Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 7. nóvember 2025 07:01 Mikill meirihluti utanríkismálanefndar þings Evrópusambandsins samþykkti í fyrradag skýrslu um stefnu sambandsins á norðurslóðum þar sem meðal annars er hvatt til þess að Ísland, Noregur og Grænland gangi í raðir þess. Haft var eftir Urmas Paet, umsjónarmanni skýrslunnar, á fréttavef Ríkisútvarpsins í fyrradag að staða öryggis- og varnarmála á norðurslóðum væri að taka örum breytingum „og við stöndum líka frammi fyrir auknum áskorunum hvað varðar orkuöryggi.“ Fram kemur á norska fréttavefnum Energi og Klima að stofnanir Evrópusambandsins séu í skýrslunni hvattar til þess að beita sér fyrir því að löndin þrjú gangi í sambandið meðal annars í ljósi þess að þau búi yfir miklum náttúru- og orkuauðlindum á sama tíma og slíkar auðlindir séu grundvallarforsenda þess að hægt verði að byggja upp efnahag þess. Þá segi að Noregur og Ísland gengi lykilhlutverki þegar komi að öryggismálum Evrópusambandsins og aðgangi ríkja þess að orku. Vegna fyrirhugaðrar þjóðaratkvæðagreiðslu hér á landi, um það hvort sózt verði eftir inngöngu í Evrópusambandið, sé Ísland nær því en Noregur. Fyrir vikið kalli utanríkismálanefndin eftir því að ráðamenn í Brussel eigi í „virku samtali við ríkisstjórn Íslands um að tala fyrir kostum mögulegrar inngöngu í sambandið.“ Hafi einhver séð ástæðu til þess að efast um það að Evrópusambandið ásældist auðlindir okkar Íslendinga þarf líklega ekki að velkjast í vafa um það lengur. Kæmi til þess að Ísland gengi í Evrópusambandið færi yfirstjórn íslenzkra orkumála, eins og flestra annarra málaflokka landsins, til stofnana þess í samræmi við Lissabon-sáttmálann, grundvallarlöggjöf sambandsins samanber 2. og 3. grein sáttmálans (TEC). Evrópusambandið hefur búið við mikla orkukrísu eftir að rússneski herinn réðist inn í Úkraínu og ríki þess þurftu í kjölfarið að draga verulega úr kaupum á þarlendri orku sem þau voru mörg orðin mjög háð. Fyrir vikið hefur Evrópusambandið leitað logandi ljósi að aðgengi að orku nánast hvar sem hana er að finna sem aftur hefur meðal annars leitt til þess að sambandið er orðið álíka háð Bandaríkjunum með gas og það var áður Rússlandi. Raunar kaupa ríki þess enn rússneskt gas í verulegt magni og á hærra verði en áður og munu gera áfram allavega þar til í byrjun árs 2027, þegar fimm ár verða liðin frá innrásinni í Úkraínu, og munu því halda áfram að fjármagna hernað Rússa. „Evrópusambandið ætti að vera opið fyrir stækkun á norðurslóðum, ekki síður en í austurhluta Evrópu og á Balkanskaganum,“ sagði Paet enn fremur við Ríkisútvarpið en á liðnum áratugum hefur sambandið tekið inn 13 ríki sem greiða minna til þess en þau fá til baka. Í flestum tilfellum miklu minna. Rúm 30 ár eru síðan ríki gengu í Evrópusambandið sem greiða meira til þess en þau fá til baka. Mikill áhugi er því á fleiri slíkum ríkjum. Eins og yrði í tilfelli Íslands. Fyrir utan auðlindirnar. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Mest lesið Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Sjá meira
Mikill meirihluti utanríkismálanefndar þings Evrópusambandsins samþykkti í fyrradag skýrslu um stefnu sambandsins á norðurslóðum þar sem meðal annars er hvatt til þess að Ísland, Noregur og Grænland gangi í raðir þess. Haft var eftir Urmas Paet, umsjónarmanni skýrslunnar, á fréttavef Ríkisútvarpsins í fyrradag að staða öryggis- og varnarmála á norðurslóðum væri að taka örum breytingum „og við stöndum líka frammi fyrir auknum áskorunum hvað varðar orkuöryggi.“ Fram kemur á norska fréttavefnum Energi og Klima að stofnanir Evrópusambandsins séu í skýrslunni hvattar til þess að beita sér fyrir því að löndin þrjú gangi í sambandið meðal annars í ljósi þess að þau búi yfir miklum náttúru- og orkuauðlindum á sama tíma og slíkar auðlindir séu grundvallarforsenda þess að hægt verði að byggja upp efnahag þess. Þá segi að Noregur og Ísland gengi lykilhlutverki þegar komi að öryggismálum Evrópusambandsins og aðgangi ríkja þess að orku. Vegna fyrirhugaðrar þjóðaratkvæðagreiðslu hér á landi, um það hvort sózt verði eftir inngöngu í Evrópusambandið, sé Ísland nær því en Noregur. Fyrir vikið kalli utanríkismálanefndin eftir því að ráðamenn í Brussel eigi í „virku samtali við ríkisstjórn Íslands um að tala fyrir kostum mögulegrar inngöngu í sambandið.“ Hafi einhver séð ástæðu til þess að efast um það að Evrópusambandið ásældist auðlindir okkar Íslendinga þarf líklega ekki að velkjast í vafa um það lengur. Kæmi til þess að Ísland gengi í Evrópusambandið færi yfirstjórn íslenzkra orkumála, eins og flestra annarra málaflokka landsins, til stofnana þess í samræmi við Lissabon-sáttmálann, grundvallarlöggjöf sambandsins samanber 2. og 3. grein sáttmálans (TEC). Evrópusambandið hefur búið við mikla orkukrísu eftir að rússneski herinn réðist inn í Úkraínu og ríki þess þurftu í kjölfarið að draga verulega úr kaupum á þarlendri orku sem þau voru mörg orðin mjög háð. Fyrir vikið hefur Evrópusambandið leitað logandi ljósi að aðgengi að orku nánast hvar sem hana er að finna sem aftur hefur meðal annars leitt til þess að sambandið er orðið álíka háð Bandaríkjunum með gas og það var áður Rússlandi. Raunar kaupa ríki þess enn rússneskt gas í verulegt magni og á hærra verði en áður og munu gera áfram allavega þar til í byrjun árs 2027, þegar fimm ár verða liðin frá innrásinni í Úkraínu, og munu því halda áfram að fjármagna hernað Rússa. „Evrópusambandið ætti að vera opið fyrir stækkun á norðurslóðum, ekki síður en í austurhluta Evrópu og á Balkanskaganum,“ sagði Paet enn fremur við Ríkisútvarpið en á liðnum áratugum hefur sambandið tekið inn 13 ríki sem greiða minna til þess en þau fá til baka. Í flestum tilfellum miklu minna. Rúm 30 ár eru síðan ríki gengu í Evrópusambandið sem greiða meira til þess en þau fá til baka. Mikill áhugi er því á fleiri slíkum ríkjum. Eins og yrði í tilfelli Íslands. Fyrir utan auðlindirnar. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar