Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar 7. nóvember 2025 10:00 Við búum í síbreytilegum heimi tækniþróunar og þar eru bílar ekki undanskildir. Á undanförnum árum hefur þróun bíla tekið stakkaskiptum sem leitt hefur til þess að dregið hefur mjög úr sölu á beinskiptum bílum hér á landi. Ef horft er til sölu fólksbíla síðustu þrjú ár þá er ljóst að sala til almennings á nýjum beinskiptum bílum er innan við 5% ár hvert. Ljóst er að hinir almennu kaupendur kjósa bíla án beinskiptingar, valið er sjálfskiptir bílar eða rafmagnsbílar að einhverju tagi. Þessari þróun þurfa stjórnvöld að vera vakandi yfir og bregðast við í tíma m.a. með því að aðlaga ökunám, ökuréttindi og ökupróf í takt við það sem nýr raunveruleiki kallar á. Samkvæmt reglugerð um ökuskírteini nr. 830/2011 er heimilt að þreyta verklegt ökupróf til almennra ökuréttinda á sjálfskipta bifreið. Sé það gert fær ökumaður takmörkun í ökuskírteini sitt þ.e. tákntöluna 78 og hefur ekki heimild til að aka bíl með beinskiptingu. Vilji viðkomandi fá réttindi á beinskiptan bíl síðar verður hann að sækja aftur um námsheimild hjá sýslumanni, hafa samband við ökukennara og þreyta aksturshæfnispróf á beinskiptan kennslubíl hjá Frumherja. Það er ekki aðeins hér á landi sem beinskiptum bílum hefur farið fækkandi og hafa lönd í kringum okkur brugðist við þeirri þróun. Ef við horfum til Danmerkur þá var sú breyting gerð að heimila verklegt próf á sjálfskiptum bíl en hafi ökunemi tekið a.m.k. sjö verklega ökutíma með ökukennara á beinskiptan bíl öðlast hann réttindi án takmörkunar, hann fær réttindi bæði á beinskiptan og sjálfskiptan bíl. Þriggja stafa tákntala er skráð við ökuréttindin til vitnis um það að viðkomandi hafi lokið fullnægjandi námi í akstri á beinskiptum og sjálfskiptum bíl en þreytt verklega ökuprófið á sjálfskiptum bíl. Samskonar leið er farin í Þýskalandi sem þýðir að ríki sem við berum okkur gjarnan saman við varðandi ökunám og ökuréttindi hafa þegar brugðist við þessum breytingum. Samkvæmt upplýsingum frá Samgöngustofu þá hefur ekki verið til athugunar að breyta núverandi fyrirkomulagi hér á landi þrátt fyrir að hlutfall nýrra seldra bíla til almennings hafi tekið umræddum breytingum. Við hjá Ökukennarafélagi Íslands teljum mikilvægt að gefa ökunemum kost á að þreyta verklegt ökupróf á sjálfskiptum bíl en öðlast í leiðinni réttindi að stjórna beinskiptum bíl hafi þeir lært og lokið tilætluðum fjölda ökutíma á beinskiptum bíl. Mikilvægt er að samtalið fari fram sem fyrst varðandi ofangreint enda nauðsynlegt að endurskoða og rýna prófþætti, ökunám og umferðarmál reglulega með það í huga að koma á móts við þær breytingar sem eiga sér stað tengt málaflokknum. Að slíku samtali á Ökukennarafélag Íslands fagfélag ökukennara að koma að. Höfundur er formaður Ökukennarafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þuríður B. Ægisdóttir Bílpróf Bílar Mest lesið Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Sjá meira
Við búum í síbreytilegum heimi tækniþróunar og þar eru bílar ekki undanskildir. Á undanförnum árum hefur þróun bíla tekið stakkaskiptum sem leitt hefur til þess að dregið hefur mjög úr sölu á beinskiptum bílum hér á landi. Ef horft er til sölu fólksbíla síðustu þrjú ár þá er ljóst að sala til almennings á nýjum beinskiptum bílum er innan við 5% ár hvert. Ljóst er að hinir almennu kaupendur kjósa bíla án beinskiptingar, valið er sjálfskiptir bílar eða rafmagnsbílar að einhverju tagi. Þessari þróun þurfa stjórnvöld að vera vakandi yfir og bregðast við í tíma m.a. með því að aðlaga ökunám, ökuréttindi og ökupróf í takt við það sem nýr raunveruleiki kallar á. Samkvæmt reglugerð um ökuskírteini nr. 830/2011 er heimilt að þreyta verklegt ökupróf til almennra ökuréttinda á sjálfskipta bifreið. Sé það gert fær ökumaður takmörkun í ökuskírteini sitt þ.e. tákntöluna 78 og hefur ekki heimild til að aka bíl með beinskiptingu. Vilji viðkomandi fá réttindi á beinskiptan bíl síðar verður hann að sækja aftur um námsheimild hjá sýslumanni, hafa samband við ökukennara og þreyta aksturshæfnispróf á beinskiptan kennslubíl hjá Frumherja. Það er ekki aðeins hér á landi sem beinskiptum bílum hefur farið fækkandi og hafa lönd í kringum okkur brugðist við þeirri þróun. Ef við horfum til Danmerkur þá var sú breyting gerð að heimila verklegt próf á sjálfskiptum bíl en hafi ökunemi tekið a.m.k. sjö verklega ökutíma með ökukennara á beinskiptan bíl öðlast hann réttindi án takmörkunar, hann fær réttindi bæði á beinskiptan og sjálfskiptan bíl. Þriggja stafa tákntala er skráð við ökuréttindin til vitnis um það að viðkomandi hafi lokið fullnægjandi námi í akstri á beinskiptum og sjálfskiptum bíl en þreytt verklega ökuprófið á sjálfskiptum bíl. Samskonar leið er farin í Þýskalandi sem þýðir að ríki sem við berum okkur gjarnan saman við varðandi ökunám og ökuréttindi hafa þegar brugðist við þessum breytingum. Samkvæmt upplýsingum frá Samgöngustofu þá hefur ekki verið til athugunar að breyta núverandi fyrirkomulagi hér á landi þrátt fyrir að hlutfall nýrra seldra bíla til almennings hafi tekið umræddum breytingum. Við hjá Ökukennarafélagi Íslands teljum mikilvægt að gefa ökunemum kost á að þreyta verklegt ökupróf á sjálfskiptum bíl en öðlast í leiðinni réttindi að stjórna beinskiptum bíl hafi þeir lært og lokið tilætluðum fjölda ökutíma á beinskiptum bíl. Mikilvægt er að samtalið fari fram sem fyrst varðandi ofangreint enda nauðsynlegt að endurskoða og rýna prófþætti, ökunám og umferðarmál reglulega með það í huga að koma á móts við þær breytingar sem eiga sér stað tengt málaflokknum. Að slíku samtali á Ökukennarafélag Íslands fagfélag ökukennara að koma að. Höfundur er formaður Ökukennarafélags Íslands.
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar