknar vaxtahækkanir, stóraukna greiðslubyrði lána og mikla hækkun matarverðs. Fólk vonaði að ný fjármálaáætlun myndi bera þess skýr merki að fjármálaráðherra myndi nota ríkisfjármálin til að vinna gegn verðbólgunni og bæta hag heimilanna. Vonbrigðin verða því mikil núna þegar kemur í ljós að það er ekkert í áætluninni bendir til þess að staðan muni eitthvað lagast. Seðlabankinn er áfram skilinn eftir einn með það viðfangsefni að ná verðbólgu niður með þeim árangri að mörg heimili eru að bugast undan stóraukinni greiðslubyrði lána. Það er erfitt að ná utan um hverju þessi fjármálaáætlun á að skila öðru en því að halda sjó. Á tekjuhlið eru það helst að skattar á hreinorkubíla verða hækkaðir, gistináttagjald tekið upp að nýju, skattar á fyrirtæki verða hækkaðir um 1% í eitt ár, endurgreiðsla á VSK verður minnkuð úr 60% í 35% og síðan mjög óljós áform um hækkun auðlindaskatta sem gætu hugsanlega (eða ekki) komið til framkvæmda á seinni hluta fjármálaáætlunar eða þegar þessi ríkisstjórnin verður væntanlega farin frá. Allar þessar aðgerðir eiga að koma til framkvæmda í framtíðinni þótt vandinn sé núna. Margir stjórnarliða höfðu síðustu daga og vikur gefið í skyn að einhverjar breytingar kynnu að vera í vændum. Talað hefur verið um hvalrekaskatt, bankaskatt og hækkun auðlindagjalda, og hafa stjórnarliðar m.a. nefnt það í greinaskrifum að nú þyrftu breiðu bökin að taka á sig auknar byrðar. Ekkert af þessu er að finna í fjármálaáætlun og greinilega ekki á dagskrá ríkistjórnar að fara í slíkar aðgerðir. Ekki er heldur að sjá að verið sé að taka til á útgjaldahlið fjármálaáætlunar. Verið er að hækka aðhaldskröfu á suma málaflokka úr 1% - 2% og skoða á möguleika á að samnýta húsnæði stofnana betur. Þetta dregur eitthvað úr útgjöldum en dugar hvergi nærri til. Tískuorð fjármálaráðherra þessa stundina er frumjöfnuður sem útlit er fyrir að verði jákvæður á þessu ári. Það færi þá betur á því að sá „frumjöfnuður“ héldi sér út tímabil áætlunarinnar en ekki er útlit fyrir það. Síðast voru það „afkomubætandi aðgerðir“ sem voru tískuorðin. Það eru því vonbrigði að ekki sé hægt að finna aðgerðir sem geta hjálpað í baráttunni við verðbólguna og til þess að hjálpa heimilunum í landinu. Það verkefni bíður því næstu ríkisstjórnar hvenær sem það verður. Vonandi verður það sem fyrst. Höfundur er þingmaður Viðreisnar í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðbrandur Einarsson Viðreisn Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Mest lesið Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Sjá meira
Það voru margir sem biðu óþreyjufullir eftir framlagningu fjármálaáætlunar sem nú hefur litið dagsins ljós. Ástæðurnar fyrir þessum spenningi eru augljósar. Heimilin glíma nú við mestu verðbólgu frá hruni, endurteknar vaxtahækkanir, stóraukna greiðslubyrði lána og mikla hækkun matarverðs. Fólk vonaði að ný fjármálaáætlun myndi bera þess skýr merki að fjármálaráðherra myndi nota ríkisfjármálin til að vinna gegn verðbólgunni og bæta hag heimilanna. Vonbrigðin verða því mikil núna þegar kemur í ljós að það er ekkert í áætluninni bendir til þess að staðan muni eitthvað lagast. Seðlabankinn er áfram skilinn eftir einn með það viðfangsefni að ná verðbólgu niður með þeim árangri að mörg heimili eru að bugast undan stóraukinni greiðslubyrði lána. Það er erfitt að ná utan um hverju þessi fjármálaáætlun á að skila öðru en því að halda sjó. Á tekjuhlið eru það helst að skattar á hreinorkubíla verða hækkaðir, gistináttagjald tekið upp að nýju, skattar á fyrirtæki verða hækkaðir um 1% í eitt ár, endurgreiðsla á VSK verður minnkuð úr 60% í 35% og síðan mjög óljós áform um hækkun auðlindaskatta sem gætu hugsanlega (eða ekki) komið til framkvæmda á seinni hluta fjármálaáætlunar eða þegar þessi ríkisstjórnin verður væntanlega farin frá. Allar þessar aðgerðir eiga að koma til framkvæmda í framtíðinni þótt vandinn sé núna. Margir stjórnarliða höfðu síðustu daga og vikur gefið í skyn að einhverjar breytingar kynnu að vera í vændum. Talað hefur verið um hvalrekaskatt, bankaskatt og hækkun auðlindagjalda, og hafa stjórnarliðar m.a. nefnt það í greinaskrifum að nú þyrftu breiðu bökin að taka á sig auknar byrðar. Ekkert af þessu er að finna í fjármálaáætlun og greinilega ekki á dagskrá ríkistjórnar að fara í slíkar aðgerðir. Ekki er heldur að sjá að verið sé að taka til á útgjaldahlið fjármálaáætlunar. Verið er að hækka aðhaldskröfu á suma málaflokka úr 1% - 2% og skoða á möguleika á að samnýta húsnæði stofnana betur. Þetta dregur eitthvað úr útgjöldum en dugar hvergi nærri til. Tískuorð fjármálaráðherra þessa stundina er frumjöfnuður sem útlit er fyrir að verði jákvæður á þessu ári. Það færi þá betur á því að sá „frumjöfnuður“ héldi sér út tímabil áætlunarinnar en ekki er útlit fyrir það. Síðast voru það „afkomubætandi aðgerðir“ sem voru tískuorðin. Það eru því vonbrigði að ekki sé hægt að finna aðgerðir sem geta hjálpað í baráttunni við verðbólguna og til þess að hjálpa heimilunum í landinu. Það verkefni bíður því næstu ríkisstjórnar hvenær sem það verður. Vonandi verður það sem fyrst. Höfundur er þingmaður Viðreisnar í Suðurkjördæmi.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun