3003 Elliði Vignisson skrifar 6. nóvember 2025 10:18 Íbúafjöldi Ölfuss fór nýverið yfir 3.000 manns og stendur nú í 3003. Þessi áfangi er ekki tilviljun heldur afrakstur markvissrar stefnumótunar. Hér var vilji til vaxtar og ljóst að slíkt gæti ekki orðið farsælt nema samhliða fjölmörgum öðrum ákvörðunum og vandaðs undirbúnings. Stór hluti undirbúnings var vegna verðmæta- og atvinnuskapandi verkefna. Án þeirra verður fjölgun vandkvæðum bundin. Ekki síður var þó brýnt að undirbúa fjölgun með innviðaframkvæmdum til að efla þjónustu við bæjarbúa, bæði þá sem fyrir eru og þá sem bætast við. Börnin fyrst Nýr leikskóli, Hraunheimar, opnaði í haust og er byggður til að mæta þörf nýrra íbúa. Meðal annars þeirra sem flytja í íbúðir sem eru nú í byggingu. Það er of seint að byrja að byggja þegar biðlisti er orðinn óviðráðanlegur. Á sama hátt var mikilvægt að efla velferðarþjónustu. Stærsta skrefið þar var að bæta alla stoðþjónustu og stofna nýtt sjálfstætt velferðarsvið í stað byggðarsamlags áður. Að vera fjölskylduvænt velferðarsamfélag snýst ekki um orð, heldur aðgerðir og þjónustu. Virðing við reynsluna Eitt af merkjum þess að maður býr í velferðarsamfélagi má finna í því hvernig búið er að eldri borgurum. Við Egilsbraut 9 í Þorlákshöfn hefur íbúðum fyrir eldriborgara fjölgað verulega, frekari fjölgun hefur verið undirbúin og ný dagþjónusta risin. Einnig hefur félagsstarf og heilsurækt eldri borgara verið efld. Fræðslumál í forgrunni Grunnskólinn í Þorlákshöfn er burðarstoð samfélagsins. Þar hefur um árabil verið unnið afar vandað og gott starf. Það fylgir því mikil ábyrgð að eiga slíkt gæðastarf hjá lykilstofnun. Hröð fjölgun nemenda má ekki gera það að verkum að húsnæði verði hamlandi. Tryggja þarf að húsnæðið haldi í við fjölgun nemenda. Lokahönnun nýrrar álmu fyrir verk- og listgreinar, skólabókasafn og fl. er að ljúka og stefnt er að útboði á næstunni. Húsnæðið á að vera tilbúið áður en skólastarfið líður fyrir húsnæðisskort. Heimili fyrir fólk Byggingar eru ekki steypa, þær eru framtíðar heimili fólks. Án heimila verður ekki velferð. Fjölgun íbúa krefst öflugs lóðaframboðs og íbúðauppbyggingar. Á síðustu 8 árum hefur íbúum fjölgað um tæplega 40% og nú eru 270 íbúðir í byggingu. Það var hægt, vegna þess að skipulagsmál voru hluti af ákvörðun um fjölgun. Í dag eigum við skipulagðar lóðir fyrir 1.118 íbúðir til viðbótar, bæði fjölbýli og sérbýli. Þannig tryggjum við raunverulegt húsnæði fyrir nýja íbúa, án innviðagjalda eða söluhagnaðar á lóðir. Uppbyggjandi samfélag Sé rétt að staðið er hægt að bæta velferð allra samhliða fjölgun íbúa. Aukin velferð fylgir því að búa í samheldnu samfélagi með fleiri þátttakendum í hinum sameiginlega rekstri. Tekin var ákvörðun um að láta uppbyggingu íþrótta- og tómstundaaðstöðu fylgja vexti bæjarins. Nýtt fimleikahús, betri áhorfendaaðstaða, endurbætur á fjölskyldulauginni og auknir styrkir til íþrótta og tómstunda hafa bætt lífsgæði allra. Glæsilegustu vatnsrennibrautir landsins verða svo teknar í notkun á næstu vikum. Lífið er nefnilega ekki bara auðveldara í stækkandi velferðarsamfélagi, það er líka skemmtilegra. Nýr miðbær Hluti af ákvörðun um fjölgun íbúa var að bæta þjónustu, menningu og mannlíf. Þar var nýr miðbær í hjarta Þorlákshafnar einn af lykilþáttum. Fyrstu byggingar hafa nú verið byggðar í miðbænum og á næsta ári er von á framkvæmdum við miðbæjartorgið: hótel, veitingastaðir, menningarhús, verslanir, og já skautasvell. Lífið í vaxandi velferðarsamfélagi á nefnilega að vera skapandi og fullt af leik og gleði. Hamingjan Markviss uppbygging innviða og manneskjumiðuð þjónusta hefur skilað stöðugum vexti án aukinnar álagningar á íbúa og án þess að innviðir hafi gefið eftir. Þetta hefur líka gerst án þess að skuldir hafi verið auknar, án eignasölu og án þess að þörf hafi orðið á því að skerða þjónustu við íbúa. Þvert á móti. Fasteignagjöld hafa t.d. lækkað um 42% á 8 árum, frístundastyrkur barna verið aukin, stuðningur við fatlaða verið bættur og lengi má áfram telja. Á sama tíma er rekstur stöðugur og skuldsetning hófleg. Sveitarfélagið Ölfus, með samhenta bæjarstjórn við stýrið, hyggst halda áfram á sömu braut: að byggja bæ þar sem fólk finnur sér heimili, börn dafna, eldri borgarar njóta virðingar, vinnandi fólk fær kröftum sínum farveg og bæjarbragur iðar af lífskrafti sem sprettur af íþróttum, menningu, samveru og öðrum þroskavænum tækifærum. Þess vegna er hamingjan hér. Höfundur er bæjarstjóri í Ölfusi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elliði Vignisson Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Ölfus Mest lesið Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson skrifar Sjá meira
Íbúafjöldi Ölfuss fór nýverið yfir 3.000 manns og stendur nú í 3003. Þessi áfangi er ekki tilviljun heldur afrakstur markvissrar stefnumótunar. Hér var vilji til vaxtar og ljóst að slíkt gæti ekki orðið farsælt nema samhliða fjölmörgum öðrum ákvörðunum og vandaðs undirbúnings. Stór hluti undirbúnings var vegna verðmæta- og atvinnuskapandi verkefna. Án þeirra verður fjölgun vandkvæðum bundin. Ekki síður var þó brýnt að undirbúa fjölgun með innviðaframkvæmdum til að efla þjónustu við bæjarbúa, bæði þá sem fyrir eru og þá sem bætast við. Börnin fyrst Nýr leikskóli, Hraunheimar, opnaði í haust og er byggður til að mæta þörf nýrra íbúa. Meðal annars þeirra sem flytja í íbúðir sem eru nú í byggingu. Það er of seint að byrja að byggja þegar biðlisti er orðinn óviðráðanlegur. Á sama hátt var mikilvægt að efla velferðarþjónustu. Stærsta skrefið þar var að bæta alla stoðþjónustu og stofna nýtt sjálfstætt velferðarsvið í stað byggðarsamlags áður. Að vera fjölskylduvænt velferðarsamfélag snýst ekki um orð, heldur aðgerðir og þjónustu. Virðing við reynsluna Eitt af merkjum þess að maður býr í velferðarsamfélagi má finna í því hvernig búið er að eldri borgurum. Við Egilsbraut 9 í Þorlákshöfn hefur íbúðum fyrir eldriborgara fjölgað verulega, frekari fjölgun hefur verið undirbúin og ný dagþjónusta risin. Einnig hefur félagsstarf og heilsurækt eldri borgara verið efld. Fræðslumál í forgrunni Grunnskólinn í Þorlákshöfn er burðarstoð samfélagsins. Þar hefur um árabil verið unnið afar vandað og gott starf. Það fylgir því mikil ábyrgð að eiga slíkt gæðastarf hjá lykilstofnun. Hröð fjölgun nemenda má ekki gera það að verkum að húsnæði verði hamlandi. Tryggja þarf að húsnæðið haldi í við fjölgun nemenda. Lokahönnun nýrrar álmu fyrir verk- og listgreinar, skólabókasafn og fl. er að ljúka og stefnt er að útboði á næstunni. Húsnæðið á að vera tilbúið áður en skólastarfið líður fyrir húsnæðisskort. Heimili fyrir fólk Byggingar eru ekki steypa, þær eru framtíðar heimili fólks. Án heimila verður ekki velferð. Fjölgun íbúa krefst öflugs lóðaframboðs og íbúðauppbyggingar. Á síðustu 8 árum hefur íbúum fjölgað um tæplega 40% og nú eru 270 íbúðir í byggingu. Það var hægt, vegna þess að skipulagsmál voru hluti af ákvörðun um fjölgun. Í dag eigum við skipulagðar lóðir fyrir 1.118 íbúðir til viðbótar, bæði fjölbýli og sérbýli. Þannig tryggjum við raunverulegt húsnæði fyrir nýja íbúa, án innviðagjalda eða söluhagnaðar á lóðir. Uppbyggjandi samfélag Sé rétt að staðið er hægt að bæta velferð allra samhliða fjölgun íbúa. Aukin velferð fylgir því að búa í samheldnu samfélagi með fleiri þátttakendum í hinum sameiginlega rekstri. Tekin var ákvörðun um að láta uppbyggingu íþrótta- og tómstundaaðstöðu fylgja vexti bæjarins. Nýtt fimleikahús, betri áhorfendaaðstaða, endurbætur á fjölskyldulauginni og auknir styrkir til íþrótta og tómstunda hafa bætt lífsgæði allra. Glæsilegustu vatnsrennibrautir landsins verða svo teknar í notkun á næstu vikum. Lífið er nefnilega ekki bara auðveldara í stækkandi velferðarsamfélagi, það er líka skemmtilegra. Nýr miðbær Hluti af ákvörðun um fjölgun íbúa var að bæta þjónustu, menningu og mannlíf. Þar var nýr miðbær í hjarta Þorlákshafnar einn af lykilþáttum. Fyrstu byggingar hafa nú verið byggðar í miðbænum og á næsta ári er von á framkvæmdum við miðbæjartorgið: hótel, veitingastaðir, menningarhús, verslanir, og já skautasvell. Lífið í vaxandi velferðarsamfélagi á nefnilega að vera skapandi og fullt af leik og gleði. Hamingjan Markviss uppbygging innviða og manneskjumiðuð þjónusta hefur skilað stöðugum vexti án aukinnar álagningar á íbúa og án þess að innviðir hafi gefið eftir. Þetta hefur líka gerst án þess að skuldir hafi verið auknar, án eignasölu og án þess að þörf hafi orðið á því að skerða þjónustu við íbúa. Þvert á móti. Fasteignagjöld hafa t.d. lækkað um 42% á 8 árum, frístundastyrkur barna verið aukin, stuðningur við fatlaða verið bættur og lengi má áfram telja. Á sama tíma er rekstur stöðugur og skuldsetning hófleg. Sveitarfélagið Ölfus, með samhenta bæjarstjórn við stýrið, hyggst halda áfram á sömu braut: að byggja bæ þar sem fólk finnur sér heimili, börn dafna, eldri borgarar njóta virðingar, vinnandi fólk fær kröftum sínum farveg og bæjarbragur iðar af lífskrafti sem sprettur af íþróttum, menningu, samveru og öðrum þroskavænum tækifærum. Þess vegna er hamingjan hér. Höfundur er bæjarstjóri í Ölfusi.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun