Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar 7. nóvember 2025 13:32 Á þingum Íþróttasambands Íslands og Ungmennafélag Íslands, fyrr á þessu ári var samþykkt ályktun um að fá ríkisvaldið, með íþróttahreyfingunni á Íslandi, í þá vegferð að greina hagræn áhrif íþrótta á Íslenskt samfélag. Þá var lagt til að eftirfarandi þættir yrðu greindir: Efnahagsleg áhrif. Félagsleg áhrif. Heilsufarsleg áhrif Samfélagslegt mikilvægi. Stjórnvöld hafa á undanförnum árum ráðist í ýmsar útttektir, á ýmsum málaflokkum og hagrænum áhrifum þeirra, m.a menningu og listum, ferðaþjónustu, tónlistarskólum ofl. Nú finnst okkur í íþróttahreyfingunni að það sé komið að okkur. Starfsemi íþróttahreyfingarinnar er ekki lögbundin, þó hennar sé getið í íþróttalögum.Vegna þess er hreyfingin mjög viðkvæm fyrir fjárframlögum og niðurskurði til hennar. Á góðum degi er hreyfingin mærð fyrir starfsemi sína og allt það forvarnargildi og góða starf sem unnið er með börnum og unglingum. En á sama tíma er fjármagn til hennar af mjög skornum skammti og hreyfingin á barmi þess að geta haldið þessu góða starfi áfram.Þess vegna er mikilvægt að framlag hreyfingarinnar til samfélagsins sé sýnilegt, það greint og fyrir liggi óyggjandi sönnun á mikilvægi starfsemi hennar. Íþróttir barna og unglinga snerta marga málaflokka, svo sem , heilbrigðismál, félagsmál, byggðamál ofl.Margar rannsóknir hafa staðfest, margítrekað, líkamleg, andleg og félagsleg áhrif íþrótta og hvað þær skipta miklu máli í samfélaginu. Þær hafa einnig sýnt að fjárfesting í íþróttastarfi, skilar sér margfalt til baka í sparnaði og ábata fyrir samfélagið. Tölur sem nefndar hafa verið í innlendum og erlendum rannsóknum, sýna að fyrir hverja krónu sem fjárfest er í íþróttum, skila sér að minnsta kosti 3-8 krónur til baka til samfélagsins, m.a í formi, betri heilsu, minni heilbrigðiskostnaðar, aukinnar framleiðni og sterkari félagslegrar samheldni. Vegna þessa ítrekar íþróttahreyfingin þá ósk að ríkisvaldið komi með í þá vegferð að greina þessi hagrænu áhrif, aðstæður og áskoranir í starfseminni, til þess að byggja undir traustar forsendur í starfsemi íþrótta- og ungmennafélaga. Hreyfingin rær lífróður, hvað varðar fjárhagslegan rekstur hennar og aðkomu sjálfboðaliða að starfinu. Ef ekkert verður að gert, mun þetta starf leggjast af eða færast til ríkis og sveitarfélaga. En áður en til þess kemur vill hreyfingin reyna til þrautar að ná eyrum stjórnvalda, ríkis og sveitarfélaga, um enn nánara samstarf og fjárhagslega tryggingu, öllu samfélaginu til heilla. Helgi Sigurður Haraldsson formaður Ungmennafélags Selfoss og stjórnarmaður í UMFÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íþróttir barna Mest lesið Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Ísland fyrir Íslendínga! Ólafur Sindri Ólafsson Bakþankar Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Sjá meira
Á þingum Íþróttasambands Íslands og Ungmennafélag Íslands, fyrr á þessu ári var samþykkt ályktun um að fá ríkisvaldið, með íþróttahreyfingunni á Íslandi, í þá vegferð að greina hagræn áhrif íþrótta á Íslenskt samfélag. Þá var lagt til að eftirfarandi þættir yrðu greindir: Efnahagsleg áhrif. Félagsleg áhrif. Heilsufarsleg áhrif Samfélagslegt mikilvægi. Stjórnvöld hafa á undanförnum árum ráðist í ýmsar útttektir, á ýmsum málaflokkum og hagrænum áhrifum þeirra, m.a menningu og listum, ferðaþjónustu, tónlistarskólum ofl. Nú finnst okkur í íþróttahreyfingunni að það sé komið að okkur. Starfsemi íþróttahreyfingarinnar er ekki lögbundin, þó hennar sé getið í íþróttalögum.Vegna þess er hreyfingin mjög viðkvæm fyrir fjárframlögum og niðurskurði til hennar. Á góðum degi er hreyfingin mærð fyrir starfsemi sína og allt það forvarnargildi og góða starf sem unnið er með börnum og unglingum. En á sama tíma er fjármagn til hennar af mjög skornum skammti og hreyfingin á barmi þess að geta haldið þessu góða starfi áfram.Þess vegna er mikilvægt að framlag hreyfingarinnar til samfélagsins sé sýnilegt, það greint og fyrir liggi óyggjandi sönnun á mikilvægi starfsemi hennar. Íþróttir barna og unglinga snerta marga málaflokka, svo sem , heilbrigðismál, félagsmál, byggðamál ofl.Margar rannsóknir hafa staðfest, margítrekað, líkamleg, andleg og félagsleg áhrif íþrótta og hvað þær skipta miklu máli í samfélaginu. Þær hafa einnig sýnt að fjárfesting í íþróttastarfi, skilar sér margfalt til baka í sparnaði og ábata fyrir samfélagið. Tölur sem nefndar hafa verið í innlendum og erlendum rannsóknum, sýna að fyrir hverja krónu sem fjárfest er í íþróttum, skila sér að minnsta kosti 3-8 krónur til baka til samfélagsins, m.a í formi, betri heilsu, minni heilbrigðiskostnaðar, aukinnar framleiðni og sterkari félagslegrar samheldni. Vegna þessa ítrekar íþróttahreyfingin þá ósk að ríkisvaldið komi með í þá vegferð að greina þessi hagrænu áhrif, aðstæður og áskoranir í starfseminni, til þess að byggja undir traustar forsendur í starfsemi íþrótta- og ungmennafélaga. Hreyfingin rær lífróður, hvað varðar fjárhagslegan rekstur hennar og aðkomu sjálfboðaliða að starfinu. Ef ekkert verður að gert, mun þetta starf leggjast af eða færast til ríkis og sveitarfélaga. En áður en til þess kemur vill hreyfingin reyna til þrautar að ná eyrum stjórnvalda, ríkis og sveitarfélaga, um enn nánara samstarf og fjárhagslega tryggingu, öllu samfélaginu til heilla. Helgi Sigurður Haraldsson formaður Ungmennafélags Selfoss og stjórnarmaður í UMFÍ.
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar